Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 3
+ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 C 3 Saab-Scaitia skipt í tvö fyrirtæki SAAB-Scania, vörubíla- og flugvéla- framleiðandanum sænska, verður skipt í tvö fyrirtæki — Saab AB and Scania AB. Skipulagsbreytingin kemur til framkvæmda 16. maí og í tilkynningu frá Saab-Scania segir að hún muni bæta samkeppnishæfni beggja fyrir- tækja. Samkvæmt tilkynningunni leggur stjórn Saab-Scania til að „nýju" fyrir- tækin verði dótturfyrirtæki eignar- haldsfélagsins Investor. „Traust fjárhagsstaða mun gera fyrirtækjum kleift að sýna dirfsku, láta langtimasjónarmið ráða afstöðu sinni á mörkuðum og gegna virkara hlutverki í þeim skipulagsbreytingum sem nú eiga sér stað í heiminum," sagði í tilkynningunni. Innan vébanda Saab verða Saab Military Aircraft, Saab Dynamics, Saab Training Systems, Saab Aircraft og Saab Combitech. Sala fyrirtækisins nemur 4,9 milljörðum sænskra króna og starfsmenn þess eru 7.800. Velta Scania, sem framleiðir vöru- bíla og hópferðabíla, er 26,6 milljarðar s. kr. og starfsmenn fyrirtækisins 20.400. Ætlunin er að Investor fái 50% hlut Saab-Scania í Saab Automobile. Bíla- fyrirtækið er að öðru leyti í eigu Gen- erai Motors í Bandaríkjunum. Auknlr möguleikar Talsmaður Saab-Scania, Kai Ham- merich, sagði að skipting Saab-Scania mundi auka möguleika Saab á sam- vinnu við aðra framleiðendur her- gagna og flugvéla. Samvinna við Brit- ish Aerospace er þegar í gangi. Hammerich sagði að samkeppnin í framleiðslu vörubíla og hergagna væri SAAB-Scania verður skipt upp í tvö fyrirtæki en 85% af veltu fyrir- tækisins er vegna starfsemi Scania, sem m.a. framleiðir vörubíla og strætisvagna. svo hörð að einskis mætti láta ófreist- að til þess að treysta samkeppnisstöð- una. Auk þess væri Scania orðin miklu stærri en Saab, eða 85% af veltu Saab- Scania. Saab-Scania sagði að með skipu- lagsbreytingunni mundi samhæfíngu Saab og Scanía ljúka og Lars Kylberg því láta af stjórn forstjóra og stjórnar- formanns. Hlutabréf í Investor hækk- uðu 4 s.kr. í 202 við skiptinguna. Öf ugsnúningur í skattlagningu bíla rs vegna ekki jölnotabíll rið tur eki tað ðá leð nd- t á igi, og éla lef- um >st- en inn iem við, um sytt um ;em þar eið- íins . af ling til er þ.e. og 'a á lda, istir eint neð sem oft sínu sér og íafa loks ráð á stærri bílum, einmitt þegar þörfin er hvað minnst. Kraftmikill og lipur Space Wagon er sá fjölnotabíll sem einna lengst hefur verið á markaði hérlendis. Hann vakti strax mikla at- hygli fyrir sérstætt sköpulag sitt sem segja má að sé orðið samkenni fyrir aðra fjölnotabíla. Mitsubishi hefur einnig boðið minni útfærslu, Space Runner, sem tekur fimm manns orðna með hægð, er sætisbaki mið- bekksins hallað fram og sætið rennur mjúklega fram á sleða. Sæti eru vel formuð og styðja vel við mjóhrygg og hægt er að stilla setur í framsætum. Kostur við Space Wagon eru stórir gluggafletirnir þannig að útsýni fram á við er mikið.'Þrátt fyrir lengd bíls- ins, 4,50 sm, er útsýni um afturglugga þokkalegt en hurðarstoð bílstjórameg- in skyggir örlítið á útsýni til hliðar í fyrstu en með samspili hliðarspegils og hálshreyfinga venst það. Svona bíls gætl fjölskyldan óskað sér Tveggja lítra, 16 ventla, 134 hest- afla vélin er afar þýð og kraftmikil. Bíllinn minnir reyndar mest í- akstri á stóran fólksbfl, upptakið er afar gott og samspil sjálfskiptingarinnar og vél- ar með þeim hætti að bíllinn svarar þeim kröfum sem menn gera til fólks- bíla. Sítengt aldrifið gerir það að verk- um að á bílinn er lagður sérstakur skattur sem er á öryggisbúnaði af þessu tagi. Meðal öryggisbúnaðar má nefna sterkbyggða yfirbyggingu og aflögun- arsvið framan og aftan við farþega- rými. Hastyrktarstálbitar eru í öllum hurðum og öryggisloki heftir streymi frá eldsneytisgeymi ef bifreiðin veltur. Or- yggisbúnaður eins og líknarbelgir fyrir ökumann og farþega í framsæti og ABS-hemlalæsivörn, sem ætti að vera FALLEGAR hliðarlínur eru á Space Wagon. Aftasti gluggapósturinn er sver og eykur öryggi far- þega ef óhöpp verða. sjálfsagður staðalbúnaður