Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter SANTER ávarpar hóp alþjóðlegra fjármálasérfræðinga í ráðstefnusal ESB í Kirchberg. Forseti framkvæmdastjórnarinnar Yill samræma peningamálin JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, sagði í ræðu gær að alþjóðlegt samkomulag á borð við Plaza-sam- komulagið gæti tryggt gengisstöð- ugleika, þegar evrópska myntein- ingin væri orðin að raunverulegum gjaldmiðli. Santer sagðist jafnvel telja að þrískiptur peningaheimur, er sam- anstæði af dollar, Ecu og jeni myndi hvetja menn til aukinnar samræm- ingar í alþjóðlegum peningamálum. „Við sáum við gerð Plaza- og Louvre-samkomulaganna, árin 1985 og 1987, að slík samræming er möguleg. Ég sé ekki af hveiju ætti ekki að vera hægt að taka slíkt fyrirkomulag upp að nýju,“ sagði Santer á ráðstefnu í Lúxemborg um framtíð Myntbandalags Evrópu. Hann sagðist vona að meirihluti Evrópuríkja væri reiðubúinn að taka upp sameiginlega mynt við upphaf ársins 1997 og sagði að tíu ríki myndu uppfylla skilyrði Ma- astricht-samkomulagsins um verð- bólgu og langtímavexti þegar á þessu ári. Árið 1996 myndi fjár- lagahalli sex ríkja vera undir við- miðunarmörkum og íjögur til við- bótar væru við mörkin. ESB-ríki styðja Rehn í UNICEF • ALAIN Juppé, utanríkisráð- herra Frakklands, segir meiri- hluta Evrópusambandsríkja styðja Elisabeth Rehn, fyrrum varnarmálaráðherra Finnlands, í embætti forsljóra UNICEF. • JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnarinnar, hef- ur að sögn Wall StreetJoumal gefið í skyn við Evrópuþingið að of snemmt sé að hefja viðræður um endurskoðun Maastricht-sátt- málans í ljósi þess að hann hefur einungis verið í gildi í tvö ár. • SAMKVÆMT könnun á veg- um Market Access Europe í Brussel hafa Evrópuþingmenn nýtt sér þau auknu völd, sem Maastricht veitir þeim, 23 sinn- um frá því að sáttmálinn tók gildi. • FRAMK V ÆMD AST J ORNIN ætlar að fara ofan í saumana á áformum spænskra, hollenskra, svissneskra og sænskra símafyr- irtækja að taka upp samstarf við bandaríska símafyrirtækið AT&T. • FJÁRMÁLARÁÐHERRAR ESB-ríkjanna viðurkenna í bréfi til framkvæmdastjórnarinnar að þeim miði ekkert að koma ákvörðun frá 1993 um að fjár- festingasjóðir megi starfa í öll- um aðildarríkjunum í fram- kvæmd. Fiskveiðideila ESB og Kanada Viðræður ár- angurslausar Brusscl. Kcutcr. VIÐRÆÐUR embættismanna Evr- ópusambandsins og Kanada, sem fram fara í Brussel til að reyna að finna lausn á deilunni um skiptingu grálúðustofnsins á Miklabanka, hafa enn engan árangur borið. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjómar ESB, bauðst á miðvikudag til þess að senda hátt- setta embættismenn til viðræðna við kanadísk stjórnvöld í Vancouver um helgina, samhliða fundi sjö helztu iðnríkja heims. Kanadamenn vilja hins vegar ekki verða við slíku fyrr en spænsk skip, sem nú eru á Miklabanka, hverfa þaðan. Brian Tobin, sjávarútvegsráð- herra Kanada, sagði í gær að sex spænskir togarar væru nú að veið- um á „Nefinu og halanum“ á Mikla- banka og reyndu þannig að spilla fyrir viðræðum. Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins telur togarana í fullum rétti. ESB hefur lýst sig reiðubúið að koma á gervihnattaeftirliti með skipum á grálúðumiðunum úti fyrir lögsögu Kanada og að fjölga eftir- litsmönnum um borð í skipunum. Hins vegar telja ráðamenn í ESB að kvótaskiptingin á grálúðuveiðun- um sé óréttmæt. ÚRVERINU ESB íhug’ar reglur um lágmarks- stærð á fiski EMMA Bonino, sem fer með sjávar- útvegsmál innan framkvæmdastjórn- ar ESB, segir að hugsanlega setji framkvæmdastjórnin reglur um lág- marksstærð á físki, sem aðildárþjóð- ir þess veiði á umdeildu grálúðumið- unum' utan lögsögu Kanada. Hún leggur jafnframt áherzlu á, að hugs- anlegt samkomulag við kanadísk stjómvöld komi ekki til greina nema innan NAFO, fiskveiðinefndar Norð- vestur-Atlantshafsins, en sú nefnd leggur til kvóta á fiskimiðunum, sem ganga undir nöfnunum Nefið og Halinn. Frá þessu er sagt í Financial Tim- es í þesari viku. Fundi sem halda átti innan NAFO í þessari viku var frestað að beiðni Kanadamanna, en framkvæmdastjórnin hefur óskað eftir fundi í nefndinni eins fljótt og unnt er. Bonina segir að málin hafi þokazt í samkomulagsátt í viðræðum sérfræðinga af beggja hálfu. Þeim viðræðum lauk í lok síðustu viku og snérust þær að miklu leyti um fram- kvæmd eftirlits á svæðinu. Evrópu- sambandið hefur lagt til eftirlit með gerfihnöttum, en fulltrúar stjórn- valda í Kanada vilja að eftirlitsmaður frá NAFO verði um borð í hveiju skipi. Engar reglur gilda um lág- marksstærð á fiski við grálúðuveiðar innan ESB, aðeins lágmarks möskva- stærð. Morgunblaðið/Guðmundur Sv.Hermannsson TROLLIÐ hjá spænska togaranum Estai var aðeins með 115 millimetra möskva og mikið af smáfiski í aflanum. Fyrirtæki með erlendri aðild fá ekki að fjárfesta í sjávarútvegi Gætu neyðst til að selja hlutabréf sín HAFI íslensk fyrirtæki með erlenda eignaraðild fest kaup á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum eftir gildis- töku laga um fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi í mars 1991 gætu þau þurft að afsala sér þeim. Þetta segir Finnur Sveinbjömsson skrif- stofustjóri i viðskiptaráðuneytinu en samkvæmt umræddum lögum er er- lendum aðilum óheimilt að eiga bein- an og óbeinan hlut í fyrirtækjum í íslenskum sjávarútvegi. Finnur telur þetta jafnframt einu raunhæfu leiðina til að framfylgja lögunum; óeðlilegt sé að svipta viðkomandi sjávarútvegs- fyrirtæki veiðirétti eða banna erlend- um aðilum að kaupa hlut í innlendum fyrirtækjum sem eigi í sjávarútvegs- fyrirtækjum. Hann segir hins vegar að sam- kvæmt bráðabirgðaákvæði í lögun- um þurfi íslensku fyrirtækin ekki að losa sig við þá eignarhluti sem þau áttu fyrir gildistöku laganna. Erlend- um aðilum er með öðrum orðum heimilt að eiga hlut í íslenskum sjáv- arútvegsfyrirtækjum hafi verið gengið frá kaupunum áður en lögin tóku gildi. Texaco stærsta dæmið Nýjasta dæmið um aukna óbeina flárfestingu erlendra aðila í íslensk- um sjávarútvegi er kaup Hydro Texaco á hlutabréfum í Olis. Mun Viðskiptaráðuneytið kanna það mál á næstunni. Finnur segir hins vegar að ráðuneytið aðhafist ekkert fyrr en fyrirtækin hafi tilkynnt fjárfest- inguna til gjaldeyriseftirlits Seðla- bankans en það ber þeim að gera. „Hlutur Texaco