Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 27- JllttrgtiiiÞIiifrife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KYOTAKERFIOG HAGKVÆMNI PER MAGNUS Wijkman, hagfræðingur Sambands sænskra iðnrekenda, bendir í viðtali við viðskipta- blað Morgunblaðsins í gær á ýmsa veika hlekki í ís- lenzku atvinnulífi. Þar á meðal er kvótakerfið, en um það segir Wijkman: „Gallinn á þessu fyrirkomulagi er annars vegar sá að þar með [með því að kvóta er úthlutað eins og veiðum var háttað fyrir áratug] er byggt á aðstæðum, sem ríktu á þeim tíma, þegar kerfinu var komið á og hins vegar að aðgangurinn að veiðunum fyrir þessa útvöldu er ókeyp- is. Meðan veiðileyfin eru ekki seld á fijálsum markaði, er þeim hyglað, sem voru að þegar kvótakerfinu var komið á. Það eru því höft á réttindum, sem hægt væri að verzla með og um leið er hindrað að nýir aðilar kom- ist að veiðunum. Þetta leiðir til skorts á samkeppni.“ Wijkman telur að annaðhvort eigi að selja kvótana á fijálsum markaði eða bjóða þá upp árlega og selja hæst- bjóðanda. Hann segist telja seinni kostinn heppilegri. Slíkt fyrirkomulag tryggi að afkastamestu og hagkvæm- ustu sjómennirnir séu að veiðum og jafnframt að veiðar séu takmarkaðar. Sænski hagfræðingurinn bendir á að vandamál ís- lenzks sjávarútvegs sé annars vegar ofveiði, og hins vegar að veitt sé með of mörgum skipum og of miklum tilkostnaði. „í tölum má ætla að afkastameira og hag- kvæmara kerfi gæfi 3-4 prósentum meira af sér í vergri þjóðarframleiðslu og það er ekki svo lítið að fá slíkan skerf.“ Loks telur Wijkman að ef útgerðin greiddi fyrir veiði- leyfin, ykist kostnaður hennar og það myndi smátt og smátt þvinga gengi krónunnar niður, sem myndi skapa betri grundvöll fyrir iðnað og aðra framleiðslu í landi. Kannski eru engin ný sannindi í því, sem Per Magnus Wijkman segir, en það er athyglisvert að heyra þessi sjónarmið af vörum manns, sem horfir á íslenzkt efna- hagslíf með augum gestsins. Orð hans ættu jafnframt að vera íhugunarefni fyrir þá, sem verja núverandi kerfi með kjafti og klóm á þeim forsendum að það sé hagkvæmasta kerfið, sem völ er á, og skili þjóðarbúinu mestum hagnaði. Talsmenn þessara sjónarmiða hafa stundum kallað þá afstöðu Morgunblaðs- ins, að útgerðinni beri að greiða fyrir afnot sín af fiski- miðunum, sem eru sameign landsmanna, sósíalíska. Þeir ættu að hlusta á Per Magnus Wijkman, sem enginn maður gæti kallað sósíalista. TRÚN AÐARMENN ALMENNINGS MARGRÉT Frímannsdóttir, þingmaður Alþýðubanda- lagsins og fulltrúi í stjórnarnefnd Ríkisspítala, lét þau ummæli falla í sjónvarpsþætti sl. mánudag, að í umræðum í stjórnarnefndinni um niðurskurð hafi stund- um verið tekin upp viðkvæm mál í þeirri von, að þrýsti- hópar risu upp til andmæla og þrýstingurinn skilaði sér inn í heilbrigðisráðuneytið. I viðtali við Morgunblaðið lagði Margrét áherzlu á, að hún væri ekki að lýsa viðhorf- um samnefndarmanna sinna heldur eigin reynslu. Margrét sagði í viðtalinu: „En þegar maður situr og á að skera niður á þriðja hundrað milljónir á sjúkra- húsi, þar sem búið er að skera niður og þrengja aftur og aftur, þá hugsar maður með sér: „Þarna eru þrýstihóp- ar og kannski kemur stuðningur við það, að þessu [starf- seminni] verði haldið áfram, þó að þessi tillaga sé sett fram. Það er það, sem ég er að hugsa.