í öllum bflum sem fluttir eru til landsins, fæst sem aukabúnaður. Þar er ekki við umboðin að sakast því á íslandi er lagður sérstak- ur skattur á búnað af þessu tagi. En svona bíls gæti barnafjölskyldan öskað sér vegna rýmisins og öryggis- eiginleika bílsins, en er það ekki tómt mál að tala um fyrir meðaljóninn? Honum er beint inn á bíla með vélar- stærð undir' 1.400 rúmsentimetrum sem bera 30% vörugjald, en bílar með 1.401-2.000 rúmsentimetra vélum bera 40% vörugjald og þarna eru skörp skil á milli. Svo ekki sé talað um bíla með vélarstærðinni 2.001-2.500 sem ber á 60% vörugjald. Auk þess er ör- yggisbúnaður bíla, eins og t.a.m. líknarbelgir, hemlalæsivarnir, öryggis- belti, bílstólar o.f.l. skattlagt sérstak- lega, en slíkt tíðkast ekki í hinum Norðurlöndunum. Þangað til grund- vallarbreyting verður á skattlagningu ökutækja verða þeir sem helst þurfa öruggustu bílana að sætta sig við minni bíla og helst að spara við sig öryggisbúnað. ¦ Guðjón Guðmundsson. Metár hjá Volvo vörubílum VÖRUBILASALA Volvo á síðasta ári jókst umtalsvert þegar fyrirtækið seldi 68.500 bíla á móti 51.300 árið 1993. Á heimamarkaði er hlutdeild Volvo komin í 51% en hún var í 48,3% árið 1993. Alheimsmarkaðs- hlutdeild Volvo vörubíla hækkaði um 2% og náði 12%. Þá lágu fyrir mun fleiri pantanir í Volvo vörubíla í árs- lok miðað við lok árs 1993. Þá jókst einnig framleiðsla á hópferðabflum frá fyrirtækinu eða úr 5.454 árið 1993 í 5.749 í fyrra. Hlutdeild þeirra á heimamarkaði er 53,7% og eru Volvo hópferðabílar í fyrsta sæti á öllum Norðurlöndunum. Scania í Ung- verjalandi SCANIA fyrirtækið sænska hefur nú sjálft tekið yfir sölu á bílum sín- um í Ungverjalandi af fyrirtækinu André & Cie. Frá áriu 1990 hefur Scania selt þar 150 vörubíla og 50 hópferðabíla en í Ungverjalandi er einn stærsti markaður fyrir hóp- ferðabfla af löndum Austur-Evrópu. Bylting h|á BMW SEGJA MÁ að á síðasta ári hafi orðið algjör bylting hjá þýska bíla- framleiðandanum BMW þegar hann keypti Rover- fyrirtækið breska og bætti þar við BMW- framboðið fram- leiðslu á framdrifnum bílum og jepp- um. Jafnframt jókst að sjálfsögðu starfsmannafjöldi fyrirtækisins og er hann nú samtals 100.000 manns og alls framleiðir fyrirtækið yfir eina milljón bíla, 574 þúsund BMW og ' 478 þúsund af gerðunum Rover, Land Rover og MG. Þá kom BMW á fót verksmiðju í Kalif- orníufylki í Bandaríkjunum en með því er bæði stigið nýtt skref inn á Bandaríkjamarkað og þeirra landa í Ameríku sem eiga aðild að NAFTA- fríverslunarsvæðinu. ¦ sæti, og nú nýlega kynnti Mitsubishi Space Gear sem er stærsta útfærslan í fjölnotabíla- línunni. Bíllinn sem blaðamaður hafði til reynslu er sjálfskiptur, búinn tveggja lítra, 134 hestafla vél. Fjórar hurðir eru til að komast inn í farþegarými bílsins og ein til að hafa aðgang að farangursrými. Með því að leggja sæt- isbökin niður skapast þar talsvert mik- ið farangursrými. Einnig er hægt að leggja fram sætisbök á miðbekk til að auka það enn. Allur aðgangur að bílnum er þægi- legur og skapist þörf til að nýta aft- asta sætisbekkinn, sem rúmar tvo full- Nýr jeppi f rá Benz árið 1997 MERCEDES-Benz sem nýlega hóf framleiðslu í verksmiðju sinni í Alab- ama í Bandaríkjunum vonast til þess að vera fyrstur bílaframleiðenda til að setja á markað bíl sem er á mörkum þess að vera fjölnotabfll og jeppi. Smíði bflsins hefst árið 1997. Á ensku nefnist þessi gerð bíls AAV (All Activity Vehicle) sem á íslensku gæti útlagst alnotabíll (sbr. fjölnota- bíll) og verður hann í fyrstu eingöngu boðinn fernra dyra. Hann verður með sítengdu aldrifi og sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum. Líklegt þykir að vélar í bílinn verði smíðaðar í Þýskalandi, hugsanlega 3,2 lítra V6, 200 hestafla auk stærri V6 vélar og V8 vélar. Reiknað er með að verksmiðjan í Alabama framleiði 70 þúsund bíla á ári. Verðið á jeppanum verður frá 30.000 til 40.000 bandaríkjadalir. ¦ MERCEDES-Benz hefur smíði á þessum jeppa, sem er blanda af fjölnotabíl og jeppa, árið 1997 í verksmiðju sinni í Alabama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.