Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUPAGUR 24. MARZ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ MYND Jóns Stefánssonar sem slegin var á 60 þúsund danskar krónur. Fjögur íslensk málverk á dönsku uppboði Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FJÓGUR íslensk málverk voru boðin upp á málverkauppboði hjá uppboðs- fyrirtæki Bruun Rasmussens á mið- vikudag. Um var að ræða tvær myndir eft- ir Svavar Guðnason, eina eftir Krist- ínu Jónsdóttur og eina eftir Jón Stef- ánsson. Önnur mynd Svavars, vatns- litamynd, seldist ekki. Samkvæmt upplýsingum uppboðshaldara keypti Listasafn íslands málverk Svavars og hin tvö íslensku verkin, auk þess sem safnið keypti málverk eftir fær- eyska málarann Mikines. Listasafnið keypti einnig færeyska mynd Verð þessara verka var samtals 166 þúsund danskar krónur eða rúm- ar,l,8 milljónir íslenskra króna. íslensku myndimar, sem til sölu voru, komu allar úr danskri eigu að sögn uppboðshaldara. Vatnslitamynd Svavars Guðnasonar er máluð á sjötta áratugnum. Hún var metin á tólf þúsund danskar krónur, en seld- ist ekki. Olíumálverk Svavars er málað 1963. Það var metið á 20-25 þúsund danskar krónur og slegið Listasafni íslands á þrjátíu þúsund. Listasafnið keypti einnig stórt mál- verk eftir Færeyinginn Samuel Jo- ensen-Mikines frá 1956. Það var metið á 75 þúsund, en var slegið á 65 þúsund. Landslagsmynd frá Glerárfossi eftir Kristínu Jónsdóttur var metin á 12-15 þúsund danskar krónur og seld Listasafni íslands fyrir ellefu þúsund danskar krónur. Uppstilling Jóns Stefánssonar með könnu, eplum og blómapotti frá 1919 var metin á 40-50 þúsund og slegin Listasafninu á sextíu þúsund krónur. OLÍUMYND Svavars Guðna- sonar var slegin á 30 þúsund danskar krónur. Málverk Jóns hefur víða verið sýnt og var áður í eigu Christians Claus- ens listaverkasala og síðan í eigu Olufs Thomsens læknis. Samtals keypti Listasafnið því verk fyrir 166 þúsund danskar krónur. Ofan á ofan- MYND Kristínar Jónsdóttur var slegin á 11 þúsund danskar krónur. greint verð bætist síðan þóknun til uppboðshaldarans, sem nemur í flest- um tilfellum fjórðungi verðsins. Verð myndanna fjögurra losar því tvær milljónir íslenskra króna. ítarleg umfjöllun um 20 ára afmæli Sam-Film í hinu víðlesna VARIETY Utsendingar kapal- sjónvarps geta hafist í október SAMBÍÓIN fagna um þessar mundir 20 ára starfsafmæli inn- flutningsfyrirtækis síns, Stun- Film. Af þvi tilefni birti VARI- ETY, helsta vikurit afþreyingar- iðnaðarins, umfjöllun um Sam- Film og heillaóskir frá mörgum helstu fyrirtækjum kvikmy'nda- iðnaðarins á tólf síðum í nýjasta hefti sínu. Gerð er grein fyrir sögu fyrir- tækisins, stofnanda þess Ama Samúelssyni og samstarfsfólki hans, starfseminni í dag og fram- tíðaráformum í alls sjö frétta- greinum. Þar kemur meðal annars fram að í október hyggjast Sam- bíóin hefja sjónvarpsútsendingar á fjórum rásum kapalkerfis í ljós- leiðarakerfi Pósts og síma í sam- vinnu við Japis, Texta hf. og Saga Film. Boðið verður upp á blöndu af fréttum, íþróttaefni, tónlistar- efni og almennu afþreyingarefni. Ekki er ráðgert að reka innlenda fréttastofu. Sagt er að þessi starfsemi geti mögulega náð til 10 þúsund heim- ila í byrjun og allt að 80 þúsund heimili bæst við síðar. Reiknað er með því að stofnkostnaður náist á 18 mánuðum. Björn Árnason, framkvæmdasljóri Sam-Film, seg- ir I viðtáli við VARIETY að áskriftargjald verði lægra en hjá Stöð 2. Þá kemur fram að á næsta ári sé ætlunin að opna