Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 21 Reuter JAPANSKIR lögreglumenn með gasgrímur færa til poka með eiturefninu natríumflúoríð sem fannst í vöruskemmu sértrúarsafnaðarins Aum Shinri Kyo í gær. Sértrúarsöfnuður grunaður um taugagastilræði Eiturefni finnast í húsum safnaðarins Kamiku Isshiki, Tókýó. Reuter. JAPANSKA lögreglan réðst í gær inn í vöruskemmum sértrúarsafnað- arins Aum Shinri Kyo og fann þar mikið magn af efnum sem notuð eru til að búa til sarin, taugagasið sem beitt var í tilræðinu í neðanjarð- arlestum Tókýó á mánudag. Leitinni var hætt þar sem efnin eru stór- hættuleg. Sértrúarsöfnuðurinn er með 80.000 fylgismenn í Moskvu og hermt er að hann hafi keypt herþyrlu og taugagasskynjara í Rússlandi. Leit var gerð í vöruskemmum safnaðarins í þorpinu Kamiku Iss- hiki, við rætur Fuji-fjalls, og enginn var handtekinn. Lögreglan handtók hins vegar mann, sem sagður er í söfnuðinum, í borginni Hikone. í bíl hans fannst gasgríma og vökvi, sem reyndist ekki hættulegur eða með eiturefni. Stórhættuleg efni Lögreglan kvaðst hafa fundið tvö eiturefni, natríumflúoríð og fosfór- þríklóríð. „Það að þessi tvö eiturefni skuli hafa fundist eykur mjög lík- umar á því að þeir hafi verið að reyna að búa til sarin eða hafi þeg- ar gert það,“ sagði Hidenori Wata- bane, prófessor í efnafræði við 80.000 fylgis- menn í Moskvu Tókýó-háskóla. „Þessi tvö efni eru uppistaðan í sarin.“ Lögreglan kvaðst hafa fundið fleiri stórhættuleg efni, svo sem blá- sýrusalt, sem er banvænt eitur. Efn- ið var geymt í sterkum pappírspok- um og nokkrir þeirra höfðu verið opnaðir. Of hættulegt var að flytja pokana þannig að leitinni var fre- stað þar til eiturefnasérfræðingar hersins kæmu á staðinn. Daginn áður höfðu fundist leysi- efni, sem notuð eru til að búa til sarin, í húsakynnum safnaðarins. Söfnuðurinn neitar þó enn að hafa staðið fyrir taugastilræðinu í Tókýó, sem varð tíu manns að bana, auk þess sem þúsundir manna veikt- ust, þar af 70 alvarlega. Talsmaður safnaðarins sagði að eiturefnin hefðu verið notuð við framleiðslu tölvukubba og málmskeytingu. Áróðursherferð í Moskvu Japanskir fjölmiðlar hafa greint frá því að sértrúarsöfnuðurinn hafi hafíð mikla áróðursherferð í útvarpi og sjónvarpi í Rússlandi skömmu eftir hrun Sovétríkjanna. Söfnuður- inn hafi laðað til sín 80.000 Moskvubúa, flesta á þrítugsaldri. Um 10.000 manns eru í söfnuðinum í Japan. Margar fjölskyldur rússnesku fylgismannanna hafa kvartað yfir söfnuðinum við yfirvöld í Moskvu. Borgarasamtök höfðuðu mál gegn honum í september vegna meintra fjársvika og mannréttindabrota gagnvart safnaðarfólki. Samtökin kröfðust þess að söfnuðurinn greiddi skaðabætur vegna sálræns og lík- amlegs skaða sem hann hefði valdið fólkinu. Máiaferlunum er enn ólokið. Fumihiro Joyu, forystumaður safnaðarins í Moskvu, sagði að yfír- völdum og fjölmiðlum í Japan væri í nöp við söfnuðinn vegna þess að hann byði kapítalismanum og hefð- bundnum trúarbrögðum birginn. Hann kvað fréttir rússneskra ijjöl- miðla um að söfnuðurinn hefði gerst sekur um að ræna ungu