Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 15 FRÉTTIR K-listinn í Reykjavík FRAMBJÓÐENDUR K-listans, lista Kristilegrar stjórnmálahreyf- ingar, í Reykjavíkurkjördæmi til Alþingiskosninga 1995, eru sem hér segir: 1. Árni Björn Guðjónsson, hús- gagnasmíðameistari, 2. Kristján Árnason, verkamaður, 3. Arnór Þórðarson, kennari, 4. sæti Guð- laug Helga Ingadóttir, borgar- starfsmaður, 5. sæti Þór Sveins- son, sölumaður, 6. sæti Andrés G. Guðbjartsson, framkvæmda- stjóri, 7. Skúli Marteinsson, vakta- maður, 8. Erla Gyða Hermanns- dóttir, sjúkraliði, 9. Svavar Sig- urðsson, fjármáiastjóri, 10. Kristín Kui Rim, húsmóðir, 11. Gunnar Þór Jacobsen, kerfisfræðingur, 12. Auður Regína Friðriksdóttir, sjúkraliði, 13. Sigurgeir H. Bjarnason, prentari, 14. OmarLín- dal Marteinsson, nemi, 15. Jó- hanna Júlíusdóttir, húsmóðir, 16. Gunnar Óðinn Einarsson, trúboði, 17. Jón Sigurðsson, sendibílstjóri, 18. Kristinn Eysteinsson, garð- yrkjufræðingur, 19. Magnús Ás- mundsson, frv. deildarstjóri. Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins Sátt um fiskveiðistefnu forsenda stöðugleika Siglufírði. Morgunblaðið. HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á framboðsfundi í Siglufirði í fyrra- kvöld að nauðsynlegt væri að við- halda stöðugleika í þjóðfélaginu og það yrði ekki gert nema 'með sátt um sjávarútvegsstefnuna. Fundargestum lék mest forvitni á að heyra álit Halldórs á sjávarút- vegsmálum og hvernig honum þætti skynsamlegast að beita sér í þeim efnum. Fram kom í máli Halldórs að hann vill viðhalda kvótakerfinu í grundvallaratrið- um. Hann vill þó koma til móts við smábátaeigendur, sem fóru inn í aflamark í stað krókaleyfis. Hall- dór sagði að þó að Framsóknar- flokknum væri nú „kennt um“ kvótakerfið, þá hafi litlar breyting- ar orðið á kerfinu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Halldór sagði að ef stórvægilegar breytingar yrðu gerðar á kvótakerfinu yrði sá stöð- ugleiki, sem náðst hefði, fyrir bí. Engu að síður gæti þurft að gera einhveijar breytingar. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir HALLDÓR Ásgrímsson á framboðsfundinum í Siglufirði. Morgunblaðið/Sverrir SÓLVEIG Pétursdóttir, alþingismaður, I ræðustól. Sólveig Pétursdóttir alþingismaður Viðurlög vegna kynferðisbrota og landasölu hert VERULEGAR úrbætur hafa verið gerðar í dómsmálum á síðasta kjör- tímabili, en þó margt hafí áunnist má ailtaf gera betur, að því er fram kom í erindi Sólveigar Pétursdóttur, alþingismanns, um afbrot og aðgerð- ir gegn þeim í kosningamiðstöð sjálf- stæðismanna á Lækjartorgi á þriðju- dag. I erindinu rakti Sólveig nokkra helstu áfangana í þessum málaflokki á síðasta kjörtímabili. Lög um að- skilnað dóms- og umboðsvalds hefðu tekið gildi, en þau fælu í sér ein- hveija mestu breytingu í þessum málaflokki í hálfa öld. Þá hefði farið fram stefnumótun í fangelsismálum, og nýtt afplánunarfangelsi yrði opnað í vor. Lög um samfélagsþjónustu ■ tækju gildi 1. júlí og samræmt neyðar- númer væri í undirbúningi. Þá mætti nefna stjómarfrumvarp um opinbera réttaraðstoð og lög um að ríkið ábyrg- ist greiðslu bóta sem fómarlömbum em dæmdar af dómstólum. Sólveig sagði að það væri mikil- vægt