Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 4
4 E LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 E 5 MESSÍAS í LANGHOLTSKIRKJU MESSÍAS eftir G.F. Handel verð- ur flutt nú um helgina í Lang- holtskirkju. Tónleikarnir eru á laugardag og sunnudag og heíjast klukkan 16.30 báða dagana. Flytjendur eru Söngsveitin Fíl- harmónía og 22 manna kammer- sveit og er konsertmeistari Szymon Kuran. Einsöngvarar eru Elísabet F. Eiríksdóttir, sópran, Alina Dubik, alt, Kolbeinn Ketilsson, tenór, Bjarni Thor Kristinsson, bassi og Xu Wen, sópran. Stjórnandi er Úlrik Ólason. Þetta er 35. starfsár Söngsveitarinn- ar Fílharmóníu. Fyrsti stjórnandi og aðalhvatamaður að stofnun söng- sveitarinnar var dr. Róbert Abraham Ottósson, hljómsveitarstjóri og síðar söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Kór- inn hefur flutt fjölda stórra kórverka og er þetta í þriðja sinn sem hann flytur Messías, en áður flutti hann verkið árið 1963 og 1973, í bæði skiptin undir stjórn dr. Róberts. Magnús Jóhannsson, formaður kórs- ins, varð fyrir svörum varðandi þessa tónleika. Fjölmennur flutningur „Þátttakendur í þessum flutningi eru um eitt hundrað, þar af eru um sjötíu manns í kómum. Við höfum æft stíft og þetta hefur verið anna- samur tími. I vetur voru æfingar tvö kvöld í viku, en þessa viku æfum við á hverju kvöldi. Síðastliðna helgi fórum við svo í æfingabúðir í Skál- holt og æfðum frá föstudegi til sunnudags. Þetta var ánægjulegur tími og tel ég að svona samvera hafí mjög góð áhrif á kórstarfíð. Söngsveitin Fílharm- ónía flytur Messías eftir G.F. Hándel í Lang- holtskirkju á laugardag og sunnudag. Vinsælt kórverk Messías er mjög oft flutt á ís- landi og þá einnig úti á landi. Trú- lega er þetta eitt vinsælasta kórverk allra tíma. Flutningur þess er ekki bundinn við sérstakan árstíma því í því eru kaflar úr biblíunni sem tengj- ast bæði jólum og páskum og eru textar teknir mjög fijálslega upp úr biblíunni. Verkið er samið á ensku °g syngjum við textann á því máli, þó að á fyrri tónleikum kórsins hafí hann verið sunginn á íslensku. Margt má segja um þetta stórbrotna verk og hefur það vakið mikia furðu manna að Hándel samdi þetta langa verk á aðeins þremur til þremur og hálfri viku. Þetta þykir fullvíst því til eru úm þetta mjög góðar heimild- ir. Verkið tekur í fuilri lengd um þijá tíma í flutningi, en er venjulega stytt í tvo og hálfan tíma. Hann samdi það haustið 1741 og var það frumflutt í Dublin vorið 1742. Verk- ið hlaut góðar viðtökur og varð strax vinsælt og hefur verið það óslitið síðan. Mig langar til gamans að segja frá gagnrýni á flutningi Mess- íasar í London árið 1891 sem birtist í bresku biaði. Hana skrifaði George Bemard Shaw, sem var þá gagnrýn- andi í London. Hann var mjög óánægður og sagði flutninginn hafa verið „í einum graut og allt of hæg- an“. Þetta er trúiega réttmæt gagn- rýni því flytjendur voru 3.400 manna kór auk risa hljómsveitar. En þess má geta að á tímum Bach og Hánd- el, Barokktímanum, var algengast að kórar væru skipaðir svona 30 til 40 söngvurum. Ungur bassasöngvari Það þarf vart að kynna sérstak- lega einsöngvarana því þeir eru allir mjög þekktir söngvarar. En mig langar þó til að nefna Bjarna Thor Kristinsson, bassasöngvara. Hann er mjög ungur og stundar nú fram- haldsnám í Vín. Hann er eins og rússneskur bassasöngvari og minnir mest á Kristin Hallsson. Við höfum ekki átt svona bassasöngvara, með þessa hljómmiklu og sterku rödd, síðan Kristinn var upp á sitt besta. Það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Kórinn