Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.1995, Blaðsíða 6
6 E LAUGARDAGUR 25. MARZ 1995 MAN RAY EFTIR SIGRÍÐIINGVARSDÓTTUR DAGANA 22. og 23. mars voru boðin upp 597 verk eftir Man Ray hjá Sotheby’s í London. Verkin hafa verið til sýnis á Serpentine listasafninu í Lundún- um, New York, París og Tokyo. Boðin voru upp verk eftir lista- manninn sem hafa verið varðveitt í vinnustofu hans. Verk hans voru ávöxtur nýsköpunar í ljósmyndun sem hann hafði tekið virkan þátt í. Man Ray fæddist í Philadelphiu árið 1890, fullorðinsárunum eyddi hann að mestu leyti í Frakklandi. Ungur að árum hóf hann listnám og innritaðist í listaháskóla í Bandaríkjunum. Hann dvaldi nokkur ár í New York. Þótt hann ætti eftir að hafa veruleg og var- anleg áhrif í ljósmyndalistinni á þessari öld þá féllu verk hans í grýttan jarðveg í Bandaríkjunum. Til Parísar fór hann árið 1921 og hafði lítið af veraldlegum auð. Þetta var á dögum tangódansins, saxófónsins og barmenningar sem hafði haldið innreið sína. Anti- rómantík lá í loftinu. Engu að síð- ur söfnuðust gáfaðir listamenn til borgarinnar. Þar þótti eðlilegt.og sjálfsagt að bijótast fram úr nýj- um leiðum. París var hugmynda- iðja þar sem andlegar afurðir voru boðnar fram hvaðanæva úr heim- inum, listamenn komu til að kanna samtíðarandann og athuga af- stöðu sína í tímanum og miða sig við starfsbræður. Byltingarmenn- imir Picasso og Braque voru orðn- ir frægir. Proust búinn að leggja bókmenntum efnið. A la recherche du Temps Perdu, í leit að töpuðum tíma. Og sýnir hvemig það sem við finnum hlýtur alltaf að vera annað en það sem var. í París varð hann mjög virkur í hópi Dadaista. Góður vinur hans, Marcel Duchamp sem hann hafði kynnst í Bandaríkjunum árið 1915, hvatti hann eindregið til að leggja á hilluna hefðbundnar að- ferðir. Þessi beinu tengsl við Marc- el Duchamp þar sem Man Ray kynntist róttækri list Duchamps urðu honum ómetanleg eins og síðar varð raunin á. Það vom þess- ar svokölluðu „Readymades" Duc- hamps sem Man Ray leitaði í og urðu baksvið margra verka hans eins og sjá má í New York frá 1917 og Lampshade frá 1919. Myndlistarmaður gat á þessum árum tæplega vænst þess að hafa mikið upp úr krafsinu fjárhagslega og af þeim ástæðum gerði Man Ray sér fljótlega grein fyrir að hann gæti ekki séð sér farborða sem listmálari. Hann ákvað að snúa sér alfarið að ljósmyndalist- inni. Fólk kom til hans á hamingju- dögum lífs síns, skáld og listamenn þurftu að fá myndir vegna bóka sinna með ljóðunum og sögunum eða vegna sýningarinnar. Hann var farinn að taka tískumyndir fyrir þekkt tískublöð í Bandaríkj- unum og Evrópu. Man Ray gerði ýmsar útgáfur af „Readymades" sem hann nefndi Objects of my Affection. Dökki tónninn kom fyrst fram í myndum hans á þriðja áratugnum. í mörg- um verkum Man Rays næstu ára- tugina gætir sömu tilhneigingar með dökka tóninn, þótt hvergi sé slakað á hinni tilfínningalegu tján- ingu eins og sjá má í verkinu The Eighth Wife of Bluebeard, árið 1964. Manneskjan var einn efniviður- inn sem hann valdi frá árunum 1920-1930. Sérkafli i ljósmyndal- ist Man Rays eru frægu andlits- myndimar. Þær búa yfír róman- tískum blæ eins og sjá má í mynd- um sem hann tók af Emest Hemmingway, Gertmde Stein og James Joyce. Hann tók myndir af Picasso sem sýna þennan harðn- eskjulega mann nánast angurvær- an og dreymandi. Hann skoðaði einstaklinginn, mannlegt ágæti og mannlega eymd. Man Ray hóf feril sinn sem ljós- myndari til að skrá ljósmyndir af eigin verkum og annarra myndlist- armanna. Það leið ekki á löngu áður en hann byijaði að taka and- litsljósmyndir. Hann hafði verið í innsta hring Dadistana í New York og hafði því greiðan aðgang að útbúa minnisstæðar heimildir um hópinn, þar á meðal Marcel