Morgunblaðið - 26.03.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.03.1995, Qupperneq 2
2 C SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 C 3 Nýir f jölnotabílar og eldri gerðir endurbættar ASTRO frá GM hefur fengið andlitslyftingu og aukið afl, er nú boðinn með 4,3 lítra, sex strokka og 186 hestafla vél en þetta er 8 manna bíll og með 1.169 lítra farangursrými og fáanlegur með afturdrifi eða aldrifi. FJÖLNOTA bílar eða 6-8 manna fjöl- skyldubílar með breytilegri sætaskip- an og þokkalegu farangursrými eru að verða sífellt fyrirferðameiri í framboði margra bílaverksmiðja og bílar af þessum toga voru áberandi á bílasýningunni í Genf sem lauk um síðustu helgi. Meðal þeirra nýjustu er t.d. Galaxy frá Ford, ársgamall Windstar, einnig frá Ford og síðan nýjar og breyttar útgáfur af eldri gerðum þessara bíla, Astro frá GM, Renault Espace, Chrysler Voyager og samvinnubílar Fiat, Peugeot og Citroen sem heita hver sínu nafni auk bíla frá Mitsubishi og Honda svo nokkuð sé nefnt. Við lítum á nokkrar þessar gerðir í dag. Galaxy er einkum stefnt á markað í Evrópu. Hann er jafnlangur og Ford Modeo - langbakur, 4,62 m og er framdrifinn, sjö manna, er fáan- legur með þremur gerðum véla, ijög- urra strokka, tveggja lítra og 115 hestafla og 6 strokka, 2,8 lítra og 128 hestafla bensínvélum og fjögurra strokka, 1,9 lítra og 90 hestafla dísil- vél. Með bensínvélunum er fáanleg bæði sjálfskipting og fimm gíra handskipting en handskiptingin að- eins með dísilbílnum. Framstólunum má snúa um 180 til að þeir snúi að farþegum aftur í og stólunum fimm þar má kippa út á fljótlegan hátt. HægVer að hafa tvö eða þijú sæti í miðjuröð en aðeins tvö í þeirri öft- ustu. Frá Ford er einnig fáanlegur Windstar sem er í sama flokki og hefur til þessa einungis verið boðinn í Bandaríkjunum en á nú einnig að bjóða í Evrópu. Þetta eru áþekkir bílar nema hvað Windstar hefur held- ur meiri vélarhlíf og ekki eins straumlínulagaður og Galaxy. Windstar sem er heldur lengri eða 5,13 metrar, er framdrifínn og sjö manna, tveir í framstólum, tveir stól- ar í miðju og þriggja sæta bekkur aftast. Þótt öll sætin séu skipuð er samt fyrir hendi 550 lítra farangurs- rými. Vélin er sex strokka, þriggja lítra og 148 hestöfl og bíllinn búinn fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Báðir þessir bílar eru búnir líknar- belg fyrir ökumann og Windstar þar að auki með hemlalæsivörn. Mazda hefur einnig sótt inn á þennan markað með bíl í þessum flokki sem er einfaldlega nefndur MPV sem er skammstöfun uppá SÆTASKIPAN er breytileg í þessum bílum en aðstaða ökumanns er þægileg og oft hægt að snúa framstólunum um 180. Metárhjá Volvo vörubílum VÖRUBÍLASALA Volvo á síðasta ári jókst umtalsvert þegar fyrirtækið seldi 68.500 bíla á móti 51.300 árið 1993. Á heimamarkaði er hlutdeild Volvo komin í 51% en hún var i 48,3% árið 1993. Alheimsmarkaðs- hlutdeild Voivo vörubíla hækkaði um 2% og náði 12%. Þá lágu fyrir mun fleiri pantanir í Volvo vörubíla í árs- lok miðað við lok árs 1993. Þá jókst einnig framleiðsla á hópferðabílum frá fyrirtækinu eða úr 5.454 árið 1993 í 5.749 í fyrra. Hlutdeild þeirra á heimamarkaði er 53,7% og eru Volvo hópferðabílar í fyrsta sæti á öllum Norðurlöndunum. Scania í Ung- verjalandi SCANIA fyrirtækið sænska hefur nú sjálft tekið yfir sölu á bílum sín- um í Ungveijalandi af fyrirtækinu André & Cie. Frá áriu 1990 hefur sæmilega notadijúgt rými þrátt fyrir að bíllinn sé fullskipaður farþegum. Á íslandi henta þessir bílar ágætlega til ferðalaga vítt og breitt um landið og séu þeir ekki fullskipaðir farþeg- um geta menn auðveldlega notað þá sem svefnstað sinn. Þetta eru hins