Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 18/3 - 25/3. INNLENT ► RAUNÁVÖXTUN hlut- hafa Flugleiða á liðnu ári var 34,7%. Markaðsvirði hlutafjár Flugleiða í árs- lok 1994 var tæplega 3,1 milljarður króna, en í árs- lok 1993 var markaðsvirði hlutafjár félagsins tæp- Iega 2,3 milljarðar króna. Þannig jókst markaðsvirði hlutafjár Flugleiða um 823 milljónir króna á milli ára. ► FORMENN aðildarfé- laga Sjómannasambands ís- lands (SSÍ) samþykktu á fundi sínum á miðvikudag að fela samninganefnd sam- bandsins að leita eftir sam- stöðu meðal samtaka sjó- manna um boðun vinnu- stöðvunar á fiskiskipaflot- anum. Þessar aðgerðir eru til að knýja á um gerð nýrra kjarasamninga. ► GARÐBÆINGAR fögn- uðu langþráðum titli á fimmtudagskvöld þegar Stjörnustúlkur unnu þriðja leikinn gegn Fram í úrslita- keppni kvenna á íslands- mótinu í handknattleik, 16:8. Stulkurnar hafa beðið lengi eftir að hampa bikar, hafa verið með aðra hönd- ina á ýmsum bikurum síð- ustu ár en dæmið ekki geng- ið upp fyrr en nú. ► RJÚPNASTOFNINN er í vexti, það er niðurstaðan úr aldursgreiningu 6-752 rjúpnasýna sem Náttúru- fræðistofnun fékk til athug- unar úr afla skotveiði- manna á síðasta vetri. I fréttabréfi Skotveiðifélags íslands er þetta haft eftir Ólafi K. Nielsen, en hann segir að sé hlutfail ungfugla í veiði að hausti 80% eða meira, bendi það til að stofninn muni aukast árið eftir. Hlutfallið nú var 81,5%. ESSO og Texaco kaupa hlut í OLÍS OLÍUFÉLAGIÐ hf. og Olís hafa stofn- að nýtt sameiginlegt fyrirtæki sem annast innkaup, innflutning og dreif- ingu á eldsneyti. Jafnhliða þessu kaupa Olíufélagið og Hydro-Texaco A/S 45% hlut Sunda hf. í Olís. Eignarhlutur félaganna tveggja í hinu nýja dreif- ingarfyrirtæki verður í samræmi við stærð fyrirtækjanna. Olíufélagið hf. og Olís eru sögð verða keppinautar á markaðnum eftir sem áður. Snjóflóð á Seyðisfirði og í Ólafsvík SNJÓFLÓÐ féll úr fjallinu Bjólfí á Seyðisfírði rétt fyrir klukkan 15.30 á sunnudagnn var. Flóðið stórskemmdi verksmiðju Vestdalsmjöls og hreif með sér um 3.000 fermetra mjölskemmu við hlið hennar út á fjörðinn. Skömmu eftir miðnætti féll snjóflóð á heilsu- gæslustöðina í Ólafsvík og er tjón af völdum þess metið á annan tug millj- óna króna. Engan sakaði í flóðinu en heilsugæslustöðin var mannlaus þegar flóðið féil. Fjórtán hús voru rýmd vegna snjóflóðahættu. Sjálfstæðisflokkur fengi 35% SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 35% atkvæða ef gengið hefði verið til þingkosninga í vikunni, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið í byijun vik- unnar. Flokkurinn fékk 38,1% fylgi í síðustu könnun stofnunarinnar í byij- un mánaðarins. Framsóknarflokkur- inn vinnur mest á, samkvæmt niður- stöðunum. Flokkurinn fær nú 20,4% stuðning, en fékk 17,5% 1 síðustu könnun. Alþýðubandalagið tapar hins vegar frá síðustu könnun. Þá fékk flokkurinn 15,7% fylgi, en hefur nú stuðning 12,9% þeirra, sem afstöðu taka. Fylgi annarra flokka breytist ekki marktækt frá seinustu könnun. Herför Tyrkja harð- lega gagnrýnd HERFÖR Tyrkja inn á landsvæði Kúrda í Norður-írak hefur vakið mikla óánægju innan Evrópusam- bandsins, ESB, og meðal banda- manna þeirra í Atlantshafsbanda- laginu, NATO. Alain Juppe, utanrík- isráðherra Frakklands, hefur lýst yfir, að aðgerðimar ógni nýgerðum samningi ESB og Tyrklands um tollabandalag. Um 35.000 tyrknesk- ir hermenn tóku þátt í innrásinni og hefur verið sótt allt að 40 km inn í írak. Var það, ætlunin að ná til 2.500 skæruliða Verkamannaflokks Kúrdistans en þeir hafa haldið uppi hemaði í Tyrklandi