fór í tónleikaferð til Norðurlandanna síðastliðið sumar og á efnisskránni voru einungis íslensk lög, bæði gömul og ný. Þetta var mikil lyftistöng fyrir kórstarfíð og við efldumst öll. Framtíðaráformin eru mörg og spennandi og ætlum við að halda ótrauð áfram þrátt fyrir ýmsa tímabundna erfiðleika. Að lokum langar mig að segja að það að syngja í kór er óhemju skemmtilegt en tímafrekt áhuga- mál. En þar sem það veitir ómælda ánægju er ýmislegt á sig leggjandi." S.A. ELIflS B. HALLDORSSON SYNIR í GERÐARSAFNI Morgunblaðið/Kristinn Samræming lita og forms INGIBJÖRG Marteinsdóttir, söngkona, og Lára S. Rafnsdótt- ir, píanóleikari, halda tónleika í Tjarnarleikhúsinu, Tjarnargötu 12, í dag, laugardag, og hefjast þeir klukkan 16. Blaðamaður hitti þær stöllur og reyndar frænkur líka og ræddi við þær um tónleikana. „Já, við komumst að því nýlega að við erum frænk- ur og það finnst okkur ekkert verra,“ sögðu þær hlæjandi. Samvinna þeirra hófst árið 1992 þegar þær, ásamt fleirum, voru með listkynningar í grunnskól- um og félagsmiðstöðvum aldr- aðra á vegum Reykjavíkurborg- ar, þar sem þær kynntu íslenska og erlenda tónlist. Árið 1993 héldu þær, ásamt Þorgeiri Jón- asi Andréssyni, óperusöngvara, tónleika víðs vegar um land. Tónleikarnir voru helgaðir minningu Páls ísólfssonar, tón- skálds og organista, vegna hundrað ára fæðingarafmælis hans. Aðsóknin að tónleikunum var alls staðar mjög góð og sögðu þær þetta hafa verið einstaklega ánægjulegt samstarf. Samvinna frænknanna gekk svo vel að þær vildu halda henni áfram og ákváðu að halda þessa tónleika og eru þetta fyrstu sjálfstæðu einsöngstónleikar Ingibjargar. Efnisskrá tónleikanna er á marg- Einsöngs- tónleikar í Tjarnar- leikhúsinu í dag klukkan 16 halda Ingibjörg Marteinsdótt- ir, söngkona, og Lára S. Rafnsdóttir, píanó- leikari, tónleika í Tjarn- arleikhúsinu an hátt sérstök. Lögin sem þær flyfja heyrast ekki oft flutt hér á tónleikum. Má þar nefna spánskan Ijóðaflokk eftir Joaqu- in Turina, sem þeim er ekki kunnugt um að hafi verið fluttur hér áður í heild sinni. Einnig verða frumflutt tvö lög eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og er annað samið sérstaklega fyrir Ingibjörgu ogtileinkað henni. Ennfremur er á efnisskránni la- gaflokkur eftir Atla Heimi Sveinsson, sem ekki hefur heyrst oft, við ljóð Matthíasar Johann- essen, „Ljóð fyrir börn“. Svo verða þekktar aríur úr óperum eftir Wagner, Verdi og Mascagni, svo eitthvað sé nefnt. „ Við völdum þessi verk á efnis- skrána vegna þess að okkur fannst spennandi að kynnast tón- skáldum sem ekki heyrast oft hér á landi og svo fannst okkur lögin svo ákaflega falleg. Við leituðum til Guðrúnar H. Tuli- níus og þýddi hún spönsku og ensku ljóðin fyrir prógramið af mikilli snilld.“ Ingibjörg fór nú í janúar til Bloomington í Banda- ríkjunum og sótti einkatíma hjá Virginiu Zeani, meðal annars til að undirbúa þessa tónleika. „Við hlökkum mikið til að syngja og spila I Tjarnarleikhúsinu, en erum samt dálítið kvíðnar líka. Hyómburðurinn í húsinu er nefni- lega stórt spumingarmerki, því við höfum verið að æfa annars staðar. Stærðin á salnum er ein- mitt sú stærð sem hér vantar til tónleikahalds, þótt draumurinn um Tónlistarhúsið langþráða sé alltaf jafn sterkur. Það getur ekk- ert komið í stað raunverulegs tón- leikahúss,“ segja þær að lokum. S.A. FURÐULEGT sjávarfang eða fjörukúnst" nefnir Elías B. Halldórsson listmálari smá- skúlptúra þá sem eru á sýningu hans í Gerðarsafni sem verður opn- uð í dag. „Þeir eru til uppfyllingar, eins konar föndur sem ég fæst við meira til gamans. Ég set saman sitthvað sem ég fínn, gjarnan í fjöruferðum, og þá verður ýmislegt til. Mín uppáhalds- skemmtun er að ganga um fjörur og leita að dóti. Eg er alinn upp við hafið þar sem margt bar að landi og það var stöðug spenna að sjá hvað rak.