Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ fræða fólk um umhverfi og aðstæður svo það nyti betur þess sem í kriiig- um það var og bæri virðingu fyrir því. Tónlist stóð Bergþóru nærri hjarta og það er mirmisstætt þeim sem komu í Vesturdal í afmælishátíð vegna 20 ára afmælis þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum hvemig þær stöll- ur, Bergþóra og Sigrún, settu hátíð- legan blæ á stundina með hljóðfæra- leik sínum. Víst er margs að minnast og um leið og við rifjum upp finnum við til þess að nú hefur verið höggvið skarð í hópinn. Sá dagur mun koma að ég á ekki aftur að vakna, aldrei framar að gleðjast, þrá eða sakna og sorg mín og angist og allt það sem ég hefí kviðið, í óminnisdvalanum týnist, því nú er það liðið. Og ósigrar mínir og örvænting hverfa með mér. En áfram um jörðina skínandi dagsljóminn fer af blessaðri sólinni. Aðrir til annríkis vakna, unnast og gleðjast, missa, þjást og sakna. Og töp mín og glöp til gleymskunnar hverfa fljótt. Svo gjöfult er lífíð og voldug hin eilífa nótt. (Jakobína Sigurðardóttir) Með þessari kveðju viljum við þakka samstarfið og vottum um leið aðstandendum samúð okkar. Félagar í Landvarða- félagi fslands. Það var á árinu 1987 sem Berg- þóra, eða Begga eins og hún var stundum kölluð, gekk til liðs við okk- ur í Lúðrasveit Verkalýðsins. Hún var fljótt mjög virkur félagi í starfi okkar og starfaði með okkur af krafti fram til ársins 1994. Bergþóra var afbragðsgóður hljóð- færaleikari og töfraði fram fagara hljóma á hljóðfærið sitt, saxófón. Haft var á orði í sveitinni að einu gilti hvað lagt væri fyrir Bergþóru, hún spilaði það allt. Þeir sem betur þekktu til Bergþóru vissu að svo var með allt það sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var úrvals námsmaður í öllu og hafði nýverið lokið námi t landafræði frá Háskóla íslands með afburðaeinkunnum eins og hennar var von og vísa. Bergþóra var ekki aðeins góður hljóðfæraleikari, hún var ennfremur ■ einn besti félagi sem hægt var að ' hugsa sér. Hún var ávallt boðin og búin að hjálpa ef að þess gerðist þörf. Þá var og alltaf stutt í hlátur- inn hjá Beggu og hún var gjarnan miðpunktur í því sem til gamans var gert í okkar félagsskap. Seint líður okkur úr minni ferð sveitarinnar til Tékkóslóvakíu árið 1989 og ekki ólíklegt að ferðin hefði verið dauf- j legri ef Bergþóra hefði ekki haldið | uppi fjöri með gítarspili og söng. I Bergþóru bjó mikill efniviður. I Það er ávallt þungt að sjá á eftir fólki eins og henni, ekki síst þegar slíkt gerist í blóma lífsins. Þá spyr maður um tilgang en fátt er um svör. Með harm í huga kveðjum við Bergþóru og vottum foreldrum henn- ar og bræðrum okkar innilegustu samúð. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifír í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfír. (Hannes Pétursson) Félagar í Lúðrasveit verkalýðsins. Heilsa, máttur, fegurð, fjör, flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. (B. Halld.) Þessar ljóðlínur lýsa betur en mörg orð því sem um huga okkar fór er við fréttum að Bergþóra hefði látist í Panama eftir skyndileg veik- indi. Við spurðum hvert annað í sorg og vanmætti hvernig það gat gerst | að hún væri horfin okkur, þessi fal- lega stúlka sem kom í hóp okkar á | haustdögum geislandi