Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 Flugleiðir Algjört reykinga- bann REYKINGABANN á Norður-Atl- antshafsleiðum Flugleiða tekur gildi í dag, 26. mars, með sumaráætlun félagsins. Reykingabann hefur gilt í Evrópuflugi félagsins frá 1993 og í innanlandsflugi síðan 1984. Segir Einar Sigurðsson upplýsingafulltrúi Flugleiða að félagið sé hið fyrsta í Evrópu til að banna reykingar alfar- ið í vélum sínum. Einnig segir hann lagasetningu vofa yfir í Bandaríkj- unum þar sem reykingar í öllu flugi inn til landsins verði bannaðar. Einar segir að Alþjóðaflugmála- stofnunin hafi beint þeim tilmælum til flugfélaga að reykingar verði bannaðar í öllu farþegaflugi í heim- inum frá næsta ári. „Við höfum gert kannanir öðru hverju meðal farþega um viðhorfíð til reykinga því við fáum kvartanir á hverju ári frá þeim sem ekki reykja. Þessar kannanir eru allar á einn veg því um 90% farþega kjósa reyklaust flug. Þeirra á meðal er töluvert stór hópur reykingamanna." Einar segir vitað að einhver hópur reykingamanna kunni þessu illa, ekki hafí borið mikið á kvörtunum bréfleiðis en fólk hins vegar sýnt óánægju sína um borð. „Við höfum boðið upp á nikótíntyggjó í Evrópu- fluginu því í hópi reykingamanna er fólk sem líður illa ef það fær ekki nikótín. Það er sú Iausn sem við getum boðið upp á,“ segir hann. Bilun I Flugleiðavél Bilun kom fram í Flugleiðavél á leið til Lúxemborgar skömmu eftir að hún fór í loftið í gærmorgun. Vélinni var lent aftur og annarri vél flogið utan. Um tveggja og hálfrar klukkustundar seinkun varð á brott- för vegna bilunarinnar. -----*_♦_*--- Framboðsfrestur runninn út Náttúrulaga- flokkurinn í 4 kjördæmum FRAMBOÐSFRESTUR vegna al- þingiskosninganna rann út á hádegi í fyrradag. Auk flokkanna fímm sem nú eiga fulltrúa á Alþingi skilaði Þjóðvaki inn framboðum í öllum kjör- dæmum. Kristileg stjómmálahreyf- ing býður fram í Reykjavík og Reykjanesi og óskar eftir listabók- stafnum K. Náttúrulagaflokkur ís- lands býður fram í Reykjavík, Reykjanesi, Vesturlandi og Suður- landi og sækist eftir listabókstafnum N. Þá býður Suðurlandslisti Eggerts Haukdals fram í Suðurlandskjör- dæmi undir listabókstafnum S og Vestfjarðalistinn á Vestfjörðum und- ir forystu Péturs Bjamasonar með listabókstafínn M. FRÉTTIR Afleysingamál í barnsburðarleyfi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fagnar100 ára afmæli Vík í Mýrdal. Morgunbiaðið. ÓLAFUR Jónsson, heiðurs- borgari Mýrdalshrepps, hélt upp á hundrað ára afmæli sitt á heimili sínu, Dvalarheimili aldraðra í Hjallatúni, Vík í Mýrdal, miðvikudaginn 22. mars. AJf því merka tilefni bauð hreppsnefnd Mýrdalshrepps ættingjum hans og vinum, svo og öllum Mýrdælingum til af- mæliskaffis í Hjallatúni á af- mælisdaginn. Tveir íbúanna hundrað ára Þess má svo til gamans geta að nú hafa tveir íbúar Hjalla- túns náð hundrað ára aldri, en í október síðastliðnum hélt Sig- rún Guðmundsdóttir upp á hundrað ára afmæli sitt. Þegar Sigrúnu var sagt að Ólafur væri að verða hundrað ára sagði hún: „ Allt er þegar þrennt er,“ og bíður Sigrún nú eftir því að sá þriðji á heim- ilinu verði hundrað ára. Ungfrú Suðurland AÐALHEIÐUR Konrápsdóttir, 18 ára stúlka frá Árnesi í Gnúpveijahreppi, bar sigur út býtum þegar ungfrú Suðurland var valin á Hótel Örk á föstu- dagskvöld. Ekki farið að tillögu borgarminjavarðar FULLTRUAR Sjálfstæðisflokksins í menningarmálanefnd Reykjavíkur- borgar gerðu bókun á fundi nefndar- innar 22. mars sl. þar sem vinnu- brögð borgarstjóra eru harðlega átalin. í bókuninni segir að það hljóti að teljast sérkennileg vinnubrögð af borgarstjóra að auglýsa eftir for- stöðumanni fyrir Árbæjarsafn, borg- arminjaverði, vegna bamsburðar- leyfis núverandi borgarminjavarðar með þeim hætti sem gert hafi verið. Borgarminjavörður búinn að gera tillögu um afleysingar Venjan innan borgarinnar hefur verið sú að fari forstöðumaður í leyfí þá ákveður hann hvemig afleysinga- málum er háttað. Að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, sem sæti á í menn- ingarmálanefnd, er henni kunnugt um að núverandi borgaríninjavörður hafi í upphafi árs gert formanni Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks í menningarmála- nefnd