Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Hinsegin bíódagar“ Samtökin 78 í samvinnu við hr eyfimy ndafélagið Sjöfn Har. sýnir í Kirkjuhvoli, Akranesi HINSEGIN bíódagar hafa hlotið verðlaun ísbjamarins sem Tupilak, menningarsamtök samkyn- hneigðra á Norðurlöndunum, veita. I frétt frá Tupilak segir m.a.: „Hátíð eins og þessi er ekki síst mikilvæg meðal þjóðar eins og íslendinga, þjóðar þar sem fá- mennið gerir það að verkum að baráttufólk meðal lesbía og homma er þekkjanlegt hvar sem það fer og þar af leiðandi ákaflega berskjaldað.“ Sýningar verða í Háskólabíói og Café Reykjavík 25. mars til 30 mars nk. Kvikmyndasýningar í Háskólabíói Laugardagur 25. mars: Á veið- um kl. 20, opnunarhátíð. Sunnudagur 26. mars: París brennur kl. 17, Prins í helvíti kl. 19, Á veiðum íd. 21. Mánudagur 27. mars: Á veiðum kl. 17, París brermur kl. 19, Prins í helvíti kl. 21. Myndbandasýningar í Café Reykjavík kjallara: Þriðjudagur 28. mars kl. 20.30: Eldfimir kossar - Svo grimmt - Strákstelpa - Kvartanir góðrar dóttur. Miðvikudagur 29. mars kl. 20.30: Elsku rock - Holdið £r mér allt - Sex is - Hann er bersköllótt- ur og rasisti, hann er hommi og fasisti. Fimmtudagur 30. mars kl. 20.30: Homo promo - Eldfímir kossar. Á veiðum (Go Fish). Kia er háskólakennari og í ástarsam- bandi við Evy sem er nýfráskilin og ekki búin að segja mömmu hvað hún er að vilja með stelpun- um. Bandaríkin 1994, 85 mín. Leikstjóm og klipping: Rose Troc- he. París brennur (Paris is Burn- ing). Margföld verðlaunamynd um líf og list klæðskiptinga í New York. Bandaríkin 1991. 78 mín. Leikstjóm: Jennie Livingstone. Prins í helvíti (Prins in Hölle- land). Við emm stödd í sirkus í Kreuzberg-hverfinu í Berlín. Á sviðinu ef Jockel í hlutverki prins- ins sem þráir malarasveininn sinn. En ævintýrið á ekkert skylt við lífið sjálft. Þýskaland 1993. 94 mín. með enskum texta. Leik- stjóm: Michael Stock. Eldfimir kossar (Nitrate Kis- ses). „Safnið öllu til að týna ekki sögu ykkar! Safnið úrklippum, bréfum, bókum, plötum og göml- um ljósmyndum þótt lélegar séu. Því saga samkynhneigðra er enn- þá sem lokuð bók“. Bandaríkin 1992. 67 mín. Handrit og leik- stjóm: Barbara Hammer. Myndin hlaut „Verðlaun ísbjarnarins" á kvikmyndahátíðinni í Berlín 1993. Sex is... Fimmtán karlmenn á aldrinum 19-73 ára ræða um til- finningar sínar - hvemig þeir vöknuðu til vitundar um hvatir sínar til eigin kyns og hvað heillar þá í kynlífi. Bandaríkin 1993. 80 mín. Leikstjóm: Marc Huestis. Myndin var kjörin „Best Gay Film“ á kvikmyndahátíðinni í Berlín 1993. Homo Promo. Hér er bragðið upp brotum úr tuttugu og sjö kvik- myndum frá áranum 1956-1976 sem flestar vora framleiddar í Bandaríkjunum. Bandaríkin 1994. 75 mín. Safnari: Jenni Olson. Hann er bersköllóttur - og rasisti, hann er hommi - og fasisti (Er hat eine Glatze und ist Rassist, er ist Schwul und ein Faschit). Stutt heimildamynd um líf skallahomma í Berlín. Þýskaland, 1994. 25 mín. með enskum texta. Handrit og leik- stjórn: Júrgen Brúning. Svo grimmt (Cruel). Isabel er frá Suður-Ameríku og líður illa eftir að ástarsamband hennar og Melanie fór út um þúfur. Hún leggur fæð á hvítu konuna, sem Melanie tók upp samband við, og gerir hana að blóraböggli. Banda- ríkin 1994. 