af gleði og ( lífskrafti. Bergþóra var landfræðingur að ( < í ( ( MINNINGAR mennt og kom til að kenna landa- fræði og jarðfræði við Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki. Hún lagði mikla vinnu í að miðla þekkingu sinni á fjölbreyttan og áhugaverðan hátt til nemenda og hún gerðist einnig áhugasamur nemandi í rafiðn hér við skólann. Bergþóra var músíkölsk, lék á hljóð- færi og söng í Kirkjukór Sauðár- króks, jafnframt því stundaði hún söngnám við Tónlistarskólann á Sauðárkróki. í gegnum starf sitt og áhugamál kynntist hún mörgum hér fyrir norðan sem nú minnast hennar með sorg og söknuði á kveðjustund. Þó að Bergþóra hefði skemmri viðdvöl en margir aðrir, sem hafa komið og starfað hér, náði hún að skipa sér sérstakan sess og skilja eftir margar ljúfar minningar sem við yljum okkur nú við. Hún vakti strax athygli með sinni ljúfu, ein- lægu og hispurslausu framkomu. Þessi mikla útgeislun og lífskraftur sem hún hafði til að bera hafði áhrif á okkur öll. Augljósir forystuhæfileikar Berg- þóru leiddu til þess að hún var strax kosin í stjórn kennarafélagsins sem stóð fyrir ýmsu félagslífi. Og þegar kom að haustferð kennara í október settum við allt okkar traust á Berg- þóru og þar nutum við þekkingar hennar sem landfræðings og leið- sögumanns. í fagurri haustnóttinni í Þórsmörk lagði hún í það þrekvirki að kenna okkur að þekkja stjörnum- erkin og dansa vikivakadans kring- um varðeldinn, auk þess sem hún leiddi sönginn í skálanum ásamt fleirum. Því miður misstu nokkrir af útsýnisgöngunni á Valahnjúk því það var ekki á færi nema þrautþjálf- aðra göngugarpa að fylgja henni eftir. I lok ferðar áttum við eftir- minnilega stund með henni á Þing- völlum þar sem hún miðlaði okkur af landfræði- og jarðfræðiþekkingu sinni. Og eftir situr hvernig hún á sinn einstaka hátt fræddi okkur, stjórnaði okkur og gladdi okkur og átti sinn stóra þátt í að gera þessa ferð ógleymanlega. Það voru vissulega vonbrigði hve skamman tíma hún ætlaði að dvelja hér, en lífskraftur hennár kallaði á ný viðfangsefni. Nú skyldi halda til Mið- og Suður-Ameríku, skoða nýja staði og læra spænsku. Við dáðumst að dirfsku hennar og krafti að halda ein á þessar ókunnu slóðir og glödd- umst yfir korti sem við fengum frá henni í bytjun febrúar og sáum að allt gekk vel. Þá var hún í Guate- mala „í landi hins eilífa vors svo lundin er létt“. Við bundum vonir við að hún kæmi aftur til starfa næsta haust, en nú hefur hún kvatt á vori lífs síns og lagt upp í annað ferðalag, svo komið er að kveðju- stund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Foreldrum, bræðrum, ættingjum og vinum sendum við dýpstu sam- úðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar á stundu sorgar og sakn- aðar. Blessuð sé minning Bergþóru. Starfsfólk Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. BRAUTARHOLT — engin útborgun Til sölu mjög gott 252 fm nýlegt skrifstofuhúsnæði á 3ju hæð í góðu húsi. Hæðin var byggð ný ofan á húsið árið 1990. Húsnæðið skiptist í stóran sal, góðar snyrtingar og eitt skrifstofuherbergi. Innréttingar eru mjög góðar, linoleumdúkará öllum gólfum, góð raflögn og lýs- ing mjög góð. Hentar mjög vel fyrir skrifstofur og léttan iðnað. Húsnæðið er laust strax. Engin útborgun. Allt kaupverðið er lánað til 10 ára. Greiðslubyrði á mánuði er um 165.000 eða per fm á mánuði kr. 643. Söluverð kr. 10.800.000. Upplýsingar veitir Ásbyrgi, fasteignasala, Suðurlandsbraut 54, Rvík, sími 682444. Viðarrimi 55 Einbýli á einni hæð ca 183 fm með innb. bílskúr. Hægt að hafa 3 eða 4 svefnherb. Hátt til lofts í bílskúr. Skil- ast tilb. til innréttingar fljótlega. Verð 12,5 millj. Ármúla 1, sími 882030 - fax 882033 Ægir Breiðfjörð, lögg. fastsali, hs. 687131. Ellert Róbertsson, sölum., hs. 45669. 