Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 4
4 D FÖSTUDAGUR 24. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Haldið teygjunni í þrjátíu sekúndur TIL að teygjuæfingar virki er nauð- synlegt að gera hverja æfingu í hálfa mínútu. Það dugar ekki að teygja í fimmtán til tuttugu sekúnd- ur. I nýlegri rannsókn sem gerð var við háskóla Arkansas í Bandaríkjun- um á 60 konum og körlum var strekkt á vöðvum í mismunandi langan tíma, 15, 20 og 30 sekúndur og eina mínútu. Hjá þeim sem teygðu í hálfa mínútu kom í ljós að teygjumar höfðu áhrif, skemmri tími hafði lítið að segja. Þeir sem teygðu í eina mínútu græddu ekk- ert á því miðað við þá sem gerðu það í hálfa mínútu. William D. Bandy, aðstoðarpró- fessor við háskólann í Conway seg- ir það þess virði að halda hverri teygju í 30 sekúndur hvort sem er eftir göngu, hjólreiðar, tækjaæfing- ar eða leikfimi. „Herpt hnésbótarsin getur valdið auknu álagi á hnérétti- vöðva og orsakað hnévandamál. Teygjur eru álitnar lengja jafnvel minnstu vöðvaþræði en hvort teygj- ur eru bestar fyrir eða eftir æfingar er ósannað. William D. Bandy segir í grein í tímaritinu Prevention fyrir skömmu að það sé líka gott fyrir fólk að teygja án þess að vera að hreyfa sig. Það er tilvalið að teygja á vöðv- um þegar verið er að horfa á sjón- varp, lesa í bók eða tala í síma.B DAGLEGT LÍF F er ðamenn vilja íslenskt handverk, en ekki asískt skraut merkt „From Iceland" JJ*J FERÐAMENN kaupa oft ýmsa ^ gripi til minningar um land og ■V þjóð. Mörgum hefur þótt fram- ■y boð slíkra gripa harla fábrotið og listrænn metnaður ekki allt- •JjJ af í hávegum hafður, þótt fáar þjóðir státi af fleiri listamönn- um miðað við höfðatölu. Þó segir Guðrún Hannele Henttinen, verk- efnisstjóri Handverks, sem er 3ja ára tilraunaverkefni á vegum for- sætisráðuneytisins, að íslenskt lista- og handverksfólk sé afar skapandi og hugmyndaríkt. „Handverksfólk hefur átt erfitt með að koma hugmyndum sínum á framfæri og markaðsetja fram- leiðsluna. Handverk var m.a. sett á laggirnar til að efla handverksiðnað og liðsinna einstaklingum og fyrir- tækjum um handverk, heimilis- og listiðnað. Hagfræðingur var feng- inn til að semja rekstraráætlun og síðan var veitt í verkefnið 20 millj. króna. Skipuð var þriggja manna nefnd, sem tekur allar meiriháttar ákvarðanir og auglýst eftir verkefn- isstjóra til að sjá um daglegan rekstur. Fyrsta verkið var að koma upp tengiliðakerfi um landið. Sex starfsmenn í hveijum landsfjórð- ungi, Reykjavík og Reykjanesi safna upplýsingum um alla, sem vinna að handverki." Rétt markaðssetning, góð hönnun og gæði í lok síðasta árs efndi Handverk til verðlaunasamkeppni um hönnun minjagripa og minni nytjahluta. Guðrún segir að lærðir og leikir hafi tekið þátt í samkeppninni, sem var öllum opin, og margar athyglis- verðar hugmyndir hafi komið fram. - Er markaðssetn- ing og útflutningur þá næst á dagskrá? „Fyrst og fremst þarf að hjálpa hand- verksfólki að koma vörum sínum á mark- að hér. Við þurfum að gera greinarmun á föndri og listrænu handbragði. Ef kaup- endur finnast eiga all- ar vörur rétt á sér, en þær þurfa mismunandi söluumhverfí til að sanngjamt verð fáist fyrir þær. Rétt mark- aðssetning, góð hönn- un og gæði eru mikil- væg, t.d. er ekki hægt að ætlast til að listrænir munir séu keyptir dýrum dómum í