Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Evrópusamband- ið og lífskjörin AÐILD íslands að ESB er spuming um hvers konar þjóðfélag við viljum byggja hér á landi. Viljum við ganga til móts við tækifærin og skapa opið nútíma samfélag hér á landi? Viljum við tengjast efnahags- og menningarlífí Evrópu á jafnréttisgrundvelli? Viljum við að á rödd okkar sé hlustað og tekið sé tillit til hags- muna okkar? Viljum við sambærileg lífskjör og velferðarríki Evr- ópu bjóða þegnum sín- um? Alþýðuflokkurinn svarar þessum spumingum játandi og vill sækja um aðild eins fljótt og mögulegt er til að kanna hvaða kjör bjóðast í samskiptum okkar við Evrópusam- bandið. Efnahagslegir hagsmunir Nær 70% af útflutningi þjóðar- innar fara til landa Evrópusam- bandsins. Jöfn staða okkar og keppinauta okkar á þessum mikil- væga markaði getur haft úrslita- áhrif á þróun íslensks efnahagslífs. Almennt efnahagsumhverfí innan- lands verður sambærilegt við Evr- ópusambandið, sem ætti að leiða til aukinnar erlendrar fjárfestingar, aukins stöðugleika og hagvaxtar. Aðild að Evrópusambandinu í öllum tilvikum getur haft mjög já- kvæð áhrif á efnahag nýrra aðildar- ríkja. Engin dæmi em um hið gagn- stæða. Stórkostleg verðlækkun! Áþreifanlegasta kjarabótin af inngöngu íslands í Evrópusam- bandið er verðlækkun á landbúnað- arafurðum. Strax frá fýrsta degi aðildar þyrfti verð á landbúnaðaraf- urðum að lækka til samræmis við við verðlag ESB. Samkvæmt út- reikningum Hagfræðistofnunnar Háskóla íslands hefði þetta í för með sér 35-45% lækkun á matar- verði hér á landi. Kjör hvers ein- staklings í landinu myndu batna af þessum ástæðum um 22 þúsund krónur að meðaltali, eða um 88 þúsund á hveija fjögurra manna fjöl- skyldu á ári. Vöruúrval ykist verulega, sem hefði að líkindum aukna samkeppni í för með sér og þar með lægra verð. Aðild að Evrópu- sambandinu er því mik- ið hagsmunamál ís- lenskra neytenda, ekki síst láglaunafólks. Lægra matarverð er áhrifamesta kjarabót sem íslensku launafólki stendur til boða. Kjör bænda versna ekki Samkvæmt útreikningum Hag- fræðistofnunar gæti verð til fram- leiðenda lækkað um 30%. Að verð- mæti er þessi lækkun um 5,5 millj- Kjör hvers einstaklings í landinu myndu batna af þessum ástæðum, •• segir Ossur Skarphéð- insson, um 22 þúsund krónur að meðaltali, eða um 88 þúsund á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu á ári. arðar króna. Ef tekið er mið af samningum Norðurlandanna við ESB ætti að koma á móti 4-7 millj- arðar í beina styrki frá ESB og ís- lenskum stjórnvöldum. Styrkir ESB til bænda gætu numið um um 800 þúsund kr. á hvern bónda í landinu á ári. Heildartekjur landbúnaðarins og þar með kjör bænda þyrftu því lítið sem ekkert að breytast við inn- göngu íslands í ESB. Höfundur er umhverfisráðherra og skipar 2. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Össur Skarphéðinsson Ólíkt höfumst við að, Halldór Björn? HALLDÓR Bjöm Runólfsson rit- ar grein í Morgunblaðið laugardag- inn 18. mars um kennaraverkfallið og menntunarmál. Þar segir meðal annars: „Við erum prósentvís varla hálfdrættingar á við Dani og Þjóð- veija í fjárframlögum til mennta- mála ... Þjóðir, sem sýna afkom- endum sínum slíka nísku, em dæmdar til að heltast úr lest þró- aðra ríkja í byijun næstu aldar. Við féflettum nú ekki einasta bömin okkar ... heldur sviptum við þau einnig öllum framtíðarmöguleikum. Þessa þróun má ekki einasta þakka íslenskum stjómmálaleiðtog- um heldur og taglhnýtingum þeirra í verkalýðsforystunni. í röðum henn- ar hefur ríkt skeijalaus öfund í garð kennara sem og annarra mennta- manna. Þeirri öfund má líkja við sjúklegan ótta Krónosar, guðsins gríska, sem var svo smeykur við eigin afkvæmi að hann kaus að éta þau áður en þau komust á legg. Þetta sannaðist á samfloti kennara með BSRB, sem skilaði þeim ekki öðru en stöðugu launahrapi." Halldór Bjöm heldur áfram í sama dúr og hreytir í önnur verka- lýðsfélög með álíka stóryrðum. Er þarflaust að rekja lengra enda slíkur fúkyrðaflaumur ekki samboðinn málstað kennara. Kennarar hafa, eins og