Duchamp sem er ein af bestu ljós- myndum á uppboðinu (nr. 16). Þegar Man Ray fluttist til Parísar hafði hann þegar orð á sér fyrir að vera góður ljósmyndari sem var á undan sinni samtíð. Á uppboðinu verða einnig ljósmyndir af Pablo Picasso (nr. 9), André Derain (nr. 6), Peggy Guggenheim í Poiret- kjól (nr. 88). Ljósmyndir af skemmtikraftinum Kiki Montp- arnasse sem var talsverð þjóð- sagnapersóna í París á þessum árum. Hún var fyrirsæta og fylgi- kona Man Ray um tíma. Kiki er á mörgum af frægustu ljósmynd- um hans. Hann hafði verið fáa mánuði í París þegar hann kom auga á hana. „Einn daginn sat ég á kaffíhúsi og var að ræða við Marie Vissilieff þegar ég sá tvær ungar stúlkur undir tvítugsaldri sem virtust eldri því þær voru svo mikið málaðar. Fallegri stúlkan var með krullur sem var mikið í tísfu í París. Hún heilsaði Marie, sem sagði mér að þetta væri Kiki MORGUNBLAÐIÐ Gler- tór, Iró 1930. Sjólf smynd af Mnn Rny órið 1924. Ljósmynd, silfurprentuó. Juliet, silfurprentuö, blek, órió 1947. sem væri eftirlætis fyrirsæta list- málara." Stuttu síðar hófst ástar- samband þeirra sem stóð í níu ár. Þegar Man Ray hafði verið í París í eitt ár var hann búinn að koma sér fyrir á Montpamasse. Hann var kominn með vinnustofu, ástkonu og vinnu sem hann hafði ánægju af. Hann hélt sínu striki og lét freistingarnar ekki gleypa sig. Hann vann myrkranna á milli. tjann setti sér eigin reglur í einka- lífínu. Hann sótti ekki vikuleg samkvæmi Gertrude Stein, kvöld- verðarboð hjá Pascin, nætur- klúbba eða kaffíhúsadrykkju með Breton og félögum. Líf hans laut lögmálum vinnunnar. Hann gerði margar tilraunir í ljósmyndun og glæddi hana nýju lífí. Arið 1921 endurvakti hann svokallaðar „rayographs" í Ijós- myndun (ljósmyndir sem voru gerðar með ljósgeislum án þess að búa til neikvæða litun). Þessi tækni átti stóran þátt í því að skapa honum sama virðingarsess sem ljósmyndara og Picasso sem listmálara. Hann gerði tilraunir í ljósmyndun þar sem hann þakti yfírborðið með þunnu lérefti og strengdi áferðina til að auka á dulúðina. Hann fléttaði súrrealísk- FORNAR ÁSTIR TONLIST Sígildir diskar WITHOLD LUTOSLAWSKI Concerto for Orchestra, Jeux vénitíens, Livre pour Orchestre, Mi-partí. Sinfóníuh(jómsveit Pólska ríkisútvarpsins u. stj. Witholds Lut- oslawskis. Upptaka. Add, Katowich V/VI1976 & XH 1977. EMI Matrix 13, (7243) 5 65305 2 (2). Verð: 1.899. SJÖUNDI og áttundi áratugurinn voru ríf- andi uppgangstímar fyrir hinn vestræna heim. Allir höfðu nóg að"bíta og brenna, og hagvaxt- arlínurit stefndu stöðugt upp á við. Það var pláss handa öllum. Allt var leyfílegt. Og tón- skáldin slepptu sér í taumlausri tilraunastarf- semi sem á sér naumast líka í mannkynssög- unni. Ekki er að efa, að mörgum þeirra var nauð- synlegt að skrifa sig rækilega út úr hefð- inni, jafnvel í þeim mæli, að kallast mætti „and-list“ — ekki sízt úr því að tímamir ekki einasta leyfðu Sísí að fríka út, heldur litu upp til hennar, styrktu og dýrkuðu á alla lund, hvað sem frá henni kom. Hlustendur Iétu sér vel líka, þó að suma gmnaði stundum innst inni — og ekki alltaf að ástæðulausu — að þeir væru hafðir að ginningarfíflum. Þeir tímar eru nú liðnir, og gleymskunnar hula tekin að sveipast sefandi yfír þetta sand- kassaskeið mannsandans. Það er nú þegar álit margra að hin Mikla Geijun 1955-75 hafí sáralitlu skilað af „viðvarandi" tónverk- um (nema þá sem víti til vamaðar), og það er íhugunarvert að jafnvel stórlax eins og Lutoslawski hafí getað framið verk sem — jafnvel í frábærum flutningi Sinfóníuhljóm- sveitar pólska ríkisútvarpsins — eru hrútleið- inleg áheyrnar, þrátt fyrir yfírgripsmikla menntun tónskáldsins, snilldartök á orkestr- um, skýra hugsun og ómælda andagift. Römmustu geispavakarnir eru að