20 mín. Handrit og leikstjórn: Desi del Valle. Myndin hlaut önnur verðlaun stuttmynda á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð lesbía og homma í San Francisco í ár. Elsku Rock (Dear Rock). Lítið aðdáandabréf til látinnar Holly- wood-stjörnu snýst upp í sögu um alnæmi og hómófóbíu. Á bak við grímuna sem Rock Hudson neydd- ist til að bera opinberlega leyndist maður sem alla ævi lifði tvöföldu lífi. Bandaríkin 1993. 20 mín. Handrit, leikstjóm og klipping: Jack Walsh. Strákastelpa (Tom Boy). Heimildamynd um stelpur sem vilja ekki vera eins og ætlast er til að stelpur séu. Bandaríkin 1994. 13 mín. Leikstjórn: Dawn Logsdon. Kvartanir góðrar dóttur (Complaints of a Dutiful Daug- her). Heimildamynd sem lýsir samskiptum dóttur við móður sína sem er með álzheimer. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist missa mæðgumar tökin á lífinu en um leið á móðirin auðveldara með að viðurkenna samkynhneigð dóttur- innar. Bandaríkin 1994. 42 mín. Handrit og leikstjóm: Deborah Hoffmann. Holdið er mér allt (Tom’s Flesh). Feitabolla í æsku, síðan í eilífum megranarkúr og baráttu við anorexíu og búlemíu, og loks undir hníf lýtalæknanna. Fram úr fortíðinni gægjast minningar um niðurlægingu í bernsku. Órstutt verðlaunamynd. Bandaríkin 1994. 9 mín. Leikstjóm, klipping: Jane C. Wagner ásamt Tom di Maria. í framkvæmd Hinsegin bíódaga eru Lilja S. Sigurðardóttir, Mar- grét P. Ólafsdóttir, Percy B. Stef- ánsson og Þórhallur Vilhjálmsson. Um kynningarefni sáu Elísabet Þorgeirsdóttir, Tómas Hjálmars- son og Þorvaldur Kristinsson. SJÖFN HAR. opnar sýningu í Lista- setrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, laug- ardaginn 25. mars, klukkan 15. Á sýningunni era nýjar olíu- myndir unnar á handgerðan pappír með bleki. Sýningin er hluti af sýningu Sjafnar í London 7.-19. nóvember síðastliðinn, undir yfirskriftinni „Look North" og var í samvinnu við menningarskrifstofu sendiráðs „dregnar eru litmjúkar dauðarósir á hrungjöm lauf í haustskógi." „ÞANNIG hefst ljóðið um Jónas Hallgrímsson sem Jóhann Sigur- jónsson orti í minningu hans. Þann- ig má líka hugsa sér upphafíð að sýningu Sólrúnar Jónsdóttur ljós- myndara," segir í kynningu frá Mokka. Sýning Sólrúnar á Mokka HVUNNDAGSLEIKHÚSIÐ, kaffi- leikhúsinu Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3, hefur að undanförnu sýnt söngvaspil fyrir böm; „Legg og skel“. Verkið er byggt á sögu Jónas- ar Hallgrímssonar um legg og skel. Tónlistin í sýningunni er eftir Leif Þórarinsson. Leikgerð og leikstjórn er í höndum Ingu Bjarnason og Guðrún Svava Svavarsdóttir gerði leikmynd, brúður og búninga. Auk íslands þar í borg. Sjöfn lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1973 og cand.phil. prófi frá Listaakadem- íunni í Kaupmannahöfn 1984. Hún rekur eigin vinnustofu og gallerí í Listhúsinu í Laugardal, Engjateigi 117. Sýningin stendur til 9. apríl og er opin daglega frá kl. 16-18 og um helgar kl. 15-18. er helguð alnæmissjúklingum. Sólrún