Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TVEIR heimsmeistarar að tafli án taflmanna. Garrí Kasparov og Helgi Áss Grétarsson tefldu blindskák í sjónvarpssal og eru hér í þungum þönkum þótt taflmennina vanti. / Heimsmeistarinn Garrí Kasparov á atskákmóti í sjónvarpssal MANNI var hent í gegnum rúðu á hársnyrtistofu við Hafnarstræti aðfaranótt sunnudags. Maðurinn skarst talsvert á höfði, lærum og höndum. M.a. fór slagæð í sundur og slettist blóð út um allt á hár- snyrtistofunni. Maðurinn var flutt- ur með sjúkrabifreið á slysadeild. Þar var gert að sárum hann og tók aðgerðin átta klukkustundir. Tildrög málsins voru þau, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu, að maðurinn braut rúðu á veitingastað við Hafnarstræti. Starfsmaður á nærliggjandi skemmtistað sá atvik- ið, fylgdi rúðubrjótnum eftir og henti honum í gegnum rúðuna á hársnyrtistofunni. Sjónarvottar urðu að atvikinu og er vitað hver átti hlut að máli. Braut sér leið út Iris Gústafsdóttir, eigandi Hár- snyrtistofu Irisar, segir að maður- inn hafi tekið lítinn vinnustól og reynt að bijóta sér leið út um úti- dymar en ekki tekist. Þá hafi hann tekið stóran stól og brotið sér leið út um gluggann, sem honum var hent inn um. IRIS Gústafsdóttir lyftir einu handklæðanna sem maðurinn notaði. Bráðabani réð úr- slitum GARRÍ Kasparov og Jóhann Hjartarson fengu báðir 2Vi vinning í atskákmóti Ríkissjón- varpsins á sunnudagskvöld en Kasparov vann Jóhann í bráða- bana, 5 mínútna hraðskák. Áður höfðu Jóhann og Kasp- arov gert jafntefli í spennandi atskák þar sem Jóhann virtist um tíma hafa náð undirtökun- um, þótt hann stýrði svörtu mönnunum. Bæði Jóhann og Kasparov unnu skákir sínar við Hannes Hlífar Stefánsson og Helga Ólafsson og Hannes vann Helga. Markið sett hátt Kasparov var hér á landi í boði Ríkissjónvarpsins en þetta er í þriðja skipti sem haldið er atskákmót í sjónvarpssal með fjórum þátttakendum, þar á meðal erlendum stórmeistara. í fyrsta skiptið kom Judit Polgar hingað til lands og þá vann Helgi Ólafsson allar skákir sín- ar. A síðasta ári kom Anatoly KASPAROV heimsótti unga skákmenn hjá Taflfélagi Reykjavík- ur, ræddi við þá og gaf eiginhandaráritanir og það varð þröng á þingi því allir vildu komast að heimsmeistaranum. Karpov á mótið og fékk 2Vi vinning úr skákunum þremur en Hannes Hlífar gerði jafntefli við hann. „Það var ekki hægt að setja markið lægra í þetta skipti og því fengum við Kasparov, en úr þessu fara að skapast vanda- mál,“ sagði Hermann Gunnars- son sem skipulagði skákmótið og heimsókn Kasparovs ásamt Helga Ólafssyni. Kasparov tefldi á laugardag blindskák við Helga Áss Grét- arsson heimsmeistara unglinga, en Kasparov, sem er heims- meistari Atvinnuskákmanna- sambandsins, varð heimsmeist- ari unglinga árið 1980. Skákin verður sýnd í sjónvarpinu um páskana og úrslit hennar verða ekki birt fyrr en þá en Hermann Gunnarsson sagði að viðureign- in hefði verið hörkuspennandi. ■ Er nema einn/35 Hent í gegn- umrúðu Umtalsverður afkomubati hjá tryggingafélögum á seinasta ári Meginskýring- in fækkun tjóua VERULEGUR afkomubati varð hjá öllum tryggingafélögunum á sein- asta ári og er meginástæða þessa fækkun tjóna. Hagnaður VIS af rekstri seinasta árs varð 154 millj- ónir eftir skatta og hagnaður Sjó- vár-Almennra nam 259 