Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 33 SNÆBJÖRN SNÆBJÖRNSSON + Snæbjörn Snæ- björnsson fædd- ist í Reykjavík 9. ágúst 1936 og lést á Landspítalanum 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Snæbjörn Guðmundsson, járn- smíðameistari á Hvammstanga, f. í Saurbæ á Vatnsnesi í V-Hún. 6.12. 1901, d. 30.10. 1936, og kona hans Elín Pét- ursdóttir Biöndal f. í Tungu á Vatnsnesi 13.6. 1895, d. 10.10. 1969. Þeirra börn eru: Ester Snæbirna, f. 7.9. 1923, í Reykja- vík, fráskilin, átti tíu börn; Pétur Blöndal, f. 16.2. 1925 á Hvamms- tanga, kvæntur Fríðu K. Gísla- dóttur, f. 26.7. 1934 á ísafirði, eiga þau þrjú börn; Ingibjörg, f. 15.1. 1927 á Hvammstanga, gift Hjörleifi Jónssyni, forsljóra, f. 28.9. 1925 í Skarðshlíð, A- Eyjafjöllum, eiga þrjú börn; Dagbjört Sóley, garðyrkjukona, f. 11.2. 1932 á Hvammstanga, gift Gísla Guðmundssyni bif- reiðasljóra, f. 9.10. í Króki Holt- um, d. 29.8.1977, eiga þrjú börn. Næstur var Snæbjörn heitinn. Yngst systkinanna, dóttir Elínar, er Edda Emilsdóttir Jónssonar, f. 13.3. 1940, gift Tómasi Berki Sigurðssyni, f. 26.10. 1936 á Barkarstöð- um í Fljótshlíð. Þau búa í Svíþjóð, eiga þijú börn. Snæbjörn kvæntist 5. sept. 1964 Guð- rúnu Mýrdal Björg- vinsdóttir, f. 7.9. 1936 á Akranesi. Þeirra börn eru: Hafþór, f. 24.8.1961, kvæntur Unni Sveinsdóttur, þau eiga t.vö börn, Sunnu Líf og Agúst Mána; Dagbjört Sigrún, f. 12.7. 1964, hún á eina dóttur, Marsibil Perlu; Anna Birna, f. 1.10.1970, hennar maki er Haukur Birgisson bif- reiðastjóri, þeirra sonur er Snæ- björn, f. 8.2. 1995. Son eignuðust Snæbjörn og Guðrún 1975, Gunnbjörn, sem dó nýfæddur. Sjúpdóttir Snæbjarnar, dóttir Guðrúnar, er Valgerður Jónas- dóttir, f. 16.8.1954. Maki hennar er Þóroddur Guðmundsson bif- reiðarstjóri. Þau eiga fjögur börn, Guðmund, Björgvin, Guð- rúnu og Ingu Þóru. Foreldrar Guðrúnar voru Björgvin Ólafs- son bifreiðastjóri Akranesi f. 1907, og kona hans Anna Mýr- dal, f. 1903. Útför Snæbjarnar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag kl. 13.30. ÞEGAR ég frétti að mágur minn og vinur Snæbjörn væri látinn að- eins á fimmtugasta og níunda ald- ursári setti mig hljóðan. Þó að sú frétt ætti kannski ekki að koma mér á óvart þá var svo erfitt að trúa því að þessi sterki maður hefði þurft að lúta í lægra haldi fyrir ill- vígum sjúkdómi, sem kom fyrst í ljós í sumar og barðist hann hetju- lega með öllum ráðum og með hjálp góðra lækna gegn þessum vágesti til síðustu stundar. Hann kom í sjö- tugsafmæli bróður síns rúmum þremur vikum áður en hann dó og var þá glaður í bragði að vanda og lét engan bilbug á sér finna. Það var aldrei hans stíll að kvarta þótt á móti blési. Hann sýndi okkur stolt- ur myndir af litlum nafna sínum sem hann hafði sjálfur nýlega haldið undir skírn. Nýfæddur missti Snæbjörn mág- ur minn föður sinn og var skírður yfir moldum hans. Naut hann því aldrei föðurforsjár og lærði fljótt að bjargast á eigin spýtur. Hann naut umhyggju móður sinnar sem var óvenju heilsteypt og dugmikil kona sem barðist fyrir velferð barna sinna þótt kjörin væru þröng. Hún ræktaði matjurtir og hafði alltaf kýr og fugla svo að matarskortur var aldrei í búi og hún var alltaf viðlát- in til að rökræða hvaðeina með sín- um farsælu gáfum, mannviti og víð- tækum fróðleik. Snæbjöm var greindur vel og hafði áhuga á námi og átti auðvelt með iærdóm, en fjárhagur leyfði ekki langa skólagöngu. Hann