Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C WjumXA$Mb STOFNAÐ 1913 72. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gúrkhar áuppleið GÚRKHAR frá Nepal, sem hafa getið sér mikið orð í breska hernum, eru að verða dálítið ólíkir sjálfum sér. Hér áður fyrr var það hávaxinn Gúrkhi, sem náði 160 sm, en nú er farið að togna heldur betur úr þeim. Nýlega sóttu 57.000 Gúrkhar um að fá að þjóna henn- ar hátign, Englandsdrottningu, og voru valdir úr 153 menn. Er sá hæsti meira en 180 sm og aðrir mjög hávaxnir eft- ir þvi áður gerðist. Er þessi vöxtur þakkaður betra mataræði en hætt er við, að hann komi nokkuð niður á her- sýningunum. Venjan er, að á eftir bresku varðliðasveitinni, sem í eru valdir hávöxnustu menn í hernum, fari Gúrkhasveit og í hana eru alltaf valdir þeir lágvöxnustu meðal þeirra. Hefur þetta þótt mikil skemmtun og ekki síst vegna þess, að „litlu karlarnir" eru þeir harðsnúnustu í hernum. Árunni svipt af Che Guevara UM þessar mundir er verið að gefa út dagbækur goðsagnarinnar Che Gue- vara, einhverrar frægustu byltingar- hetju í Rómönsku Ameríku. „Mótor- hjóls-dagbækurnar" eins og þær eru kallaðar eru frá því Guevara var 23 ára gamall en þá fór hann á mótor- hjóli vítt og breitt um Suður-Ameríku. Var hann mikil kvennamaður og lék marga konuna illa og oft kvaddi hann með því að kveikja í húsum og brenna til grunna. Þetta framferði þótti hins vegar ekki gefa rétta, pólitiska mynd af hel.jimni og þvi hafa bækurnar verið vel varðveitt leyndarmál í langan tíma. 300 skæruliðar felldir í Alsír 'I'únis. Reuter. ALSÍRSKIR hermenn felldu að minnsta kosti 300 vopnaða bókstafstrúarmenn í átökum á fimmtudag og föstudag að sögn dagblaðs í Algeirsborg. Sátu her- mennirnir fyrir flokki um 500 skæru- liða, sem voru á leið til borgarinnar. Ðagblaðið El Watan sagði, að 150 skæruliðar hefðu fallið i fyrirsátinni sjálfri á fimmtudag og 150 verið felldir daginn eftir. Væru hermenn enn á hælum hinna, sem flúið hefðu til skógar. Bókstafstrúarmennirnir voru á leið til Algeirsborgar til að styrkja raðir skæruliða þar en talið er, að allt að 40.000 manns hafi fallið í þau þrjú ár, sem eiginleg borgarastyrjöld hefur geisað í Alsír. Þrír metrar niður á þak Morgunblaðið/Ingólfur EKKI þarf að fara langt út fyrir höfuð- borgina til að komast i mikinn snió. Þetta sumarhús við Reynisvatn var svo bókstaf- lega á kafi, að það voru þrír metrar nið- ur á þak. Að sögn Mörtu Hildar Richter hefur húsið verið í eigu fjölskyldunnar í 44 ár og eru engin dæmi um annað eins fannfergi. Þegar myndin var tekin hafði snjómoksturinn staðið í tvo daga. Otti við að Bosnía logi brátt í nýju ófriðarbáli S.u-ajevo, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. VOPNAHLÉIÐ í Bosníu virðist vera að fara út um þúfur og hafa Serbar hótað gagnað- gerðum vegna fimm daga sóknar stjórnar- hersins við borgina Tuzla. Boutros Boutros- Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, segir, að gæslulið SÞ geti ekki komið í veg fyrir, að landið logi í ófriði á ný þar sem engin von virðist vera um pólitíska lausn. Bosníski stjórnarherinn hefur lagt undir sig nokkurt land í kringum Tuzla á síðustu dögum en borgin er eitt af svokölluðum griðasvæðum múslima. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, lýsti yfir á föstudag, að ekki yrði lengur litið á hana sem griða- svæði og kvað Serba búa sig undir gagn- sókn. Talið er, að mikið mannfall hafí orðið í bardögunum við borgina. Fulltrúar fimmveldanna, Bandaríkjanna, Nýjar tillögur Rússa ræddar á mánudag Rússlands, Bretlands, Þýskalands og Frakk- lands, koma saman í London á mánudag til að ræða síðustu tillögu Rússa um lausn á deilunni, Virðist Andrei Kozyrev, utanríkis- ráðherra Rússlands, hafa fengið samþykki Slobodans Milosevics, forseta Serbíu, fyrir því, að verði efnahagslegum refsiaðgerðum aflétt, muni Serbíustjórn viðurkenna Bosníu innan núverandi landamæra. Króatía vidurkennd Samkvæmt tillögunni fengi Króatía einnig fulla viðurkenningu Serbíustjórnar með þeim fyrirvara, að stjórnvöld þar setji niður deil- urnar við serbneska minnihlutann í landinu. Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri SÞ, seg- ir í nýrri skýrslu um ástandið í Bosníu, að fátt virðist geta komið í veg fyrir nýtt ófriðar- bál í landinu. Serbar væru teknir til við „hreinsanir" í Banja Luka, leyniskyttur þeirra aftur farnar að drepa óbreytta borg- ara í Sarajevo og stjórnarherinn sækti fram við Tuzla. Sagði hann, að herir Serba, músl- ima og Króata væru allir að búa sig undir ný átök. Sameinuðu þjóðirnar hafa formlega skipt gæsluliðinu á Balkanskaga upp í þrjár ein- ingar og búist er við, að öryggisráðið muni framlengja dvöl þess í Bosníu og Makedóníu í næstu viku. Þá hefur umboð til gæslu í Krajina-héraði, byggðum Serba í Króatíu, verið endurnýjað en fækkað verður í liðinu, úr 12.000 manns í 8.000. Við endimðrk veiðigetunnar 10 Felst lausnin í rann- sóknum EIGNAYFIRTAKA EINA LEIÐIN a ENDALOK SAMBANDSINS ONNURGREIN 16 ERUMEKKI MEÐ RÁÐANDI HLUTÍOLÍS 22 B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.