189f-S3AM ðjR;HUOAíVJVOiUE Sí* SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 33 Vallargerði - einbýli Ca 115 fm einbýlishús á einni hæð ásamt ca 42 fm bíisk. 4 svefnh. Stórglæsilegur garð- ur. Áhv. hagst. lán ca 3,1 millj. Verð aðeins 10,9 millj. Opið í dag kl. 12-14. Valhöll, fas Mörkinni 3, s Brekkustígur 21, Njarðvík Sérlega glæsilegt 294 fm einbhús ásamt bíls,kúr á góðum stað í Njarðvík. Eignin samanstendur af stofu, borðstofu, arinstofu, 4 svefnherb., 1 vinnuherb. auk baðherb. og eldhúss. Eignin er í mjög góðu standi, m.a. er eldhús allt nýlega stand- sett. Skipti á sambærilegri eign á höfuðborgarsvæðinu kemur til greina. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar Suðurnesja í síma 92-11700. - Hóll rífandi sala - Hóll rifandi sala - Hóll rífandi sala - hÓLl FASTEIGN ASALA ® 10090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæðt.v. Franz Jezorski, lögg. fast.sali. Digranesvegur - ný sér- hæð. Vorum að fá í sölu afar glæsilega 125 fm nýja fullbúna sérhæð á frábærum útsýnisstað í Kópavogi. 3 svefnherb. Parket. Allar innréttingar í sérflokki. Stór suðurverönd. Áhv. 3,5 millj. Verð 10,5 millj. Makaskipti á 3ja herb. íbúð vel athugandi, helst í Kópavogi. 7998. OPIÐ HUS I DAG KL. 14-17 Kaplaskjólsvegur 31 Vindás 4 - 2ja herb. Nýleg einstaklega falleg 170 fm íbúð á tveimur hæðum í parhúsi. Á neðri hæð eru stofur og gestasnyrting og eldhús með vandaðri innr. Merbau-parket. A efri hæð eru 3 parket- lögð svefnherb., sjónvarpshol, stórt glæsilegt baðherb. sem er flísalagt í hólf og gólf og þvottahús. Auk þess er innb. bílskúr og geymsla. Tvennar svalir og frábært útsýni. Allir áhugasamir velkomnir í opið hús frá kl. 14-17 í dag. Gakktu í bæinn! Verft 12,9 millj.______________________________ Heilsárshús í Uthlíð - Biskupstungum Stórglæsilegt ca 50 fm heilsárshús ásamt ca 30 fm svefn- lofti á þessum frábæra og eftirsótta stað. Heitt og kalt vatn er í húsinu sem er byggt 1991. 3 svefnherb. Vandaðar innr. Stór verönd. Já, hér verður gott að flatmaga í sólbaði í faðmi fjölskyldunnar í sumar! Verö 5,5 millj. OPIÐ A HOLII DAG KL. 14-17 Aldeilis stórglæsileg 93 fm 4ra-5 herb. íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi. Þessi skartar 3 svefnherb., flísalögðu bað- herb. í hólf og gólf. Þau Einar'og Fjóla taka vel á móti þér í opnu húsi í dag frá kl. 14-17. Líttu inn. Verð 8,1 millj. 4845. Gullfalleg 59 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbhúsi. Nýtt parket. Glæsileg eldhúsinnr., rúmgóð stofa. Þau Ást- hildur og Matthias bjóða þig og þína sérstaklega velkomin í opið hús í dag frá kl. 14-17. Áhv. 3,4 millj. Verð 5,2 millj. 2433. Langholtsvegur 21 - opið hús - Hóll rifandi sala - Hóll rífandi sala - Hóll rifandi sala -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.