nýtt þriggja mm SAMWm 20th Anniversarv LE ADING THE PACK Icelandic exhib-distrib dominates Arctic Circle ! It, MAiri.KXKFimt.'XJK Sam-Film 20 ára GERÐ er grein fyrir sögu og starfsemi innflutningsfyrirtækis Sam- bíóanna í nýjasta hefti vikuritsins VARIETY. Þar birtast og heillaósk- ir frá mörgum helstu fyrirtækjum alþjóðlegs kvikmyndaiðnaðar. sala kvikmyndahús og að í fram- tiðinni komi til greina að bjóða fjarvirka myndbandaþjónustu (Video Dial Tone), það er að fólk geti fengið sendar kvikmyndir heim um símalínu. Gengið frá 256 kílóbita Internet - tengingu Ekki þörf á gjaldskrár- hækkun í bili EKKI þurfti að hækka gjaldskrá fyr- ir Intemet notkun í tengslum við nýja 256 kílóbita tengingu um sæ- streng fyrrihluta marsmánaðar. Heimir Sigurðsson, gjaldkeri Suns, alþjóðlegs tengiliðár Internets á ís- landi, segir þörf á enn öflugri teng- ingu. Með henni myndist væntanlega þrýstingur á endurskoðun gjald- skrárinnar. Heimir sagði að aðalfundur, síðari hluta aprílmánaðar, myndi taka af- stöðu til tillögu um að breyta fyrir- tækinu í hlutafélag. Ný stjóm tæki væntanlega á gjaldskrármálum og hugsanlega yrðu tillögur að nýrri gjaldskrá kynntar með haustinu. Gjaldskrá verði tengd notkun Hins vegar sagði hann að sífellt væri verið að skoða gjaldskrármálin. „Nú er helst verið að skoða að tengja gjaldskrána meira en í dag beinni notkun einstakra aðila á útlandasam- bandinu. Að taka inn í gjaldskrána svokallaða bandvíddarnotkun, þ.e. hversu mikinn hluta af línunni hver og einn er að nota. “ ♦ ♦ »----- Kaupmáttur jókst um 1,7% GREITT tímakaup í dagvinnu hjá landverkafólki innan ASI hækkaði um 1,9% frá 4. ársfjórðungi 1993 til 4. ársfjórðungs 1994, að því er fram kemur í frétt frá Kjararannsókna- nefnd. Framfærsluvísitala, sem nú heitir vísitala neysluverðs, hækkaði um 0,2% á sama tímabili og jókst því kaupmáttur greidds tímakaups í dag- vinnu um 1,7% á fyrrgreindu tímabili. Kauptaxtar breyttust ekki á tíma- bilinu. Parað úrtak sem samanstend- ur af einstaklingum sem voru í úrtök- unum á báðum tímabilunum gefur til kynna heldur minni hækkun á greiddu tímakaupi fastra starfs- manna eða um 1,6%. Lengri vinnutími Mánaðartekjur landverkafólks innan ASÍ hækkuðu um 3,7% á þessu tímabili og hækkaði því kaupmáttur mánaðartekna um 3,5% að meðal- tali. Tekjumar hækkuðu hjá öllum hópunum en þó mest hjá verkakörl- um, iðnaðarmönnum og skrifstofu- konum. Breytinguna má að mestu rekja til lengri vinnutíma, en hann lengdist hjá öllum stéttum land- verkafólks innan ASÍ. Vinnutíminn lengdist mest hjá iðnaðarmönnum um 1,2 stundir á viku og hjá verkak- örlum um 0,9 stundir. Kaupmáttur mánaðartekna skrif- stofukvenna jókst mest á fyrrgreindu tímabili um 4,9%, því næst komu iðnaðarmenn með 4,3%, verkakarlár með 4,2% og verkakonur með 2,3%. Aðrir hækkuðu minna. ------» ♦ <---- Evrópumót í brids íslenskt par í undanúrslit EITT íslenskt bridspar komst í und- anúrslit Evrópumótsins í tvímenningi sem hófust í Róm á Ítalíu í gærkvöldi. •Björn Eysteinsson og Helgi Jó- hannsson enduðu í 34. sæti af 292 í undankeppni sem lauk á miðviku- dagskvöld í Róm. 180 pör komust áfram í undanúrslitin sem lýkur i kvöld. , ... . Tvö önnur íslensk pör taka þátt mótinu. Gylfi Baldursson og Sigurð- ur B. Þorsteinsson enduðu í 237. sæti í undankeppninni og feðginin Anna Guðlaug Nielsen og Guðlaugur Nielsen enduðu í 285. sæti en Anna Guðlaug er aðeins 13 ára gömul og yngsti þátttakandinn á mótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.