Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Juppe líklegur forsætisráðherra sigri Chirac Skorar á hægrimenn að stefna að sáttum París. Reuter. FRÖNSKU forsetaframbjóðendurnir fara vítt og breitt um landið í kosningabaráttunni og hér er Edouard Balladur forsætisráð- herra á fundi í borginni Contres í Mið-Frakklandi. Norsk dýra- verndarsamtök Ætla að kæra kópadráp Ósló. Morgunblaðið. KÓPADRÁP er ólöglegt að mati norsku dýraverndarsamtakanna og hafa þau ákveðið að kæra sjávarút- vegsráðuneytið til lögreglunnar strax og veiðamar hefjist. Segja talsmenn þeirra, að fyrst verði að sækja um leyfi til sérstakrar nefnd- ar, sem fjalli um meðferð á tilrauna- dýmm. Tatiana Kapsto, framkvæmda- stjóri dýravemdarsamtakanna, seg- ir, að sjávarútvegsráðuneytið sé að brjóta lög með því að leyfa veiðar á 2.600 kópum en ráðuneytið vísar því á bug. Stein Owe deildarstjóri heldur því líka fram, að málið sé ekki á verksviði fyrrnefndrar nefnd- ar. Hún fjalli eingöngu um meðferð dýra á tilraunastofum. Út í hött Tore Haug, prófessor við sjávar- útvegsstofnunina í Tromso, mun stýra tilraunaveiðunum á selkópun- um og segir, að yfírlýsingar dýra- vemdarmanna séu út í hött. Hann hafi aldrei þurft að fá leyfi til rann- sókna á hvölum, selum og físki hingað til enda fari þær yfirleitt fram á dýmnum dauðum en ekki lifandi. Kapsto segir hins vegar, að gerðar verði tilraunir með ýmsar aflífunaraðferðir og séu veiðarnar nú aðeins undanfari reglulegra veiða á kópum. ALAIN Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, skoraði í gær á hægri- menn að búa sig undir að starfa saman í sátt og samlyndi að loknum forsetakosningunum í vor. Juppe er talinn líklegur til að verða forsæt- isráðherra beri Jacques Chirac, borgarstjóri í París, sigur úr býtum. Charles Pasqua, innanríkisráðherra Frakklands, gagnrýndi Edouard Balladur forsætisráðherra í viðtali við blaðið Le Monde og í sjónvarps- viðtali í vikunni en Pasqua hefur verið talinn helsti stuðningsmaður forsætisráðherrans. Juppe sagði í viðtali við dagblað- ið Le Monde, að hægrimenn yrðu að búa sig undir að starfa saman eftir kosningar þótt þeir væru nú klofnir í stuðningi sínum við tvo frambjóðendur, Chirac og Balladur. Gaf hann einnig í skyn, að hann fengi valdamikið embætti yrði Chirac kjörinn og þykir mörgum líklegt, að þar sé átt við forsætisráð- herraembættið. Samkvæmt könnun IPSOS- stofnunarinnar, sem birt var í gær, hefur dregið nokkuð úr forystu Chiracs. Honum er nú spáð 25% atkvæða í fyrri umferð kosning- anna, Balladur 20% og Jospin 19%. Chirac myndi þó eftir sem áður sigra jafnt Balladur sem Jospin ör- ugglega í síðari umferð kosning- anna. 44% kjósenda hafa enn ekki gert upp hug sinn. Kurr í liði Balladurs „Maður nær ekki kjöri á grund- velli afreka sinna heldur á grund- velli þess sem maður býður. [Balladur] verður að láta af hóg- værð sinni og segja fólki hvernig hann sér framtíð Frakklands," sagði Pasqua. Blaðið Le Figaro sagði Pasqua vera þann fyrsta úr herbúðum Balladurs er léti áhyggjur af þessu tagi í ljós opinberlega en margir hefðu viðrað svipuð sjónarmið í einkasamtölum. /-------------\ Hvernig líður þínum bíl? Svona? Inntaksventill bílvélar sem gekk 12.000 km á venjulegu bensfni. Eöa svona? Inntaksventill bílvélar sem gekk 12.000 km á HreintSystem3 bensíni. Melrí kraftur, hreinni útblástur, mlnni eydsla. K J Alþjóðaviðskiptastofnunin Ruggiero tekiu’ viðWTOl.maí Genf. Reuter. RENATO Ruggiero, sem víst er, að verður skipaður yfirmaður Al- þjóðaviðskiptasto- fnunarinnar, WTO, sagði í gær, að í starfi sínu myndi hann fyrst og fremst vinna að fijálsum viðskiptum um allan heim. Hét hann einnig að standa vörð um hagsmuni þró- unarríkja og styðja efnahagslega upp- byggingu meðal þeirra fátækustu. Fulltrúar 128 núver- andi og væntanlegra aðildarríkja WTO komu saman í Genf