Morgunblaðið - 25.03.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 25.03.1995, Síða 1
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS MENNING USTIR LAUGARDAGUR 25.MARZ 1995 blaðPj LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir nú um helgina leikritið Þar sem Djöflaeyjan rís, leik- gerð Kjartans Ragnarssonar eftir braggasögum Einars Kárason- ar um Djöflaeyjuna og Gulieyjuna. Leikstjóri er Kolbrún K. Halldórs- dóttir, leikmynd og búninga gerir Axel Hallkell Jóhannesson, Karl 01- geirsson er tónlistarstjóri og lýsing er að vanda í höndum Ingvars Bjömssonar. Á krómuðum vængjabfl í leikritinu Djöflaeyjunni er í aðra röndina hvöss og í hina röndina bros- leg lýsing á íslensku samfélagi eftir- stríðsáranna og persónur þær sem höfundurinn, Einar Kárason, setur inn í braggahverfið, sem hann kallar Thulekampinn, eru löngu orðnar kunnar meðal fjölmargra lesenda hinna vinsælu bóka hans. Um kveikj- una að sögunum hefur Einar meðal annars sagt að hann hafí fyrir mörg- um árum heyrt „... einhveija sögu þarsem meginstoðir atburðarásar- innar snerust um hálfamerískan töffara sem ók á krómuðum vængja- bíl og hafði tilvitnanir í Elvis Presley á hraðbergi, en bjó hjá ömmu sinni, ævafornri íslenskri alþýðukellingu, sem var upprunnin úr íslensku fá- tæktarbasli á nítjándu öld og fram- fleytti bæði sjálfri sér og hálfamer- íska dóttursyninum með því að spá í spil og bolla fyrir almenning Reykjavíkur ... Að hafa bragga- hverfí að leiksviði, það var næstum eins og að ganga inn í ævintýralega leikmynd ... veröld sem hafði verið komið fyrir með ærinni fyrirhöfn og svo skilin eftir handa þeim sem ram- baði á hana.“ Leikendur í Djöflaeyjunni á Akur- eyri eru Sigurveig Jónsdóttir, sem DJÖFIAEYJAH FRUMSÝND ÁAKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór leikur kerlinguna Karólínu spákonu sem situr eftir með börn dóttur sinn- ar Gógóar (Sunnu Borg) þegar hún fer til Ameríku. Börnin eru Þórhallur Gunnarsson (Baddi), Bergljót Am- alds (Dollý) og Dofri Hermannsson (Danni) og heimilisfaðirinn Tommi er í höndum Þráins Karlssonar. Aðr- ar helstu persónur eru glæponinn Gijóni (Sigurþór Albert Heimisson), móðir hans, uppgjafarsöngkonan Þórgunnur (Rósa Guðný Þórsdóttir), Ffa og Tóti (Sunna Borg og Aðal- steinn Bergdal), Grettir kærasti Dollíar (Barði Guðmundsson) og Dóri, sem stígur í vænginn við hana (Guðmundur Haraldsson). Auk þess bregða leikendur sér í tugi smærri hlutverka. Leikgerð Kjartans matreidd á nýjan hátt Kolbrún K. Halldórsdóttir leik- stjóri segir að þjá Leikfélagi Akur- eyrar sé notuð leikgerð Kjartans Ragnarssonar, sem sett var á svið hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir bráðum áratug. „En þegar nýtt fólk kemur að handriti fer ekki hjá því að það verða ýmsar áherslubreyting- ar, ýmsu er hnikað til, nýir hlutir koma inn og aðrir verða að vikja. Handrit er nefnilega ekki leiksýn- ing og höfundur leikhandrits er ein- ungis einn af skapandi þáttum sýn- ingarinnar. Allir hinir aðilarnir sem koma að henni, leikarar, leikmynda- hönnuður, búningahönnuður, Ijósa- hönnuður og tónlistarstjóri, ef um slíkt er að ræða, eiga ásamt leik- stjóra þátt í að skapa verkið eins og því bregður fyrir á sviðinu. Leik- stjórinn er iðulega í því hlutverki að vera eins konar verkstjóri og velja og hafna hugmyndum sem fram koma í samvinnu allra þessara aðila. Allar þessar hugmyndir krauma svo í einum stórum potti og upp af honum stígur síðan eitthvað sem er sjálfstætt sköpunarverk og heitir leiksýning." Að setja sögu á svið Nú er algengt að búnar séu til leikgerðir eftir skáldsögum og settar á svið við mismunandi undirtektir áhorfenda sem ekki eru alltaf sáttir við að þessu sé sleppt og hinu breytt frá því sem bókin segir. Um það segir Kolbrún að sér finnist ekki nema rétt ef einhvern langar til að færa sögu í leikbúning að gera það. „Ef listamaður telur að saga eigi að vera sett í leikbúning þá velur hann þann kost út frá sínum forsend- um að gera það. Hinu er ekki að leyna að þú færð aldrei alla skáld- söguna upp á leiksvið. Höfundur sögu skapar hana einn og getur lát- ið söguþráð og persónur þróast eins og hann einn vill. Leiksýning lýtur allt öðrum lögmálum. Hún mótast af svo mörgum þáttum og mörgum einstaklingum að þeir sem starfa að leikhúsi eru aldrei eins einráðir og höfundurinn getur verið. Skáldsaga er skáldsaga en leiksýning er leik- sýning og þetta eru tvö ofsalega ólík fyrirbæri, sem rekast á - og þó ekki. Það sem þau eiga sameigin- legt er að þau er bæði að segja sögu. Annað formið segir þeim manni sögu sem situr og les jafnvel marga daga í gegnum ferli söguþráðarins, hitt segir manni sögu sem kýs að sitja tvo eða þijá tíma í leikhúsi og horfa á þetta sama ferli. Eða hvað segir þú um það, Axel?“ Það er Axel Hallkeli Jóhannesson, höfundur leikmyndar og búninga, sem er þriðji maðurinn á fundi leik- stjóra og blaðamanns. Hann segist telja að það geti ekki boðað neitt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.