“ Ekki er ástæða til að rengja það, að Margrét lýsi ein- ungis eigin afstöðu og skoðun, en ekki annarra stjórnar- nefndarmanna. Seta hennar í nefndinni hefur verið stutt og ummælin kunna því að lýsa reynsluskorti. Þau hafa hugsanlega hrotið hugsunarlaust af munni þingmannsins í hita kosningabaráttunnar. En það er engin afsökun. Það sem máli skiptir er, að þingmaðurinn situr í stjórnar- nefnd Ríkisspítalanna og hefur því hlutverki að gegna fyrst og fremst að gæta almannahagsmuna. Ummæli sem þessi draga úr trausti almennings á fulltrúum sínum. INNLENDUM VETTVANGI HAGNAÐUR Flugleiða á liðnu ári nam 624 millj- ónum króna, eftir tveggja ára taprekstur. Að vísu var þar að hluta til um söluhagnað flugvéla að ræða, en engu að síður skilaði reksturinn ásamt dótturfélög- um 317 milljóna króna hagnaði á liðnu ári, sem eru mikil umskipti til hins betra, miðað við árin 1993 þeg- ar tapið nam 188 milljónum króna og 1992 þegar tapið nam 134 milljón- um króna. Raunávöxtun hluthafa á liðnu ári var geysilega góð, eða 34,7%, árið 1993 var hún neikvæð um 5,2%%, árið 1992 var hún nei- kvæð um 26,4% og árið 1991 var raunávöxtunin neikvæð um 15,4%. Markaðsvirði hlutafjár Flugleiða í árslok 1994 vartæplega 3,1 milljarð- ur króna, en í árslok 1993 var mark- aðsvirði hlutafjár félagsins tæplega 2,3 milljarðar króna. Þannig jókst markaðsvirði hlutafjár Flugleiða um 823 milljónir króna á milli ára. Og markaðsvirðið hefur haldið áfram að aukast, þennan bráðum fyrsta árs- fjórðung þessa árs, og er í dag, sam- kvæmt upplýsingum Verðbréfaþings, rúmir 3,5 milljarðar króna. Á tæplega 15 mánaða tímabili hefur markaðs- virði hlutabréfa vaxið um rúmar 1.200 milljónir króna, eða um 36%. Síðustu viðskipti með hlutabréf Flugleiða á Verðbréfaþingi voru gerð á genginu 1,72, en um síðustu ára- mót var gengi bréfa félagsins skráð 1,50. í árslok 1993 var gengi bréfa í Flugleiðum aftur á móti 1,10 sam- kvæmt Verðbréfaþingi. Þrátt fyrir mjög góðan árangur á liðnu ári og hina háu raunávöxtun hluthafanna, hafa þeir í raun tapað rúmlega 950 milljónum króna frá ársbyijun 1991 til ársloka 1994. Samt sem áður var útlitið mun verra fyrir réttu ári, því heildarraun- ávöxtun hluthafa Flugleiða frá árs- byijun 1991 til ársloka 1993 var neikvæð um 40,9% eða tæplega 1.900 milljónir króna. Hlutfall eiginfjár hefur batnað Söluhagnaður Boeing 737-400 flugvélar félagsins reyndist vera 304 milljónir króna og var önnur vél sömu tegundar seld og leigð aftur í janúar á þessu ári. Þessar flugvélasölur bæta afkomu og eiginfjárhlutfall fé- lagsins verulega, auk þess sem veltufjárhlutfallið fer úr 0,91 í árslok 1993, sem er fremur slakt, í 1,21 í árslok 1994 sem telst vel viðunandi. Þannig virðast stjórnendur Flug- leiða hafa ákveðið að svara fram kominni gagnrýni á liðnu ári, við hættulega lágu eiginfjárhlutfalli, sem varð lægst 13,2% um mitt ár í fyrra, með flugvélasölu. Söluhagnaðurinn og fleira gerði það að verkum að í árslok 1994 var eiginfjárhlutfallið komið í 20,9%, en yfírlýst markmið félagsins er að eiginfjárhlutfallið sé um 25%. Rétt er að geta þess, að yfírleitt er eiginfjárhlutfall flugfélaga lægra en gengur og gerist í öðrum fyrir- tækjum. Flugfélög eru í íjármagns- frekum rekstri og tekjur þeirra eru mjög háðar efnahagssveiflum. Ástæða þess að eiginfjárhlutfall flugfélaga er yfirleitt lægra en al- mennt tíðkast er að sögn tvíþætt: Flugvélar eru afar hreyfanlegir