aðrir, orð- ið fyrir mikilli kjaraskerðingu und- anfarin ár. En að hreyta í BSRB og halda því fram að kennarar hafí skaðast á því að vera í samfloti við BSRB er marklaust enda ekki rök- stutt á neinn hátt. Það að verkalýðs- foringjar öfundi kennara af því að þeir séu akademískir borgarar og vel menntaðir er álíka gáfulegt og að halda því fram að árnar renni upp í móti. Fólk sem starfar í verkalýðs- hreyfíngunni gerir sér grein fyrir að mennt er máttur. En að vera menntaður er ekki endilega það sama og hafa prófgráður. Hér skal minnt á hvernig bóndinn Stefán G. Stephansson yrkir um skáldbróður sinn í Kolbeinslagi: Því eðli Kolbeins var yfirmennt. Hann orkaði því, sem er fáum hent, að lepja upp mola um lífsins stig, en láta ekki baslið smækka sig. Vel menntaður mað- ur talar ekki af hroka, og síst til þeirra sem stunda undirstöðu- greinar samfélagsins. Vel menntaður maður gerir því fólki, sem þjónar honum á ein- stökum stofnunum, ekki upp skoðanir sem eru í engu samræmi við þau sjónarmið sem stéttarsamtök ríkis- starfsmanna — BSRB — hafa ályktað um. Þú, Halldór Bjöm, ættir að kynna þér betur hveijir eru fénd- ur þínir. Það er varla verkafólk eða þeir sem valist hafa til forsvars í félögum verkafólks. Ég veit að flestir kennarar vita hveijir það eru sem stjóma því að Vel menntaður maður talar ekki af hroka, segir Sigríður Kristinsdóttir, né gerir öðrum upp skoðanir. ekki er samið við þá. Þeim er ljóst að ríkisvaldið ber fulla ábyrgð á því að samningar hafa ekki verið gerð- ir við kennara. Ólíkt höfumst við að í BSRB þessa dagana. Varaformaður Starfsmannafélags ríkisstofnana, Jens Andrésson, ritar leiðarann í nýjasta hefti félagstíðinda SFR. Þar segir m.a. þegar hann ræðir um kennaradeiluna: „í mínum huga hafa íslenskir kennarar verið vanda sínum vaxnir og skilað þjóðfélaginu einstaklingum sem hafa axlað sína ábyrgð í íslensku samfélagi. Þeir kennarar sem ég hef kynnst hafa af fremsta megni reynt að stuðla að því, með kennslu sinni, að bæta þjóðlífið markvisst og haft í önd- vegi þau gildi sem em eftirsóknar- verð. ísland á mjög marga góða einstaklinga í skólakerfínu og verði þeim ekki gert kleift að sinna sínum störf- um með þeim hætti að sæmilega sé staðið að þeirra launamálum og starfsskilyrðum þá flosna þeir upp frá störfum sínum og leita annað. Við það tapast mikil reynsla. Lélegt eða ónýtt skólakerfi er alger dauðadómur yfir framtíðinni því lífsaf- koma þjóðarinnar byggist annars vegar á auðæfum lands og sjávar og hins vegar á menntun þjóðarinnar og þekkingu. Til þess að viðhalda þekkingunni þarf margt að koma til: í fyrsta lagi að til sé öflug stétt kennara og leikskólakennara sem er sátt við laun sín og starfsaðstæð- ur. I öðru lagi að foreldrar geti sinnt og tekið þátt í skólagöngu bama sinna með reglulegum hætti. Hið þriðja er almennur skilningur yfír- valda, alþingis og sveitarstjórna á skólanum. Verði tekið tillit til alls þessa mun það síðar meir skila sér í meiri og betri mannauð þjóðarinn- ar. Það er því mikill ábyrgðarhlutur að ekki skuli vera gengið til samn- inga við kennarastéttina nú þegar.“ Þessi grein varaformannsins er í fullu samræmi við þær ályktanir sem samþykktar hafa verið til stuðnings kennurum hjá trúnaðar- mannaráði SFR og á formanna- fundi BSRB. Halldóri Birni skal einnig bent á að lesa samþykktir SFR og BSRB um mennta- og fræðslumál undanfarin ár. Ég vil taka það fram fyrst og síðast að ég styð aðgerðir kennara og vona að við þá verði samið sem allra fyrst. Af málflutningi Halldórs Björns virðist hann smár í sér. Hvernig hefði hann verið ef hann hefði ekki lært neitt? Höfundur er formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana. Sigríður Kristinsdóttir Slegið á útrétta sáttahönd Einnig verður bundin viðvera 4 klst. á viku. Fjölgun stöðugilda - bjartari framtíðarhorfur KJARADEILA kennarafélaganna og fjármálaráðherra fyr- ir hönd ríkissjóðs er enn óleyst þrátt fyrir tæplega fímm vikna verkfall og fjögurra mánaða samningavið- ræður. Kennarar hafa lagt fram gagntilboð og útfærðar hug- myndir til að leita