Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 23 „Við erum ekki með ráðandi hlut í Olís. Hydro-Texaco á jafnmikinn hlut og Olíufélagið en er í sam- keppni við okkur á markaði. Ég held að það ógnaijafnvægi nægi í sjálfu sér og Texaco muni gæta þess að Olíufélagið ESSO nái ekki þannig tökum á markaðnum að hagsmunum félagsins yrði ógnað.“ Algjör trúnaður þurfti að ríkja — Það verður lögð fram tillaga á aðalfundi íslandsbanka um breyt- ingar á samþykktum sem felur í sér að eignist einn hluthafi meira en þriðjungshlut beri honum að gera öðrum hluthöfum tilboð í þeirra bréf. „Þriðjungur í einu félagi og þriðj- ungur í öðru félagi er ekki það sama. Það fer eftir því hversu mik: il dreifing er á eignarhaldinu. I sumum félögum nægir þriðjungur til að ná ráðandi hlut en í öðrum þarf nálægt helmingi til að stjóma með ráðandi meirihluta. í tilfelli Olís þá nægir þriðjungur ekki.“ — Viðskipti með hlutabréfin í Olís fóru mjög leynt öfugt við það sem oft gerist erlendis þegar barist er um yfirráð í fyrirtækjum meira fyrir opnum tjöldum. Sérðu fyrir þér að hlutabréfakaup ykkar hefðu getað orðið gegnsærri en niðurstað- an varð? „í þessu tilfelli áttum við við- skipti við Sund en ekki Olís. Ég er þeirrar skoðunar að svona viðskipti gangi ekki fram nema um þau ríki trúnaður. Dæmi um það eru hugs- anleg viðskipti með hlutabréf í UA á dögunum. Sú ókyrrð og læti í kringum það sanna það að svona viðskipti eiga sér ekki stað úti á torgum. Það má hugsa sér að menn þurfi allt að því lögvernd til að fá að vera í friði með ákveðna hluti til að sjá hvort þeir gangi fram eða ekki. Sumt verður ekki unnið úti á torgi þannig að niðurstaða fáist og það var okkar mat að þetta mál yrði að vinnast í trúnaði þangað til að það yrði séð hvort samkomulag næðist. Þegar samkomulag lá fyrir var það upplýst daginn eftir.“ — Það hafa verið uppi raddir um að kaup ykkar á Olís-bréfum séu aðeins fyrsta skrefið í átt til sam- runa félaganna. „Þetta hefur aðeins verið rætt úti á torgum en milli þessara aðila hefur ekki verið rætt um samein- ingu og hún er ekki í spilunum. Menn verða að gera sér grein fyrir því að það yrðu algjörlega tveir aðskildir hópar eigenda að koma sér saman um slíkt. Það hefur eng- in umræða farið fram um það og ég sé raunar ekki að sameining þjónaði hagsmunum Texaco. Olís kaupir sína smurolíu frá Texaco meðan við kaupum smurolíu frá Esso.“ Lítil atvinnusköpun Irving — Hvers telur þú að vænta frá Irving Oil? „Borgarstjóri spáði því að koma þeirra myndi leiða til mikillar at- vinnusköpunar. Við spáðum því hins vegar að þessir aðilar myndu smíða sín tæki og búnað erlendis og mér sýnist að þeir séu farnir að stað- festa þá skoðun okkar. Væntingar yfirvalda um atvinnuuppbyggingu hér samfara komu þeirra gætu virk- að öfugt á fjárfestingar íslensku olíufélaganna sem eru umtalsverð- ar. Þær fjárfestingar eru allar unn- ar hér á landi. Atvinnuskapandi starfsemi Irving í Kanada er lítil lyftistöng fyrir atvinnulíf á íslandi. Að öðru leyti er innflutningur á olíuvörum orðinn frjáls og við verð- um að taka þeirri samkeppi sem því fylgir eins og aðrar atvinnu- greinar. Sú gagnrýni sem við höfum haft uppi felur í sér að yfirvöld hafi tekið allt öðruvísi á móti um- sóknum Irving en okkar umsóknum gegnum áratugina. Takmarkandi þáttur hjá okkur hefur verið að- staða til markaðssetningar í formi bensínstöðva í Reykjavík. Við höf- um fengið lítið úthlutað af þeim lóðum sem við höfum sótt um í gegnum tíðina. Þegar útlendingur kemur einn góðan veðurdag og sækir um átta bensínstöðvar í einu fer allt borgarkerfið í gang. í frjálsri samkeppni ættu menn að sitja við sama borð.