Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 1
«^mii^lteMlí AÐSENDAR GREINAR B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 BLAÐ í.ft Gerir velferðarkerfið alla (jafn) fátæka? VELFERÐARKERF- IÐ tryggir þegnunum ýmis gæði; löggæslu, menntun, sjúkraþjón- ustu, vegakerfi, fiugvelli og margt fleira. Flest erum við sammála því að velferð skuli tryggð. Skoðanir eru aðeins skiptar um það hversu víðtæk velferðin skuli vera, hversu ítarlega trygginjru eigi að veita og hversu margir skuli njóta hennar. Velferðin er fjár- mögnuð með sköttum. Því fleiri sem eru tryggðir þeim rriun meiri verður skattlagningin á hina. Vaxandi skattlagning dregur úr framtaki fólks til þess að vinna og sjá sér farborða. Efnahagslífinu hnignar, fyrirtæki eru rekin með tapi og frumkvæði einstaklinga þverr. Afleiðingin eru sífellt fleiri og fleiri, sem þurfa aðstoðar við. Efnahag- stefna stjórnvalda felst æ meira í því að taka hverja krónu af fólki og af- henda því krónurnar aftur sem styrk, sem betla þarf um til opinberra stof n- ana. Fólk missir reisn sína og sjálf- stæði og á endanum verða allir jafn- ir. Jafn fátækir. Þessi vítahringur velferðarkerfis- ins er þekktur. Til þess að velferðar- kerfið geti starfað áfram verður fólk að gera sér grein fyrir því hvað hægt er að leggja mikið á þjóðfélagið. Hafa verður eftirfarandi meginreglur í heiðri: Sá, sem nýtur bóta, má aldrei bera meira úr býtum en sá, sem greiðir bæturnar með sköttum sínum. í því sambandi er rétt að benda á að allir greiða í það minnsta virðisaukaskatt, sem er um 15% til 20% af heildarút- gjöldum hvers og eins. Núna eru mörg dæmi þess að þiggjendur bóta eru með hærri bætur en aðrir hafa sem tekjur og greiða af þeim skatt. Gæta þarf ýtrustu hagkvæmni í Pétur H. Blöndal framkvæmd velferða- kerfisins og ekki minni sparnaðar en skatt- greiðendur verða að við- hafa til þess^ að ná end- um saman. A þessu hef- ur verið mikill misbrest- ur hér á landi eins og íburðarmiklar opinberar byggingar bera vitni um. Skattgreiðendur taka andköf þegar þeir líta dýrðina. Gera þarf sömu kröf- ur til þeirra fyrirtækja, sem starfa að velferðar- málum, og annarra fyr- irtækja um hagræðingu og bætta þjónustu. Þegar einkafyrirtæki verð- ur fyrir verðfalli framleiðsluvara Fólk verður í auknum mæli að þiggja bætur, segir Pétur H. Blön- dal, því skattarnir eru að drepa það. sinna dettur stjórnendum þess síst af öllu í hug að skerða þjónustuna eða minnka gæði vörunnar. Þegar sjúkrahús verður fyrir lækkun fram- laga (verðfalli vörunnar) er þjónustan skert hlutfallslega (deildum lokað). Fólk, sem starfar við það að út- deila fjármunum hins opinbera, skatt- peningi þjóðarinnar, má aldrei gleyma því að það er meðal annars með skattpening fátæka verka- mannsins í höndunum. Alltof algengt er að útdeilingarfólkið líti á ríkið sem guð almáttugan og framlag úr ríkis- sjóði sem peninga af himnum senda. Skattlagning, sem gengur út í öfg- ar, dregur úr framtaki og dugnaði. Hvers vegna skyldi einhver vinna langt fram á nótt við að bjarga verð- mætum eða ná í hagnað ef hver króna er reytt af honum til velferðakerfis- ins? Ef hann á ekki að njóta neinnar umbunar fyrir erfíði sitt er þá ekki skynsamlegast fyrir hann að leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft og þiggja bætur? Hvar stöndum við þá sem heild? Getum við öll sagt okkur til sveitar? Auðvitað ekki. Skattlagning er þegar komin út í öfgar. Fólk verður í auknum mæli að þiggja bætur vegna þess að skatt- arnir eru að drepa það. Mjög margir eru orðnir fátækir. Launin lækka og atvinnuleysi myndast vegna þess að fyrirtækin eru skattlögð of mikið og hafa dregið úr arðbærri fjárfestingu. Þetta er margra áratuga þróun. Á síðustu árum hefur verið reynt að spyrna við fótum en það er mjög erfitt því rekið er upp ramakvein þegar skera á niður í velferðarkerf- inu. Þó sjá þeir, sem láta sér