fastafjármunir og yfirleitt auðselj- anlegar. Fastaíjármunir flugfélaga - flug- vélar, eru ólíkir öllum öðrum fasta- fjármunum. Ólíkt því sem gerist, til dæmis, að því er varðar skrifstofu- húsnæði, hvar sem er í heiminum - ef markaðurinn fellur, er eignin föst á viðkomandi stað, en flugvélar er hægt að flytja hvert sem er, um all- an heim. Ef flugfélag stendur frammi fyrir því að þurfa að selja veð fyrir banka, eða ef flugfélagið sjálft þarf að losa FLUGREKSTUR Flugleiðir á fljúgandi ferð Af afkomu félagsins á liðnu árí, má ætla, að félagið sé að rétta allhraustlega úr kútnum og uppsveifla geti veríð framundan hjá fyrirtækinu. Agnes Bragadóttir kynnti sér ársreikninga félagsins. peninga, er markaðurinn því allur heimurinn og yfirleitt hægt að selja vélamar með hóflegum afföllum. Vegna þess hvað flugvél er seljanleg eign, er hægt að fá meira lán út á hana en flestar aðrar eignir. Þrátt fyrir þessa reglu um lægra eiginfjárhlutfall í flugrekstri, en almennt tíðkast, virðist það ríkj- andi skoðun, að þegar eig- inQárhlutfallið hjá Flugleiðum var komið niður undir 13% á miðju ári í fyrra, hafi stjórnendur félagsins orðið að grípa til ráðstafana, til þess að snúa dæminu við. Markaðsvirði jókst um 1,2 milljarða á 15 mánuðum. í þeim efnum má benda á, að þegar eiginfjárhlutfall er orðið jafn- lágt og það var á miðju ári í fyrra hjá Flugleiðum, er félagið afskaplega _________ illa í stakk búið, til að mæta óvæntum sveiflum, svo sem í markaðsverði á flugvélum og í gengismál- um. Jafnframt á þessi al- menna regla um lágt eig- infjárhlutfall flugfélaga ekki við um Flugleiðir, nema að vissu marki, þar sem félagið er ekki í hreinum flugrekstri, heldur blönd- uðum rekstri, svo sem að því er varð- ar rekstur hótela og bílaleigu. Árleg ávöxtun hluthafa f Flugleiðum 1991-94 34,7% Raun- ávöxtun hluthafa 1991 1992 1993 -15,4% Raunávöxtunar- krafa 3-5 ára spariskírteina !■■■ Meðalvextir vísitölubundinna útlána bankanna 9,1% 9,3% 9,1% 80oA 1994 1991 1992 1993 1994 1991 1992 1993 1994 -5,2% sBmek -26,4% Eiginfjárhlutfall 1. janúar 1989-95 50- 41,6% ’89 '90 ’91 '92 ’93 '94 '95 Æmm? . . 1991 1992 1993 1994 Meðalraunávöxtun hluthafa á ári frál.jan. 1991 -15,4%-21,1%-16,1% -5,5% Heildarávöxtun hluthafa frá 1-jan. 1991 -40,9%-20,4% Heildar raunarðsemi hluthafa frá 1-jan. 1991 -1.886 -953 Afkoma Flugleiða 1991-94 — Hagnaður/tap án söluhagnaðar (taps) 150 1991 1992 199Í f 1 317 Hagnaður/tap eftir vexti af bókfærðu eigin fé 310 100 103 II 11'1993 1994 1991 1992 __ 1994 -188 -188 Hagnaður/tap sam- kvæmt ársreikningi Upphæðir í milljónum króna 544 .564 Rekstur hótela og bílaleigu Flug- leiða á Iiðnu ári gaf um 4% af heild- artekjum félagsins, sem reyndist lægra hlutfall en á árinu 1993. Her- bergjanýting Hótels Loftleiða batn- aði umtalsvert á liðnu ári, því árið 1993 var hún 58,8%, en árið 1994 var hún 64,4%, og þannig tókst að snúa afkomu hótelsins úr tapi í hagn- að á árinu. Herbergjanýting Hótels Esju var svipuð árin 1993 og 1994. Fyrra árið var hún 66% og það síð- ara 67%. Á aðalfundi félagsins í liðinni viku, kom fram í máli Sigurðar Helgason- ar forstjóra Flugleiða að félagið væntir mikils af samstarfssamningi við Scandic hótelkeðjuna, sem er ein sú stærsta í Evrópu. Hann sagðist vænta þess að samningurinn, sem gerður var 1. apríl í fyrra, yrði til að beina fleiri erlendum ráðstefnum