Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 25 ERLENT Repúblikanar klofna í skattamálum Túnis. Reuter. ALSÍRSKAR öryggissveitir hafa fellt 17 bókstafstrúarmenn í átök- um síðustu daga að sögn frétta- stofunnar APS, þar af sjö í litlu þorpi í Kabylle-héraði. Að sögn fréttastofunnar réðust bókstafstrúarmenn á þorpið í leit að vopnum en íbúarnir snerust þá til varnar. Stóðu átökin í nokkr- Oöld í Alsír ar klukkustundir áður en öryggis- sveitirnar komu á vettvang og árásarmennimir vora þá hraktir á flótta. Sjö og að sumra sögn níu lágu eftir í valnum. Að minnsta kosti 40.000 manns, þar af 20.000 skæraliðar bókstafstrúarmanna að sögn stjómvalda, hafa fallið í óöldinni í Alsír síðustu þijú ár en hún hófst eftir að herstjórnin aflýsti kosn- ingum, sem bókstafstrúarmenn vora öryggir með að vinna. Washington. Daily Telegraph. ÁHRIFAMIKILL öldungadeildar- maður Repúblikanaflokksins hefur sagt skilið við Newt Gingrich, for- seta fulltrúadeildarinnar, og fylgis- menn hans í skattamálum. Robert Packwood öldungadeild- armaður frá Oregon-ríki og formaður fjárhagsnefndar deildarinnar, hefur sagt áform félaga hans í fulltrúa- deildinni um skattalækkanir óraun- hæf. Hann sagði að þeim hefði ekki tekist að benda á leiðir til að lækka útgjöld til að mæta skattalækkun- unum. „Það er almennur skiíningur fjár- hagsnefndarinnar, bæði repúblikana og demókrata, að við gerðum skatt- greiðendum þessa lands langmest gagn ef okkur tækist að draga úr halla á fjárlögum," sagði Packwood. Afstaða Packwoods þykir endur- spegla mismunandi viðhorf milli rót- tækari þingmanna Repúblikana- flokksins í fulltrúadeildinni og þeirra íhaldssamari í öldungadeildinni. Stjórnmálaskýrendur telja, að þessi afstaða Packwoods eigi eftir að leiða til harðra átaka innan Repúblikana- fiokksins, sem fari jafnvel fram í fjöl- miðlum. Samkvæmt áformum, sem kennd eru við Gingrich, er ætlunin að lækka skattheimtu um 188 miiljarða doll- ara. Á það fyrst og fremst að koma ijölskyldufólki til góða. Ætlunin er að bamahjón með allt að 12,8 millj- óna árstekjur geti fengið 32.000 króna skattaafslátt af hveiju barni. Hermt er reyndar, að tæplega helmingur þingmanna Repúblikana- flokksins vilji lækka umtalsvert tekjuþakið sem þingflokksforystan vill miða við. Þá er talsverður ágreiningur með- al þingmanna Repúblikanaflokksins varðandi frumvarp sem miðar að því að reisa nýjar skorður við fram- færslustyrkjum. Samkvæmt tiilögunum munu ein- stæðar mæður undir 18 ára aldri ekki lengur fá framfærslustyrki og heldur ekki konur sem bæta við sig börnum meðan þær eru á opinberri framfærslu. Ýmsir íhaldssamari þingmenn repúblikana hafa hótað því að greiða atkvæði gegn frumvarpinu óbreyttu þar sem þeir óttast að það muni leiða til aukinna fóstureyðinga ungra kvenna. Á landsfundi kaþólskra bisk- upa um síðustu helgi sætti frumvarp repúblikana harðri gagnrýni. Þing Kína * Ovenjumikil andstaða við stiómina Peking. Reuter. ** ÞRIÐJUNGUR fulltrúanna á þingi Kína bauð stjórn landsins birginn í vikunni sem leið og lagðist gegn frumvarpi hennar um seðlabankann. Þingið hefur hingað til samþykkt stjórnar- frumvörp gagnrýnislaust en Li Peng forsætisráðherra sagði andófið aðeins til marks um