“ Hugmyndir að smáskúlptúrunum koma víða að. Áhrifín sækir Elías gjarnan til landsins og gömlu sveitamenningarinnar eins og sést á nöfnum skúlptúranna, þar sem gamansemin er í fyrirrúmi. „Hið Gula ljón í túnfætinum flær“, „Síð- asti hvalveiðimaðurinn“ „Hryggjar- bein úr rollum", „Vörn gegn íjöru- Iöllum", „Minnisvarði um síðustu leifar íslenskrar menningar". „Og þarna er „Kardínálinn““, segir Elías og bendir, „hann er verndari sýningarinnar, listvinur sem smám saman hefur orðið til. “ í rigningunni er landið fallegast Elías ólst upp á Borgarfirði eystra og bjó um margra ára skeið fyrir norðan, á Sauðárkróki. Mynd- imar hans bera þess merki. Litirnir og landslagið bera keim af náttúr- unni sem hann segir hafa mikil áhrif á sig. „Ég er landslagsdýrkandi,“ segir Elías „ég skoða landið mjög ná- kvæmlega og fer mikið í gönguferð- ir. Úti í náttúrunni verð ég fýrir stemmningsáhrifum. Ekkert er meira þroskandi og mannbætandi en að vera einn með náttúrunni. Fátt gefur manni meira. Yfirleitt eru myndirnar skáld- skapur og með undantekningum staðbundnar. Þetta er fyrst og fremst ísland eins og það kemur mér fyrir sjónir. Það er mikið regn í myndunum og ísland er fallegast í rakanum. Litirnir verða sterkari." Stór hluti myndanna á sýning- unni er abstraktmálverk á striga. Elías segir að hugmyndirnar að þeim sæki hann yfirleitt i ímyndun- ina. „Vitanlega koma áhrifin á hugsunina víða að, jafnvel frá draumum. Ég sæki einnig töluvert í skáldskap, en þó ekkert beint held- ur. En bókmenntir eru nauðsynleg- ur hluti menntunar þeirra sem fara í myndlist, sá fjársjóður serh hefur lengst búið með þjóðinni, þar búa hugmyndirnar og menntunin, þjóð- arsálin. Áhrifín koma einnig frá því sem maður tileinkaði sér ungur. En mest sæki ég inn í sjálfan mig og þann þroska sem maður hefur.“ Élías segist lúta hefðum og lög- málum myndlistarinnar: „Þar eru ákveðin mörk sem þýðír ekkert að ætla sér útfyrir. Undirstöður sem maður verður að þekkja og fylgja. Jafnvægi milli forms og lita er það mikilvægasta í myndlistinni að mínu mati.“ Þá segir Elías: „Mynd er bara mynd og hún þarf ekki útskýringa við. Málverk er óþarft að útskýra, hver hefur sinn skilning á því. Maður málar það sem ekki er hægt að segja, og það er ekki hægt að segja það sem maður getur málað. Þetta er svo tilfinningabundið. Þeg- ar ég er að mála er ég bara að búa til mynd sem lýtur lögmálum mynd- listarinnar, ég er aldrei með neinn boðskap, það er ekki til í minni hugsun." — En hvemig orka viðbrögð fólks þá á þig? „Allir vilja fá góðar undirtektir, það er mannlegt, en í raun hafa skoðanir fólks engin áhrif á mig. Mér þykir gott ef fjallað er vel og þá fyrst og fremst vinsamlega um það sem ég er að gera. En minni braut held ég hvað sem sagt er.“ Ég leita að því óvænta — Hvernig vinnur þú myndirnar þínar? „Þær þróast smám saman, ég byija kannski á einhverri hugmynd og er alltaf opinn fyrir því að hún geti breyst. Þegar ég er að vinna þá koma nýir möguleikar sem ég elti. Eftir einhvern tíma er ég kom- inn í strand og veit ekkert hvað ég er að gera. Þá tek ég stóran pens- il, ræðst á allt saman og leita að einhveiju nýju sem ég vinn svo útfrá. Stundum er þetta einn allsheijar eltingarleikur sem aldrei ætlar að taka enda. En oft kemur eitthvað óvænt útúr þessari baráttu. Ég vil ekki vinna eftir skissu, því þá finnst mér ég aldrei ná því óvænta. í ab- straktmálverki er ómögulegt að hugsa fyrirfram, nema í stórum atriðum. Mér tekst sjaldan að gera það sem ég hugsa fyrirfram. Enda vil ég ekki hafa það þannig, það er skemmtilegra þegar eitthvað óvænt læðist að hugsuninni meðan maður er að vinna.