fór þó ungur í héraðsskól- ann í Skógum og naut þar fræðslu hinna ágætustu lærifeðra sem varð honum gott veganesti. Þar komst hann í kynni við sönglistina hjá þeim skólastjórahjónum Magnúsi Gíslasyni og Brittu og hafði af henni yndi æ síðan. Hann hafði þá verið og varð síðan nokkur sumur í sveit hjá Jónasi bónda á Rauðafelli undir Eyjafjöllum og hans ágætu konu Ragnhildi, og þeirri góðu vist gleymdi hann aldrei og hélt tryggð við þau tii dauðadags. Sem ungiingur fór Snæbjörn til sjós og var í millilandasiglingum um tím'a að afla sér tekna og kynntist þá þó nokkuð ertendum þjóðum. Komst m.a. til Kína og athugull sem hann var hafði hann frá mörgu skemmtilegu að segja frá þeim tíma. Einnig stundaði hann ýmsa vinnu bæði í Danmörku og Svíþjóð og þótti oft einum of kappsamur við verkin af sínum samstarfsmönnum. Þegar hann kom heim frá siglingun- um fór hann um tíma í Samvinnu- skólann en ákvað svo að fara í Iðn- skólann í Reykjavík og verða járn- smiður eins og faðir hans hafði ver- ið. Vildi nota sínar iðnu sterku hend- ur. Hann var svo heppinn að kom- ast að sem lærlingur til feðganna í Sindra hf. og lærði þar vélvirkjun og þar urðu allir vinir hans, bæði yfirmenn og samstarfsmenn og hef- ur sú vinátta haldist alla tíð. Þannig var hann tryggðartröll og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Snæbjörn var harðduglegur mað- ur eins og hann átti kyn til og vann öll verk bæði fljótt og vel og vildu margir fá hann í vinnu. Þegar hann hafði lokið vélvirkjanámi og unnið við þá iðn um tíma vidli hann víkka út sín atvinnutækifæri og lærði líka pípulagnir og varð meistari í þeirri iðn og stundaði eftir það sjálfstæðan atvinnurekstur og hafði meira en nóg að gera, enda stóð hann alltaf við gefin loforð og varð því eftirsótt- ur. Eftir að hann veiktist síðastliðið sumar hafði hann mestar áhyggjur af því að geta ekki lokið þeim verk- um sem hann hafði lofað á tilsettum tíma, en hann fékk aðra til að ijúka þeim. Þannig var Snæbjörn, hann vildi allra vanda leysa og við hann þurfti ekki skriflega samninga, orð stóðu. Ófá eru þau handtök skjót og góð sem ég og mitt fólk nutum frá hon- um, allt var meira en sjálfsagt og alltaf fylgdi honum gleði og kátína. Úrtölur og víl voru ekki til í hans huga. Verða hans viðbrögð seint fullþökkuð. Ekki fór Snæbjörn var- hluta af erfiðleikum í lífinu. Fyrir nokkrum árum fékk hann krans- æðastíflu og varð að fara í skynd- ingu til uppskurðar í Englandi, en það var ævintýri líkast hve fljótur hann var að ná fullum bata, vann að því eins og öðru af krafti og dugnaði og sneri til baka eins og tvíefldur. Þar var ekki kvartað. Mesta sorgin hugsa ég þó að hafi verið er þau hjón misstu nýfæddan son, Gunnbjörn. Þar var komið við kviku. Þá var gott að eiga traustan og skilningsríkan lífsförunaut. Snæbjöm var ákaflega vel hugs- andi maður og margfróður um hina aðskiljanlegustu hluti, fylgdist af áhuga með öllu sem var á döfinni. Hafði yndi af góðum bókum og hafði á hraðbergi heilu kaflana eftir góðskáldin, bæði ljóð og sögur, sér- lega minnugur á allt bitastætt. Það má því segja að hann lifði lífinu svo sannarlega lifandi til hinstu stundar svo erfítt er að hugsa að nú verður hann ekki sú driffjöður sem hann var í ferðum og öðrum fjölskyldu- samkomum. Hann var mjög barn- góður og hafði yndi af að leika sér við ungviðið, bæði sín og annarra og börn er honum kynntust sóttust eftir samvistum við hann. Það er því synd að litli nafni hans og dóttur- sonur skyidi ekki fá tækifæri til að kynnast afa sínum, og .