annt um velferðarkerfíð, að nauðsynlegt er að gera kröfu til þess að það verði skilvirkara og takmarkaðra til þess að það geti starfað áfram með hóf- legri skattlagningu. Það fólk sem gerir sífellt auknar kröfur til velferðarkerfisins verður að átta sig á samhengi þessara krafna og skattlagningar. Það samhengi ræður því hvers konar þjóðfélag við búum börnum okkar. Verður það þjóðfélag fátæklinga sem allir lifa á bónbjörgum, verður það þjóðfélag án velferðar eða verður það þjóðfélag sjálfstæðra einstaklinga, sem greiða sín útgjöld úr eigin buddu og búa við hóflega velferð? Mikilvægt er að menn átti sig á því hversu stórum hluta þjóðarinnar þurfi að hjálpa með velferðarkerfinu. Eru það 10% eða 15% þjóðarinnar? Það er örugglega ekki hægt að veita allri þjóðinni 100% hjálp. Þegar ákveðið hefur verið hve stórum hluta þjóðarinnar við ætlum að hjálpa, get- um við leyft hinum að bjarga sér sjálf- um. Þeir vilja það endilega. Höfundur skipar 8. sæti á D-tista í Reykjavík. Er til nokkur meiri fjarstæða? Orð og athafnir Jóhönnu -6j JOHANNA Sigurðar- dóttir sat í ríkisstjórn með Davíð Oddssyni frá 1991 til 1994. A þeim tíma • voru vaxtabætur skornar niður um mörg hundruð milljónir króna og fjárhag húsbyggj- enda var stefnt í óvissu eða gjaldþrot, • voru barnabætur skornar niður um mörg hundruð milljónir króna og fjárhag barnafjöl- skyldna stefnt í óvissu eða jafnvel hrun, • voru skattleysismörk lækkuð, • voru sjúklingaskattar lagðir á, • voru skólagjöld lögð á. Er hægt að hugsa sér meiri ójafn Svavar Gestsson aðarstefnu og meiri fjarstæðu en þá að krefjast þess að vera talinn marktækur jafn- aðarsinni eftir þessa frammistöðu? Nema ef það væri þetta: Jóhanna Sigurðar- dóttir sat í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokkn- um 1987 til 1988 og 1991 til 1994: Þegar hún kemur út úr stjórn- inni telur hún sig þess umkomna að heimta það að allir flokkar lýsi því yfir að þeir muni aldrei starfa með íhaldinu. Hún krefst þess meira að segja af Alþýðubanda- laginu sem aldrei hefur starfað með Sjálfstæðisflokknum í landsstjórn- Jóhanna Sigurðardóttir sat í ríkisstjórn árið 1991-1994, segir Svavar Gestsson, fólk dragi af því lærdóm. inni. Er hægt að hugsa sér meiri fjar- stæðu — nema ef það væri það: Að sama Jóhanna Sigurðardóttir gerir kröfu til þess að vera kölluð sameiningartákn félagshyggjuafl- anna í landinu. En það var einmitt hún sem hafnaði samstarfi við alla félagshyggjuflokka, vinstriflokka, fyrir þær kosningar sem nú fara fram 8. apríl næstkomandi. Er hægt að ímynda sér nokkuð fjarstæðukenndara en þetta allt sam- an nema það væri það að sama Jó- hanna var þátttakandi í því að koma á stjórnarstefnu sem leiddi til mesta atvinnuleysis lýðveldissögunnar? Og sleit síðustu félagshyggjustjórn á íslandi með atkvæði sínu í þing- flokki Alþýðuflokksins? Höfundur er efstí maður G-listans íReykjavik. Kyennahreyf- ingívanda HVERS vegna hafa kvennahreyfíngar risið og hnigið alla þessa öld að því er virðist sam- hengislaust? 1908 til 1926 voru sérstök kvennaframboð hér á landi, þau lognuðust út af og gleymdust. Árið 1970 var Rauðsokka- hreyfíngin stofnuð, hún lifði í 12 ár. Þá andaðist hún. Nú eru 13 ár síðan Kvennaframboðið, síðar Kvennalistinn, var reist á rústum þeirrar hreyf- ingar og nú hallar undan fæti hjá honum. Líklega liggur mesta ógæfan í því að hver ný hreyfing afneitarformæð- rum sínum, en valdalausum hópum tneð slaka sjálfsmynd hættir til þess. Það gerði Rauðsokkahreyfingin, ungu konurnar þar ætluðu sér að skapa eitthvað alveg nýtt. Ungu Er Kvennalistinn,spyr Helga Sigurjónsdótt- ir, búinn að glutra niður sínum góða málstað. konurnar í Kvennalistanum voru á sama róli, þær vildu ekki láta bendla sig við Rauðsokkahreyfínguna, sem í hugum margra var öfgahreyfing. En hvað eru svo allar þessar hreyf- ingar að gera þegar til kastanna kemur? Þegar mesti