Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. MARZ1995 B 29 Morgunblaðið/Ámi Sæberg AÐALEIGENDUR byggingafyrirtæksisins Eyktar hf., þeir Theódór I. Sólonsson og Pétur Guömundsson, sem bóóir eru byggingameistarar, standa hér vió grunn byggingarinnor, sem ó aö rísa við Grjóthóls 5. Þegar er búió aö steypa sökklana og ætlunin aó halda ófram framkvæmdum af krafti í sumar. Á MEÐAL nýrra stórbygginga, sem Eykt hefur byggt, mó nefna húsiö viö Ármúla 15, sem stendur ó horni Vegmúla og Ármúla, en það var byggt fyrir Holtabúið hf. Áformoð er að Ijúka við að innrétta húsið í maí, en það er ó fimm hæðum og um 2.500 ferm. alls. STARFSMENN Eyktar eru nú að leggja síðustu hönd ó frógang ó 300 ferm. samkomusal í húsakynnum Ferðofélags íslonds í Mörkinni 6, en Eykt byggði þetta hús, sem er um 2.000 ferm. Þessi salur verður vígður í byrjun apríl og hann ó m. a. eftir að stórbæta aóstöðu Ferðafélagsins ffyrir myndakvöldin, sem eru þýðingarmikill þóttur í starfsemi þess. bakhús. Framhúsið verður þijár aðalhæðir og hver þeirra um 1.000 ferm., en til viðbótar kemur 200 ferm. þakhýsi. Bakhúsið verður á tveimur hæðum og gólfflötur þar rúml. 1.300 ferm. Þegar er búið að steypa sökklana og ætlunin er að halda áfram framkvæmdum við bygginguna af krafti í sumar. Hönnuðir eru byggingafræðing- arnir Ásgeir Asgeirsson og Tryggvi Jakobsson. Hús þetta byggir Eykt fyrir eigin reikning til sölu á almennum markaði. Eykt hf. var stofnuð 1986. Aðaleigendur fyfirtækisins frá upphafi eru byggingameistararnir Pétur Guðmundsson og Theódór l. Sólonsson. Verkefni fyrirtækis- ins hafa einkum verið á sviði ný- bygginga en einnig í viðhaldi og endurbótum innanhús og þá aðal- lega fyrir það opinbera. Hjá fyrir- tækinu starfa nú átján manns, en auk þess hefur það marga undir- verktaka á sínum snærum. einkum á sviði raflagna, múrverks og pípu- lagna. Eykt hf. hefur nú aðsetur að Ármúla 21 í Reykjavík. Borgin að færast í austur Miðað við allt það framboð, sem verið hefur á atvinnuhúsnæði á undanförnum árum, kann það vissulega að þykja nokkur dirfska að byggja svo stórt atvinnuhús- næði fyrir almennan markað og þeir félagar hafa byijað smíði á við Gijótháls. Sú spurning kemur því strax upp. hvort markaður sé fyrir þetta húsnæði? — Við erum bjartsýnir á það, segir Pétur Guðmundsson. — Við teljum, að þetta hverfi eigi sér mikla framtíð og að það henti vel vaxandi kröfum markaðarins um betra aðgengi. Verzlun og at- vinnuhúsnæði eiga eftir að þróast saman og færast austar í borginni en nú er. Með Höfðabakkabrúnni stórbatna samgöngur á þessu svæði og öll umferð út úr borginni á eftir að fara framhjá þessum stað. Hann verður því mjög heppi- legur fyrir fyrirtæki með margs konar rekstur. Húsið er hannað þannig, að mjög auðvelt verður að stúka það niður í smærri eining- ar eða þá að selja það í stærri einingum. Þetta verður mjög reisuleg bygging og svipmikil, en framhlið- in snýr til norðurs að Vesturlands- vegi. Inngangurinn í framhúsið verður mjög áberandi. Gluggar eru hafðir þannig, að birtan sé sem bezt og þar sem gluggarnir í skrif- stofurýminu að norðanverðu snúa undan