fólki og heilaþvo það algjöran tilbúning. Söfnuðurinn er sagður hafa keypt herþyrlu fyrir jafnvirði 22 milljóna króna og taugagasskynjara í Rúss- landi skömmu eftir hrun Sovétríkj- anna. Fast lagt að Willy Claes að segja af sér Brussel. Reuter. FJÖLMIÐLAR og stjómmálamenn í Belgíu leggja nú æ fastar að Willy Claes, framkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins (NATO, að segja af sér eftir að flokksbróðir hans, Frank Vandenbroucke utanríkisráð- herra, lét af embætti vegna mútu- máls. Vandenbroucke, sem hafði gegnt embættinu í sex mánuði, viður- kenndi að hafa vitað um leynilegan sjóð Sósíalistaflokksins flæmska og kvaðst hafa fyrirskipað að pening- arnir, jafnvirði 11 milljóna króna, yrðu brenndir. Hann sagði þetta „barnalega" ákvörðun. Talið er að ítalska fyrirtækið Agusta hafi greitt flokknum þetta fé til að greiða fyrir samningi um kaup á herþyrlum árið 1989. Dagblöð í Belgíu kröfðust þess að Claes og Karel Van Miert, sem á sæti í framkvæmda- stjórn Evrópusam- bandsins (ESB), gerðu hreint fyrir sínum dyr- um. Van Miert var fyr- irrennari Vandenbro- ucke sem leiðtogi Sós- íalistaflokksins. Claes yfirheyrður? Stjórnmálamenn bentu á að þingið væri að afgreiða ný lög sem auðveldi saksóknurum og dómstólum að yfir- heyra núverandi og fyrrverandi ráðherra. „Claes verður efstur á listanum,“ sagði dagblaðið Vers 1-Avenir. Nokkrir belgískir stjómmála- menn hvöttu Claes til að segja af sér. Gerard Deprez, formaður Kristilega lýðræðis- flokksins (PSC), sem er í stjórnarsamstarfi með Sósíalistaflokkn- um, kvaðst „ekki skilja upp né niður“ í þvi að Claes skuli enn vera framkvæmdastjóri NATO. „Það eina sem kem- ur til greina núna er að Claes segi líka af sér,“ sagði Filip Dew- inter, leiðtogi hægri- flokksins Vlaams Blok. Claes neitaði því í febrúar að hafa vitað um mútufé en viðurkenndi síðar að hafa heyrt minnst á að Agusta hefði boðið Sósíalistaflokknum „gjafir“. Hann og Vandenbroucke segjast hafa hafnað þeirri hugmynd. Willy Claes VERÐIÆKKUW zag sæng lum með tveimur skúffum Verð án dýnu: 4.990 kP. Aður: 5.990 kr. Nú aðeins: 3.990 kr. i t r y •• ' • w ; * j j ' ai Skrifborð með hvítum hillum Verð aðeins: 4.990 kr. Kommóða 3 skúffur_ Áður: 3.500 kr. Nú aðeins: 1.990 kr. ÓDÝRUSTU rimlagluggatjöldin á íslandi *__ 50 cm x 160 cm 290 KP. 60 cm x 160 cm 390 kP. 70 cm x 160 cm 450 Kr. 80 cm x 160 cm 490 KP. 90 cm x 160 cm 550 KP. 100 cm x 160 cm 590 KP. 110 cm x 160 cm 890 KP. 120 cm x 160 cm 790 KP. 130 cm x 160 cm 890 KP. 140 cm x 160 cm 990 kP. 150 cm x 160 cm 1.090 kP. 160cmx160cm 1.190 kP. Vaxdúkar Lampi 2 Ijósastillingar Áður: 3.900 kr. Nú aðeins: 3.500 kr. 20% atslattur tar- og kaffistell _______fyrir fjóra Áður 1.990 Nú aðeins: 990 kp. vitir barnasokkar Áður: 69 kr. Nú 10 stk. aðeins: 399 kr. isar Fallegir sokkar barnastærðum 1 Stk 169 Nú 3 pör aðeins: 399 kr. 30x30 hver flís 6 saman_____ Áður: 1.390 kr. Nú aðeins: 990 kr. I HoftagörAum Skwlunni 13 Reykjarvtkurvegi 72 Norðurtanga 3 i Reykjavik Reykjavik Hanúríiföi Akureyn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.