Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vié endimörk veióigetunnar EG HEF sett fram einfalda kenningu. Að ekki sé hægt að vemda og viðhalda neinni villtri fískitegund ef sótt er á hana með nýjustu tækni. Sóknar- mátturinn er einfaldlega of mikill." Það er dr. Leslie Harris fyrrver- andi forseti háskólans í St. John’s á Nýfundnalandi sem talar. Harris, sem nú hefur að mestu sest í helgan stein, stundaði rann- sóknir á svonefndum norðurslóðar- þorski við Nýfundnaland og niður- stöður rannsókna hans urðu meðal annars til þess að sett var algert þorskveiðibann í kanadískri landhelgi fyrir fjórum árum. Áður var Mikli banki, á landgrunni Nýfundnalands, ein gjöfulustu þorskmið heims, en nú er þorskurinn og fleiri fiskiteg- undir nánast horfnar þaðan vegna ofveiði. „Áður komst fiskurinn oft undan með því að synda nokkra kílómetra yfir á dýpra svæði þar sem veiðiskip- in náðu ekki til hans. Nú skiptir engu hvar fiskurinn reynir að fela sig. Nútíma fiskiskip eru búin nákvæmum mælitækjum til að finna hann, og þau eru svo aflmikil og búin sterkum veið- arfærum sem hægt er að beita á nánast hvaða dýpi sem er. Ég hef það á tilfinningunni að við séum að nálgast endimörk fiskveiða, á sama hátt og við höfum áður út- rýmt öðrum dýrategundum. Við út- rýmdum nánast vísundum þegar við fengum marghleypur; við útrýmdum flökkudúfu, fílar í Afríku eru nærri horfnir. Það er alltaf sama sagan þegar maðurinn hefur þróað veiði- tæknina upp að ákveðnu marki. Ég veit þess vegna ekki hvort það er nokkur von fyrir fískistofnana. Þetta virðist allt svo vonlaust vegna þess að við höldum alltaf áfram að gera sömu vitleysurnar aftur og aftur.“ Örlög íbúa Nýfundna- lands hafa verið ofar- lega á baugi undanfarið vegna svonefnds grá- lúðustríðs Kanada og Evrópusambandsins. Guðmundur Sv. Her- mannsson hitti kana- dískan fræðimann að máli sem telur að með aukinni fískveiðitækni stefni mannkynið hratt að útrýmingu físki- stofna úthafanna. Eyðslusemi Það er ekki langt síðan bjartsýni ríkti á Nýfundnalandi. Þar byggist allt á fiski og eftir að Kanada færði fiskiveiðilögsöguna út í 200 sjómílur árið 1977 töldu Nýfundnalendingar, eins og Íslendingar um sama leyti, að framtíðin væri tryggð. Útgerðar- menn og fiskverkendur voru hvattir til að auka fjárfestingu í veiðum og vinnslu og fiskinum var mokað upp; þegar.best lét var árleg botnfiskveiði á svæðinu allt að milljón tonn. En nú eru þorskur, flatfiskur og karfi nánast horfnir af miðunum. Kanadamenn viðurkenna að eiga sjálfir mikla sök á hvernig fór. Vís- indamenn við Kanada ofmátu árum saman stærð fískistofna innan físk- veiðilögsögunnar og því var of mik- il veiði leyfð. Og sjómenn gengu illa um auðlindina, hentu fiski í sjóinn og lönduðu framhjá vikt og því var- árlegur afli mun meiri en skráður. „Við hugsuðum ekki mikið um að nýta aflann á síðustu áratugum. Tækninni hefur fleygt fram og við höfum getað rakað upp sjávarfangi og hent því sem við höfum ekki getað nýtt. Þetta er eyðslusemi sem við höfum ekki efni á og ég held að íslendingar hafi gert sig seka um þetta sama,“ segir Leslie Harris. Þótt afli færi minnkandi undir lok síðasta áratugar drógu stjómvöld allt of lengi að taka í taumana. En eftir að óyggjandi vísindalegar nið- urstöður sýndu fram á hrun stofn- anna var dregið verulega úr veiði- kvótum innan landhelginnar og síðan sett veiðibann á botnfisk. Fyrst á þorsk 1992 og síðan á lúðu og karfa. Örvænti um manninn Sama þróun var á svæðum utan landhelginnar, sem heyra undir svo- nefnda Norð-vestur Atlantshafsfisk- veiðinefnd, NAFO, en sú nefnd ákveður heiidarkvóta á svæðunum og hefur eftirlit með veiðum þar. Afleiðingin var stórfellt atvinnuleysi meðal sjómanna og fiskverkafólks, en nú erum um 55 þúsund manns