sólu, ætti sólarljósið ekki að angra þá, sem þar eiga eftir að starfa. Mikið útsýni verður frá húsinu yfir Grafarvoginn og til Esju, því að ekkert verður byggt framan við það. Þetta verður jafnframt mjög vandað hús að allri gerð og m. a. einangrað og klætt að utan og ætti því að þurfa á mjög litlu við- haldi að halda í framtíðinni. Klæðningin utan á húsinu verður varanleg og mjög höggþolin á neðri hluta hússins að framan- verðu, þannig að hún láti ekki á sjá, ef hún yrði fyrir hnjaski. Verzlunarhæðimar verða á 1. og 2. hæð og samtengdar við bak- húsið, þannig að þar verður mjög góða aðstaða fyrir lager. Lofthæð- in á fyrstu hæðinni verður 4,20 m. og gegnumkeyrsla í gegnum húsið. — Þá geta flutningabílar ekið þar inn og losað vörur sínar, segir Pétur. — Flutningabílarnir eru alltaf að verða hærri og hærri til þess að geta flutt meira og meira. Af þeim sokum teljum við, að mörg atvinnuhús henti ekki lengur fyrir flutningabíla vegna lélegrar aðkomu, enda þótt þau kunni að hafa gert það áður og það rýrir að sjálfsögðu gildi þeirra. Sveigjanlegt húsnæði Pétur kveðst álíta, að oft hafi húsin ekki verið höfð nógu sveigjanleg, svo að unnt sé að aðlaga þau að mismunandi starf- semi. Mjög lítið hafi verið byggt af góðu atvinnuhúsnæði sl. 3-4 ár og gott atvinnuhúsnæði með góðri aðkomu og góðu athafna- svæði fyrir utan, er nú vandfund- ið. — Það er mikið af atvinnuhús- næði til sölu nú, sem er á annarri eða þriðju hæð á stöðum, þar sem aðkoman er mjög þröng, segir hann. — Víða er skortur á bíla- stæðum og erfitt um vik með að komast að húsunum. Húsið við Gijótháls verður að mestu súlulaust. — Við smíði á atvinnuhúsnæði verður að hafa í huga að hafa eins lítið af súlum og hægt er, segir Pétur. — Þar sem aðgengi og innkeyrslur eru inn á aðra hæð, hafa margir flask- að á því að hafa ekki nægilegt burðarþol í gólfi með þeim afleið- ingum, að ekki er hægt að koma ar fyrir hvaða starfsemi sem er. húsinu okkar við Gijótháls er gert ráð fyrir 1500 kg burðarþoli á fermetra. Það þýðir, að unnt væri m. a. að setja þar upp prent- smiðju með pappírslager, sem er einn þyngsti lager, sem hægt er að hugsa sér. Á meðal nýrra stórbygginga, sem Eykt hefur byggt, má nefna húsið við Ármúla 15, á horni Vegmúla og Ármúla^ sem reist var fyrir Holtabúið hf. Áformað er að ljúka við að innrétta húsið í maí, en það er á fimm hæðum og um 2.500 ferm. alls. Þar verður End- urskoðun hf. á þremur hæðum, en fyrstu hæðinni er óráðstafað að hluta. Af öðrum stórbyggingum, sem Eykt hefur byggt, má nefna hús Á.T.V.R. að Stuðlahálsi 2, en það er um 3.000 ferm hús á fjórum hæðum. Enn má nefna hús Ferða- félags íslands í Mörkinni 6, sem starfsmenn Eyktar steyptu upp og innréttuðu að að mestu leyti. Þetta hús er um 2.000 ferm. Á næstunni mun Ferðafélagið taka þar í notkun mjög glæsilegan 300 fermetra samkomusal og eru starfsmenn Eyktar nú að leggja síðustu hönd á innréttingar þar. Þessi salur verður vígður í byijun apríl og hann á m. a. eftir að stór- bæta aðstöðu Ferðafélagsins fyrir myndakvöldin, sem eru þýðingar- mikill þáttur í starfsemi þess. Eykt hefur einnig verið stórtæk í viðhaldi