Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 22
22 B FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vorvcrk í* Þeir eru margir, sem ætla að láta laga eitt og annað í íbúð sinni í sumar, segir Bjarni —,--————------------- Olafsson. Sumt af því, sem gera þarf, verð- ur að hafa nokkurn aðdraganda. SMIÐJAN MARGIR óska sér að hafa svalahurðina tvískipta. SÍÐASTLIÐINN sunnudag, 19. mars, var þó nokkurt frost og sólin skein fýrri hluta dagsins. Daginn er tekið að lengja ^piikið. Mér þótti athyglisvert að ------------ ég heyrði ekki í neinum fuglum úti við, en þeir hafa líklega ekki fundið vorið koma sökum þess hve kalt var í lofti. Morguninn næsta brá svo við að þíða var komin, snjóað hafði um nóttina og loftið iðaði af fugla- klið frá tijám og runnum. Eitt er víst, sólin er óðum að hækka á lofti og vorið nálgast. Margir munu þeir vera sem hugsa sér að láta laga eitt og ^innað í íbúð sinni í sumar. Sumt af því sem gera þarf verður að hafa nokkurn aðdraganda. Gluggaviðgerð Mörg munu þau vera húsin þar sem svo er komið að gluggakarm- arnir eru orðnir fúnir þannig að skipta þarf a.m.k. um suma þeirra. Glerið er líka víða orðið ónýtt svo skipta þarf um rúður. Þeir sem ætla sér að endurnýja glugga í húsi sínu í sumar fara 4®enn að panta nýju gluggana því nokkum tíma tekur að fá þá smíð- aða. Það er mikils virði ef hægt er að fá hina nýju glugga alveg frá- gengna með glerinu í og einnig með opnanlegu fögunum komnum á sinn stað í körmunum, gleijaða, með krækjum og öðrum glugga- járnum og helst fullmálaða. En það er ekki nóg að kaupa loforðin. Það átti sér stað í sam- bandi við hús sem ég fýlgdist með byggingu á sl. sumar. Þar var leit- að tilboða í gluggasmíði til hússins hjá stórum gluggaverksmiðjum. Umrætt hús var timburhús. Gluggarnir áttu að afhendast á akveðnum degi fullsmíðaðir. Opn- anlegu rammarnir áttu að fylgja komnir í karmana með öllum járn- um og gleijaðir. Nú kann einhver að spyija hvort gefín loforð hafí staðist? Nei, þau stóðust ekki. Það olli allmiklum töfum við byggingu hússins og jók við byggingarkostn- aðinn. Að standa við áætlun Það er áríðandi og mjög mikil- vægt fyrir þann sem pantar sér glugga, hvort heldur það er í nýtt hús í byggingu eða í eldra hús þar sem ætlunin er að endurnýja gluggana, að gefín loforð standist hvað varðar tíma og vandvirkni. Þegar ákveðið er hvar glugga- karmarnir verða keyptir eru kaup- anda sýndir gluggakarmar sem eru tilbúnir til ísetningar. Opnan- legu rammarnir hafa verið hengd- ir á lamir, krækjur og stormjárn skrúfað á sinn stað. A verslunar- staðnum þar sem pöntunin var gerð er hægt að prófa hvernig rammarnir falla í karminn, hvort auðvelt er að opna og loka glugg- anum, skoða hvernig þéttingum er komið fyrir. Þar eru einnig til sýnis fullmálaðir gluggar með sléttri og fallegri áferð. Kaupandi getur pantað að fá gluggakarma sína þannig fullfrágengna. í því dæmi sem ég er að segja frá var gengið frá pöntun og lof- orð gefíð um hvenær gluggamir skyldu verða tilbúnir til afgreiðslu frágengnir eins og um var talað. Húsbyggingin gekk vel og á til- settum tíma var spurst fyrir um hvort gluggarnir væru tilbúnir til afgreiðslu. Nei, þeir voru því mið- ur ekki tilbúnir. Eftir nokkum þrýsting af hálfu kaupandans fékkst loforð um afhendingu glugganna eftir næstu helgi. Það loforð stóðst að svolitlu leyti. Um miðja vikuna voru gluggakarmarnir tilbúnir til af- hendingar _ án opnanlegu ram- manna. Á byggingarstaðnum þótti þetta skárra en að fá ekkert afgreitt og gluggakarmarnir vom settir í húsið án glers og án opn- anlegra ramma. Nokkmm vikum síðar komu svo opnanlegu rammarnir ásamt til- heyrandi rúðum og járnum, sem auðvitað vom aðeins í pökkum, ekki skrúfuð á gluggana. Meiri vinna Allir geta gert sér í hugarlund hve mikið óhagræði og aukakostn- aður varð af þessum sviknu loforð- um. Þannig hagaði til að inni í húsinu þurfti vinnupalla svo að smiðurinn næði upp í gluggann til þess að setja rammann á sinn stað og að festa jámin. Utanhúss þurfti einnig vinnupalla og þar varð að vera annar smiður til þess að festa það af járnum sem festa þurfti þeim megin frá. M.