“ Myndirnar hans Elíasar heita fjarska hugmyndaríkum nöfnum: „Töfrakvein", „Muldur“, „Óska- steinanáma". Én hvemig koma nöfnin á myndunum til? „Stundum koma nöfnin til mín meðan ég er að mála. En yfírleitt skíri ég myndirnar eftir á. Eg sæki líka hugmyndir til skáldanna. Fer mikið í ljóðabækur og þá fæ ég hugmyndir útfrá ljóðum sem ég les. Þau hafa oft áhrif á nafngift- ina.“ — En hvað fínnst þér annars um myndlistina í dag? „Mér finnst alltof mikil hug- myndafræði komin inn í myndlist. Málverk á að vera málverk en ekki einhver gerviheimspeki. Að breyta myndlistinni í mynd- gátu fínnst mér ákaflega fáránlegt. Menn eiga ekki að hanga árum saman í útlöndum og deyja akade- mískum dauða.“ Sýning Elíasar B. Halldórssonar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, verður opnuð í dag kl. 14 og stend- ur til 20. apríl. Safnið er opið alla daga frá 12 til 18, nema á mánu- dögum, þá er safnið lokað. Þómý MARIUSTUND í KRISTSKIRKJU HAMRAHLÍÐARKÓRINN syngur í Kristskirkju í Landa- koti á morgun, suhnudag, klukkan 17. Stjórnandi erÞorgerð- ur Ingólfsdóttir. Frumflutt verður Missa brevis eftir Þorkel Sigurbjömsson. Messan er samin árið 1993 við hinn hefð- bundna messutexta á latínu og er tileinkuð kórstjóranum Þorgerði Ingólfsdóttur. Þá syngur kórinn ýmsa Maríusöngva og milli þeirra les Gunnar Eyjólfsson, leikari, Maríubænir og Maríuljóð. Blaða- maður hitti Þorgerði í vikunni og bað hana að segja frá þessari Maríustund. „Við syngjum í kirkjunni á Boð- unardegi Maríu og köllum þetta Maríustund en ekki tónleika. Boð- unardagur Maríu er samkvæmt almanakinu 25. mars og sunnu- daginn næst þeirri dagsetningu eru textarnir sem honum tilheyra lesn- Hamrahlíðarkórinn frumflytur Missa brevis eftir Þorkel Sigur- björnsson og syngur Maríusöngva á Boðun- ardegi Maríu ir í kirkjunni. Á fyrri hluta efnis- skrárinnar eru Maríusöngvar frá ýmsum tímum og tónlist við Maríu- texta. Kórinn flytur aðal Maríu- versið úr Lilju við gamla Liljulag- ið, en einnig sama vers í verki eft- ir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, sem hann lauk við fyrir ári. Verk- ið er samið fyrir tvo kóra og sóló- sópran. Til að gefa frekari hug- mynd um efnisskrána má nefna Ave María eftir Stravinski og Mar- Fró æfingu Hamrohlíóarkórsins í Kristskirkju. Morgunblaðið/Sverrir íusálm eftir Benjamin Britten við texta frá því um þrettán hundruð. Eftir íslenska höfunda eru til dæm- is Maríukvæði Jóns Arasonar við lag Þorkels Sigurbjömssonar, Haustvísur til Máríu eftir Einar Ólaf Sveinsson við lag Atla Heimis Sveinssonar og Máríuvers Páls ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefáns- sonar. Aðalatriði tónleikanna er svo frumflutningur á nýju, íslensku verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Missa brevis, stutt messa, sem samin er sérstaklega fyrir okkur. Þannig var að við sungum við há- messu í dómkirkjunni í Bmssel fyrir um einu og hálfu ári. Af því tilefni kom til tals að flytja ís- lenska messu. Ég hafði samband við Þorkel en vegna anna okkar beggja var þetta verk ekki tilbúið til flutnings þá, svo annað verk var valið. Við ákváðum að flytja Missa brevis núna, en vonumst