“ FRÉTTIR Uthlutun úr Sagn- fræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar ÚTHLUTUN fór fram úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar 20. mars sl. Styrki hlutu Eggert Þór Bern- harðsson cand. mag. til að vinna að riti um braggabyggð í Reykjavík 1940-1970 og Sverrir Jakobsson M.A. til að vinna að doktorsriti um tengsl Austrómverska keisaradæm- isins við Norðurlönd þ.á m. íslands, á miðöldum, 150 þús. kr. hvor. Á myndinni eru f.v. Guðrún Guðmundsdóttir, ekkja dr. Björns, Ármann Jakobsson, sem veitti styrknum viðtöku f.h. bróður síns Sverris, Egg- ert Þór Bernharðsson, styrk- þegi og Sveinbjörn Rafns- son, formaður sjóðsstjórnar. • Vissir þú að ef þú kaupir tvær gosflöskur á dag, kostar það 58.000 kr. á ári? • Vissir þú að hjón sem bæði reykja pakka á dag, borga um 195.000 kr. á ári fyrir sígarettur? Og þau þurfa að hafa um 336.000 kr. í viðbótartekjur á ári til þess að eiga fyrir þeirri upphæð. • Vissir þú að samkvæmt upplýsingum FÍB, kostar u.þ.b. 33.000 kr. á mánuði að eiga bíl, miðað við 15.000 km akstur á ári? • Vissir þú að á fjármálanámskeiðum Búnaðarbankans getur þú fengið fjölmörg svör við spurningum þínum um fjármál? • Veistu . . . drífðu þig á fjármálanámskeið! Búnaðarbankinn býður upp á eftirtalin námskeið vikuna 27.-31. mars Fjármálanámskeið fyrir námsmenn Fjármálanámskeið fyrir námsmenn á háskólastigi. Þriðjudagur 28. mars kl. 18:00 - þátttökugjald 1.200 kr. Fjármálanámskeið fyrir námsmenn á framhaldsskólastigi. Miðvikudagur 29. mars kl. 16:00 - þátttökugjald 900 kr. Fylgst er með Gunnari frá 16 ára aldri til 26 ára. Hann kaupir sér bíl, flytur að heiman og fer að leigja, fer í nám, þarf að taka námslán, fer út á vinnumarkaðinn og kaupir sér íbúð. Handbókin „Fjármál unga fólksins" er innifalin í verði. HEIMILISLÍNAN — Einfaldar fiármálin Námskeið um fíármál heimilisins Námskeið um fjármál heimilisins (4 klst.). Fimmtudagur 30. mars kl. 18:00 - þátttökugjald kr. 1.900 og kr. 1.000 fyrir maka (félagar í Heimilislínunni greiða kr. 1.400 og makar kr. 600). Námskeiðið fjallar um ýmis atriði sem tengjast heimilisrekstri. Hvað kostar að reykja? Hvernig má spara? Lánamöguleikar, heimilisbókhald, bætur vegna húsnæðiskaupa o.fl. Handbókin „Fjármál heimilisins" er innifalin í verði. FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA UNGLINGA F i ármálanámskeið Fimmtudagur 30. mars kl. 15:00 - námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Fjallað verður um ýmis grunnhugtök í fjármálum. Hvað eyða unglingar miklu? Hvemig á að gera einfalda áætlun? Hvað felst í því að vera ábyrgðarmaður? Hvernig er best að ávaxta peningana? - Þessi atriði og fleiri verða tekin fyrir á námskeiðinu. Þátttakendur fá fjármálahandbók. Boðið . verður upp á veitingar og bankinn skoðaður. Námskeiðin eru haldin í kennslumiðstöð Búnaðarbankans Austurstræti 9, boðið upp á veitingar. Skráning á námskeiöin er í síma 603 203 BÚNAÐARBANKINN - Traustur banki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.