ö.o. þurfti tvo smiði í tvo og hálfan dag til þess að vinna það sem lofað hafði verið að fylgdi með í verksmiðjuvinn- unni. Það er mikill munur á að setja opnanlega ramma í gluggakarm á hefílbekk inni í verksmiðju, eða að vinna það á byggingarstað, þar sem hlaupa þarf út og inn og allt í kringum húsið sem er verið að byggja. Loforð skulu standa Ég hefí sjálfur unnið mikið sem iðnaðarmaður og þekki hve margs- konar atriði koma inn í fram- leiðslu og smíði á ýmsum hlutum eins og innréttingum, gluggum, hurðum o.s.frv. En hér er ekki hægt að finna neitt skálkaskjól. Þegar búið er að lofa einhveij- um hlut á ákveðinni stundu, þarf hluturinn að vera tilbúinn einum til tveimur dögum fyrr. Þetta verða framleiðendur okkar að temja sér. Eg kynntist svipaðri framleiðslu og sölu í byggingavöruverslunum í Danmörku og í Noregi. í þeim löndum kom ekki til mála að lofa öðru en því sem hægt var að efna. Hvaða ástæður liggja að baki svikinna loforða heima hjá okkur? Ætli það sé af einhvers konar bjartsýni sem ekki heldur þegar á reynir? Sjálfsagt blandast saman nargir þættir og einn þeirra er hið marg- umrædda atvinnuleysi. Menn eru hræddir við að missa verkefnið ef þeir geta ekki lofað því á þeim tíma sem kaupandinn vill. Annar þátturinn er mismunandi álag. Á vorin þegar veður batnar og hægt er að vinna úti við eykst álag afar mikið á iðnaðarmenn og um leið hefjast sumarleyfin svo framleið- endur sjá að afkastagetan minnk- ar. Einn veigmikinn þátt vil ég nefna til viðbótar, en hann er sá að seljandi vörunnar er ekki hinn sami og framleiðandinn. Það er þó engin afsökun, því viðskiptin byggjast á að samvinna og sam- Kjarvalsstöðum Eru kerfín hönnuð fyrir okkur?, spyr Sigurður Grétar Guðmundsson. Eða erum við til fyrir kerfín? Kjarvalsstaðir voru hannaðir og byggðir sem listasafn, safn til að sýna hvers kyns myndverk. Um þetta liggja fyrir skjalfestar og vottfestar sannanir, sumar hveijar nýjar af nálinni. En svo hraksmánarlega hefur verið búið að tónlist í þessu landi að hún á nánast hvergi boðlegan samastað; þessvegna smeygja tónlistarmenn sér inn í hvem krók og kima til að iðka listina öllum til ánægju. ASÓKN þeirra er, sem betur fer, ekki aðeins bundin við Kjar valsstaði. Listaviðburða á tónlistarsviði er oft getið í Gerðu- bergi í Breiðholti og Hafnarborg í Hafnarfirði. Hins vegar hefur tveimur sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu tekist dável að veija félagsheimili sín fyrir ágangi, fé- lagsheimilin í Kópavogi og Seltjam- amesi sinna öðrum og brýnni verk- efnum svo sem árshátíðum, erfi- drykkjum, já og öðmm drykkjum. Hins vegar virðist hið nýja lista- safn, Gerðarsafn í Kópavogi, ætla að verða tónlistamönnum að bráð. Þar er sungið og spilað eins og á Kjarvalsstöðum. Tæknivandamál En það hefur verið kvartað und- an aukalögum á Kjarvalsstöðum LAGNAFRÉTTIR og raunar víðar. Þau koma ekki úr hljóðfæri eða mannsbarka. Þau koma úr lagna- kerfi hússins, loft- ræstikerfinu. En það er kom- in fram skýring á þessu; þetta er náttúrulögmál, sem ekki verður breytt. Kjarvalsstaðir voru endur fyrir löngu hannaðir sem listasafn, ekki til tónlistariðkana; þessvegna heyrist hátt í loftræstikerfinu. Það er náttúrulögmál, eða svo er okkur sagt. En þarf þetta eða á þetta að vera