Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 1
 ALLRA LANDSMANNA IR*q0NiiHafeifr 1995 FÖSTUDAGUR24. MARZ BLAÐ C FOLK ¦ NORSKI knattspyrnumaðurinn, Jan Aage Ejörtoft var í gær seldur frá Swindon til Middlesbrough á 1,3 milljónir punda (um 130 millj. kr.), en þá voru síðustu forvöð til að skipta um félag á þessu keppnistímabili. Þetta er hæsta upphæð sem Midd- lesbrough hefur greitt fyrir leik- mann. Swindon borgaði 500.000 pund fyrir Fjörtoft árið 1993. ¦ FJÖRTOFT sem er 28 ára og markahæstur í 1. deild með 26 mörk, gerði þriggja ára samning en vegna landsleiks Noregs og Lúxemborgar á miðvikudag veittu Norðmenn hon- um ekki leyfi til að leika gegn Port Vale á sunnudag. ¦ ÍRSKI landsliðsmaðurinn Ray Houghton fór frá Aston Villa til QPR fyrir rúmar 30 milljónir króna. ¦ BLACKBURN styrkti sig líka fyrir komandi átök og gerði leigu- samning við Hollendinginn Richard Witschge sem leikur með Bordeaux í Frakklandi. ¦ JOHN Toshack tekur við sem þjálfari Deportivo Coruna á Spáni fyrir næsta tímabil. Arsenio Igles- ias, þjálfari liðsins undanfarin fímm ár, ætlar að hætta í vor. ¦ TOSHACK var látinn fara frá Real Sociedad fyrr í vetur en for- maður Deportivo sagði að enginn annar hefði komið til greina. ¦ STUTTGART ákvað í gær að kaupa búlgarska miðvallarleik- manninn Krassimir Balakov frá Sporting í Portúgal. Kaupverðið er um um 160 millj. kr. og er honum er ætlað að taka stöðu brasilíska landsliðsfyrirliðans Carlos Dunga sem ætlar heim í vor. ¦ ALAN Shearer sóknarmaður Blackburn getur ekki tekið þátt í vináttulandsleik Englands og Ur- uguay í næstu viku vegna meiðsla og í hans stað var Andy Cole frá Manchester United valinn. Cantona ífang- elsi en sleppt gegn tryggingu ERIC Cantona, franski landsliðsmaðurinn sem leikur með Manchester United á Englandi, var í gær dæmdur í tveggja vikna fangelsi fyrir að hafa sparkað í áhorfanda á leik United gegn Crystal Palace 25. janúar. Beiðni um ad hann yrði laus gegn tryggingu var hafnað og hóf hann þegar að afplána refsinguna en úr- skurðinum var áfrýjað og fjórum stundum síð- ar var hann látinn laus gegn 500 punda trygg- ingu (um 51 þús. kr.). Málið verður aftur á dagskrá 31. mars. Can- tona baðst afsökunar á framkoniu sinni og sagðist hafa brugðist rangt við en hann hefði verið reittur til reiði og ekki haft hemil á sér. Almennt var úrskurðinum illa tekið og m.a. mótmælti Samband franskra atvinnuknatt- spy rnumanna fangelsisdómnum en umboðs- maður Cantona sagði í viðtali við franska út- varpsstöð að allir væru á eftir honum „og ég get sagt ykkur það að hann verður ekki mikið lengur í þessu landi." Paul Ince, sem einnig leikur með United, réðst á áhorfanda í sama leik og var málið líka tekið fyrir í gær en hann slapp með skrekkinn og var ekki ákærður. Kennaraverkfallið Meistarataktar Morgunblaðið/Bjarni STJÖRNUSTÚLKUR tryggðu sér í gærkvöldi íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna er þær unnu Fram í þriðja úrslitaleik liðanna, 16:8. Þetta var langþráður sigur hjá stúlkunum í Garðabæ því þær hafa lengi verið nærri því að sigra og tókst það árið 