Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 —fs*Ai MORGUNBLAÐIÐ Áhugaverður dísil-Terrano II eftir breytingar NISSAN Terrano II jeppinn er fáanlegur í ýmsum útgáfum, tveimur stærðum, þriggja og fimm hurða og er stærri gerðin fáanleg með bensín- eða dísilvél- um og í tveimur útgáfum sem eru misjafnar að innri búnaði ogþæg- indum. Terrano II er að mörgu leyti áhugaverður jeppi, er á verð- bilinu 2,5 til rúmlega þrjár millj- ónir króna, stærri gerðin 2,7 til 3,0 milljónir og er það öliu áhuga- verðari útgáfa. í dag verður fjall- að um lengri gerðina með dísilvél- inni og bíllinn skoðaður fyrir og eftir ýmsar breytingar sem gerðar voru á honum, hann hækkaður, settúr á stærri hjólbarða og fleira. Eftir breytingarnar er verðið kom- ið í 3,5 milljónir króna. Terrano II er nokkuð mjósleg- inn en Jaglega hannaður bíll. Hann hefur að sjálfsögðu hefðbundið jeppalag en nokkuð mjúkar línur og bogadregnar hér og þar og gera þær að verkum að bíllinn nálgast nokkuð útlit fólksbíls. Rúður virðast ekki of stórar en hjólbarðar eru tæplega sæmilega stórir en allur er bíllinn traust- vekjandi að sjá. Hann verður þó öllu meira traustvekjandi og verk- legri þegar komnir eru undir hann 33 þumlunga hjólbarðar, grindin að framan og gangbretti auk þess að hafa verið hækkaður og má segja að óbreyttur bíll sé hálf fá- tæklegur miðað við breyttan bíl. Breytingin er þó engan veginn nauðsynleg en hún gerir vissulega áhugaverðan bíl enn eftirsóknar- verðari. Góður aðbúnaður Að innan er Terrano II fyrst og fremst ánægjulegur fyrir það hversu menn sitja óvenjulega hátt og reyndar er mælaborðið kannski frekar lágt en útsýni er því gott á alla kanta úr fram- sem og aft- ursætum. Okumaður og farþegi í framsætinu við hlið hans hafa góðan aðbúnað og tveir farþegar aftur í geta líka látið fara vel um sig en heldur þröngt verður um þrja og ekki þægilegt í langferðir. Raunar finnst manni við fyrstu kynni einnig nokkuð þröngt frammí en það rjátlast af við lengri viðkynningu og virkar ekki galli. Aftan við aftursætið eru tvö lítil aukasæti og því er Terrano II lengri gerðin sjö manna bíll. Mælaborð hefur fallega boga- dregnar línur og ber mun meiri svip af fólksbíl en vinnubíl eða jeppa. Þar er flest með hefð- bundnu fyrirkomulagi nema hvað að á miðjubrettinu er útvarpið haft ofan við miðstöðvarstilling- arnar sem telja má kost. Gírstöng er vel staðsett og við hlið hennar er stöng fyrir drifskiptingu. Terrano II er ekið í afturdrifi og síðan skellt í aldrif þegar þörf krefur og eru allar þær skiptingar liðugar vel og má skipta í fjór- hjóladrif á allt að 40 km hraða. Driflokur að framan eru sjálfvirk- ar og síðan er 75% driflæsing. Þá er fímm gíra handskiptingin lipur og auðmeðfarin. Hljóðlátwél Dísilvélin í þessari gerð af Terr- ano II er fjögurra strokka og 100 hestöfl með forþjöppu og milli- kæli og hefur afl hennar við það aukist um ein 15%. Þetta er merkilega hljóðlát vél og hún gef- ur sæmilegt viðbragð og góða vinnslu og seiglu. Hröðun úr kyrr- stöðu í 100 km hraða tekur 19,9 sekúndur og hámarkshraðinn er 145 km. Þetta tvennt skiptir samt næsta litlu máli í bíl sem þessum. Terrano með dísilvél er lipur og kom á óvart hve liðugur og þægi- legur hann er í borgarsnattinu þannig að menn skyldu vel íhuga þennan kost áður en bensínvél er valin umhugsunarlítið. Eyðsla dís- ilvélar er sögð 10,6 1 á móti 13,3 Morgunblaðið/Kristinn HÉR er kominn þessi sterklegi svipur með kröftugri grind- inni, 33 þumlunga hjólbörðum og gangbretti. AÐSTAÐAN hið innra er að flestu ágæt, kannski ívið of þröngt í aftursæti en útsýni gott til allra átta. 1 bensínvélarinnar í þéttbýli og 7,5 I á móti 8,7 á jöfnum 90 km hraða. í akstri f annst ekki stórkostleg- ur munur eftir breytingu nema TERRANO II áður en til breytinga kom. Mætti helst ímynda sér að hjól- barðar væru voldugri. hvað stærri hjólbarðarnir veittu