Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Langvarandi taprekstri Slippstöðvarinnar-Odda snúið í hagnað Endurskipu- lagning skilar bættri afkomu Nýir eigendur hafa tekið við rekstri stöðvarinnar HAGNAÐUR varð af rekstri Slipp- stöðvarinnar-Odda á liðnu ári eftir langvarandi taprekstur, en fyrirtæk- ið hefur verið rekið með tapi síðastl- iðin sex ár. Nýir eigendur hafa tek- ið við rekstri stöðvarinnar og ný stjóm kjörinn á aðalfundi sem hald- inn var í gær. Hagnaður ársins var 91,5 millj- ónir króna, en þegar tekið hefur verið tillit til nauðasamninga sem fyrirtækið gekk í gengum á síðasta ári og fleiri þátta er niðurstaðan sú að hagnaður af reglulegri starfsemi nam 5,6 milljónum króna. „Við erum mjög hamingjusamir með þessa nið- urstöðu eftir langvarandi taprekstur og miklar hremmingar og erfíð- leika,“ sagði Guðmundur Thulinius framkvæmdastjóri Slippstöðvarinn- ar-Odda. Rekstrartekjur fyrirtækisins á síð- asta ári voru tæpar 595 milljónir króna, eigið fé í árslok var um 65,7 milljónir, þar af var hlutafé 41,2 milljónir. Hlutafé félagsins 23. mars, á aðalfundi þess var 81,2 milljónir króna og eigið fé 105,6 milljónir. Heildarlaunagreiðslur á liðnu ári voru 182,5 milljónir, en starfsmenn voru í upphafi árs 151 en 110 í lok árs. Helstu hluthafar Slippstöðvarinn- ar-Odda eru nú DNG-rafeindaiðnað- ur, Jöklar hf., Málning hf. og Reginn hf. en samtals eru hluthafar 20 tals- ins. Nýja stjórn fyrirtækisins skipa Birgir Ómar Haraldsson stjórnar- formaður, Aðalsteinn Helgason, Friðfmnur Hermannsson, Valdimar Bergstað og Kristján E. Jóhannes- son. Fráfarandi stjómarformaður, Ei- ríkur Jóhannsson taldi að sú endur- skipulagning á rekstri fyrirtækisins sem gripið var til á liðnu ári sé nú farin að skila sér í bættri afkomu þess. Því hefði verið sniðin stakkur GUÐMUNDUR Thulinius framkvæmdastjóri sýnir nýjum sljórn- armönnum athafnasvæðið; frá vinstri eru Birgir Ó. Haraldsson, Valdimar Bergstað og Friðfinnur Hermannsson. eftir vexti, starfsfólki fækkað og mannahald sniðið að verkefnastöðu. A álagstímum er nú gripið til þess að ráða fólk til skamms tíma og í auknum mæli er leitað til undirverk- taka. Ýmsir fyrrum starfsmenn stöðvarinnar hefðu stofnað til eigin rekstrar og kæmu að verkum hjá stöðinni, því væri ekki litið svo á að um 40 störf hefðu tapast, þau hefðu einfaldlega flust úr fyrirtækinu. Þrekvirki Birgir Ómar Haraldsson formaður stjórnar sagði að mikill árangur hefði náðst á erfiðum tímu og því væri hann bjartsýnn á framtíð fyrir- tækisins. Væntanleg flotkví á Akur- eyri myndi auka möguleika stöðvar- innar á að ná verkefnum við stærstu skip flotans sem fram til þessa hefðu þurft að leita til erlendra skipasmíða- stöðva. Langur vegur væri þó frá að líta mætti á flotkvína sem alls- herjar bjargvætt fyrir rekstur stöðv- arinnar. Takast yrði á við margvísleg verkefni til að gera fyrirtækið sam- keppnishæfara. „Að mínu mati hefur verið unnið hér þrekvirki á erfíðum tímum, fyrirtækið er í sókn og við munum vinna sem best að því að koma því til betri vegar,“ sagði Birg- ir Ómar. Flotkvíin er verkfæri Framkvæmdastjórinn benti á að flotkvíin væri ákveðið verkfæri sem skapaði nýja möguleika, að auki þyfti að skapa fyrirtækinu ímynd til að laða að viðskiptavini, afla þyrfti því nýrra verkefna og afar mikil- vægt væri að gera fyrirtækið sveig- anlegra svo það yrði samkeppnis- fært. í því skyni yrði vinnutími starfsmanna endurskoðaður og kvaðst hann vænta jákvæðra við- ræðna þar um við fagfélög iðnaðar- manna. Leikfélag Akureyrar Þar sem Djöfla- eyjan rís LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir í kvöld, föstudagskvöldið 24. mars, braggablúsinn þar sem djöflaeyjan rís eftir Einar Kára- son í leikgerð Kjartans Ragnars- sonar undir stjórn Kolbrúnar K. Halldórsdóttur. Leikritið er hrollköld og um leið meinfyndin lýsing á íslensku samfélagi á bernskuárum lýð- veldisins. Sögusviðið er reykvískt braggahverfi og