atvinnulausir ‘ á Nýfundnalandi og Labrador, af um 570 þúsund íbúum. Efnahagslegar afleiðingar veiði- bannsins eru enn víðtækari, því sjáv- arútvegurinn skapaði auðvitað fleir- um tekjur en þeim sem unnu beint við veiðar og frumvinnslu. Harris segir sögur af því hvernig skipulögð ofveiði var stunduð á fiski- stofnum við Kanada. Þannig hafi Rússar notað þá aðferð að miða út ákveðinn fiskistofn og sækja á hann. Þegar stofninn hætti að veiðast sóttu þeir í næsta stofn en létu þann fyrri alveg í friði. Kenningin var sú, að þegar búið væri að fara þannig í gegnum stofnana yrði sá sem fyrst var veiddur búinn að jafna sig, svip- að og gert er í akuryrkju. En þetta gekk ekki alveg eftir. „Á árunum 1961 til 1965 var tveimur stónim síldarstofnum í Mikla banka útrýmt. Annar stofninn var gríðarstór en stjórnvöld sögðu þá við sjómennina, að þeir yrðu að taka til höndunum við veiðarnar áður en síld- in dæi úr elli. Svo menn fóru til Bresku Kólombíu [á vesturströnd Kanada] og sóttu þar stóran síld- veiðiflota sem var verkefnalaus, því búið var að þurrka upp síldarstofna við vesturströndina. Og á 10 árum tókst að eyða þessum síldarstofnum í Mikla banka og þeir hafa aldrei náð sér aftur. Þar var einnig gríðarstór karfa- stofn sem hefur verið útrýmt. Við eyddum stórum lúðustofni og þorsk- inum. Nú er að sama að gerast með grálúðuna og mér er nær að halda að við höfumekki lært nokkurn skap- aðan hlut. Ég held að við munum halda áfram að gera sömu vitleysuna aftur og aftur; stundum örvænti ég um mannkynið," segir Harris. Ekkert í soðið St. John’s, heimaborg Leslie Harr- is, er höfuðborg Nýfundnalands og þar búa um 130 þúsund manns. Mannlífið í borginni er hálf deyfðar- legt að sjá, þótt hún hafí ekki farið eins illa út úr fiskbrestinum og mörg önnur svæði á Nýfundnalandi því St. John’s er miðstöð stjórnsýslu, þjón- ustu og samgangna í fylkinu. Höfnin í St. John’s er nokkuð stór, en þar er nánast ekkert um að vera, lítil sem engin uppskipun og lítil skip- aumferð. Tvö yfirgefin fiskvinnslu- hús standa við innsiglinguna eins og minnismerki um betri tíð. Áður var St. John’s einn besti stað- urinn á eyjunni fyrir þorskveiðar í gildrur. í um tvo mánuði á ári gekk loðna inn að ströndinni, þorskurinn elti og sjómenn gátu mokað honum upp. Og þótt veiðin væri minni á öðrum árstímum mátti alltaf veiða í soðið. „Ég gat alltaf farið á litla bátnum mínum síðdegis og veitt um 20 pund af þorski í matinn fyrir fjölskylduna, eða gefið móður minni og bróður í soðið. Og ég var vanur að sjóða mér þorsk um borð í bátnum. En það er ekki hægt lengur og þetta er and- styggilegt ástand," segir Alan Hancock, fyrrverandi sjómaður sem nú vinnur fyrir sér með uppskipun þegar hún fellur til. Á síðasta ári ákvað kanadíska rík- isstjórnin að heimila fiskimönnum á Nýfundnalandi að veiða sér þorsk í matinn. Veiðin átti að standa í sex helgar síðasta haust, og mátti hver veiðimaður veiða 10 þorska á dag. Fiskimennirnir flykktust á bátum sínum á þorskveiðar. „Ég var stadd- ur á eyju við norðurströnd Nýfundna- lands á þessum tíma, þar sem áður var eitt besta þorskveiðisvæðið. Og það kom á daginn að aflinn var nán- ast enginn og fáir náðu 10 físka hámarkinu. Og þeir þorskar sem veiddust voru allir örsmáir,“ segir Leslie Harris. Og veiðunum var hætt. Löng veiðihefð Það ríkir mikil reiði á Nýfundna- landi í garð Evrópubúa, sem stund- uðu áfram umfangsmiklar veiðar á Mikla banka, þar sem hann nær út fyrir kanadísku lögsöguna, þótt ljóst væri að fiskistofnarnir væru að hrynja. Evrópusambandið hefur itrekað ekki viðurkennt veiðikvótana sem NAFO setti og skip þaðan veiddu áfram þorsk og flatfisk þrátt fyrir veiðibann. Spánvetjar og Portúgalir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.