átelja vinnu- brögð borgarstjóra menningarmálanefndar og borgar- stjóra grein fyrir því með hvaða hætti hún ætlaði að skipa málum í íjarveru sinni. Engu að síður hafi verið auglýst í stöðuna tímabundið. Auglýsingin birtist 12. mars sl. og umsóknarfrestur rann út þann 20. Inga Jóna segir að ekkert samráð hafí verið haft við menningarmála- nefnd og nefndarmönnum hafi ekki verið kunnugt um að auglýst yrði eftir umsækjendum í stöðuna. Hún segist hafa leitað upplýsinga hjá starfsmannahaldi borgarinnar um umsóknir þær sem borist hefðu en þar hefði henni verið tjáð að þær hefðu allar farið beint til borgar- stjóra. Tilgangurinn að grafa undan borgarminjaverði Inga Jóna segir að þetta sé greini- lega mál sem eigi að gerast á bak við tjöldin og tilgangurinn hljóti að vera sá að grafa undan viðkomandi stjómanda. í bókuninni segir að auglýsing eftir nýjum forstöðumanni vegi að starfsheiðri núverandi borg- arminjavarðar og feli í sér vantraust á störf hans. Inga Jóna segir að ekki sé verið að draga I efa vald borgarstjóra til að blanda sér í svona mál en hins vegar þekki hún engin dæmi þess að staðið hafi verið að verki með þessum hætti. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í gær. Heimsókn Landsbergishjónanna og Gintaré Skeryté óperusöngkonu I morgunverði með utanríkisráðherra VYTAUTAS Landsbergis og eiginkona hans Grazina snæddu í gærmorgun morgunverð með Jóni Baldvin Hannibalssyni ut- anríkisráðherra í Skálanum á Hótel Sögu, en hingað eru þau hjón komin í boði SVS, Samtaka um vestræna samvinnu, ásamt óperusöngkonunni Gintaré Skeryté. Þau héldu tónleika síð- degis í gær í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar. Landsbergis- hjónin eru mikilir íslandsvinir, enda var hann í forsvari lithá- ísku þjóðarinnar á örlaga- stundu, er hún hlaut sjálfstæði frá Rússum og var ríkisstjórn íslands þá fyrst vestrænna rík- isstjórna til að viðurkenna sjálf- stæði Litháens. ■ Viðtal við Landsbergis/20 f MORGUNBLAÐIÐ Endimörk veiðigetu ► Fiskistofnar við Kanada hafa nánast þurrkast út vegna ofveiði og þar telja fræðimenn að með aukinni fiskveiðitækni stefni mannkynið hratt að útrýmingu fískistofna úthafanna. /10 Lausn gigtargátunnar ►Lionsmenn um allt land selja um næstu helgi rauðu fjöðrina og rennur ágóðinn í að stofna Gigtarrannsóknarstofnun ís- lands. /12 Eignayfirtaka eina færa ieiðin ►í annarri grein um endalok Sambandsins segir frá því þegar þríeykið úr Landsbankanum greindi stöðu þess á þann veg, að þeir töldu sig í lokin vita mun meira um stöðu fyrirtækisins og vanda, en helstu ráðamenn þess. /16 Essohluturinn í Olís ekki ráðandi ►Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins, situr fyrir svörum um aðdragandann að kaupunum, fyr- irsjáanlega hagræðingu, hags- muni annarra hluthafa í Olís og samkeppnisstöðu félaganna. /22 B ► l-32 Fiðlan og byssan ►Jón Sen fíðluleikari hóf tónlist- amám sitt fjórtán ára gamall. Til þess að svo mætti verða þurftu forlögin að spinna stórkostlegan vef sem þandi sig milli Qarlægra heimsálfa. /1 Áfjöiunum Í50ár ►Leikaramir Baldvin Halldórs- son, Gunnar Eyjólfsson og Róbert Amfinnsson stigu fyrir réttum 50 árum í fyrsta sinn saman á leiksviðið í Iðnó í Kaupmanninum í Feneyjum. /4 List en ekki kampavín ►Þjóðveijinn Klaus Heymann hefur byggt upp útgáfustórveldið Naxos með því að selja sígilda tónlist á töluvert lægra verði en keppinautamir. /10 Óskar í konfektkassa ►Eru þau draumur eða martröð, spyr kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins, og spáir í út- komu þessarar eftirsóknarverð- ustu en umdeildustu verðlaunahá- tíðar skemmtiiðnaðarins. /30 BÍLAR ► L4 Bílar fyrir Kína ►Mercedes-Benz freistar þess að komast inn á stærsta markað veraldar með nýstárlegar útgáfur af fjölskyldubílum /1 Reynsluakstur ►Áhugaverður dísli-Terrano II eftir breytingar. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Skák 38 Leiðari 26 Stjömuspá 39 Helgispjall 26 Fólk! fréttum 40 Reykjavíkurbréf 26 Bíó/dans 42 Minningar 28 Útvarp/sjónvarp 48 Myndasögur 36 Dagbók/veður 49 Bréf til blaðsins 36 Mannlífsstr. 6b ídag 38 Kvikmyndir 12b Brids 38 Dægurtónlist 14b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.