1991. Stjarnan hafði nokkra yfirburði í úrslitaleikjunum við Fram, en þessi lið áttust einnig við í úrslitum bikarkeppninnar og þar hafði Fram betur. Hér má sjá Herdísi Sigurbergsdóttur leikstjórnanda Stjörnunnar reyná að brjótast í gegnum vörn Fram en Safamýrarstúlkur verjast af krafti. Mæta Tyrkir til leiks gegn Kýpur? TYRKLAND og Kýpur eiga að mætast í forkeppni Evrópumóts lands- Hða { handknattleik og er gert ráð fyrir að leikirnir, fyrst á Kýpur og síðan í Tyrklandi, fari fram á tímabilinu 81. mars tíl 6. apríl. Tyrkland viðurkennir ekki Kýpur sem rfkj og engin viðbrögð frá Týrkjum hafa borist til Handknattleikssambands Evrópu en talsmaður þess segir að Kýpur hefói staðfest að hvað Kýpur varðaði yrði leikið samkvæmt settri aætlun. Talsmaðurinn sagði ennfremur að í raun þyrfti enga staðfestingu því viðkomandi samböndum hefði verið tilkynnt um leik- daga og gert væri ráð fyrir að þau fylgdu ákvörðunum EHF. Tottenham fékk 6,6 millj. kr. fyrir Guðna GUÐNI Bergsson, landsliðsfyrirliði í knatt- spyrnu, sem gekk til liðs við 1. deildarlið Bolton í vikunni frá Tottenham, var seldur á 65.000 pund, skv. fréttum enskra blaða. Það er and- virði rúmra 6,6 miUjóna króna. Blöð í Englandi höfðu velt vðngum yfir því í talsyerðan tíma hve mikið Tottenham vildi fá fyrir íslendinginn og einnig hve mikið Bolton væri tilbúið að borga. 100 til 200 þúsund pundum sáust á prenti. „Litla" HM verður ekki Undankeppni „Litlu heimsmeist- arakeppninnar" í handknatt- leik átti að fara fram í dag en verk- fallsstjórn kennarafélaganna sagði það innan verksviðs íþróttakennara og féllst ekki á að þeir störfuðu við mótið. „Einnig lítum við svo á að engum öðrum sé heimilt að ganga inn í þeirra störf. Verkfallsstjórn skorar því á stjórn HSÍ að fresta mótinu fram yfír verkfall kennara," segir m.a. í bréfi verkfallsstjórnar til HSÍ í gær. Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, sagði að þetta þýddi að ekkert yrði af mótinu því ekki kæmi til greina að HSÍ gengi á hlut kennarastéttarinnar. HSÍ í samvinnu við Póst og síma. hefur undirbúið fyrrnefnt skólamót í handknattleik að fyrirmynd HM á íslandi. Leika átti í riðlum eins og á HM og áttu skólar að leika undir nafni þátttökuþjóða. Þar sem fleiri en 24 skólar höfðu tilkynnt þátttöku var ákveðið að hafa forkeppni í Fram-húsinu í dag en af fyrr- greindri ástæðu verður ekki af því. „Þetta er ótrúleg skammsýni," sagði Ólafur við Morgunblaðið. „Keppnin átti að fara fram í húsi Fram á tímum sem Fram á undir stjórn starfsmanna úr hreyfingunni. Það er verið að tala um að krakkar séu í reiðileysi en loksins þegar kem- ur afþreying og skemmtun fyrir þá er dyrunum lokað. Þetta kemur skólastarfí ekkert við heldur var mótið hugsað sem skemmtun fyrir krakkana og þjálfun starfsfólks okk- ar fyrir mestu landkynninguna sem fer fram í maí til að tryggja að allt gangi þá snurðulaust fyrir sig. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur og ekki síst þessa 11 ára krakka sem ætluðu að vera með." HANDKNATTLEIKUR: STJÖRNUSTÚLKURISLANDSMEISTARAR / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.