minni hyggju Jeux Vénetiens (1961) og Livre pour Orchestra (1968), og helgast óhelgi þeirra kannski af því, þau eru að veigamiklum hluta „sjálfsforritandi“, þ.e. aleatórísk: tilviljunin er sett í hásætið, en skipuleg framvinda í skammarkrókinn. Það er að vísu töluvert til af eftirtektarverðum stöðum, en þeir fara fyrir lítið; verða merkingarlausir, vegna þess að þeir eru samhengislausir. í Mi-parti tekst Lutoslawski betur upp; hann virðist þar vera að slíta sig frá óákveðni- hyggju Cages og I Ching og færast aftur nær gamaldags músíseringu. Hann hirðir það bezt frá uppákomuskeiðinu og gæðir merkingu með hefðbundnum aðgerðum. Víða gætir ljóð- rænnar heiðríkju, og niðurlagið er allt frá því fegurra en tárum tekur. Upphafsverk þessa vel útilátna disks (77 mín.), Konsert fyrir hljómsveit (1954) er hreinn og klár nýimpressjónismi, en fullur af drama, dulúð og dillandi gáska, glæsilega útsettur og ósvikin unun á að hlýða. Pólsku hljómlistarmennimir leika þar sem endranær af öllum lífs og sálar kröftum, upptakan er prýðileg, yfirfærslan á CD velheppnuð, og stjómandinn ætti að þekkja verkin betur en nokkur annar. CECILIA BARTOLI Arie Antiche: Se tu m’ami. ítölsk sönglög frá 17. og 18. öld. Cecilia Bartoli mezzosópran. György Fischer, píanó. Upptaka: DDD, 1992. Decca, 436 267-2. Verð 1.899 kr. HVERS virði er hollmeti, ef ekki væri til LUTOStAWSKi ConceOo for Orcho3tr!i EfVll Mux vénrfiens CIA5SICS MATRIX 13 tivro pour Ördiðst/e konfekt? Cecila Bartoli hefur áður verið reifuð í þessum dálkum, þegar hún tók fyrir valdar óperuaríur eftir Morzart („ Tvær stjörnurakettur" (ásamt Viktoriu Mullovu sem lék Bach-sónötur). En hafí sá diskur verið krás, er þessi hreinasta súkkulaði. Ef ekki er rangt með farið, er hér um þá plötu að ræða sem Sessa sló fyrst í gegn með, og getur ekki verið tilviljun, að þessi sömu sönglög gömlu ítölsku meistaranna um fomar ástir og ástarsorgir eru farin að láta á sér kræla á ljóðasöngstónleikum jafnvel hér á landi. Svo er máttur flutnings í úrvals- flokki: fyrirmyndin verður söngvurum hvað- anæva ómótstæðileg hvatning. Lögin eru fæst mjög átakamikil; sögnin langure (= fallast hendur, daprast) er hálf- gert lykilorð, og ást í meinum meginstefíð. Þau eru óslítandi veganesti ungra söngvara á Ítalíu, líkt og gígjur og draumalönd okkar, en sem sé tveim-þrem öldum eldri, og mörg hver sáraeinföld. Þar að auki eru þau oft aðeins til í útsetningu 19. aldarmannsins Parisottis, er hljómsetti tölusettu bassafylgi- rödd barokklaganna kinnroðalaust eftir sínu rómantíska hþfði. Engu að síður er ekki ann- að að heyra en að það hafi lukkazt dável, enda einfaldleikinn hafður í fyrirrúmi. Lítill vandi ætti að vera að fletja út þessi lög og gera hversdagsleg, þótt falleg séu; þau eru tær og gegnsæ, og hverri smáörðu flytj- enda hættir til að verða að graftarkýli í slíku umhverfi. Bartoli hefur hins vegar haft lag á að gera þau að meistaraverkum, ekki að- eins með sinni frábæru mezzorödd, heldur einnig með ótrúlega liðugri og fjölbreyttri túlkun, sem hefur klisjur textans hátt upp fyrir alla væmni. Litafjölbreytnina í söngnum þarf að heyra til að trúa, og víddin I styrk- leika er slík, að jafnvel langsjóuðum ljóða- og óperusöngvurum væri hollt að leggja við hlustir. Og hún kann að stilla víbratóið við þarfír textans! Györgi Fischer er bel canto-píanisti af fyrstu gráðu, fagursöngvari á hvítum nótum og svörtum, tillitssamur fram í fingurgóma, hinn fullkomni, lýtalausi meðleikari, sem tæknimenn Decca hafa þess utan gælt við með framúrskarandi hljóðupptöku. Það er ekki vandræðalaust að finna að þessum diski, og engin furða hafí hann geng- ið út sem heitar lummur. Þetta er varanlegt sælgæti. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.