í gær til að ganga frá skipan Ruggieros en hann er ítalskur, 64 ára að aldri og var frambjóðandi Evrópusambandsins, ESB, til starf- ans. Hefur Bandaríkjastjóm ákveð- ið að styðja hann þótt hún sé allt annað en ánægð en hún studdi upphaflega Carlos Sa- linas de Gortari, fyrr- verandi Mexíkóforseta. Hann dró sig í hlé vegna hneykslismála. Aðeins í fjögur ár Þriðji frambjóðand- inn var Suður-Kóreu- maðurinn Kim Chul-su en Bandaríkjamenn fengu talið hann á að hætta við gegn því að verða aðstoðarfram- kvæmdastjóri WTO. Hefur það vakið óánægju meðal ýmissa þróunarríkja en mörg þeirra ætluðu að styðja Kim. WTO tekur við af GATT og lík- lega mun Ruggiero taka við starfinu 1. maí nk. Gaf hann í skyn, að hann myndi aðeins gegna því í fjög- ur ár en talið er, að Bandaríkja- stjóm hafí sett það sem skilyrði fyrir stuðningi við hann. Renato Ruggiero Sljórnarmyndun í Finnlandi Ahersla á atvinnumál llelsinki. Reuter. PAAVO Lipþonen, leiðtogi fínnskra jafnaðarmanna og sigurvegari þing- kosninganna sl. sunnudag, sagði í gær að forgangverkefni nýrrar ríkis- stjómar landsins ætti að vera að skapa ný störf, draga úr skuldum ríkissjóðs og halda verðbólgu I skefj- um. Búist er við að Lipponen verði næsti forsætisráðherra Finnlands. Á blaðamannafundi sem hann hélt í gær, sagði hann að hvert svo sem stjórnarmynstrið yrði, ætti að minnsta kosti helmingur ráðherr- anna að vera jafnaðarmenn. Talið er að Lipponen muni reyna að mynda stjórn með öðmm hvorum stjórnarflokkinum; Miðflokki Eskos Ahos eða hægrimönnum í Samein- ingarflokkinum. Lipponen segir ekki hlynntur því að mynda stjórn með báðum flokkunum. Formlegar stjórnarmyndunarvið- ræður hefjast í næstu viku. Godal vill aðstoð við Rússa BJ0RN Tore Godal, utan- ríkisráðherra Noregs, hvatti í gær Banda- ríkin og Evr- ópusambandið til að aðstoða Rússa við að hreinsa kjarn- orkuúrgang- inn á Kora- skaga. „Skortur á fjármagni er helsta vandamálið og Rússar geta ekki leyst það einir,“ sagði ráðherrann og kvað vandann svo mikinn að hann kallaði á alþjóðlega samvinnu. Sakar CIA um yfirhylmingu BANDARÍSKI þingmaðurinn Robert Tðrricelli, sem á sæti í leyniþjónustunefnd fulltrúa- deildarinnar, hélt því fram í gær að útsendari leyniþjón- ustunnar CIA í Guatemala hefði fyrirskipað morð á banda- rískum borgara og skæruliða- leiðtoga, sem kvæntur var bandarískum lögfræðingi, á árunum 1990 og 1992. CIA hefði vitað að ofursti í her Guatemala, sem var á mála hjá leyniþjónustunni, hefði fyrir- skipað morðin en leynt þeirri vitneskju. Ættbálkaerj- ur í Sómalíu TIL bardaga kom í gær milli stríðandi ættbálka í nórðvest- urhluta Sómalíu. Vopnaðir menn af Issa-ættbálki réðust á hermenn Ibrahims Egals „for- seta“, sem hefur lýst yfír stofn- un sjálfstæðs ríkis, Sómalí- lands. Lið Egals hratt áhlaupinu og 20 lágu í valnum. Mafíuforingi handtekinn ÍTALSKA lögreglan handtók í gær Antonio Saraceno, meint- an foringja mafíunnar í hafnar- borginni Reggio Calabria. Saraceno hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á síðasta áratug og verið eftir- lýstur í níu ár. L’Express ákært CHARLES Pasqua, innanrík- isráðherra Frakklands, hefur ákveðið að höfða mál gegn franska vikublaðinu L’Express, sem hélt því fram að innanríkis- ráðuneytið hefði selt írönum flugskeyti með milligöngu stjórnarinnar í Alsír í fyrra- haust. Ráðuneytið sagði ásak- anirnar rangar og að umrædd flugskeyti hefðu verið seld til Kýpur. Fyrsta málið gegn Tyrkjum Mannréttindadómstóll Evr- ópu fjallaði í gær í fyrsta sinn um meint mannréttindabrot Tyrkja. Málið snýst um rétt íbúa suðurhluta Kýpur til að fara yfir til norðurhlutans, sem Tyrkir hertóku árið 1974. Stjórn Kýpur kærði Tyrki fyrir hönd konu sem var meinað að fara þangað í mótmælagöngu árið 1989. Úrskurðað verður í málinu síðar á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.