Jónsdóttir (Sóla) ljós- myndari lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík en hélt að því loknu til Frakklands þar sem hún stundaði frönskunám við háskóla. Þaðan lá leið hennar til San Francisco þar sem hún lagði stund á bókmenntir og kvikmynda- fræði. Hún lauk B.A. prófi í ljós- myndun frá Brooks ' Institute of Photography í Santa Barbara. þeirra standa að sýningunni Hinrik Ólafsson; Gunnar Gunnlaugsson, Sigrún Olafsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir og Una Hjartardótt- ir. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma og áhorfendur á öllum aldri tekið þátt í sýningunum, segir í fréttatilkynningu Síðasta almenna sýningin er fyr- irhuguð sunnudaginn 26. mars klukkan 15 í Hlaðvarpanum. Við minnumst þeirra Ljósmyndasýning Sólrúnar Jónsdóttur Leggur og skel HEILBRIGÐISRÁÐUMEYTIÐ fullyrðir að tilvísanaskyldan muni spara um 120 milljónir króna Heilbrigðisyfirvöld áætla að með tilvísanaskyldunni muni komum á erRAIUGT heilsugæslustöðvar fjölga um 70 þúsund á ári. Þar sem hver koma kostar ríkið að meðaltali 2.983 krónur jafngildir þetta 200 milljón kr. kostnaðarauka á ári. Tilvísanaskyldan kostar sameiginlegan sjóð landsmanna hundruð milljóna á ári - og sjúklingana sjálfa ótaldar milljónir að auki F.FTlRTALDIR LÆKNAR MUNU EKKI STARFA SAMKVÆMT TILVÍSANASKVLDU: KVENSJÚKDÓMA - LÆKNAR Árni Ingólfsson Guðjón Vilbergsson Hafsteinn Samundsson Jónas H. Franklin Reynir Tómas Geirsson AuÓólfur Gunnarsson Guðmundur Arason Jens Guðmundsson Konráð Lúðviksson Stefán Helgason Ágúst N. Jónsson Benedikt Sveinsson Guðmundur Steinsson Jón H. Alfreðssoti Kristján Baldvinsson Viglundur Þorsteinsson Anna Salvarsdóttir Edward Kiernan Gunnar Herbertsson Jón Þ. Hallgrtmsson Ólafiir M. Hákansson Þóra Fischer Arnar Hauksson GuÓjón Guðnason Gunnlaugur Snœdal Jónas Bjarnason Ósk Ingvarsdóttir Þórður óskarsson ------»■■♦ ♦---- Málþing um myndlist LAUGARDAGINN 25. mars gengst Menningarmiðstöðin Gerðuberg fyrir málþingi um myndlist, hinu fjórða í röðinni. Yfirskrift málþings- ins er „List á almannafæri". Til umræðu verður þáttur myndlistar- manna í umhverfismótun, hvernig þeim málum er háttað hér á landi og að hverju beri að stefna. Á málþinginu verða fimm frum- mælendur, sem öll hafa reynslu á þessu sviði. Þau eru Kristinn E. Hrafnsson, myndlistarmaður, en hann hefur setið í stjóm listskreyt- ingarsjóðs; Rúrí, sem vinnur um þessar mundir að listaverki fyrir Reykjavíkurborg; Margrét Harð- ardóttir, arkitekt við Stúdíó Granda, sem er höfundur að Ráð- húsi Reykjavíkur og væntanlegu Hæstaréttarhúsi; Ólafur Jónsson, forstöðumaður Listasafns ASI, en hann hefur séð um samkeppnir og útboð vegna listskreytinga; og Har- aldur Ingi Haraldsson, forstöðu- maður Listasafns Akureyrar, en hann er einn af forvígismönnum Gilfélagsins á Akureyri. Umsjónar- maður er Gunnar J. Árnason. Málþingið hefst klukkan eitt og eftir stutt inngangsorð frummæl- enda verða pallborðsumræður til klukkan fimm, þar sem gestum gefst tækifæri til að bera fram fyr- irspumir og hlýða á umræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.