að löggjafínn héldi ávallt vöku sinni og tæki til endurskoðunar ákvæði laga og viðurlög eins og þörf krefði. Nefndi hún að herða þyrfti viðurlög vegna kynferðisafbrota og landasölu. Dómar þyrftu að vera þyngri, þar sem þeir væm ekki í samræmi við réttarvitund almenn- ings. Lagaákvæði settu dómstólum of þröngar skorður við ákvörðun refs- ingar, til dæmis þegar um landasölu til unglinga væri að ræða. Lögin þyrfti að taka til endurskoðunar og til greina kæmi að hafa sektir við brotum það háar að þær væra hærri en mögulegur ávinningur af sölu landans. Vesturland > Atta sameig- inlegir fram- boðsfundir FULLTRÚAR allra flokka sem bjóða fram á Vesturlandi í komandi Al- þingiskosningum hafa náð sam- komulagi um sameiginlega fram- boðsfundi framboðanna í kjördæm- inu frá 27. mars til 4. apríl. Skipta framboðin með sér að sjá um fund- arstjórn á fundunum. . SAMTALS verða haldnir átta sameiginlegir framboðsfundir fyrir Alþingiskosningarnar á Vesturlandi, sá fyrsti í Kolbeinsstaðahreppi mánudaginn 27. mars. 28. mars verður sameiginlegur fundur í sam- komuhúsinu í Grundarfirði, 29. mars verður útvarpsfundur í Borgarnesi, 30. mars verður fundur í félagsheim- ilinu í Stykkishólmi, 31. mars verða tveir fundir, í Logalandi í Reyk- holtsdal og Dalabúð í Búðardal. 3. apríl verður haldinn fundur í Klif í Snæfellsbæ og lokafundurinn fer fram í Bíóhöllinni á Akranesi 4. apríl. Fundirnir hefjast kl. 20.30 nema í Borgarnesi, þar sem hann hefst kl. 20 og í Logalandi, en sá fundur hefst kl. 15. -----»♦ ♦----- Kvennaguð- fræðifyrirlestur á vegum Kvennalistans SÉRA Yrsa Þórðardóttir, sem skipar 8. sæti Kvennalistans á Austur- landi, heldur fyrirlestur laugardag- inn 25. mars um kvennaguðfræði. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 á Kosningaskrifstofu Kvennalistans að Miðvangi 2-4, 3. hæð. -----» ♦ ♦---- Kvennalistaganga á laugardag SIGURGANGA Kvennalistans 1880- 2010 verður farin laugardaginn 25. mars kl. 13. Frá Laugavegi 17 verður gengið í Kolaportið þar sem boðið verður upp á ókeypis spádóma heims- frægrar spákonu, segir í fréttatil- kynningu frá Kvennalistanum. Frambjóðendur D-Iistans á opnum fundi í Garðabæ Menntamálin verða að hafa forgang Morgunblaðið/Sverrir FRAMSOGUMENN á fundinum í Garðalundi voru frambjóðend- urnir Viktor B. Kjartansson, Kristján Pálsson og Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra. Lengst til hægri á myndinni er Laufey Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ sem var fundarstjóri. FRAMBJ ÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi hafa undanfarið staðið fyrir fundum um kosningamálin í kjördæminu og á miðvikudagskvöldið voru nokkrir þeirra á opnum fundi í Garðalundi í Garðabæ. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra sagði m.a. í framsöguerindi sínu að menntamál yrðu að hafa forgang á næsta kjörtímabili. Hann rakti það starf sem unnið hefði ver- ið í þessum málaflokki á kjörtímabil- inu og þau verkefni sem framundan væru. „Við viljum setja skólamálin á oddinn, og nú bregður svo við að það vilja allir flokkar gera. Þvi ber vissulega að fagna að svo hefur ver- ið gert. Það má kannski spyrja hvort eitthvað sé að marka slíkar