hingað til lands og gert væri ráð fyrir að áhrifa samningsins myndi gæta enn frekar á þessu ári, en því síðasta. Skuldir lækka um 3 milljarða í árslok árið 1993 var eiginfjár- hlutfall félagsins 16% og þá voru heildareignir félagsins 24,4 milljarð- ar króna. í árslok 1994 var eiginfjár- hlutfailið 21%, en heildareignir fé- lagsins voru 22,1 milljarður króna, og höfðu minnkað um 2,3 milljarða króna á milli ára. Skuldir höfðu að sama skapi lækkað um tæpa 3 millj- arða króna á milli áranna 1993 og 1994, eða úr tæpum 20,5 milljörðum króna í tæpa 17,5 milljarða króna. Hrein fjármagnsgjöld Flugleiða voru á liðnu ári 944 milljónir króna, en voru 1.007 milljónir króna árið 1993. Gengishagnaður á árinu 1994 var 1.073 milljónir króna, en á árinu 1993 var gengistap 2.194 milljónir króna. Þessi samanhurður sýnir hversu geysileg áhrif gengissveiflur hafa á efnahagsreikning félags eins og Fiugleiða. Framleiðni félagsins hefur aukist um 33% á undanförnum árum og 27% á síðustu tveimur árum, þannig að ljóst er, að stjómendur félagsins og starfmenn hafa verið að gera góða hluti, á ýmsum sviðum. Vaxtarbroddurinn fyrir Flugleiðir er augljóslega erlendis, eins og kom glöggt fram í skýrslum Harðar Sig- urgestssonar, stjómarformanns Flugleiða, og Sigurðar Helgasonar, forstjóra félagsins, á aðalfundinum. í ávarpi Harðar Sigurgestssonar, í skýrslu félagsins, segir m.a.: „Nú er svo komið að 72% af tekjum al- þjóðaflugs félagsins verða til á er- lendum mörkuðum. Þetta er glöggt dæmi um að Flugleiðir em eitt mikil- vægasta útflutningsfyrirtæki lands- ins.“ Þessi orð stjómarformannsins eru staðfesting þess, að félagið hefur eftir endurnýjun millilandaflugflot- ans verið með réttar áherslur í mark- aðsmálum. Félagið hefur lagt aukna áherslu á markaðssetningu ferða hingað til lands, auk þess sem áhersl- an á stöðu Keflavíkurflugvallar sem skiptistöðvar virðist hafa skilað góð- um árangri. Enda segir það sína sögu að farþegar í millilandaflugi félagsins á liðnu ári vom 774 þúsund og hafði fjölgað um 23% á milli ára. Sérstaka athygli vekur fjölgun farþega Flugleiða í Evrópufluginu á milli áranna 1993 og 1994. Þeim fjölgaði úr 405 þúsund í 519 þús- und, eða um 28% á milli ára, sem hlýtur að teljast sérlega glæsilegur árangur. Flugleiðir geta einnig vel við þá fjölgún unað sem varð í Norð- ur-Atlantshafsfluginu, en þar fjölg- aði farþegum á milli ára um liðlega 30 þúsund, eða 14%. Farþegar í Norður-Atlantshafsfluginu voru árið 1993 tæplega 225 þúsund, en árið 1994 vom þeir liðlega 255 þúsund. Innanlandsflugfiö enn með tapi Hið sama verður ekki sagt um innanlandsflug Flugleiða, sem enn eitt árið var rek- ið með tapi. Að sögn Sig- urðar Helgasonar var tapið á innanlandsfiuginu í kringum 50 milljónir króna, sem er umtals- verður bati frá því sem verið hefur ár hvert, undanfarin ár. Þótt tekist hafí að draga úr halla- rekstri í innanlandsfluginu, er fátt, ef nokkuð, sem bendir til þess, að hægt verði að snúa við blaðinu, þann- Framleiðni fé- lagsins aukist um 27% á tveimur árum. ig að reksturinn skili viðunandi hagn- aði. Innanlandsflugið á í stöðugt harðnandi samkeppni við bætt vega- kerfi landsmanna. Með hliðsjón af því, að vegakerfi okkar batnar frá ári til árs, samgöngur á landi verða greiðari, æ skemmri tíma tekur að aka frá einum stað til annars og að það er mun ódýrari kostur fyrir landsmenn