þeir hvor öðrum. Ein mesta hamingja hans í lífinu var að fara í veiðiferðir með sinni góðu og tryggu konu Guðrúnu og helst sem flestum börnum, hafa þau í kringum sig við veiðivatn eða uppáhaldsána á Vatnsnesinu á æskustöðvum foreldra sinna, bol- loka þar í tjaldi og vita þar af góð- um grönnum. Nú að leiðarlokum, kæri mágur, vil ég þakka þér öll samskipti á liðn- um árum. Þau voru alltaf mjög góð og mun ég, systir þín, börn okkar og barnabörn sakna þín sem bróður og góðs vinar. Vil ég svo votta hans trúföstu góðu konu, sem alltaf stóð sem klettur við hlið hans í blíðu og stríðu, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Hjörleifur Jónsson. Það er erfitt að kveðja. Þú varst alltaf svo kraftmikill og duglegur og ætlaðir að verða hund- rað ára. Ekki grunaði mig þegar ég fór með þér að dánarbeði vinar þíns og félaga til að kveðja, að svona stutt yrði á milli ykkar. Samt varstu orðinn mikið lasinn, en aldrei léstu á því bera. Alltaf varstu boðinn og búinn að hjálpa mér og minni fjölskyldu á allan hátt. Keyrðir mig á fæðingar- deildina, fórst með mér með krakk- ana til læknis og á slysavarðstofuna ef eitthvað kom fyrir. Marga veiðit- úrana og ferðalögin fórstu í með krakkana, fræddir þá um landið og sagðir þeim sögur. Og nokkrar ferð- irnar löbbuðuð þið Gunna upp á Esju. Fárveikur fórst þú fyrir stuttu að hjálpa syni mínum þegar bíllinn bilaði hjá honum. Krakkarnir höfðu ekki getað átt betri afa og verður söknuður þeirra mikill. Mestur verður þó söknuður- inn hjá mömmu því að þið voruð svo miklir vinir og félagar, þú vissir svo margt og sást um alla hluti. Gaman var að þú gast haldið á nafna þínum undir skírn og veit ég að þú hefðir ekkert viljað frekar en að fá að fylgj- ast með fólkinu þínu miklu lengur. En nú ert þú farinn á betri stað og búinn að hitta litla drenginn þinn sem þið mamma misstuð svo fljótt. Ég kveð þig með þakklæti og virðingu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Valgerður. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfír þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfír þér. (S. Kr. Pétursson) Mig langar með örfáum orðum kveðja afa minn, Snæbjöm Snæ- björnsson, sem verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í dag. Afi var alltaf fullur af hlýju og alúð. Hann var alltaf til taks ef eitt- hvað var að. Hann hafði gaman af að segja okkur barnabörnunum alls konar sögur og vísur. Hann fór oft í göngur og hann dró mig stundum með. Ég minnist líka veiðitúranna frábæru norður í Tungu sem við krakkarnir skiptumst á að fara í •með afa og ömmu. Afi kenndi mér mjög mikið sem mun koma sér vel í -lífinu. Elsku afí, ég vil þakka þér fyrir samverustundirnar góðu. Minning um góðan afa lifir. Guðrún Snæbjört. Ástkær bróðir minn er látinn langt fyrir aldur fram. Við fylgdumst með honum berjast hetjulega við hinn illvíga sjúkdóm, krabbameinið. Aldrei heyrðum við eitt æðruorð. Af veikum mætti reyndi hann að bregða á glens eins og honum var líkt, til hinstu stundar. Svo mikið vildi hann hlífa okkur. Þannig var hann. Þegar hann er nú kvaddur hinstu kveðju í Árbæjarkirkju, sem var kirkjan hans, reikar hugurinn til bernskuáranna, sem við áttum sam- an á þessum slóðum. Hér leiddi ég litla bróður minn um leiksvæði okkar, sem var nátt- úran allt í