náttúrulögmál, er engu hægt að breyta? Slík tæknivandamál hafa ekki aðeins komið upp á Kjarvalsstöð- um. Þau hafa komið upp ótrúlega víða. Á einum stað var félags- heimili staðarins ekki eingöngu notað fyrir drykkju og dans; það var einnig þingstaður kaupstaðar- ins, þar voru haldnir fundir sveit- bæjarfulltrúana. Þeir sátu þarna í strekkingsvindi með gæsahúð á baki og frosin höfuð; gátu ekki hugsað. Hvað átti að taka til bragðs? Lagnamenn sögðu; svona á þetta að vera, þannig var kerfið hannað. Embættismenn sögðu að vanda; þið skiljið þetta ekki. Það segja þeir oft ef einhver kemur með hugmynd um að breyta ein- hveiju; þú skilur þetta ekki. En til voru einstaklingar sem ekki vildu gefast upp, ekki vildu viðurkenna náttúrulögmálið. Ekki var látið laust né fast fyrr en stýr- ingu kerfisins var breytt þannig að hægt var að Iáta kerfið vinna með mismunandi afköstum, sem ýmist hæfðu sveittum rokkurum í ærandi hávaða eða íhugulum bæj- arfulltrúum, sem vildu engar gæs- ir á sínu baki og höfðu meira en nóga þörf fyrir að nýta til hins ýtrasta þær höfuðsellur, sem þeir höfðu fengið í vöggugjöf. Ekki aðeins Kjarvalsstaðir Loftræstikerfín eru vandamál víðar én á Kjarvalsstöðúm, vánda- mál vegna þess að þau eru ekki rétt stillt. Þar hafa lagnamenn arstjórnar. En þá kom í ljós að sá mikli blástur loftræstikerfísins, sem tæpast hafði við á dansleikjum, var einum of mikið af því góða fyrir eftir Siguró Grétar Guðmundsson HÉR ER unnið að viðgerð á fúnum glugga. band þeirra tveggja sé það gott að gefín loforð bregðist ekki. Eins og ég sagði hér í upphafi þessarar greinar, er það afar áríðandi. Bregðist það að afgreiðsla geti átt sér stað samkvæmt gefnu loforði, fara viðskiptin minnkandi og fyrir- tækið fær það orð á sig að ekkert sé að marka gefin loforð á þeim bæ. Menn verða að læra að leysa þennan vanda og að geta svarað stoltir þegar spurt er um hvort umrædd vara sé tilbúin: „Já, þetta var tilbúið til af- greiðslu fyrir tveimur dögum.“ Islenskir iðnaðarmenn eru vel menntaðir og vandvirkir. Það er því enginn vandi að reka af sér það slyðruotð að þeir geti ekki staðið við gefín loforð. Hér er líka sem betur fer um að ræða undan- tekningar sem koma óorði á marga sem hafa staðið við gefin loforð. Gluggaþvottur Ég hefi oft talað um nauðsyn þess að hanna glugga þannig að auðvelt sé að þvo rúðurnar innan frá. Nú eru fáanleg gluggajám sem auðvelda þann þátt. Hægt er að fá keypta þétta og góða glugga- karma sem opna má þannig að snúa megi úthlið rúðunnar inn á meðan rúðan er þvegin. Þetta er „ein hlið“ gluggagerða sem vert er að hafa í huga með nýju gluggana. brugðist. Þau eru líka vandamál vegna þess að þau voru hönnuð fyrir ákveðna starfsemi í salar- kynnum, sem síðan breytist með tímanum, m.a. vegna þrýstings ákveðinna hópa listamanna sem vilja veita öðrum hlutdeild í list sinni og almenningur vill þiggja. En þá koma einfeldningar og spyija; er ekki hægt að breyta kerfínu á einfaldan hátt, er ekki hægt að láta það vinna með mis- munandi afköstum, sem hæfir því sem er að gerast í sölum hússins hveiju sinni? Er ekki hægt að setja dempara á loftstokkana? Einhver var jafnvel svo ósvífinn að spytja; er ekki hægt að slökkva á kerfinu meðan listamaðurinn töfrar fram sína yndislegu tóna úr fiðlunni? Mundum við ekki, þrátt fyrir það, geta dregið andann og verið sæmilega heitt á kroppnum? En það er best fyrir slíka að fara varlega. Það gæti komið ein- hver stóri bróðir og sagt; þú skilur þetta ekki, kerfið var ekki hannað fýrir þessa notkun og því verður ekki breytt! Er furða þó stundum komi upp spumingin; eru kerfín hönnuð fyrir okkur eða erum við til fyrir kerfín?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.