Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ PÁSKATILBOÐ Á HREINLÆTISTÆKJUM O.FL. 20% afsláttur VATNSVIRKINN HF. Ármúia 21, simar 68 64 55 - 68 59 66 SAGA Ein vinsælasta jasshljómsveit Danmerkur, Fessors Big City Band, spilar í Súinasal 24. mars, frá kl. 22:00 til 2:00. Hljómsveitin spilar jass þar sem heyra má áhrif frá New Orleans-, dixíland-, gospel-, blús-, soul- og svíngtónlist svo eitthvað sé nefnt. Sleppið ekki einstæðu tækifæri, upplifið magnaða sveiflu með Fessors Big City Band á Hótel Sögu! Miðaverð 1.000 kr. -þín saga! IDAG SKÁK hrók fyrir drottninguna, en með næsta leik sínum vinn- ur hvítur biskup:) 28. Dc2+ - Kh8 29. Dxc6 - Rexf4 Umsjón Margcir Pétursson 30. gxf4 - Hac8 31. Dg6 - Rxf4 32. Dg4 - Hcl+ 25. Rxe6! - Dxe6 (25. - Rxe6 er ein- faldlega svarað með 26. Bxd5) 26. Bxh7+ - Kxh7 27. Hxe6 - Rxe6 (Svartur hefur fengið tvo menn og Önnur umferð á Skákþingi Norðurlanda fer fram á Hótel Loftleiðum í kvöld og hefst taflið kl. 16. VASILÍ ívantsjúk (2.700), frá Úkraínu náði glæsileg- um endaspretti á stórmót- inu í Linares og sigraði, heilum vinningi á undan Anatólí Karpov, FIDE heimsmeist- ara. í næstsíðustu umferðinni hafði ívantsjúk hvítt og átti leik í þessari stöðu gegn Rússan- um Sergei Tivj- akov (2.625). Sjá stöðumynd 33. Kh2 - Hxd4 34. Hxa7 - Re6 35. Dxe6 - Hxh4+ 36. Kg3 og svartur gafst upp. BRIDS llmsjón Guömundur Páll Arnarson CAP Volmac boðstvímenn- ingur Hollendinga er reikn- aður út í IMPum, en ekki eins og venjulegur tvímenn- ingur. Alslemma á hætt- unni er mikilvægt spil í slíkri keppni. Bandaríkja- mennimir Eric Rodwell og Jeff Meckstroth, sluppu með skrekkinn í eftirfar- andi spili úr keppninni, þar sem þeir enduðu í 7 hjörtum en ekki 7 spöðum, sem er betri slemma: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ K642 ¥ Á7 ♦ Á76 ♦ KD84 Vestur * 103 V 6 ♦ KD542 + 109732 Austur ♦ 987 ¥ G952 ♦ G1083 ♦ G5 Suður ♦ ÁDG5 ¥ KD10843 ♦ 9 ♦ Á6 Vestur Norður Austur Suður - - Pass 1 lauf 1 tígull 1 grand Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 5 hjöitu Pass 5 grönd Pass 6 tíglar Pass 7 hjörtu Allir pass Útspil: tígulkóngur. Skýringar fylgja ekki með sögnum þeirra félaga, en grunnkerfið er Precision, svo að grandsvar Rodwells í norður er krafa í geim við laufopnuninni. Því er ekki auðskilið hvers vegna Mockstroth flýtir sér svo mjög í 4 hjörtu. Mockstroth drap á tígul- ás og trompaði strax tígul. Tók svo tvisvar hjarta. Hann trompaði tígul aftur, tók ÁK í laufí og hélt niðri í sér andanum á meðan hann spilaði spaða þrisvar. Þegar þriðji spaðinn hélt velli, var samningurinn í húsi. Blindur átti út í þessari stöðu: Norður ♦ 6 ¥ - ♦ - ♦ D8 Vestur Austur ♦ - ♦ - ¥ - ♦ D llllll ¥ G9 ♦ G ♦ 109 ♦ - Suður ♦ G ¥ DIO ♦ - * - Austur átti ekkert svar við laufdrottningunni. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Suðurbær • Kona í Kópavogi hringdi og lagði til að nafnið Suðurbær yrði notað yfír sameiginiegt bæjarfélag á Suðurnesjum. Það er þjált í notkun og ætti að geta verið góð málamiðl- un. Vantar Sorgarljóð sr. Jakobs EF EINHVER lesandi þekkir eftirfarandi ljóðlínur, sem ég held að séu úr Sorgarljóði sr. Jakobs, og kann allt ljóð- ið, er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við undirritaðan: Fyrir henni fjórtán í vetur föður ágjömum þjóna ég vann. Guðmundur Runólfsson, Grundargötu 18, Grundarfirði, sími 93-86618. Ambögur í útvarpi FYRIR stuttu heyrði ég á tal tveggja manna í útvarpi, spyrils og við- mælanda. Þá heyri ég>að viðmælandinn segir spyrlinum að „íslenski hundurinn sé orðinn mjög fámennur!" Geta hundar verið fá- mennir? Guðmundur Bergsson Tapað/fundið Kápa tapaðist á Hótel Islandi LJÓSDRÖPPUÐ stutt ullarkápa tapaðist á árs- hátíð MS á Hótel Íslandi 16. mars sl. Finnandi vin- samlega hringi í síma 812983. Giftingarhringur fannst GIFTINGARHRINGUR konu fannst gegnt lög- reglustöðinni í Hafnar- firði