lýð- ræðislega starfshætti. Þingið samþykkti seðlabanka- frumvarpið með 66% atkvæða, en það er minnsti stuðningur sem stjórnarfrumvarp hefur fengið á þinginu til þessa. And- stæðingar frumvarpsins eru einkum andvígir því að ríkis- stjórnin hafi eftirlit með starf- semi bankans en ekki þingið eða fastanefnd þess. Fyrsta menntamálafrumvarp stjórnarinnar fékk ívið meiri stuðning, eða 74% atkvæða, þótt andstaðan væri meiri en oftast áður. Andstæðingarnir sögðu að frumvarpið tryggði ekki nægi- legt fjármagn til menntamála. Stjórnin varð þó fyrir mesta áfallinu þegar aðeins 63,4% þingmannanna studdu Jiang Chunyun, sem stjórnin tilnefndi í embætti aðstoðarforsætisráð- herra. Þingið kemur saman í tvær vikur á ári hveiju. Förðunarskóli Línu Rutar 6 vikna námskeið í Ijósmynda- og tískuförðun, með möguleika á framhaidsnámskeiði,hefst 3. apríl nk. PROFESSIONALS Par/tf /Zeaj Porf'í pf/éan Forsíðukeppni Hár og fegurð 1@94.Lina Rut áttl förðunina f 1. og 2. saati. Einnig verður 6 vikna sumarnámskeið ásamt 3 vikna námskeiði í FANTASÍUFÖRÐUN sem hefjast 12. júní Við bjóðum upp á toppfólk í faginu og fólk með míkla reynslu. 1. sæti í Ijósmynda- og tískuförðun mars 1995 Lína Rut. NÝTT FÖRÐUNARNÁMSKEIÐ alla sunnudaga mlill kl. 14-18 þar sem kcnnd er dag- og kvöldförðun. Hámark 5 i hóp á kennara. :w«sar -m " konnarar: Jóhanna Kondrup , Súsanna HoiSarsdóttir. *, | Tökum oinnig að okkur ■ÍjISÉ- lörðun fyrir öll taokifaari alla daga vikunnar. s Nánari upplýsingar isima 11288. LintM Rut hefur unníð við förðun í 10 ár — margfaldur Islandsmeistari. Hefur lokið 4 ára námi úr málaradeild Myndlista- og handiðaskóla íslands. JÓhanna Kondrup hefur starfað við förðun S París frá 1967 og farðað þ.á m. fyrir þekktustu tískuhörtnuðí heims. Hanntt Maju hefur unnið við förðun i 12 ár, þar af 4 ár i Hollywood. Súsanna starfað við ýmsar tisku- sýningar, tímarit o.fl. Forsiða á Harrods — förðun fyrir tiskuhönnuðinn C. Lacroix 1988 en Jóhanna Kondrup hefur m.a. annast alla förðun fyrir hann sl. 10 ár. Ambrósía heildverslun RtlKHFERO l.HPRÍL -11NETUH VEGNR GÍFURLEGRRR EETIR5PURNRR HDFUM VIÐ NH BÍETT Vlfl RUKREERÐ1. RPRÍL Mía ElNN flLLRfl BE5TI DG Ö0YRR5ÍI SUMRRL ELTH HS fl RDNDUM Verð sem kveikir sólskinsbros Verðdæmi: Pinhal Falésia 33.335 kr.* á mann m.v. tvo íullorðna oj* tvö börn (2ja til og með 11 ára) f íbúð meö 1 svcfnlicrbergi. Ondamar 45.246 kr.‘ á mann m.v. tvo fullorðna í stúdíóíliúð ‘ Vcrö mcö föstum aukatfjöldum m.v. 6% staögrelösluafslátt. Hótelin á Algarve í Portúgal bera af enda þykir margt af því sem er sjálfsagt í Algarve munaður á öðrum sólarstöðum. Ondamar - einn af fjölmörgum frábærum gististöðum okkar. Einstaklega ríkulega búnar loftkældar Ibúðir og stúdíó með gervihnatta- sjónvarpi. Glæsilegur sundlaugargarður sundlaug, bamasundlaug, innisundlaug • Sauna • Tyrkneskt gufubað • Vcggtennis • Líkamsræktarsalur • Biliiard • Veitingastaður • Bar- Næturklúbbur • Útibar Daglega skemmtidagskrá í sundlaugargarðinum. We ÚRVAL ÚTSÝN * Lúgmúla 4 swii 569 9300. i Hafnarfirði simi 565 2366, i Keflarík sími I 13 53. á Akureyri simi 2 50 00. á Selfossi simi 21 666 - of{ bjá umboðsmönnum um latul allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.