en átt bæki- stöðvar í írak. Var áætlunin að ná til 2.500 skæruliða en heimildir herma, að Tyrkir hafí ekki haft er- indi sem erfíði. Tollasamningurinn verður ekki tekinn fyrir á Evrópu- þinginu fyrr en í september en margir telja, að hann yrði felldur ef um hann væri kosið nú. Eiturgas hjá sér- trúarsöfnuði JAPANSKA lögreglan hefur fundið mikið af eiturefnum í húsakynnum sértrúarsafnaðar, sem grunaður er um að hafa staðið fyrir eiturgasárá- sinni í neðanjarðarlestum Tókýó- borgar sl. mánudag. Varð hún tíu manns að bana. Em efnin uppistað- an í taugagasinu sarin, sem notað var í lestunum. Um 10.000 manns eru í söfnuðinum í Japan en talið er, að um 80.000 manns í Rúss- landi, aðalléga í Moskvu, hafi geng- ið honum á hönd. ►MEIRIHLUTI opinberra starfsmanna í Færeyjum hóf verkfall á miðvikudag en þá höfðu viðræður við landsstjórnina farið út um þúfur. Krefjast þeir þess, að 8,5% launalækkun 1993 gangi aftur og vi(ja launa- hækkun að auki. Til þess segist landsstjórnin ekkert svigrúm hafa. ►RÚMLEGA 50 Evrópu- þjóðir hafa undirritað sam- komulag um landamæri og réttindi þjóðarbrota en því er ætlað að koma í veg fyr- ir átök eins og þau, sem orðið hafa í Júgóslavíu, sem var. ÖSE, Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu, var falin ábyrgð á og umsjón með samningnum en hann snýr fyrst og fremst að ástandinu í Mið- og Austur- Evrópu. ►RENATO Ruggiero, frambjóðandi Evrópusam- bandsins í embætti fram- kvæmdastjóra WTO, Al- þjóðaviðskiptastofnu- narinnar, mun taka við þeirri stöðu 1. maí nk. Seg- ir hann, að meginverkefnið verði að vinna að fijálsum viðskiptum um allan heim og heitir því að gæta hags- muna þróunarríkjanna. ►FJÖLMIÐLAR og stjórn- málamenn í Belgíu leggja æ fastar að Willy Claes, fram- kvæmdastjóra NATO, að segja af sér eftir að flokks- bróðir hans, Frank Vand- enbroucke utanríkisráð- herra, sagði af sér vegna mútumáls. _______________FRÉTTIR______________ | Fundur í Eyjum um sóknarfæri í sjávarútvegi • Höfuðmarkmiðið að vernda fískistofnana | Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Vest- mannaeyjum gengust um seinustu helgi fyrir fundi um sjávarútvegs- mál, sem bar heitið Sóknarfæri í sjáv- arútvegi. Framsögumenn á fundinum voru Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, Sighvatur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður sjávarútvegsdeildar Háskóla íslands, Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, og Sveinn Rúnar Valgeirsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um. Fundarstjóri var Ámi Johnsen, alþingismaður, og að loknum fram- söguerindum voru fjörlegar fyrir- spurnir og ábendingar frá fund- armönnum um ýmislegt sem að sjáv- arútveginum snýr. Þorsteinn Pálsson sagði í fram- sögu sinni að mikilvægt væri að opna umræðuna um verðmætakeðjuna sem samanstæði af veiðum, vinnslu og markaði og fínna því farveg hvernig sem mest verðmæti yrðu sköpuð í þessari keðju. Hann sagði að þau megin markmið sem leggja þyrfti áherslu á væru uppbygging fískistofnanna, hagkvæmni í rekstri atvinnugreinarinnar í heild og að leikreglumar tryggðu sem mest at- hafnafrelsi í samræmi við takmörkun nýtingar auðlindarinnar. Hann sagði höfuðmarkmiðið að vemda físki- stofnana og fjallaði um mikilvægi þess að fara að ráðleggingum fiski- fræðinga. í 20 ár hefði alltaf verið farið um 30% fram úr ráðleggingum þeirra en nú væri komið að breyting- um í því efni. Dæmi frá öðrum lönd- um, þar sem fiskistofnar hafa hmn- ið, sýndu hvemig farið gæti ef ekki væri spornað við fótum og því yrði að fara að ráðleggingum