Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ’Of SHAM 8S ínJOAQUMMUB BL SUNNUDAGUR 26. MARZ 1996 47 KORFUKNATTLEIKUR Reggie Lewis heiðr- aður í Boston Garden Boston Celtics heiðraði á mið- vikudagskvöld minningu Reggie Lewis með því að hengja ■■■■■■■ treyju hans, með Karl númerinu 35, upp í Blöndal ijáfur. Mikill styrr skrifar frá hefur staðið um það Bandarikjunum , „ ., , r . 1 undanfanð hvort kókaínneysla hafi valdið hjarta- meininu, sem dró hann til dauða, og var skorað á liðið að fresta at- höfninni. Forsíður beggja dablaðanna í Boston hafa verið undirlagðar af Reggie Lewis^ og hefur tilefnið verið kókaín. Á miðvikudag hafði dagblaðið Boston Herald eftir ónefndum lækni að Lewis, sem var fyrirmynd Boston Celtics þegar hann hné niður örendur 27. júlí 1993, hefði notað kókaín að stað- aldri og hefði meira að segja hald- ið því áfram eftir að hann hné nið- ur í síðasta leik sínum í NBA á móti Charlotte Hornets 29. apríl það ár. Athöfin til heiðurs Lewis var haldin í hálfleik viðureignar Boston Celtics og Chicago Bulls og las ekkja hans, Donna Harris-Lewis, ljóð, sem hún orti og heitir „Trúðu því, sem þú sérð með eigin aug- um“. Gremja hennar yfir moldviðr- inu í kringum Lewis fór ekki á milli mála og varði hún nafn hans bæði í ræðu sinni og ljóðinu, sem hún byijaði að skrifa ári eftir að hann dó. „Við skulum ekki trúa þessum skaðræðislygum," sagði Harris-Lewis, sem frá upphafi hef- ur haldið því fram að Lewis hafi aldrei neytt eyturlyfja. Umræðan um dauða Reggie Lewis hófst 9. mars þegar dagblað- ið The Wall Street Journal birti grein þess efnis að fátt annað en kókaín hefði getað orsakað hjarta- skemmdirnar, sem Lewis átti við að stríða. Næstu daga töluðu íbúar Boston vart um annað og Boston Celtics hótaði málshöfðun. Síðan hafa nokkrir aðilar sagst hafa séð Lewis neyta kókaíns. Því hefur verið haldið fram að kókaín hafi mælst í blóði hans þegar hann var í háskólaliði Northeastem Uni- versity, en læknirinn, sem gerði prófið, segir að svo hafi ekki verið. Derrick Lewis, sem lék körfu- bolta með Lewis í Northeastem (þeir era óskyldir), kvaðst í sam- tali við The Wall Street Journal á mánudag oftsinnis hafa séð Lewis fá sér kókaín. Derrick Lewis bar hins vegar allt til baka í samtali við fréttastofuna Associated Press á miðvikudag. Lewis var þekktur fyrir hógværð sína og brosmildi, glæsta frammi- stöðu á körfuboltavellinum og óeigingjarnt hjálparstarf í frítíma sínum. Það var sú mynd, sem Bos- ton Celtics leitaðist við að varð- veita á miðvikudagskvöldið. „Ég vissi að þið mynduð ekki bregðast,“ sagði Tomy Heinsohn, fyrram þjálfari og leikmaður Celtics, þegar áhorfendur í Boston Garden stóðu á fætur og klöppuðu fyrir Lewis. „Ég vona að hann fái loks að hvíla í friði.“ Þegar númer Lewis var dregið upp hrópuðu áhorfendur „Reggie, Reggie, Reggie“. Ángar kókaínmálsins teygðu sig hins vegar inn fyrir dyr Boston Garden á miðvikudag. David Stern, framkvæmdastjóri NBA, var þrá- faldlega spurður um stefnu deildarinnar í eiturlyfjamálum og prófum. í greininni, sem kom um- ræðunni af stað, er látið að því liggja að NBA megi axla hluta af áþyrgðinni á dauða Lewis vegna þess að afstaðan til eiturlyfja væri óljós. Hún virtist ströng á pappírn- um, en þegar nánar sé að gáð sé hún bitlaus. Nýliðar era prófaðir í þrígang, en eftir fyrsta árið þarf talsvert að bera út af til þess að hægt sé að prófa leikmann. Um þessar mundir er enginn leikmaður NBA í eiturlyfjameðferð og má deila um hvort það beri því vitni að stefnan hafi borið árangur, eða hún sé vita gagnslaus. „Ég held að það vilji svo til að við höfum yfirgripsmestu stefnu í eiturlyfjaprófum af öllum atvinnuíþróttum," sagði Stern. „Því höfum við engar áætlanir uppi um að ganga lengra en hún nær.“ Stern sagði að vert væri að reyna að komast að sannleikanum í máli Lewis, en kvaðst ekki myndu láta deildina rannskana málið. „Ég held að eini sannleikurinn í málinu hafi verið grafínn með Reggie Lewis,“ sagði Stem. „Vegna þess að aðeins Reggie gat sagt okkur hvað var á seyði og það er eitt af því, sem er óheppilegt við stöðuna nú.“ wm þti c r boðið áfund í næstu vikti munu frambjóðendur sjálfstæðismanna í Reykjavík halda fundi í kosningamiðstöðiimi við Lækjartorg (Hafnarstræti 22,2. hæð). Fundimir verða á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag og em öllum opnir. Þriðjudaginn 28. mars kl. 17.30. Magnús fjallar um livemig cfnahaghagsbatanum verði bestskipt. |Miðvikudaginn 29. mars kl. 17.30. Erhidi Friðriks ber yfirskriftina „Ungtfólk ogframtíðin“. Arí Ethvnld _________Fimmtudaginn 30. mars kl. 17.30. Ari svarar spurningunni „Hvarliggja tækifæri ungsfólks?“ Komdu og hlýddu á forvitnilcg ermdi og taktu þátt í fjömguin umræðum. Kaffi og léttar veitingar á boðstólum. |lfff|ɧ . Ari Edwald Kosningamiöstöðijn við La'kjartorg. BETRA ÍSLAND KOSNINGAFUNDIR I REYKIA VIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.