er að aukast og því er spuming hvort stjórnvöld verði ekki að bregðast við. Sérstaklega vegna þess að í vor lagði viðskipta- ráðherra fram frumvarp um breyt- ingu á lögunum um erlenda fjárfest- ingu þar sem meðal annars var sett fram regla um það með hvaða hætti óbein fjárfesting í sjávarútvegi verði leyfð. Þar var miðað við að erlendur aðili megi eiga 25% í fyrirtæki sem á í sjávarútvegsfyrirtæki. Þessi 25% voru meðal annars valin í þeim til- gangi að gera þá eignaraðild sem þegar var til staðar löglega. Nú er hins vegar verið að fara upp fyrir þessi mörk og þótt frumvarpið hafi ekki orðið að lögum hljóta menn að hafa þessi mörk í huga.“ Ekki svipt kvóta Hingað til hefur óbein flárfesting af þessu tagi í íslenskum sjávarút- vegi verið látin afskiptalaus. Finnur segir að stjórnvöld geti fræðilega valið um þrjár leiðir til að stemma stigu við þessari óbeinu fjárfestingu. Sú eina raunhæfa sé hins vegar að knýja íslensk fyrirtæki með erlenda eignaraðild til að selja eignarhluti sína í sjávarútvegsfyrirtælqum. Stjórnvöld gætu vissulega svipt sjávarútvegsfyrirtæki með óbeina erlenda eignaraðild kvóta eða vinnsluleyfi til að framfylgja lögun- RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að gerð verði forkönnun á því hvort rétt sé að setja á stofn sjávarútvegs- skóla hér á landi í tengslum við Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó og ákveðið að veija til þessa verkefnis þremur milljónum króna. Jarðhitaháskóli Sameinuðu þjóð- anna hefur verið starfræktur hér á landi frá árinu 1979. Að forkönnuninni lokinni er stefnt að því að Háskóli Sameinuðu þjóðanna láti gera hagkvæmnisat- hugun á stofnun skólans og verður það væntanlega gert næsta haust um. Finnur segir hins vegar að lög- menn - þeirra á meðal ríkislögmaður - hafi bent á að slíkt sé óeðlilegt sakir þess að sjávarútvegsfyrirtækið sé berskjaldað í þessu samhengi. „Það hefur ekki gert neitt af sér. Hins vegar hefur einhver erlendur aðili keypt hlut í fyrirtæki sem á í viðkomandi sjávarútvegsfyrirtæki. Það væri óeðlilegt að refsa sjávarút- vegsfyrirtækinu fyrir þetta. Þess vegna held ég að menn myndu varla beita þessu úrræði." Þá kæmi til greina að banna er- lendum aðilum að kaupa hlut í ís- lenskum fyrirtækjum sem eiga í sjáv- arútvegsfyrirtækjum. Þessi leið sam- ræmist hins vegar ekki EES-samn- ingnum. Samkvæmt honum er ís- lenskum stjómvöldum heimilt að við- halda banni á fjárfestingu erlendra aðila í sjávarútvegi en þeim er aftur á móti ekki heimilt að nota það bann til að hindra óbeina fjárfestingu. Finnur telur því óhugsandi að grípa til þessa ráðs. að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Segir þar ennfremur: „Ef af stofnun sjávarútvegsskól- ans verður yrði hann mikilvægur þáttur í þróunaraðstoð íslands. Hann mun einnig styrkja ímynd ís- lands sem lands sem stendur fram- arlega í heiminum á sjávarútvegs- sviðinu. Skólinn mun auðvelda ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum í greininni að hasla sér völl á erlendum mörk- uðum, sérstaklega í fjarlægari heimshlutum." Forkönnun á stofnun sjávarútvegsskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.