leiða við að leysa deil- una en því hefur öllu verið hafnað. Um hvað snýst deilan? Deilan snýst annars vegar um launabreytingar og hins vegar um skipulagsbreytingar. Kennarar leggja áherslu á breytta vinnu- tímaskilgreiningu en samninga- nefnd ríkisins vill fyrst og fremst fjölga kennsludögum og færa svo- kallaða starfsdaga út fyrir starfs- tíma skóla. Rök kennara fyrir öðruvísi skilgreiningu á vinnutím- anum eru fyrst og fremst þau að rýma til fyrir þeim fjölmörgu nýju og breyttu störfum sem skólinn hefur tekið við á undanfórnum árum með lögum og námsskrám. Kennarafélögin benda einnig á að einsetning grunnskóla þrýstir enn frekar á breytta vinnutímaskilgrein- ingu kennara. Til að koma til móts við óskir samninga- nefndar ríkisins um að fjölga virkum nem- endadögum á skólaár- inu hefur samninga- nefnd kennarafélag- anna lagt fram ýmsar hugmyndir. Rauði þráðurinn í þeim birt- ist í gagntilboðinu en hann er sá að tengja saman minni kennsluskyldu við meiri bundna viðveru kennara í skólunum og fleiri kennsludaga. Við teljum það nokkuð augljóst að ef þetta á að ganga eftir þá þarf að breyta vinnutímanum. Gagntilboðinu var hafnað um- svifalaust. Gagntilboð kennarafélaganna í upphafí fímmtu viku verkfalls lögðu kennarafélögin fram ná- kvæma tillögu til lausnar deilunni vegna skipulagsbreytinga í grunn- Samningsvilji kennara dugir ekki einn til lausn- ar á deilunni, segir Guðrún Ebba Ólafs- dóttir, sem telur lausn málsins nú íhöndum ríkisstjórnarinnar. og framhaldsskóla. Tillagan hefur m.a. verið kynnt menntamálaráð- herra enda eru nýsamþykkt lög um grunnskóla lögð til grundvallar en samkvæmt lögunum á að ein- setja alla skóla í áföngum til árs- ins 2000. Víðtækt samkomulag Kennarafélögin leggja til að gert verði víðtækt samkomulag milli menntamálaráðuneytis, fjár- málaráðuneytis, kennarafélag- anna og Sambands íslenskra sveit- arfélaga um nauðsynlegar skipu- lagsbreytingar á skólakerfmu. Með þessu samkomulagi er hægt að fjölga nemendadögum um 6-9 á næstu tveimur árum og auka þann tíma sem kennarar hafa til að sinna verkefnum sem lög og aðalnámsskrá kveða á um að beri að sinna í skólunum en ekki er tími til miðað við núverandi kjara- samning. í lok tímabilsins: hefur vikulegum kennslustundum nem- enda fjölgað um 43. Kennsludög- um um 12. Bundnum starfs- og skipulagsdögum utan starfstíma skóla um 6. Bundnum viðveru- stundum kennara fjölgað um 4,5 klukkustundir á viku. Með því að færa þessa skipulagsbreytingar út fyrir samningstímann með sér- stöku samkomulagi við m.a. sveit- arfélögin dreifist kostnaður ríkis- ins að sama skapi yfír á 5 ár. Mikilvægt er að sveitarfélögin komi að þessu samkomulagi þar sem þeim er ætlað að taka við öllum rekstri grunnskóla að ári. í tillögu kennarafélaganna er gert ráð fyrir því að í lok tímabils- ins verði hægt að hliðra skólaárinu í framhaldsskóla um 10 daga út fyrir núverandi skólaár, kennsluog prófdögum hafí verið fjölgað í 175 daga og heimilt verði að binda 5 daga utan starfstíma skóla til undirbúnings og skipulagsstarfa. Tillaga kennarafélaganna felur ekki eingöngu í sér lausn á deil- unni um skipulagsbreytingar í skólamálum, komist hún til fram- kvæmda ijölgar stöðugildum kennara í grunn- og framhalds- skólum verulega. Þar með sjá ný- útskrifaðir kennarar aukna mögu- leika á að fá vinnu í sínu fagi. Fyrst og fremst fjölgar kennurum í grunnskólum enda liggur það í augum uppi að í einsetnum skóla eru allar bekkjardeildir á sama tíma og hver kennari með umsjón með aðeins einum bekk. Hvar er sanmingsviljinn? Kennarafélögin hafa lagt sínar ítrustu kröfur til hliðar til að reyna að ná samningum. Samningsvilji kennara nægir ekki einn og sér. Það er í höndum ríkisstjómarinnar að leysa þessa deilu með því að stíga næsta skref og setja aukið fjármagn í samningagerðina. Ef ekki, munu kennarar túlka við- brögð þeirra þannig að menntun íslenskra barna og unglinga sé enn sem fyrr neðarlega á forgangslist- anum. Höfundur er varaformaður Kcnnarasambands íslands. Guðrún Ebba Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.