Kolaport- inu. Við höfum áhuga á að koma upp söluaðstöðu fyrir handverks- fólk, helst í miðborginni til að ná til erlendra ferðamanna." Guðrún er fínnsk í föðurætt og hefur dvalið langdvölum í Finn- landi. Eftir handavinnukennarapróf frá KHÍ 1985 stundaði hún tveggja ára framhaldsnám í háskóla í Hels- inki. Hún segir að þar í landi sé mikil virðing borin fyrir handverki, gagnstætt því sem tíðkist á ís- landi, og handverksfólki sé boðið upp á marga valkosti í námi. Þörf á hugarfarsbreytingu „Ég held að handverkshefðin hafí rofnaði, þegar íslendingar urðu nýríkir eftir stríð og samkeppnin við ódýrari, fjöldaframleiddar vörur jókst. íslendingar eru ekki enn reiðubúnir að greiða sanngjarnt verð fyrir handunnar vörur. Mér finnst brýnt að efla vitund almenn- ings í þessum efnum. Hér er allt bóklegt nám metið mönnum til vegsauka og hand- verkinu alltof lítill gaumur gefínn.“ - Er ekki nægilegt framboð af handunn- um minjagripum og nytjahlutum? „Minjagripir eru ekki bara hlutir til að selja útlendingum svo þeir geti stillt þeim upp á hillu heima hjá sér. Nútíma ferðamaður vill vandaðan, hand- gerðan nytjahlut til minningar um land og þjóð, ekki fánýtt skraut, framleitt í Asíu, merkt „From Ice- land“ með gylltum stöfum. íslenskt hráefni, fískroð, bein, horn, tré og ull, er kjörinn efniviður og býður upp á óþijótandi möguleika, eins og glögglega kom í ljós í samkeppn- inni í fyrra. Sölumöguleikar eru vannýttir, t.d. mætti hanna og framleiða ýmsa minjagripi og/eða nytjahluti til að selja á hestamannamótum og alls konar hátíðum, sem haldnar eru árlega víðs vegar á landinu. Enginn skortur er á hæfíleikamiklu og list- rænu fólki, sem gjaman vildi hafa lifíbrauð af framleiðslu sinni. Við viljum ná til þessa fólks og fá það til samstarfs. Við gefum reglulega út fréttabréf, sem við sendum hand- verksfólki, því að kosnaðarlausu, höldum fyrirlestra út um allt land og tengiliðir kanna hvar áhuginn GUÐRÚN Hannele- Henttinen, verkefnis- sijóri. PRJÓNASTOKKUR úr birki eftir Eddu Björnsdóttur og Hlyn Halldórsson. í stokknum eru prjónar, fingurbjörg, nál- ar og nálarhús úr beinum. SALT- og piparstaukar úr steini eftir Pálma Einarsson, nema í hönnunardeild Iðn- skóla Hafnarfjarðar. Ráðgjöf veitti Guðmundur Einarsson iðnhönnuður. STAFAKUBBAR úr tré eftir Helgu Ragnarsdóttur. Neysla vímuefna í öllum myndum eykst meðal ungmenna hér á landi tt VÍMUEFNANOTKUN eykst ■5 meðal íslenskra ungmenna og færist neðar í aldurshópinn, “5 skv. niðurstöðum rannsóknar, 5 sem ætlað var að meta áhættu- * þætti og áhrif fræðslu. í ljós 06 kom að meðal 15-16 ára ungl- inga reyktu 18,6% daglega, 44,4% höfðu fundið á sér íjór- um sinnum eða oftar og 5% höfðu endurtekið neytt vímuefna. Rannsóknin var kynnt í Lækna- blaðinu fyrir nokkru og hana unnu Þórarinn Gíslason lungnasérfræð- ingur, Aldís Yngvadóttir afbrota- fræðingur og Bryndís Benedikts- dóttir sérfræðingur í heimilislækn- ingum. Þau telja að tengja megi mörg félags- og heilsufarsleg vanda- mál ungmenna við vímuefnanotkun þeirra. Lífsleiknl Lfons Margháttuð fræðsla og forvarna starf gegn vímuefnaneyslu hefur verið reynt hér. Árið 1990 var byij- að að.nota námsefnið Að ná tökum á tilverunni, Lions Quest í nokkrum grunnskólum. Það er samstarfsverk- efni menntamálaráðuneytis og Li- onshreyfingarinnar. Þar er kennd lífsleikni til að hjálpa unglingunum að lifa heilbrigðu lífi án tóbaks, áfengis og annarra vímugjafa. Leit- ast er við að hjálpa þeim að þroska með sér sjálfsaga, ábyrgðartilfinn- ingu, dómgreind, góða sjálfsmynd og efla tengsl við fjölskyldu, skóla og samfélag. Námsefnið hefur verið notað í 7.