og endurbótum innanhús fyrir það opinbera og hafa starfs- menn fyrirtækisins nýlokið breyt- ingum á húsnæði Lyíjaverzlunar íslands að Borgartúni 6. Þetta var verkefni upp á um 60 millj. kr. og stóð yfir um eitt ár. Fram- leiðsludeild fyrirtækisins var fyrir löngu orðin úr sér gengin og þurfti því mikillar endurnýjunar við. Allt það gamla var hreinsað út og sett- ir inn nýir milliveggir, ný gólfefni og raflagnir. Að auki hefur Eykt byggt tals- vert af íbúðum og nú er í undirbún- ingi bygging fjölbýlishúss við Funalind á nýja byggingasvæðinu austan Reykjanesbrautar í Kópa- vogi og á öðru fjölbýlishúsi í Borgahverfinu nýja í Grafarvogi. Hefja rekstur á steypustöð í maí Eykt hf. er einn af eigandum Steinsteypunnar hf., sem á sínum tíma keypti steypustöðina fyrir sunnan Ilafnarfjörð, er áður var í eigu Landsvirkjunnar, en á með- al annarra'tiluthafa eru verktaka- fyrirtækið Háfell, byggingafyrir- tækið Harald og Sigurður, efnis- salar o. fl. í maímánuði hyggst Eykt hf. í samvinnu við aðra hlut- hafa hefja starfrækslu þessarar steypustöðvar á ný, en afkasta- geta hennar er um 50 rúmmetrar af steypu á klukkustund. — Aðdragandinn að þessari starfsemi hefur verið all langur, því að mikill seinagangur hefur ' verið af hálfu bæjaryfirvalda í Hafnarfirði á að láta okkur í té nauðsynleg aðstöðu. Þannig er rétt nýlokið við gatnagerð við Steypustöðina og sömuleiðis við fráveitulagnir frá henni, segir Pét- ur. — Af sömu ástæðum hefur ekki heldur verið hægt að ganga þar frá rafmagni og hita. En það er tvímælalaust markað- ur fyrir steypu frá þessari stöð og fyrirspurnar eru þegar farnar að berast frá mörgum aðilum, sem vilja kaupa af okkur steypu. Ætlun okkar er að stuðla að því, að allir sitji við sama borð í steypukaup- um, þannig að minni verktakar °g byggingaraðilar og einstakir húsbyggjendur fái steypu á svip- uðu verði o g stærri verktakar hafa fengið hana hingað til. Við teljum, að á þetta hafí skort, eftir að Hraun hf. hætti starfsemi steypu- stöðvar sinnar í Garðabæ. Að mati Péturs verður ástandið í byggingastarfsemi á höfuð- borgarsvæðinu mjög svipað því sem verið hefur næstu 1-2 árin, en eftir það fari fari ástandið aft- ur batnandi og umsvif í greininni vaxandi á ný. Hann bendir á, að staða margra fyrirtækja virðist vera að batna og þau farin að skila arði. Þá komi að því, að þau fari að færá út kvíarnar og huga að fjárfestingum á ný. — Ég tel líka, að átakið „Kaup- um íslenzkt" eigi eftir að skila miklum árangri, segir Pétur. — Fólk er farið að huga miklu meira en áður að því að kaupa heldur íslenzka vöru en erlenda og það á eftir að auka eftirspurn eftir inn- lendri framleiðslu til muna og skapa þannig fleiri störf. — Þrátt fyrir samdráttinn í byggingariðnaðinum undanfarin ár, teljum við okkur hjá Eykt hf. mega vel við una, hvað varðar okkar hag, segir Pétur Guðmunds- son að lokum. — Fyrirtækið skilaði hagnaði í fyrra og eiginfjárstaða þess er mjög góð. Verkefnastaðan er einnig góð, en okkur mun ekki veita af því að helga stórbyggingu okkar við Gijótháls miklu af kröft- um okkar á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.