vegar ekki jeppar og yfirleitt fremur lágir þannig að naumast verður farið á þeim nema um venjulega þjóðvegi. Þessir fjölbreyti- legu bílar hafa á allra síðustu árum verið að ryðja sér æ meira til rúms í Evrópu. Þeir náðu 1,4% markaðshlutdeild á síðasta ári þegar alls seldust 163 þúsund bílar en árið 1988 seld- ust aðeins 45 þúsund bílar af þessum gerðum. í Bandaríkjunum seldust 730.000 fjölnota bílar árið 1988 og 1,1 milljón í fyrra og var markaðs- hlutdeild þeirra 10,5%. Saab-Scania skipt í tvö fyrirtæki SAAB-Scania, vörubíla- og flugvéla- framleiðandanum sænska, verður skipt í tvö fyrirtæki — Saab AB and Scania AB. Skipulagsbreytingin kemur til framkvæmda 16. maí og í tilkynningu frá Saab-Scania segir að hún muni bæta samkeppnishæfni beggja fyrir- tækja. Samkvæmt tilkynningunni leggur stjórn Saab-Scania til að „nýju“ fyrir- tækin verði dótturfyrirtæki eignar- haldsfélagsins Investor. „Traust fjárhagsstaða mun gera fyrirtækjum kleift að sýna dirfsku, láta langtímasjónarmið ráða afstöðu sinni á mörkuðum og gegna virkara hlutverki í þeim skipulagsbreytingum sem nú eiga sér stað í heiminum," sagði í tilkynningunni. Innan vébanda Saab verða Saab Military Aircraft, Saab Dynamics, Saab Training Systems, Saab Aircraft og Saab Combitech. Sala fyrirtækisins nemur 4,9 milljörðum sænskra króna og starfsmenn þess eru 7.800. Velta Scania, sem framleiðir vöru- bfla og hópferðabfla, er 26,6 milljarðar s. kr. og starfsmenn fyrirtækisins 20.400. Ætlunin er að Investor fái 50% hlut Saab-Scania í Saab Automobile. Bíla- fyrirtækið er að öðru leyti í eigu Gen- eral Motors í Bandaríkjunum. Auknlr möguleikar Talsmaður Saab-Scania, Kai Ham- merich, sagði að skipting Saab-Scania mundi auka möguleika Saab á sam- vinnu við aðra framleiðendur her- gagna og flugvéla. Samvinna við Brit- ish Aerospace er þegar í gangi. Hammerich sagði að samkeppnin í framleiðslu vörubíla og hergagna væri SAAB-Scania verður skipt upp í tvö fyrirtæki en 85% af veltu fyrir- tækisins er vegna starfsemi Scania, sem m.a. framleiðir vörubíla og strætisvagna. svo hörð að einskis mætti láta ófreist- að til þess að treysta samkeppnisstöð- una. Áuk þess væri Scania orðin miklu stærri en Saab, eða 85% af veltu Saab- Scania. Saab-Scania sagði að með skipu- lagsbreytingunni mundi samhæfingu Saab og Scania ljúka og Lars Kylberg því láta af stjórn forstjóra og stjórnar- formanns. Hlutabréf í Investor hækk- uðu 4 s.kr. í 202 við skiptinguna. MERCEDES-Benz hefur smíði á þessum jeppa, sem er blanda af fjölnotabíl ogjeppa, árið 1997 í verksmiðju sinni í Alabama. MPV eða fjölnotabíll ernafnið sem Mazda notar ennþá á nýjan valkost sinn. GALAXY frá Ford er einn sá nýjasti af fjölnotabílunum. Morgunblaðið/jt SHARAN kemur frá VW- verksmiðjunum. Öfugsnúningur í skattlcagningu bíla Hvers vegna ekki fjölnotabíll RYSJÓTT tíðarfar, klakahryggir, blindhríð eða asahláka hefur verið hlutskipti íslenskra ökumanna í vetur og miklu máli skipt að hafa ökutæki sem skilar íjölskyldunni á áfangastað á öruggan og fljótlegan máta. Hvað á betra við en fjórhjóladrifinn bíll með yfrið nóg rými fyrir fjölskylduna? Und- anfarna daga átti blaðamaður kost á því að kynnast bíl af þessu tagi, Mitsubishi Space Wagon GXLi, og verður ekki undan því vikist að hæla þessum bíl á hvert reipi því hann hef- ur allt til að bera til að sinna þörfum nútímafólks í önnum. En eru þá ókost- irnir engir við bílinn? Ekki aðrir en verðið. 