að notast við eigin bíl, heldur en ferðast flugleiðis, er erfitt að hugsa sér að Flugleiðir geti orðið ofan á í baráttunni við vegakerfið um farþegana. í sjálfu sér er ekki heldur hægt að koma auga á, hvað það á að leysa, af hálfu Flugleiða, að stofna sérstakt hlutafélag um innanlandsflugið, eins og tilkynnt var á liðnu ári, að til stæði. Það eitt að stofna sérstakt hlutafélag um tapreksturinn, breytir ekki tapi í gróða. Sætanýting í innanlandsflugi Flugleiða á liðnu ári var ekki nema 56,7% og hafði minnkað um rúmlega 0,9 prósentustig frá árinu 1993. Þetta þýðir í raun 1,6% verri sæta- nýtingu, þrátt fyrir 3,3% fjölgun far- þega. Fraktflutningar félagsins í inn- anlandsflugi minnkuðu um 3%. Of mikil fjárfesting í skýrslu forstjóra Flugleiða í árs- skýrslu félagsins segir m.a.: „Stjóm Flugleiða tók þá ákvörðun á árinu 1993 að innanlandsflug félagsins “ skyldi rekið með þremur Fokker 50 flugvélum og hefur félagið haft fjórðu vélina til boða á leigumark- aði. Eftirspum eftir flugvélinni hefur verið dræm, hún var þó leigð út í stuttan tíma í tengslum við viðhalds- verkefni. Ekki buðust önnur verkefni fyrir vélina fyrr en undir lok ársins.“ Þessi frásögn forstjórans rennir frekari stoðum undir þá gagnrýni sem fram hefur komið, í þá veru að stjórnendur Flugleiða hafi farið of geyst í fjárfestingum fyrir félagið. Þeir hafi ekki gætt þess, að hafa svigrúm til að mæta breytilegum aðstæðum, heldur fjárfest umfram þarfír. Líklega sér þó fyrir endann á van- nýtingu þessarar fjárfestingar, því framundan munu vera næg verkefni fyrir allar Fokker 50 vélar félagsins og er það auðvitað fagnaðarefni. En þrátt fyrir augljós vandkvæði Flugleiða að því er varðar rekstur innanlandsflugsins, verður ekki ann- að sagt, en þau vegi ekki ýkja þungt, þegar á heildamiðurstöðu félagsins er litið á liðnu ári. Horft til nánustu framtíðar, er ekki annað að sjá en það sé bjart framundan í flugrekstri Flugleiða, einkum að því er varðar burðarþáttinn í starfsemi félagsins, millilandaflugið. Flugleiðir í góðum félagsskap í dag eru, samkvæmt upplýsingum sem aflað hefur verið, aðeins tvö flugfélög í Evrópu sem eru alfarið í einkaeign, Flugleiðir og British Airways. Önnur evrópsk flugfélög em að miklu eða öllu leyti í ríkiseign og hafa verið með óhemju taprekst- ur, á kostnað skattborgaranna. KLM og SAS eru næstum því 50% í einka- eign og þannig á markaði. Swiss Air er líka næstum því 50% í einka- eign. Jafnframt stendur til að einka- væða Lufthansa. Sé litið á flugreksturinn í Evrópu, skara þessi þijú stóm flugfélög fram úr, þ.e. British Airways, 100% í einkaeign, og KLM og SAS, næstum því 50% í einkaeign. Flugleiðir eru því í góðum félagsskap. British Airways og Flugleiðir hafa á vissan hátt verið að glíma við sama vanda- mál, því þau eru að keppa við ríkis- rekin og ríkisstyrkt flugfélög, á brengluðum samkeppnisgmnni. í þessu ljósi er skemmtilegt að velta því fyrir sér, hvað hefði gerst með Flugleiðir, ef fyrirtækið hefði verið gert að ríkisfyrirtæki þegar fiárhagsþrengingar félagsins vom sem mestar. Líklega getum við öll verið þakklát fyrir að svo fór ekki, bæði að því er varðar kostnað ríkis- sjóðs af slíkum rekstri, og þá stað- reynd að flugfélag í einkaeign, er óneitanlega betur rekið og veitir betri þjónustu, en ríkisrekið flugfélag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.