meiri mýkt heldur en þeir upp- runalegu og kemur það helst fram á ójöfnum vegum og fjallvegum. Má enda segja að helsta og eina ástæðan fyrir breytingum af þess- um toga sé einmitt að gera bílinn hæfari í erfiðustu fjallvegina og jafnvel á snjó og jökla. Fjallveganotkun réttlœtlr breytlngar Grunnverðið á Terrano II með dísilvélinni er rétt um þrjár millj- ónír króna. Með millikæli hækkar það um 87 þúsund krónur og breytingarnar sem gerðar voru á þessum bíl kostuðu 417 þúsund krónur. Þær önnuðust blikksmiðjan Handverk og Bílabúð Benna. Þær eru helstar hækkun á grind og yfirbyggingu, gangbretti, grind að framan og síðan 33 þumlunga hjólbarðar á nýjum felgum en upprunalegir hjólbarðar eru teknir uppí af umboðinu. Heildarverð er Terrano II í hnofskurn Vél:Dísilvél,2,7Iítrar4 strokka, 100 hestófl, for- þjappa, millikælir. Afturdrifinn - aldrifinn, hátt og lágt drif, 75% læsing, sjálfvirkar driflokur að frman. Aflstýri - veltistýri. Fimm gíra handskipting. Samlæsing. Rafdrifnar róður og hliðar- speglar. Lengd: 4,62 m. Breidd: 1,74 m. Hæð: 1,81 m. Hjólhaf: 2,68 m. Þvermál beygjuhrings: 11,4 m. Rúmmál olíutanks: 80 1. Eyðsla; 10,6 í þéttbýli, 7,5 á jðfnum 90 km hraða. Þyngd: 1.850 kg. Burðargeta: 730 kg. Verð kr.: 3,5 milij. með breytingum. Umboð: Ingvar Helgason hf., Reykjavfk. n gP^,|| m 1 ^ p, ii DISILVELIN er seig, skil- ar sæmilegu viðbragði og er einkar hh'óðlát. Mjúkur Hljóðlátur Lipur Þröngur því rúmar 3,5 milljónir króna. Það eina sem réttlætir slíka verðhækkun er notkun bílsins, að honum sé stefnt til fjalla en ekki aðeins ekið á malbiki þéttbýlis eða sléttum þjóðvegi nr. 1. Og sem slíkur er Terrano II mjög skemmtilegur kostur og lofar góðu í fjallaverðir. ¦ Jóhannes Tómasson Opel Maxx OPEL sýndi hugmyndabílinn Maxx á bflasýningunni í Genf en bfllinn er eins konar blanda af litlum borg- arbíl og fjölnotabíl. Hann vegur að- eins 600 kg enda að mestu úr áli og auðvelt er að breyta honum í pallbíl eða opinn sportbíl. Maxx verð- ur annað hvort búinn tvinnvél, dísil- og rafvél, eða þriggja til fjögurra strokka bensínvél með eyðslu undir fjórum lítrum á 100 km. Þreplaus sjálfskipting AUDI vinnur nú að þróun þreplausr- ar sjálfskiptingar sem á að vera til- búin til notkunar í Audi A4 og A6 frá og með árgerð 1997. Nýju sjálf- skiptingunni er ætlað að tryggja betri eldsneytisnýtingu en unnt er að gera með beinskiptingu. Peugeot f ramleiddur í Rúmeníu PEUGEOT og rúmenski bílafram- leiðandinn Automobile Dacia SA eru að komast að samkomulagi um sam- vinnu að framleiðslu á Peugeot 306, sem franski bílaframleiðandinn kynnti fyrir stuttu, að því er rúm- enska dagblaðið Adevarul hefur skýrt frá. Á götum Rúmeníu eru Dacia bflar algeng sjón en byggðir á Renault 12 frá áttunda áratugn- um. Annar rúmenskur framleiðandi hóf samstarf við suður-kóreska bíla- framleiðandann Daewoo fyrir einu ári og verða framleiddir 75 þúsund Daewoo Cielo bflar í verksmiðju hins nýja fyrirtækis, Rodae Automobile SA, þegar starfsemin hefst 1996. Kia og Kar- mann smíöa í Evrópu ÞÝSKA fyrirtækið Karmann, sem framleiðir yfirbyggingar á bfla, hef- ur hönnun á nýjum bíl í samstarfi við Kia fyrir Evrópumarkað og síðar Bandaríkjamarkað í verksmiðju sinni í Osanbrueck. Um er að ræða bíl á jaðarmarkaði sem ætlaður er ungum kaupendum og verður framleiddur í 15-20 þúsund eintökum á ári. Ráð- gert er að kynna frumgerð bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í haust. Kia hefur lýst því yfir að höfuðstöðv- MAXX, hugmyndabíllinn frá Opel, er að mestu gerður úr áli. KIA Sportage verður smíðaður i Þýskalandi. ar fyrirtækisins í Evrópu verði í Osnabrueck. í næsta mánuði hefur Karmann smíði á Sportage jeppan- um fyrir Evrópu. Samningur Kar- mann og Kia markar tímamót að því leyti að þetta er í fyrsta sinn sem suður-kóreskir bílar eru smíðaðir í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.