sl. þriðjudag. Upp- lýsingar í síma 655513. Föt týndust í partíi PARTI var haldið á Egg- ertsgötu 8 aðfaranótt sl. laugardags og þaðan hurfu steingrá stutt kápa, tveir klútar og svartir leðurhanskar. Þeir sem vita um þennan fatnað eru beðnir um að hringja í síma 587 5034 (Ásgerður) eftir kl. 19. Einnig má skilja þessi föt eftir í fatahengi Árna- garðs (ein bygginga Há- skóia Islands). Með morgunkaffinu Ast er . . . að hafa einhvern til að halla höfði sínu að. TM R*q. U.S. PiL Oft — *n rlQht* raaorvod (c) 1995 Loa Angataa Tlmas Synd.cato ÞAÐ ER eitthvað bogið við þetta. Eg man ekki betur en það hafið verið þið sem heimsóttuð okkur en ekki öfugt. Yíkverji skrifar... AÐ VAKTI athygli Víkverja við lestur greinar í Morgun- blaðinu um deilur brezkra íhalds- manna um Evrópumál, að málflutn- ingur hörðustu andstæðinga ESB- aðildar, yzt á hægri væng íhalds- flokksins, er að einu leyti sá sami og málflutningur Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins. Ólafur Ragnar hefur sagt að íslendingar eigi ekki að takmarka sig við Evrópumarkað- inn, sem samanstandi aðallega af gömlu nýlenduveldunum, í Evrópu heldur beri þeim að verzla fremur við hagvaxtarsvæði heimsins, til dæmis Asíu og Suður-Ameríku. Þetta er eins og bergmál af ummæl- um þeirra Teresu Gorman og Tedd- ys Taylor í Morgunblaðinu síðastlið- inn laugardag, þar sem Gorman sagði að Evrópa væri lítill staður, og Taylor lét svo um mælt að horfa bæri til hagvaxtarsvæða, ekki heimsálfu, sem stæði sig illa og væri í hnignun. Nú kann sjónarmið- ið að eiga fullan rétt á sér, en hvem- ig ætli Ólafi Ragnari þyki félags- skapurinn? Og hvað segði ftjáls- hyggjuarmur brezka íhaldsflokks- ins ef þingmenn hans vissu að þeir væru í liði með formanni íslenzkra sósíalista? XXX VÍKVERJI fór ekki alls fyrir löngu í ferðalag til nokkurra Evrópu(sambands)landa og heim- sótti kunningja sína. Kom það stundum í hlut Víkveija að kaupa í matinn og lá þá leiðin í stórmark- aði, sem heimamönnum þóttu ósköp venjulegir. Víkveija var hins vegar mjög brugðið að fara út í búð, til dæmis í Þýzkalandi eða Bretlandi. Þegar hann horfði á hillur svigna undan ostum frá Sviss, Frakklandi og Ítalíu, belgískum kæfum og pyls- um, dönsku beikoni, nýsjálenzku lambakjöti, fersku grænmeti og ávöxtum víðs vegar úr heiminum, rifjaðist það upp fyrir honum hvað mataræði hans var fjölbreyttara og matarkarfan jafnframt ódýrari þeg- ar hann bjó einu sinni í útlöndum. xxx EGAR Víkveiji leit svo augum hillurnar í þessum sömu stór- mörkuðum, þar sem hægt var að velja úr góðu úrvali af léttvíni, hvort sem sótzt var eftir flösku af ódýru borðvíni á 100-200 krónur eða góðu árgangsvíni á svo sem 800 krónur (sem er það sama og flaska af ódýru borðvíni kostar á Islandi), rifjaðist það upp fyrir honum hvernig hann styrkti stundum hjartað og lífgaði upp á tilveruna með þvl að setjast niður að kvöldi með léttvínsglas án þess að vera þjakaður af samvizku- biti og fjárhagsáhyggjum. í meðal- stórmarkaði á meginlandinu er bjór- úrvalið — frá flestum Evrópulönd- um, Ástralíu og Ameríku — líka mun fjölbreyttara en í áfengissovét- inu hér heima og verðið fimmtung- ur til helmingur af bjórverði hér. xxx IÐURSTAÐA Víkveija varð sú að landbúnaðar- og „áfengisvarna“-stefna íslendinga er ekki einyörðungu til þess fallin að létta buddur almennings. Inn- flutningsbannið á landbúnaðarvör- ur og ofstækið í áfengismálum er ekki aðeins spuming um fram- færslukostnað, heldur kemur það líka niður á huglægum lífsgæðum, sem felast í því að njóta þess góða matar og drykkjar, sem heims- menningin býður upp á, og láta sér líða vel, í stað þess að tyggja gúmmíkennda og bragðlausa osta, sem skarta útlendum nöfnum sem dulargervi og skola niður með rauð- vínsrudda, sem var keyptur á eðli- legu verði góðrar flösku af malt- viskíi í áfengissovétinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.