sérfræðinga um aflahámark. Laga sig að breyttum aðstæðum Sighvatur Bjamason, sagði að lægð hefði verið í sjávarútvegi und- anfarin ár og rekstur hefði verið erf- iður vegna minnkandi aflaheimilda en útvegurinn hefði verið að laga sig að þessum breyttu aðstæðum. Sem dæmi um breytingar nefndi hann fækkun skipa, sameiningu fyrirtækja og frekari vinnslu afla en áður. Þetta hefði valdið því að færri væm í út- gerð en áður og þvi væri aflahlut- deild á færri höndum. Þetta hefði skapað framleiðniaukningu og af- BLAFJOLL Veðurhorfur: Norðan stinnings- kaldi fram eftir morgni en síðan kaldi og bjart veður að mestu. Frost 5-6 stig. Hægviðri og allt að 12 stiga frost með kvöldinu. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Kl. 10—18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-22. Uppiýsingar í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar og hefsthúnkl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 'A klst. í senn. Ferðir: Sérleyfisferðir Guðmund- ar Jónssonar sjá um daglegar áætlunarferðir þegar skíðasvæð- in eru opin með viðkomustöðum víða í borginni. Uppl. eru gefnar í síma 683277 eða hjá BSI í sími 22300. Teitur Jónasson hf. sér um ferðir frá Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 642030. KOLVIÐARHOLSSVÆÐI Veðurhorfur: Norðan stinnings- kaldi fram eftir morgni en síðan kaldi og bjart veður að mestu. Útvegnrinn að laga sig að breytt- um aðstæðum koma fyrirtækjanna hefði batnað. Erfíð staða í aflaheimildum hér heima hefði einnig orðið til þess að farið var að leita á önnur mið. Fram til þessa tfma hefðu flestir litið á 200 mílumar sem einskonar fískabúr sem ekki mætti fara út úr en nú væru menn famir að leita á önnur mið eins og til dæmis í Smuguna og Barentshafíð og því hefði aflasam- drátturinn hér heima ekki bara verið til tjóns. Sighvatur hrósaði kvóta- kerfínu og taldi það hafa sannað sig sem stjómtæki þó andstæðingar þess sæju því allt til foráttu. Hann sagði að ef tækist að reka sjávarútveginn með hagnaði við þær aðstæður sem nú væru ættu að skap- ast skilyrði til að gera hann verulega ábatasaman þegar betri skilyrði sköpuðust, sem gerðu greininni kleift að byggja sig upp og greiða síðan mannsæmandi laun til starfsfólks síns. Eiga ákveðin veiðisvæði Guðrún Pétursdóttir fjallaði um hlutverk sjávarútvegsdeildar Há- skóla íslands og samskipti deildar- innar við atvinnulífið. Hún sagðist vilja stefna að því að opnuð yrði teng- ing milli skóla í sjávarútvegi, Vél- skóla, Stýrimannaskóla og Fisk- vinnsluskóla og Háskólans þannig að opnar leiðir væru úr þessum skól- um inn í Háskólann. Guðrún flallaði um landhelgina kringum Eyjar og sagði frá samtali sem hún átti við japanskan hagfræð- ing á sviði fiskveiðistjómunar. Hann sagði henni að í Japan hefði grunn- slóðinni verið skipt niður í ákveðin svæði út frá landi. Síðan ættu físki- menn sem byggja land sem liggur að svæðunum þau svæði og mættu ráðskast með þau að vild. Ef þeir eyðilegðu sín svæði væri það þeirra tap, því önnur svæði fengju þeir ekki til afnota. Auðlindin væri fengin þeim til varðveislu og það væri þeirra að varðveita hana og nýta skynsamlega. Sagði Guðrún að þessi aðferð hefði gefið góða raun í Japan. Finnbogi Jónsson velti fyrir sér kostum og göllum við inngöngu í ESB og hvort sjávarútvegurinn SKÍÐASVÆÐIN Frost 5-8 stig. Hægviðri og allt að 12 stiga frost með kvöldinu. Skíðafæri: Gott skíðafæri. Opið: Kl. 10—18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar í síma 91-801111. Sklðakennsla er allar helgar kl. 14.30 hjá Skíðadeild Víkings. Ferðir: Sjá Bláfjöll. SKALAFELL Veðurhorfur: Norðan stinnings- kaldi fram eftir morgni en síöan kaldi og bjart veður að mestu. Frost 5-8 stig. Hægviðri og allt að 12 stiga frost með kvöldinu. Skíðafæri ágætt, nægur snjór. Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar: í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar og hefst hún kl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 '/* klst. í senn. Ferðir: Sjá Bláfjöll. ISAFJORÐUR Veðurhorfur: Norðan kaldi og smáél framan af degi en síðan myndi hagnast á inngöngu. Tók hann fyrst fyrir hugsanlega kosti við inn- göngu í sambandið sem hann skipti niður í þijá liði. Þá dró Finnbogi fram fjögur atriði sem hann kallaði galla við inngöngu í ESB. „Það er niður- staða mín að innganga íslands í ESB sé afleitur kostur. EES-samningur- > inn skapar þau sóknarfæri sem við k þurfum á að halda og ef við viljum * fá erlenda fjárfestingu inn í sjávarút- | veginn eigum við að ákveða það sjálf á okkar eigin forsendum, með okkar eigin reglum og ákveða með hvaða skilyrðum slíkt á að vera,“ sagði Finnbogi. Sveinn Rúnar Valgeirsson fjallaði um togararallið og óánægju meðal sjómanna með það. Taldi hann fram- kvæmd þess vera fásinnu. Meðferð á veiðarfærinu sem notað væri, væri w ekki í neinu samræmi við það sem » verið hefði þegar það var notað af j flotanum á árum áður og menn væru í akkorði við að klára túrinn til að reyna að hafa sem mest upp úr krafs- inu tekjulega séð. Þá gagnrýhdi Sveinn páskastoppið eins og það hefur verið framkvæmt. Hann sagði að sjómenn væru sam- mála um að stoppa þegar hrygning ætti sér stað en mönnum þætti vit- laust að vera með einhveija fasta dagsetningu á þessu. Það væri nær að fískifræðingar væru í sambandi við sjómenn og þegar menn sæju að hrygning væri að hefjast væri rétt að setja á veiðibann en ekki miða það við dagatalið. Þorsteinn Pálsson talaði síðastur á fundinum. Kom hann inn á nokkur mál sem rædd höfðu verið og svar- aði fyrirspumum. Þorsteinn sagði að auka þyrfti fræðslu sjómanna um lífríki sjávar, haffræði og fískifræði svo þeir og fiskifræðingamir gætu talað saman á grundvelli sambæri- legrar fræðslu. Það væri kannski lykillinn að betra samstarfí milli þessara aðila. Hann sagðist viðurkenna það sem fram hefði komið á fundinum að mistök hafí verið gerð með of mik- illi sókn í karfa, ufsa og ýsu þegar byijað var á stómm niðurskurði í veiðiheimildum á þorski. „Við vomm að strekkjast við að auka kvóta í þessum tegundum til að reyna að draga úr heildaráfallinu sem niður- skurðurinn á þorskveiðum hafði. Ég sé í dag að þetta vom mistök. Við áttum ekki að falla í þá freistingu," sagði Þorsteinn. hægviðri og léttir til. Frost 5-7 stig um hádaginn en 8-12 stig með kvöldinu. Skíðafæri gott og nægur snjór ó báðum svæðum. Opið: Skíðasvaeðiö verður opið laugardag og sunnudag frá kl. 10-17. Opið virka daga frá kl. 13-18 og til kl. 20 þrið. og fim. Ath. gönguskíðabrautir eru troðn- ar í Tungudal. Upplýsingar: í síma 94-3125 (símsvari). Ferðir: Áætlunarferðir á svæðið alla daga frá kl. 12. AKUREYRI Veðurhorfur: Norðan kaldi eða stinningskaldi og él, heldur hæg- ari með kvöldinu. Frost 7-12 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Virka daga kl. 13-18.45 og laugar- og sunnudaga kl. 10-17. Upplýsingar í síma 96-22930 (símsvari), 22280 og 23379. Skíðakennsla: Um helgina frá kl. 12 og á klst. fresti eftir þátttöku. Ferðir á svæðið á virkum dögum kl. 13.30, 15.30 og 16.30 og síð- asta ferð kl. 18.30. í bæinn er síðasta ferð kl. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.