Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 1
LAND CRUISER MEÐ OLLUM BUNAÐI - ÓFUGSNUNING- UR í SKATTLAGNINGU BÍLA? - BYLTING HJÁ BMW - NÝIR FJÖLNOTABÍLAR - NÝR JEPPI FRÁ BENZ ÁRIÐ 1997 .-<£ ^r* WltotQttnbUAtib * *^ SJOVAOPALMENNAR Kringlunni 5 - sími 569-2500 SUNNUDAGUR26. MARZ 1995 BLAÐ c Fnimsýnum 3 nyjar gerðir af Corolla Special Series, sérbúna lúxusbíla á einstöku tilboðsverði. ® TOYOTA Tákn um gœði FJÖLSKYLDUBÍLL fyrir Kína. Hugmynd Mercedes-Benz er í fjórum útfærslum og gera stjórnendur fyrirtækisins sér góðar vonir um að bíllinn verði framieiddur í Kina. Fjölskyldubíll fyrir Kína MIKILL áhugi er á meðal bílafram- leiðenda að komast inn á markað í Kína þar sem bílaeign er með allra minnsta móti en hagvöxtur með því hæsta í heiminum. Mannfjöldi í Kína er 1,2 milljarðar manna og þýsk fyrirtæki, sem annarra _þjóða, mæna þangað vonaraugum. A fyrri árshelmingi 1994 höfðu viðkipti milli Kínverja og Þjóðverja aukist um 16% frá fyrra ári og námu 1612,8 milljörðum þýskra marka. Á sama tíma sýndi Mercedes-Benz hugmynd sína að fjölskyldubíl fyrir Kínverja á sýningu í Peking þar sem yfir 20 bílframleiðendur kynntu sín- ar hugmyndir í þessa átt. Forsvars- menn Mercedes-Benz telja talsverð- ar líkur á því að kínversk stjórn- völd gangi til samninga við fyrir- tækið um framleiðslu á ódýrum bíl fyrir kínverska alþýðu. Samvlnna vlö Kínverja Sýningin var haldin í árslok 1994 og þátt tóku bílaframleiðendur frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Japan, Suður-Kóreu, ítalíu og Frakklandi. Yfir 100 bílar voru kynntir. Merce- des-Benz FCC (Family Car China) vakti mikla athygli á sýningunni. Mercedes-Benz hefur lengi átt samvinnu við Kínverja, eða allt frá 1936 þegar samstarf var um fram- leiðslu á vörubílum þar í landi. 1949 afhenti Mercedes-Benz fyrstu send- ingu af undirvagni fyrir strætis- vagna til Kína og árið 1975 tókust samningar við kínverska vélainn- flutnings- og útflutningsráðið um smíði Mercedes-Benz á 1.000 stór- um vörubílum fyrir Kínverja. 1986 opnaði Mercedes-Benz viðskipta- skrifstofu í Peking en áður hafði verið stofnað fyrirtækið Mercedes- Benz China Ltd. 1993 seldi þýska fyrirtækið 3.700 bíla og 400 at- vinnubíla til Kína. Fjölskyldubfllinn sem Mercedes- Benz kynnti í Peking er í fjórum útfærslum. Reiknað er með að grunngerð bílsins kosti um 10 þús- und bandaríkjadali. Auk fimm manna hlaðbaks býðst bíllinn sem sjö manna fjölnotabíll, fímm manna pallbíll og tveggja manna sendibíll. Fyrirtækið ráðgerir að framleiða 250 þúsund bíla á ári í Kína. Morgunblaðið/Árni Sæberg HJÁLMTYR með fjarstýringuna í höndum dregur vélarvana bíl inn í flutningavagninn. Bílaflutninga- vagn Hjálmtýs HJALMTYR Sigurðsson bifvéla- virki og þúsund þjala smiður sem rekur samnefnt bflaverkstæði 1 Dugguvoginum hefur tekið upp þá nýbreytni í þjónustu að flytja bíla til og frá verkstæði sínu í lokuðum vagni. Stór hluti af starfsemi Hjálmtýs er fólginn í sandblæstri og segir hann slíkur flutningamáti sé nauðsynlegurþegar bílar sem verið er að gera upp berast honum í pörtum. Sprinter - nýir sendibílar f rá Mercedes Benz SPRINTER heitir nýja sendibfla- línan frá Mereedes Benz en hún var kynnt hjá umboðinu, Ræsi, nú fyrir helgina. Sprinter er fáanlegur í nokkrum stærðar- og burðargetu- flokkum, með fimm mismunandi vélar og í fjölbreyttri útfærslu: Sendibflar, pallbílar mefreða án húss fyrir vinnuflokka og sem smár- útur eða hópferðabflar fyrir 10 til 17 manns. Grunngerðir Sprinters eða Spretts eru fjórar: Sendibfll með eða án hliðarglugga, pallbíll eða bfll með grind. Stærðarflokkar eru sex og lengdir þrjár og sömuleiðis þrjár vélar, tvær mismunandi þakút- færslur og tvær gerðir ökumanns- húsa, staðlað eða vinnuflokkahús. Burðargeta bílanna er allt frá 660 kg og uppí yfír 1.700 kg og meðal véla eru 2,3 1 og 2,9 1 dísilvélar, 80 og 122 hestöfl. Mælaborð í Sprinter líkist næstum fólksbíla- mælaborði og er ökumannsstóll fjöl- stillanlegur og hliðarspeglar raf- stýrðir svo nefnd séu nokkur þæg- indi sem ekki eru í eldri Hnunni. Sprinter er að koma á markað í flestum löndum Evrópu um þessar mundir og er Ræsir eitt fyrsta umboðið til að kynna bílinn en SPRINTER er nýi sendibíllinn frá Mercedes Benz en hann er kynnt- ur lijá umboðinu, Ræsi, um þessar mundir. fyrsta stóra sendingin er væntanleg í júní. Sprinter kostar svipað og bílarnir í eldri gerðinni sem nú er að renna sitt skeið á enda en hún hefur verið á markaði í nærri 18 ár. Einnig sé það til mikilla bóta að með því að flytja bíla í vagnin- um berist þeir þurrir á verkstæði hans og sömuleiðis aftur til við- skiptavina. Liður f því að bseta þjónustuna Hjálmtýr hefur rekið verkstæði sitt í Dugguvogi í níu ár. Síðastlið- in tvö og hálft ár hefur hann verið að undirbúa það að geta boðið þessa þjónustu. „Þetta er liður í því að bæta þjónustu í sambandi við sandblástur á bílum. Ég vil geta þjónað bæði bílamálurum og mönnum sem eru að gera upp bíla í bflskúrum. Það fer enginn að flytja sundurrifínn bíl í veðráttu eins og hefur verið í vetur. Bíllinn blotnar og selta kemst í hann," segir Hjálmtýr. Vagninn er sérsmíðaður í Bandaríkjunum til þessara nota og fékk Hjálmtýr hann til landsins fyrir tveimur árum. Hann ber 3,5 tonn. Dráttarbílinn, Ford F350 árgerð 1982 með 300 cc, sex strokka Ford vél og Dana 70 hás- ingum, keypti hann af Sölunefnd varnarliðseigna og hefur hann breytt honum mikið. Aftan í bílnum er dráttarbúnaður sem Hjálmtýr hannaði. Með búnaðinum getur hann dregið vélarlausa bíla inn í vagninn með því að leiða stroffu f rá bílnum í gegnum lúgu á vagnin- um. Drættinum stjórnar hann svo með fjarstýringu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.