2.413.000 krónur fyrir bílinn sjálfskiptan er verð sem fæstir sem eru að koma upp fjölskyldu ráða við, jafnvel þótt bíllinn hafi lækkað um 77.000 kr. þegar vörugjaldi var breytt með lögum í þinglok. Neyslustýring? Þetta á þó ekkert frekar við um Space Wagon en aðra fjölnotabíla sem hér eru á markaði. Kannski ræður þar mestu um há verðlagning frá framleið- endum en einhverju skattastefna hins opinbera. Bent hefur verið á, m.a. af Bílgreinasambandinu, að samsetning vörugjaldsflokka á bíla hafi leitt til neyslustýringar. Bílkaupendum er beint inn á vissar stærðir bíla, þ.e. vélastærðir, eftir efnum þeirra og ástæðum. Þeir sem ekki síst þurfa á rúmgóðum, öruggum bílum að halda, þ.e. ungt fólk með börn, hafa fæstir ráð á bílum af því tagi. Þeim er beint inn á aðra markaði, minni bíla með minni vélum og minna öryggi sem bera lægra vörugjald. Það er svo oft ekki fyrr en menn hafa skilað sínu uppeldishlutverki og hafa komið sér vel fyrir, börnin farin að heiman og foreldrarnir einir eftir, að þeir hafa loks ráð á stærri bílum, einmitt þegar þörfin er hvað minnst. Kraftmikill og lipur Space Wagon er sá fjölnotabíll sem einna lengst hefur verið á markaði hérlendis. Hann vakti strax mikla at- hygli fyrir sérstætt sköpulag sitt sem segja má að sé orðið samkenni fyrir aðra íjölnotabíla. Mitsubishi hefur einnig boðið minni útfærslu, Space Runner, sem tekur fimm manns orðna með hægð, er sætisbaki mið- bekksins hallað fram og sætið rennur mjúklega fram á sleða. Sæti eru vel formuð og styðja vel við mjóhrygg og hægt er að stilla setur í framsætum. Kostur við Space Wagon eru stórir gluggafletirnir þannig að útsýni fram á við er mikið.'Þrátt fyrir lengd bíls- ins, 4,50 sm, er útsýni um afturglugga þokkalegt en hurðarstoð bílstjórameg- in skyggir örlítið á útsýni til hliðar í fyrstu en með samspili hliðarspegils og hálshreyfinga venst það. Svona bíls gætl fjölskyldan óskað sér Tveggja lítra, 16 ventla, 134 hest- afla vélin er afar þýð og kraftmikil. Bfllinn minnir reyndar mest í- akstri á stóran fólksbíl, upptakið er afar gott og samspil sjálfskiptingarinnar og vél- ar með þeim hætti að bíllinn svarar þeim kröfum sem menn gera til fólks- bíla. Sítengt aldrifið gerir það að verk- um að á bílinn er lagður sérstakur skattur sem er á öryggisbúnaði af þessu tagi. Meðal öryggisbúnaðar má nefna sterkbyggða yfirbyggingu og aflögun- arsvið framan og aftan við farþega- rými. Hástyrktarstálbitar eru í öllum hurðum og öryggisloki heftir streymi frá eldsneytisgeymi ef bifreiðin veltur. Or- yggisbúnaður eins og líknarbelgir fyrir ökumann og farþega í framsæti og ABS-hemlalæsivöm, sem ætti að vera FALLEGAR hliðarlínur eru á Space Wagon. Aftasti gluggapósturinn er sver og eykur öryggi far- þega ef óhöpp verða. Morgunblaðio/Gugu sjálfsagður staðalbúnaður í öllum bílum sem fluttir em til landsins, fæst sem aukabúnaður. Þar er ekki við umboðin að sakast því á íslandi er lagður sérstak- ur skattur á búnað af þessu tagi. En svona bíls gæti barnafjölskyldan öskað sér vegna rýmisins og öryggis- eiginleika bílsins, en er það ekki tómt mál að tala um fyrir meðaljóninn? Honum er beint inn á bíla með vélar- stærð undir' 1.400 rúmsentimetrum sem bera 30% vörugjald, en bílar með 1.401-2.000 rúmsentimetra vélum bera 40% vörugjald og þarna em skörp skil á milli. Svo ekki sé talað um bíla með vélarstærðinni 2.001-2.500 sem ber á 60% vörugjald. Auk þess er ör- yggisbúnaður bíla, eins og t.a.m. líknarbelgir, hemlalæsivarnir, öryggis- belti, bílstólar o.f.l. skattlagt sérstak- lega, en slíkt tíðkast ekki í hinum Norðurlöndunum. Þangað til grund vallarbreyting verður á skattlagningu ökutækja verða þeir sem helst þurfa öruggustu bílana að sætta sig við minni bíla og helst að spara við sig öryggisbúnað. ■ Guðjón Guðmundsson. Scania selt þar 150 vörubíla og 50 hópferðabíla en í Ungveijalandi er einn stærsti markaður fyrir