milljónum króna. Hagnaður Tryggingamið- stöðvarinnar nam 82 milljónum króna á árinu 1993 og er afkoman enn betri nú að sögn Gunnars Felix- sonar forstjóra fyrirtækisins, en hann vildi ekki greina frá endanleg- um hagnaðartölum fyrir ársfund fyrirtækisins. Á árinu 1994 voru heildartjónin sem tilkynnt var um til Sjóvár- Almennra 12.874 talsins en voru 14.066 árið 1993. Þama er um 10% fækkun á tjónum á milli ára að ræða. Fækkun bflatjóna er mest áberandi í þessum tölum og þar munar mestu um afkomubata fyrir- tækisins. Fækkun tjóna í heimilis- tiyggingum og kaskótryggingum bfla varð álíka mikil í hvorum flokki fyrir sig hjá VÍS. Mesti batinn hjá Tryggingamiðstöðinni var í skipa- tryggingum, eða yfir 10%, en er annars breytilegur eftir greinum. Ýmsar skýringar Aðspurður um hugsanlegar ástæður fækkunar bifreiðatjóna, kveðst Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár-Almennra, telja sennilegt að nokkuð minna hafi verið ekið í fyrra en áður. „Þegar þjóðlífið hægir á sér eins og gerist á sam- dráttartímum er eins og spennan minnki, sem skilar sér í fækkun tjóna. Ég hef ekki handbærar tölur um ekna kflómetra, en hef heyrt t.d. frá innflytjendum bifreiða að umsvif þeirra hafi dregist saman.“ Gunnar Felixson forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar tekur i svipað- an strerig. „f tryggingum fer oft saman að minnkandi þensla í sam- félaginu veldur minni hraða í um- ferð. Auk þess hefur bflum ekki fjölgað um skeið hérlendis," segir Gunnar. Axel Gíslason framkvæmdastjóri VÍS kveðst telja aðrar ástæður veigameiri í þessu sambandi, að minnsta kosti hvað sitt fyrirtæki varði. „Við höfum unnið mikið með viðskiptavinum okkar að fyrir- byggjandi aðgerðum, áróðri og for- vörnum, með það í huga að hægt sé að draga úr umfangi og fjölda tjóna. Fækkun tjóna í bflatrygging- um má einnig rekja til þess að við höfum verðlagt iðgjöldin í samræmi við áhættuna og lagt okkur eftir því að eiga viðskipti við góða öku- menn. Þessi stefna hefur borið árangur," segir Axel. Gunnar segir að fækkun tjóna á skipum ráðist aðallega af tilviljun- um og engin sérstök skýring sé á að þeim fækkaði í fyrra samanbor- ið við næstu ár á undan. Ekki sé stór breyting á stöðu bílatrygginga og slysatjónum hafí ekki fækkað hjá fyrirtækinu. Auk þess sé áber- andi aukning á tjónum í fjölskyldu- tiyggingu, og þar á meðal talsverð fjölgun á innbrotum. Hins vegar séu engin stór tjón í eignatrygg- ingu. Hjá Sjóvá-Almennum er betri afkoma í slysatryggingum en verið hefur í nokkum tíma, en í innbúss- tryggingum og heilsutryggingum sést minni munur en í bifreiða- tiyggingum. Iðgjöldin lækkuð Fyrirtækin þijú hafa öll ákveðið að lækka iðgjöld sín, mismunandi þó eftir flokkum. í kaskótryggingu hjá Sjóvá-Almennum nemur lækk- unin 15% og í ábyrgðartryggingum frá 5-10%. „Við erum líka að ganga frá endurgreiðslum til handa skilvísum og tjónalitlum tryggjend- um vegna viðskipta þeirra við okk- ur á seinasta ári, sem verður í formi ávísunar sem við sendum. Þegar endurgreiðsla og lækkun iðgjalda er tekin saman, kemur í ljós að við ætlum að skila hátt á annað hund- rað milljónum króna til viðskipta- vina okkar, fyrst og fremst einstak- linga. Þessar ráðstafanir verða raktar til afkomubata, en hins veg- ar er alveg ljóst að samkeppnin er mjög