ungæðisháttur- inn er runninn af þeim, kemur ævin- lega að hinu sama. „Mjúku málun- um", málin, hinum sígildu og eigin- legu kvennamálum, ábyrgð á börnum og heimili. Bæði Rauðsokkahreyfing- in og Kvennalistinn vörðu mestum tíma í þau. Engu máli skipta deilur um svokallaða mæðrahyggju eða aðra stefnur í kvenfrelsismálum. Einnig lögðu báðar hreyfíngarnar mikla áherslu á sjálfstæði kvenna. Menntun og eigin atvinnutekjur voru taldar helstu leiðirnar að því marki. Vinstrisinnar Hvers vegna lagnaðist Rauðsokka- hreyfingin niður? Að mínum dómi var það, auk fyrrnefhdrar afneitunar á fortíðinni, fyrst og fremst vegna þessað vinstrisinnar voru farnir að nota hana í þágu annarlegs málefn- is. Þegar nýjar hugmyndir komu fram voru svo margir þeirra fastir í gamla farinu, að enginn grundvöllur var fyrir endurskoðun. Ég var stofn- félagi í bæði Rauðsokkahreyfingunni og Kvennaframboðinu. Ég átti tals- verðan þátt í að móta grundvöllinn að Kvennaframboðinu, gerði það í tíu blaðagreinum sem birtust í DV sumarið 1982. Þar var sýnt fram á að sósíalisminn hefði ekki reynst nothæft tæki í kvennabaráttu, þvert á móti hefði hann jafnvel orðið kon- um fjötur um fót. Þá greindi ég karl- veldishugtakið og sýndi fram á að feðraveldið hefði lifað af allar þjóðfé- lagsbyltingar í meira en 100 ár, en hefði kvenréttindi og kvenfrelsi að- Helga Sigurjónsdóttir eins að yfirskini. Þess vegna eigi konur ekki að falla fyrir kenning- um um vinstri og hægri, heldur taka mið af raunveruleikanum. Lítt breytt staða kvenna, bæði fjárhags- lega, félagslega og and- lega, er því í þágu feðraveldis. Þess vegna skiptir vinstri og hægri ekki meginmáli fyrir konur.. Nú er Kvennalistinn tólf ára gamall. Hann hefur komið mörgu góðu til leiðar, en mér virðist sem hann sé að falla í sömu gryfju og við rauðsokkur gerðum forðum daga. Hann hefur ekki gætt þess að endurskoða stefnu og starfs- hætti. Því fylgir mikil ábyrgð að taka að sér að stýra mannréttindahreyf- ingu. Við erum öll aðeins mannleg og breysk, konur ekkert síður en karlar. Við föllum fyrir peningum og völdum. Kvennalistinn er að forminu til grasrótarhreyfíng, en er jafnframt þingflokkur, þar sem miklir hagsmun- ir eru í húfi fyrir einstaklinga og hópa. Það fer líklega ekki saman til lengdar. Nær óhugsandi er annað en að eftirsókn eftir peningum, völdum og eigin frama taki völdin við slíkar aðstæður, jafnvel af besta og heiðar- legasta fólki. Konur eru þar jafn veik- ar á svellinu og karlar. Hvað er til ráða? Enri er íslensk kvennahreyfing í vanda og hvað er til ráða? Er Kvenna- listinn búinn að glutra niður mál- staðnum góða? Eiga konur að skipta sér niður í hægri og vinstri kvenna- hreyfingar? Er ágæti grasrótarskipu- lagsins á misskilningi byggft? Og hvað með „þriðju víddina", hver er hún? Kvennalistinn lyfti svokallaðri kvennamenningu á stall og var það vel, hins vegar má ekki loka augun- um fyrir veikleikum sömu menning- ar. Valdalaust fólk er ekki göfugra en annað fólk, konur eru ekki síður eigingjarnar og valdagráðugar en karlar. Áberandi veikleiki kvenna- hðpa er, hvað konur eiga erfitt með að viðurkenna ágæti annarra kvenna. Það fyrirbrigði er kallað „þú skalt ekki halda að þú sért eitt- hvað". Andúð kvennahreyfinga á stjórn og skipulagi á kannski rætur að rekja til þess arna. Ég hef gagnrýnt Kvennalistann að undanförnu og fylgi honum ekki lengur sem pólitísku afli. Þar með hef ég bakað mér óvild margra kvennalistakvenna. Það þykir mér sárt. Ég bakaði mér líka óvild margra rauðsokka, þegar ég gagnrýndi stefnu þeirra og kynnti nýjar hug- myndir. Ég tók það líka nærri mér. Bersöglisvísur eru aldrei vænlegar til vinsælda, en er ekki einmitt nauð- synlegt fyrir konur að þola óvinsæld- ir? Eigum við ekki að stokka spilin og byggja nýtt á gömlum grunni? Höfundur er kennari og bæjarfutitrúi í Kópa vogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.