Morgunblaðið - 28.03.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 28.03.1995, Síða 1
88 SÍÐUR B/C/D 73. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Varað við þjóðarmorði í Burundi MORG hundruð manns hafa lát- ið lífið síðustu daga í Bujumb- ura, höfuðborg Afrikurikisins Burundi, og segist forseti lands- ins óttast, að sams konar þjóðar- morð sé í uppsiglingu og í ná- grannaríkinu Rúanda á síðasta ári. Nú eru það Tútsímenn, sem standa fyrir ofsóknum á hendur Hútumönnum, og hafa tugþús- undir þeirra síðarnefndu flúið yfir til Zaire. Hér er flóttafólk á leið yfir landamærin. ■ Þúsundir á flótta/24 Rættum START-3 í Moskvu Ryazan. Rcutcr. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, vill ræða við Bill Clinton Banda- ríkjaforseta um nýjan START-sátt- mála og fækkun kjamavopna í heiminum öllum á fundi þeirra í Moskvu í maí. Sergej Medvedev, fréttafulltrúi Jeltsíns, sagði í gær að forsetinn væri að íhuga „ýmsa kosti varð- andi undirbúning START-3 og að ræða hugmyndina um algjöra kjarnorkuafvopnun". Þessar hug- myndir yrðu ræddar á fundi leið- toganna 11. maí. Afvopnun út um allan heim Að sögn Medvedevs hefur Jeltsín sagt að hann stefni að „tortímingu kjamavopna út um allan heim“. „Það er of snemmt að samþykkja þessa tillögu en hún verður rædd,“ sagði Medvedev. Bandarískir embættismenn sögðu í desember að stjórnvöld í Moskvu og Washington stefndu að viðræðum um START-3, eftir að START-1 komst til framkvæmda. Fyrsti START-sáttmálinn var und- irritaður í júlí 1991. Haft var eftir Jeltsín í gær að búast mætti við vandamálum á fundinum, einkum vegna áforma rússnesku stjórnarinnar um að selja Irönum kjarnakljúfa. ------♦ ♦ ♦----- Winnie Mand- elarekin Jóhanneaarborg. Heuter. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, sagði í gær að hann hefði rekið eiginkonu sína, Winnie Mand- ela, úr embætti aðstoðarráðherra. Nelson Mandela sagðist sjálfur hafa skipað stjómina og því væri það á hans valdi að stokka hana upp. „Þið verðið að treysta því að ég hef notað þetta vald mitt á mjög, mjög varfærnislegan hátt,“ sagði hann. Winnie Mandela hefur gagnrýnt stjórn eiginmanns síns harðlega og hunsað tilskipanir hans. BOEING-verksmiðjurnar selja um 650 farþegaþotur árlega en Íljúshín aðeins 10. Boeing óttast sam- keppni við Iljúshín Moskvu. Reuter. FORRÁÐAMENN Boeing-verk- smiðjanna í Bandaríkjunum hafa vaxandi áhyggjur af samkeppni við nýja gerð af rússnesku Íljúshín-far- þegaþotunum. Er ástæðan sú, að þær em nú búnar bandarískum hreyflum en eru helmingi ódýrari en Boeing. Rússneska ríkisflugfélagið Aero- flot hefur farið fram á bandaríska ríkisábyrgð vegna kaupa á 20 íljús- hín-96M-flugvélum og rökstyður bónina með því, að vélamar verði búnar bandarískum Pratt og Whit- ney-hreyflum. Forráðamenn Boeing segja hins vegar, að það geti reynst hættulegt fordæmi að verða við þessu og leitt til vaxandi samkeppni við vestræn fyrirtæki. Meira en helmingsmunur Hver Íljúshín-96M er seld á 70 milljónir dollara en Boeing-767 og -777 kosta um 150 millj. dollara. Hafa forráðamenn Boeing áhyggjur af, að Íljúshín-vélamar með banda- rískum hreyflum gætu t.d. þótt eftirsóknarverðar í Indlandi og í Kína. Rússneskir embættismenn gera lítið úr þessum áhyggjum og sömu- leiðis talsmenn Pratt og Whitney. Reuter Evrópusambandið mótmælir aðgerðum Kanadamanna á Miklabanka Spánverjar ætla að hefja veiðar á ný Madrid, New York. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) sakaði í gær Kanadamenn um „sjóræn- ingjastarfsemi" á alþjóðlegu hafsvæði og skipstjórar spænskra togara hótuðu að hefja veiðar að nýju á miðunum umdeildu utan við landhelgi Kanada. Kanadísk varðskip höfðu klippt togvíra af spænskum togara og varðskipsmenn reynt að fara um borð í tvo aðra togara. Um 18 togarar em á þessum slóðum og spænsku sjómennirnir sögðust ætla að halda veiðunum áfram þótt hætta væri á aðgerðum af hálfu Kanadamanna. „Við ætlum allir á miðin og stefn- um á þetta umdeilda svæði,“ sagði Jose Rodriguez, skipstjóri togarans Freidemar 1. „Við erum tilbúnir í allt.“ Emma Bonino, sem fer með sjáv- arútvegsmál innan framkvæmda- stjórnar ESB, líkti aðgerðum Kanadamanna við „sjóræningja- starfsemi" og sagði að embættis- menn aðildarríkja sambandsins væru að íhuga hugsanlegar refsiað- gerðir, til að mynda efnahagsþving- anir, gegn Kanada. Banninu framfylgt „Sambandið verður ekki gert að blóraböggli vegna óstjómar kanad- ískra yfirvalda í fiskveiðimálum," sagði Bonino. Brian Tobin, sjávar- útvegsmálaráðherra Kanada, lét þó engan bilbug á sér finna og sagði að Kanadamenn myndu halda áfram að framfylgja banni við grá- Reuter SKIPVERJI kanadíska varðskipsins Sir Wilfred Grenfell stend- ur við klippurnar, sem notaðar voru á sunnudag. lúðuveiðunum utan landhelginnar. Tobin og Bonino voru í New York vegna ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um flökkustofna sem hófst í gær. Þar sagði hann, að veiðar Spánvetja væru „stjórn- lausar“ og ógnun við það, sem eft- ir væri af fiski við Austur-Kanada. Javier Solana, utanríkisráðherra Spánar, kallaði sendiherra Kanada á sinn fund og mótmælti harðlega aðgerðum Kanadamanna gegn spænsku togurunum. Hann réð Kanadastjórn frá því að grípa til frekari aðgerða á miðunum. „Við líðum það ekki að kanadísk yftrvöld taki annað skip,“ sagði hann, en kvað þó ólíklegt að Spánveijar myndu slíta stjórnmálasambandi við Kanada vegna deilunnar. ■ Klippa togvíra/ 24 Gróðurhúsaáhrif Maldívar biðja sér griða Berlín. Reuter. FORSETI Maldíveyja, sem em suðvestur af Indlandi, skoraði í gær á þjóðir heims að draga úr mengun og koma þannig í veg fyrir stórkostlegar hamfarir vegna svokallaðra gróðurhúsaáhrifa. Sagði hann, að rættust spár ýmissa vís- indamanna, myndu Maldíveyj- ar hverfa að mestu undir sjó ásamt a.m.k. 30 eyríkjum öðr- um. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um andrúm'sloftið og hækkandi hitastig hefst í Berl- ín í dag. Berlínarráðstefnuna sækja fulltrúar 128 ríkja a.m.k. en þar mun verða rætt um leiðir til að draga úr mengun og vaxandi gróðurhúsaáhrifum. Meðalhiti á jörðunni hefur þegar hækkað um hálfa gráðu frá miðri síðustu öld og búist er við, að sjávarborð hækki. „Umhverfisflótti“ Rætist þessar spár mun gíf- urlega mikið ræktarland fara forgörðum og láglendar eyjar eins og Maldíveyjar þar sem hæsti punkturinn er þtjá metra fyrir ofan sjávarmál hyrfu að mestu. Maumoon Abdul Gayo- om, forseti Maldíveyja, segir, að þá muni koma upp mesta flóttamannavandamál í sögu mannkynsins, „umhverfis- flóttinn" eins og hann kallaði það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.