kring, Breiðholtið, Elliða- árdalurinn, árnar og hraunið. Við jaðar höfuðborgarsvæðisins áttum við þessa víðáttu og hér byggðum við okkar bú, stóðum með færin okkar við hylina í ánum, tíndum ber í hólmanum. En litli bróðir vildi ekki láta leiða sig til eilífðarnóns. Fljótlega losaði hann sig úr höndum systra sinna og hélt á vit ævintýra. Ferðalög, nám og störf tóku við. Siglingar hans um víðan heim ollu oft kvíða, því kappið var stundum meira en forsjáin. En þegar hann kom aftur fyllti gleðin og kátínan andrúmsloftið heima. Nú hefur sorgin knúið dyra á fallega heimilinu hans í Heiðarbæn- um og skarðið er stórt, en eins og spámaðurinn Kahlil Gibran segir: „Sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu.“ Þá finnum við ástvinim- ir sannleikann í þessum orðum, og riijum upp svo ótal margar gleði- stundir sem við áttum með honum. Á ferðalögum, í samkvæmum, ævin- lega hrókur alls fagnaðar. Minni hans, kímnigáfu og fróðleik var við- brugðið, og jafnan fór maður ríkari af hans fundi. Ekki svo að skilja að aldrei væri alvara á ferðum. Það sýndu verkin hans, því slík var alúð hans við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Það fékk ég sjálf oft að reyna, því meira en oftar þurfti ég á hjálp hans að halda við mína starf- semi. Hjálpfýsi hans og samvisku- semi var einstök, og veit ég að þar mæli ég fyrir munn þeirra fjölmörgu sem til hans leituðu. Hann var um- svifalaust mættur á staðinn og gekk frá sínum verkum með hraði og vandvirkni, svo betur varð ekki að gert. Hann var haldinn ríkri réttlætis- kennd og hreinskiptni og fengum við að heyra álit hans hvort sem betur fór eða miður. Hálfvelgjan var fjarri honum. Þó bersögli hans gengi stundum fram af okkur vissum við að inni fyrir sló heitt og stórt hjarta og hetjulund, sem öllum vildi hjálpa og liðsinna. . En hann Snæbjörn bróðir minn stóð ekki einn. Hann átti miklu láni að fagna í sínu einkalífi. Þó oftast léti hærra í húsbóndanum á heimil- inu brúaði hún Guðrún hans bilið með sinni hljóðlátu og elskulegu framkomu við allt og alla og kom sínum einstöku hæfileikum til skila á sinn hófværa hátt. Aldrei bar skugga á þeirra samlíf og trú og einlæg stóð hún við hlið hans til hinstu stundar, og á hún miklar þakkir skildar fyrir allt og allt. Snæbjörn og Guðrún áttu saman tvær dætur, en einn son misstu þau nýfæddan. Auk þess átti Guðrún áður tvö börn sem hann gekk í föð- urstað og reyndist hann þeim alla tíð sem besti faðir. Ekki má gleyma barnabörnunum hans sem eru orðin átta talsir.s, og er það einn þáttur út af fyrir sig, því hann hafði slíkt dálæti á bömum að hann mátti vart af þeim sjá. Ef þau voru nærri brá hann svo á leik með þeim að vandséð var hver hafði af því meiri skemmtan, þau eða hann sjálfur. Hann bar gæfu til að halda dóttursyni sínum, Snæbirni, undir skírn rétt fyrir andlát sitt. Félaga og vini eignaðist hann auð- veldlega og héldu þeir tryggð sinni og vinskap ævilangt. Hann hafði yndi af tónlist og lestri, auk þess sem veiðiskapur átti hug hans allan. Fylgdi Guðrún honum jafnan áþeim ferðum. Þó Snæbjörn væri borinn og barn- fæddur Reykvíkingur áttu slóðir feðranna í Húnaþingi sterkar taugar í honum og þangað hélt hann hve- nær sem færi gafst með veiðidót sitt. En nú verður rennt fyrir fisk á öðrum slóðum og því trúi ég að sá sem er æðri okkur blessi aflann hans. Eiginkona, dætur, sonur og barnabörn sakna vinar í stað, og ég bið