hóp- ferðabíla af löndum Austur-Evrópu. Bylting hjó BMW SEGJA MÁ að á síðasta ári hafi orðið algjör bylting hjá þýska bíla- framleiðandanum BMW þegar hann keypti Rover- fyrirtækið breska og bætti þar við BMW- framboðið fram- leiðslu á framdrifnum bílum og jepp- um. Jafnframt jókst að sjálfsögðu starfsmannafjöldi fyrirtækisins og er hann nú samtals 100.000 manns og alls framleiðir fyrirtækið yfir eina milljón bíla, 574 þúsund BMW og ' 478 þúsund af gerðunum Rover, Land Rover og MG. Þá kom BMW á fót verksmiðju í Kalif- orníufylki í Bandaríkjunum en með því er bæði stigið nýtt skref inn á Bandaríkjamarkað og þeirra landa í Ameríku sem eiga aðild að NAFTA- fríverslunarsvæðinu. ■ sæti, og nú nýlega kynnti Mitsubishi Space Gear sem er stærsta útfærslan í fjölnotabíla- línunni. Bíllinn sem blaðamaður hafði til reynslu er sjálfskiptur, búinn tveggja lítra, 134 hestafla vél. Fjórar hurðir eru til að komast inn í farþegarými bílsins og ein til að hafa aðgang að farangursrými. Með því að leggja sæt- isbökin niður skapast þar talsvert mik- ið farangursrými. Einnig er hægt að leggja fram sætisbök á miðbekk til að auka það enn. Allur aðgangur að bílnum er þægi- legur og skapist þörf til að nýta aft- asta sætisbekkinn, sem rúmar tvo full- Nýr jeppi f rú Benz árið 1997 MERCEDES-Benz sem nýlega hóf framleiðslu í verksmiðju sinni í Alab- ama í Bandaríkjunum vonast til þess að vera fyrstur bílaframleiðenda til að setja á markað bíl sem er á mörkum þess að vera fjölnotabíll og jeppi. Smíði bflsins hefst árið 1997. Á ensku nefnist þessi gerð bíls AAV (All Activity Vehicle) sem á fslensku gæti útlagst alnotabíll (sbr. fjölnota- bíll) og verður hann í fyrstu eingöngu boðinn fernra dyra. Hann verður með sítengdu aldrifi og sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum. Líklegt þykir að vélar í bílinn verði smíðaðar í Þýskalandi, hugsanlega 3,2 lítra V6, 200 hestafla auk stærri V6 vélar og V8 vélar. Reiknað er með að verksmiðjan í Alabama framleiði 70 þúsund bíla á ári. Verðið á jeppanum verður frá 30.000 til 40.000 bandaríkjadalir. ■ TILBOÐ OSKAST í Grand Cherokee Laredo, argerð '94 (ekinn 12 þús. míl- ur), FordTempoGL, árgerð ’94(ekinn 16þús. mílur), Chevrolet Cavalier Z-24, árgerð ’88 og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 28. mars kl. 12-15. Tilboðin verða oþnuð a sama stað kl. 16 SALA VARNARLIÐSEIGNA WINDSTAR er einnig frá Ford sem hefur til þessa aðallega verið boðinn í Bandaríkjunum en verður nú einnig fáanlegur í Evrópu. ensku á fjölnotabíl. Það er einnig sjö manna bíll, tvö sæti fremst, tveggja manna bekkur í miðju og þriggja manna aftast og þá er farangursrými orðið fremur lítið. Bíllinn sem er boðinn með þriggja lítra, sex strokka og 152 hestafla vél, er framdrifmn og með fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Volkswagen verksmiðjurnar kynntu Sharan sem virðist áhuga- verður í þessum fjölnotaflokki. Hann er á sama hátt og aðrir framdrifinn, sjö manna með sjálfskiptingu og búinn 2,8 lítra, sex strokka og 128 hestafla véi. Hann er 4,62 m lang- ur, vegur 1.825 kg og getur bor- ið 700 kg. Þá má nefna að Honda Shuttle er nú kominn í nýrri og breyttri mynd en frá honum var nokkuð skýrt í síðasta blaði. Síaukin markaðshlutdeild Segja má að sameiginlegt ein- kenni þessara fjölnotabíla sé útlitið, framendinn mjög haliandi og yfirleitt án eiginlegs vélarhúss, gluggar stór- ir og síðan innri þægindi sem eru svipuð, mikið lagt uppúr vönduðum stólum og að auðvelt sé að breyta sætaskipan. Sé lengd bílanna 4,60- 4,80 er farangursrými yfirleitt lítið en sé hún um og yfír 5 metrar næst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.