-9. bekkjum. Áhrifaþættlr Tilgangur rannsóknarinnar var að reyna að meta hvaða þættir hafa áhrif á vímuefnaneyslu ungl- inga og hvort viðhorf og neysla þeirra ungl- inga, sem fengu kennslu í LQ, sé öðru- vísi en þeirra, sem ekki hafa notað það. Ekki var marktækur munur á vímuefnaneyslu þeirra 280 unglinga, sem fengið höfðu LQ námsefnið miðað við samanburðarhóp. Er talið að það geti stafað af því hve nýtt þetta námsefni er. Erlendar rannsóknir sýna að námsefni af þessu tagi hefur gefíst vel í forvarna- starfi. Könnunin náði til 566 nemenda sem voru 12-13 ára árið 1989 og aftur til 500 þeirra þremur árum seinna, er þau voru 15-16 ára. Spurningalistar voru lagðir fyrir nemendur bæði í dreif- og þéttbýli til að kanna lífsviðhorf og neyslu á vímuefnum. Rúmur helmingur hafði fengið einhveija LQ kennslu. Lík fjölskyldumynstur Rannsóknin sýnir verulega fylgni milli neyslu hinna ýmsu vímuefna. Það styður þær hugmynd- ir að lífsviðhorf og aðstæður, sem leiða til neyslu einnar teg- undar vímuefnis, stuðli að neyslu ann- arra efna líka. Margt var sameiginlegt í líf- sviðhorfum og fjöl- skyldumynstri ungl- inga sem ánetjast vímuefnum. Þeir eru ekki eins tengdir fjöl- skyldu sinni, eru sjaldnar heima á kvöldin og eiga fá áhugamál sameig- inleg með foreldrum. Foreldrar eru oft fráskildir, reykingar og áfengis- neysla tíðari á heimilum. Þessir ungl- ingar eru áhrifagjarnari, háðari vin- í Ijóskom aó meðal 15-16 óra unglinga reyktu 18,6% dag- lega, 44,4% höfðu fundiö á sér f jórum sinnum eöa oftar og 5% höfðu sögu um endurtekna vímuefnaneyslu. um sínum, hafa minna sjálfstraust og taka síður þátt í félagsstarfi og íþróttum. Skýrt kemur fram að námsárangur þeirra, sem drekka eða reykja, er til muna lakari en hinna. Neyslan virðist mjög'misjöfn eftir skólum og má reikna með að stað- bundinna áhrifa á viðhorfum til vímuefna gæti á hveijum stað. Er allt að tvöfaldur munur á reykingum og áfengisneyslu milli skóla. Rann- sóknin staðfestir þann grun að fjöldi unglinga hefji neyslu vímuefna um fermingaraldur og því sé í síðasta lagi að byija með forvarnanámsefni í elstu bekkjum barnaskóla og byijun grunnskóla. Vonlítll barátta Bent er á að vímuefnanotkun og vandamál henni samfara séu jafngömul siðmenningunni. S]ú aukna fjölbreytni vímugjafa sem varð á 6. og 7. áratugnum bættist við þann vanda, sem fyrir var vegna áfengis og tóbaks. Fiöldi innlendra kannana sýna að neysla vímuefna, löglegra og ólöglegra, hefst oftast fyrir tvítugsaldur og færist neðar í aldurshópunum ár frá ári. Heilsufar flestra aldurshópa hefur farið batnandi á Vesturlöndum síð- ustu ár þ.e. annarra en unglinga sem a. m.k. erlendis er talið fara hnign- andi. Aukin vímuefnaneysla er talin ein meginástæðan. Segja má að dijúgur hluti af starfi lækna felist í vonlítilli baráttu við afleiðingar þess lífsstíls sem sjúklingar hafí tileinkað sér á unglingsárum. Forvarnarstarf Margháttuð fræðsla og forvarna- starf hefur verið reynt víða um heim I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.