algóðan Guð að blessa þau og veita þeim huggun í sorginni. Dagbjört Snæbjörnsdóttir. Nú er kalt í koti. Nú snarast ekki Snæbjörn inn úr dyrunum, í fyrstu vetrarkuldun- um, án þess að heilsa, rífur kjaft, skilur ekki af hverju ég kveiki ekki í kofanum, býðst til þess að gera það fyrir mig, vitnar í Hávamál, rímur, hræðir börnin, hossar þeim og kyssir, er farinn fyrr en varir, kveður ekki, en á eftir er funhiti í kotinu. Enginn tók eftir að hann gerði neitt. Hann var litli bróðir hennar mömmu minnar, og hennar nánasti ættingi. Ófáar sögur kann ég af ótrúlegri hreysti hans þegar hann var lítið barn. Hann lifði þá af ótrú- legustu svaðilfarir. Snuddaði kring- um herinn íjögurra eða fimm ára, og óð Elliðaárnar. Missti pabba sinn strax í vöggu, eignaðist sjúpa og þeim lynti ekki vel. Sjálfur varð hann seinna sjúpfaðir og reyndist þeim bömum heldur mikið betur. Þegar ég var lítil, einatt hjá ömmu minni í Eddubæ, var Snæbjöm son- ur hennar týndur í útlöndum. Það komu af pg til kort frá ókunnum stöðum. Ég man að á einu stóð bara „Vellíðan“. Amma var að æfa sig í að fara út í heim og leita að honum. „Where is my dreng? I have lost my dreng? Have you seen my dreng?“ ætlaði hún að segja á torg- um heimsins. Ég vona að hún hitti sinn dreng, núna. Því drengur var hann góður. Hann átti veiðistöng inni í skáp, sem ég reyndi mikið að fá lánaða hjá ömmu. En það var aldrei við það komandi, því það gat svo ósköp vel farið þannig að einmitt þá kæmi drengurinn hennar heim, úr margra ára siglingum, og það fyrsta sem hann segði þegar hann kæmi inn úr dyrunum væri náttúrlega: „Hvar er veiðistöngin mín?“ — og þá skyldi hún vera á sínum stað. Svo kom hann heim og ég man eftir kátínunni sem alltaf var kring- um Snæa þegar hann kom úr sigl- ingu. Þá sagði hann mikið frá, af löndum og þjóðum, kunni dansana, slagarana og hrafl í tungumálunum. Mest dáðist ég að honum þegar hann dansaði kósakkadans á eldhús- gólfinu, og hann gat étið sítrónu í einum bita. Snæbjörn var samkvæmt mínum skilningi forn í skapi. Að heilsa og kveðja var nánast væmið. Ekki skal hafa mörg orð um hlutina, heldur framkvæma. Tala um annað. Snæ- bjöm Snæbjörnsson hét hann, og var af Snæbjarnar-ættinni. Hann minnti mig alltaf á Jón Hreggviðs- son og hef ég þá báða grunaða um að fela undir skrápnum ofurvið- kvæmni. Við höfum misst mikið og allra helst konan hans, börn og bama- börn, og ég votta þeim öllum mína mestu samúð. Snæi frændi var maður sem ég efaðist aldrei um að þætti alveg sérstaklega vænt um mig. Hann þurfti aldrei að segja til þess þar til gerð orð. Mér finnst vitanlega engan veginn rétt af mátt- arvöldunum að burtkalla svona mann, sem alla tíð var drengur góð- ur, gaf sig að börnum, elskaði lífið og þess alvöru lystisemdir, mann sem allir gátu meira en treyst, burt- kalla hann og láta svo dáðleysingj- ana lifa. Ég er og ætla að vera reið við fráfall hans. Ég held ég vilji bara taka undir með honum sjálfum, eitt sinn þegar systur hans gleymdu að líta eftir honum þriggja ára gömlum og hann datt ofan í vök á Elliðaán- um, og þar hékk hann og sleppti ekki takinu. Tveimur tímum seinna sá mamma hans glitta í rauða húfu •og dró hann upp. Hann lá með óráði þegar -systurnar komu heim, en þeg- ar þær spurðu eftir honum glumdi innan úr rúmi: „Ég er stór og sterk- ur, en þið eruð lítil og ljót.“ Guðrún Snæfríður Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.