lýsir lífi og ör- Iögum fjölskyldu sem þar býr. I upphafi leiks er Gógó (Sunna Borg) að stíga um borð í skip sem siglir með hana til draumalands- ins í vestri og hún skilur barnask- arann eftir hjá móður sinni Ka- rólínu spákonu (Sigurveigu Jóns- dóttur) sem er drottning gamla hússins, þar sem leikurinn á sér einkum stað. Heimilisfaðirinn Tommi (Þráinn Karlsson) stend- ur undir útgerðinni með verslun- arrekstri sinum. Börn Gógóar sem eiga sér feður af ólíkum toga eru töffarinn og augasteinn ömmu sinnar, Baddi (Þórhallur Gunnarsson), óhemjan Dollý (Bergljót Arnalds) og hinn hlé- drægi Danni (Dofri Hermanns- son). I leikritinu fylgjumst við með þeim vaxa úr grasi í skjóli spákonunnar og Tomma. Félagi þeirra og nágranni í braggahverfinu er Grjóni (Sigur- þór Albert Heimisson) glæpon sem á sér athvarf í gamla hús- inu. Móðir hans er Þórgunnur (Rósa Guðný Þórsdóttir) fyrrum dægurlagasöngkona sem muna má sinn fífil fegri og er farin að halla sér að flöskunni meir en góðu hófi gegnir. Fía (Sunna Borg) og Tóti (Aðalsteinn Bergd- al) eru nískir hneykslunargjarnir og forvitnir ættingjar Karólínu. Á sögusviðinu birtast líka kær- asti Dollýar, Grettir (Barði Guð- mundsson) og smiðurinn Dóri Morgunblaðið/Rúnar Þór (Guðmundur Haraldsson) sem stígur í væhginn við Dollí. Fjöl- margar persónur aðrar birtast á sviðinu og bregður fyrrtalinn leikarahópur sér í líki þeirra. Leikmynd og búninga gerir Axel Hrafnkell Jóhannesson, tón- listarsljóri og undirleikari er Karl Olgeirsson en fjölmörg lög frá sjötta áratugnum setja svip á sýninguna sem lýst er af Ingv- ari Björnssyni. Orlofshúsin í Kjarnaskógi Samið við Borg og Stef- án Jónsson ÚRBÓTARMENN hafa samið við trésmiðjuna Borg hf. og fleiri á Sauð- árkróki um smíði 7 sumarhúsa á orlofshúsasvæði við Kjarnaskóg og við fjóra smiði á Akureyri um smíði þriggja húsa. I fyrsta áfanga hins nýja orlofs- húsahverfís verða því byggð 10 hús. Þau eiga að vera tilbúin í júlí og er stefnt að því að fyrstu gestirnir geti dvalið þar síðsumars. Um mánaðamót verður jarðvegs- vinna boðin út og í framhaldi af því vegagerð og fleira sem tilheyrir upp- byggingunni. Borg hf. á Sauðárkróki í samvinnu við fleiri bauð lægst í byggingu or- lofshúsanna og Stefán Jónsson og félagar, Guðmundur Jóhannsson, Ingólfur Hermannsson og Viðar Þor- steinsson, voru með næstlægsta til- boðið. Bæði voru upp á rúmar 4,3 milljónir króna. Stefán sagði að fyrirhugað væri samstarf þeirra aðila sem samið var við um smíðina, m.a. varðandi efnis- kaup og fleira. „Við byijum á smíð- inni upp úr næstu mánaðamótum, verðum hér í bænum og flytjum hús- in inneftir." ♦ ♦ ♦------ Davíð Oddsson með fundi á Norðurlandi eystra DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra efnir til almennra stjórnmálafunda á Norðurlandi eystra og verður sá fyrsti í kvöld, föstudagskvöld, á Hót- el Húsavík kl. 20.30. Forsætisráðherra verður síðan á fundi í Ólafsfirði á morgun, laugar- daginn 25. mars, kl. 11.00. Fundi Davíðs á Akureyri hefur verið flýtt, verður kl. 13.30 í stað 15.00, en ástæðan er íjórði leikur KA og Vals í KA-heimilinu sem hefst kl. 16.00. Fundurinn á Akureyri verður í samkomuhúsinu 1929 við Ráðhústorg. Að lokinni ræðu Davíðs mun hann ásamt þremur efstu mönnum á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördærhinu, Halldóri Blöndal, Tómasi Inga Olrich og Svanhildi Árnadóttur, sitja fyrir svörum. ------♦—♦—♦----- Kosningaskrif- stofa G-lista í Ólafsfirði G-LISTINN opnar kosningaskrif- stofu í Ólafsfirði á morgun, laugar- dag, í Guðmundarhúsi, Strandgötu 7. Árni Steinar Jóhannsson og Svanfríður Halldórsdóttir verða á staðnum og ræða við gesti. Kosn- ingaskrifstofan verður opin virka daga frá 20.00 til 22.00 og um helgar frá kl. 15.00 til 17.00. Ith. Stjórnusaja nsin»*nniÆ nta rdbókn n u —J\l" BflRNIP v- ■■■) ^tu ekk m: Q* ásútgáfan Qlerárgötu 28 - Akureyri Askriftarsími 96-24966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.