til að flytja verkið sem fyrst við messu. Þetta er yndislegt verk og hefur verið mjög gaman að vinna það. Hamrahlíðarkórinn syngur nú í fyrsta sinn opinberlega í Krists- kirkju og við bjóðum alla velkomna á þessa Maríustund með okkur,“ sagði Þorgerður að lokum. S.A. BOKMENNTIR Skáldsaga TVÆR GAMLAR KONUR Höfundur: Velma Wallis. Þýðandi: Gyrðir Elíasson. Útgefandi: Uglan. Islenski kiljuklúbburinn, Mál og menning 1995. Prentun og bók- band: Harper Collins, Skotlandi. „EF við eigum að deyja hvort sem er, deyjum þá með reisn!“ segir Sa við vinkonu sína Chidz- igyaak. Þær, tvær gamlar konur, hafa verið yfírgefnar af Fólkinu, ættbálknum sem þær hafa tilheyrt lengi dags. Fólkið er hirðingjar, eskimóar, og forn venja leyfði að gamalt fólk væri skilið eftir í snjóauðninni ef hungrið svarf að ættbálknum; skilið eftir til að deyja. Og nú hefur leiðtogi Fólksins ákveðið að Sa og Chidzigyaak séu orðnar til trafala, af þeim megi ekki lengur hafa það gagn sem réttlæti að þær fái fæðu frá þeim sem yngri eru. Svo sitja þær í snjónum, glæður eldsins sem Fólkið hafði kveikt dofna jafnharðan og mynd hópsins sem smám saman hverfur út fyrir sjóndeildarhringinn. Tvær stirðar gamlar konur, með óteljandi búk- AÐ LIFA MEÐ REISN sorgir, lamaðar af sorg og sárs- auka yfir því að hafa verið afhent- ar dauðanum — án þess hann þyrfti að vitja þeirra. Þær eru ekki tilbúnar að deyja og þær eru hreint ekki ósjálf- bjarga. Þær hafa aðeins vanist því að einn daginn hafi einstaklingur- inn skilað sínu dagsverki og njóti þá verndar og virðingar þeirra sem yngri eru. En þær hafa engu gleymt og þær muna betur en þeir sem yngri eru hvert best er að leita eftir fæðu. Svo leggja þær Sa og Chidzigyaak í langferð; hefja sársaukafulla göngu í níst- andi kuldanum að matarkistu sem gæti framfleytt öllu Fólkinu. Þær sanna styrk sinn og hæfni til að komast af og það verður Fólkinu þeirra lexía sem það mun aldrei gleyma og gömlu konurnar deyja ekki, heldur lifa með reisn. Tvær gamlar konur er látlaus lítil saga sem segir svo margt. í henni er tekið á þáttum sem varða alla okkar tilveru. Hinn ungi leið- togi ákveður að gamla fólkið sé baggi í stað þess að leita ráð hjá konunum tveimur. Hann spyr þær aldrei hvort á langri ævi þær hafi fundið stað þar sem allir megi 'fá magafylli. Eins og svo margt ungt fólk telur hann sig vita best og einskis þurfa að spyija. Enginn tekur málstað þeirra Sa ov-----7 ---- ----- -'*■**** dóttir og dóttursonur þeirrar síðar- nefndu. Þau óttast að vera þá skilin eftir h'ka; ótti þeirra við þann sem valdið hefur er langtum ofursterkari kærleikanum, trúnað- inum og tryggðinni. Gömlu konurnar hafa ekki þurft að takast á við lífið mörg undan- gengin ár og ekki áttað sig á því að átökin í lífsbaráttunni er það eina sem viðheldur andlegum og líkamlegum styrk. Þegar þær fara svo að reyna á sig, eins farlama og þær eru, eykst þeim þor og þol. Sagan er vel skrifuð og einkum fannst mér frásögnin af langri göngu þeirra vinkvennanna í ís- kaldri auðninni áhrifarík. Lýsingin á þessu landi, sem er hvorki fjöll né dalir, gróður né hijóstrugar hlíðar — bara snjór, er sterk og blæbrigðarík. Persónulýsing kvennanna, sem sveiflast til skipt- is milli vonar og ótta, tilhlökkunar og uppgjafar, er sterk í látleysi sínu. Þær eru bara tvær af öllum þessum gömlu konum sem öllum er sama um en eiga sér sögu sem allir gætu lært eitthvað af. Þýðingin er mjög góð; málfar vandað, setningar vel byggðar og lausar við smit úr frummálinu. Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.