virk á markaðinum," segir Ólafur. Heimilistryggingar lækka um 10% hjá VÍS en þróun í heimilis- tryggingum hefur verið afar já- kvæð hjá félaginu undanfarin ár að sögn Axels og fækkun tjóna hefur átt sér stað. Ekki sé um sveiflur á milli ára að ræða, heldur þróun. „Þessi lækkun snertir um 30 þúsund flölskyldur í landinu, alkaskótryggingar einkabíla lækka um 15%, boðinn er allt að 35% af- sláttur af fjölskyldutryggingu sem er 5% hækkun afsláttar og margt fleira. Með framangreindum að- gerðum og ýmsum öðrum innbyrðis leiðréttingum mun félagið veita viðskiptavinum sínum um 150 mill- ljóna króna lækkun iðgjalda á tryggingum," segir Axel. Viðskiptavinir Tryggingamið- stöðvarinnar njóta afkomubatans með lækkun iðgjalda í einstaklings- tryggingum, kaskótiyggingum og fjölskyldu- og fasteignatrygging- um frá og með 1. apríl, og einnig á sviði farmtrygginga þannig að ekki njóta aðeins einstaklingar bat- ans. Gunnar kveðst telja að ívilnan- ir fyrirtækjanna til viðskiptavina stafi bæði af afkomubata og harðn- andi samkeppni á tryggingamark- aði. Hafnarfjarðarbær Yatns- gjald kært GÍSLI Jónsson prófessor hefur sent kæru til félagsmálaráðu- neytisins vegna meintra ólög- legra vatnsgjalda í Hafnar- firði. Kæran er dagsett 2. mars. „Ég fór að kanna hvað við borgum fyrir tonnið af köldu vatni miðað við meðalnotkun samkvæmt mælingum Vatns- veitu Reykjavíkur. Það kom í ljós að svo til allir borga meira fyrir tonnið af köldu vatni en heitu, jafnvel tvöfalt og þre- falt meira,“ segir Gísli. Hann segist hafa fengið yfirlit yfir tekjur og gjöld Vatnsveitunnar í Hafnarfirði. Tvö ár hafi tekjur verið tvö- falt hærri en gjöldin og önnur tvö ár þrefalt hærri. „Á þessum fjórum árum hafði Vatnsveitan 234 milljón- ir umfram tekjur. Þetta er hvergi bókað sem eign Vatns- veitunnar og tel ég allt benda til að féð hafi runnið í bæjar- sjóð. Ástæða fyrir kærunni er sú að margoft hefur komið fram hjá umboðsmanni Al- þingis að gjöld mega ekki vera hærri en sem nemur eðlilegum kostnaði. Ég tel því að þarna sé um óbeina skattlagningu að ræða, segir Gísli.“ Ihugar málssókn SVERRIR Ólafsson myndlist- armaður hugar að málsókn á hendur Magnúsi Jóni Árna- syni, bæjarstjóra Hafnaríjarð- ar, og Magnúsi Gunnarssyni, formanni bæjarráðs, vegna ummæla um Sverri og störf hans í þágu Listahátíðar í Hafnarfirði, auk annarra starfa hans að framgangi menningarmála í bænum á undanförnum árum. í fréttatilkynningu sem Sverrir sendi frá sér í gær segir m.a. að hann muni á næstunni taka ákvörðun um hvort hann höfði einkamál á hendur ofangreindum ein- staklingum, og jafnframt sé hann að láta athuga hvort ummæli þeirra geti talist eðli- leg í ljósi stöðu þeirra sem bæjarfulltrúa í Hafnarfírði. BHMR verð- ur Bandalag háskóla- manna BANDALAG háskólamanna BHMR hefur eignast nýtt merki sem Gísli B. Bjömsson teiknari hefur hannað fyrir samtökin. Greint er frá því í nýútkomn- um BHMR tíðindum að með merk- inu sé verið að kynna nýtt og endurvakið nafn bandalagsins sem áður hét bandalag háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins. Skamm- stöfunin BHMR mun falla nið- ur og eftir standa Bandalag háskólamanna þegar gamla BHM félaginu hefur verið formlega slitið en fram kemur í blaðinu að það verði gert á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.