yfirlýs- ingar núna í lok kjörtímabilsins, þegar við höfum orðið á undan- gengnum árum að standa fyrir tals- verðum niðurskurði og verulegum aðhaldsaðgerðum í skólakerfínu yf- irleitt. En ég segi að slíkai- yfirlýs- ingar sé að marka. Við höfum sýnt það með löggjöf og fmmvörpum sem við höfum lagt fram, og við getum staðið við það vegna þeks að það em bjartari tímar framundan í efna- hagsmálum okkar,“ sagði Ólafur. Eyðilegging tekur stuttan tíma Kristján Pálsson gerði m.a. að umtalsefni kosningaloforð Alþýðu- bandalagsins og Framsóknarflokks- ins, sem reiknað hafi verið út að myndu kosta ríkissjóð 50 milljarða króna. Þetta myndi einungis leiða til þess að verðbólga færi af stað og væntanlega auka skuldir meðal- fjölskyldunnar úr 4 milljónum króna í 7 milljónir eftir árið. Viktor B. Kjartansson minntist á það í ræðu sinni þegar vinstri stjórn tók við völdum árið 1971 eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði setið í ríkisstjóm. Þá hefði ríkt stöðugleiki og náðst friður hér á landi, en það hefði ekki tekið vinstri stjórnina nema 6 mánuði að steypa þjóðfélag- inu í verðbólgubál og eyðileggja þann árangur sem náðst hafði. „Þetta er ekki gefin staða sem við höfum. Þetta hefur kostað blóð, svita og tár,“ sagði Viktor. Tilvísanakerfið ekkert skemmtiefni Frambjóðendurnir voru m.a. spurðir að því hvernig stæði á því að heilbrigðisráðherra hefði getað komið á tilvísanakerfi, sem væri í andstöðu við samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins, og hvort flokk- urinn myndi beita sér fyrir afnámi tilvísanakerfisins. Ólafur G. Einarsson sagði að reglugerð um að tilvísanakerfið yrði tekið upp að nýju hefði ekki verið sér neitt sérstakt skemmtiefni, þar sem hann hefði á sínum tíma átt verulegan þátt í að afnema tilvísana- kerfíð sem formaður tryggingaráðs. Hann teldi tilvísanakerfíð nú ekki hafa verið nægilega vel ígmndað og ekki væru fyrirliggjandi nægilega traustir útreikningar fyrir því að sparnaðurinn við að taka kerfið upp væri sá sem látið væri í veðri vaka. Sagðist Ólafur ekki geta svarað því hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi beita sér fyrir afnámi tilvís- anakerfisins að afloknum kosning- um, en hann ætti von á að tilyrði ofarlega á baugi í stjórnarmyndun- arviðræðum og við skiptingu ráðu- neyta milli stjórnarflokka að aflokn- um kosningum. Ekki stefnan að viðhalda háum sköttum Spurt var um stefnu Sjálfstæðis- flokksins í skattamálum og sagði Ólafur að það væri ekki stefna flokksins að viðhalda háum sköttum. Hann sagði að það gleymdist oft í umræðunni um skattamál að í tíð fyrri ríkisstjórnar hefðu skattar ver- ið hækkaðir um 11 milljarða á þrem árum, en í tíð núverandi ríkisstjórnar hefðu þeir hins vegar verið lækkaðir um tvo milljarða. Tilfærslur í skatta- kerfínu hefðu vissulega sumar hverj- ar komið þungt niður á einstakling- um. „Það er svolítið misjafnt eftir árum hvemig við höfum staðið að þessum skattalagabreytingum, en þær hafa orðið til þess, hvað sem menn sjá í launaumslaginu sínu, að kaupmáttur hefur vaxið á þessu kjörtímabili, þvert á það sem hann gerði á síðasta kjörtímabili," sagði Ólafur G. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.