Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 1
HEIMILI FÖSTUDAGUR 24. MARZ1995 BLA Umsóknir vegna endurbóta 1994 og 1995 jöldi umsókna um kuldabréfaskipti húsbréfakerfinu egna endurbóta húsnæði lími til aó huga að endurbótum UMSÓKNIR um húsbréfalán til endurbóta eru flestar yfir sumarmánuðina. Þetta er ótvíræð vfsbending um, að margir hyggi ekki að endurbót- um og viðhaldsaðgerðum fyrr en komið erfram á vor. Margir vanmeta þann tíma stórlega, sem þarf til tæknilegs undir- búnings á verkum og halda jaf nframt, að hægt sé að fá verktaka til þess að annast umfangsmikið verk með nán- ast engum fyrirvara. Undirbún- ingur undir slík verk er þó gjarnan mjög tímafrekur, ekki hvað sfzt í stórum fjölbýlishús- um. Hönnun, ástandsgreining og gerð verklýsinga og útboðs- gagna getur tekið langan tíma og þá er eftir að finna verk- taka. Oft er jafnvel verið að bjóða út verk alltof seint, kannski íjúli og jafnvel seinna. Nýtt stórhýsi vió Grjótháls VIÐ Grjótháls í Reykjavík eru hafnar framkvæmdir við 5.500 ferm. stórbyggingu, sem er ætluð fyrir verzlun, skrifstof- ur og iðnað. Þessi bygging mun blasa við frá Vesturlandsvegi og setja mikinn svip á um- hverfi sitt. Þarna er að verki byggingarfyrirtækið Eykt hf. í viðtali við Pétur Guðmunds- son, byggingameistara hjá Eykt hf., hér í blaðinu í dag er fjallað um þessa byggingu. — Það hefur mjög lítið verið byggt af góðu atvinnuhúsnæði sl. 3 ár, segir Pétur. — Gott atvinnu- húsnæði með góðri aðkomu og góðu athafnasvæði fyrir ut- an er vandfundið. Verzlun og atvinnuhúsnæði eiga eftir að þróast saman og færast austar í borginni en nú er. Með Höfðabakkabrúnni stórbatna samgöngur á þessu svæði og öll umferð út úr borg- inni á eftir að fara framhjá þessum stað. Hann verður því mjög heppilegur fyrir fyrirtæki með margs konar rekstur. Hús- ið er hannað þannig, að mjög auðvelt verður að stúka það niður í smærri einingar eða þá að selja það í stærri einingum. Núna er hagstætt að ávaxta peninga í skamman tíma. Hefur þú kynnt þér bankavíxla Islandsbanka og ríkisvíxla? Ef vextir á verðbréfamarkaði hækka getur verið ráðlegt að kaupa verðbréf til skamms tíma og eru því víxlar íslandsbanka og ríkisvíxlar til skamms tíma góður kostur. BANKAVÍXLAR fSLANDSBANKA: • Tímalengd: 45-120 dagar. • Lágmarksfjárhæð: 500.000 krónur. • Hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er þar yfir. • Enginn kostnaður við kaup og sölu. • Ókeypis innheimta víxlanna. • Þjónustufulltrúar íslandsbanka veita ráð- gjöf og upplýsingar. Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um bankavíxla íslandsbanka og ríkisvíxla í afgreiðslunni í Ármúla 13a eða í síma 560-8900. Jafnframt er hægt að fá upplýsingar í útibúum fslandsbanka um allt land. Veríð velkomin í VÍB. FORYSTA1 FJARMALL'M! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, sími: 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.