Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 11 FRÉTTIR * Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Islandsbanka, á aðalfundi bankans KAFLASKIL urðu í rekstri ís- landsbanka á síðasta ári. Taprekstri var snúið í hagnað og mestu erfiðleikamir sem sett hafa svip á þróunina undanfarin misseri era nú að baki. Bankinn skilaði 184,5 milljóna hagnaði og er afkomubatinn milli ára um 839 milljónir. Þetta kom fram í ræðu Kristjáns Ragnarssonar, fomanns bankaráðs íslandsbanka, á aðalfundi bankans í gær. „Þrátt fyrir þessa mikiu breytingu til batnaðar er nauðsynlegt að hafa í huga að afkoma bankans er ennþá engan veg- inn viðunandi því ávöxtun eigin fjár er aðeins 4,2%. Afkomubatinn á fyrst og fremst rætur að rekja til þess að framlag í afskriftareikning útlána lækkar um 860 milljónir milli ára. Framlagið er nú 1.341 milljón en var 2.200 milljón- ir árið áður. Bankinn nýtur þess nú að útlánaáhættan hefur verið metin af raunsæi á liðnum árum. Við teljum okkur hafa ástæðu til að ætla að framlag til afskriftareiknings muni halda áfram að lækka á næstu áram. Þetta kemur meðal annars fram í því að endanlega afskrifuð útlán fara einnig lækkandi. Þau vora 1.578 millj- ónir en vora 1.740 milljónir árið áður.“ Margþættur útlánavandi Kristján vakti hins vegar athygli á því að engin ein atvinnugrein sker sig út úr í afskriftum. Þannig er hlut- ur fiskeldis og landbúnaðar 8%, hlut- ur sjávarútvegs og fiskvinnslu 16%, hlutur verslunar 19%, hlutur iðnaðar 13%, hlutur byggingaiðnaðar og ann- arra verktaka 16% og hlutur þjónustu og samgangna 12%. „Þessar tölur sýna svo tæplega verður um villst að útlánavandinn sem íslandsbanki eins og aðrar lánastofnanir hefur verið að glíma við hefur reynst margþættur. Við getum ekki bent á eina atvinnu- grein, einstök fyrirtæki eða einstök lán sem höfuðrót vandans. Hér hefur verið um að ræða yfirgripsmikið þjóð- félagslegt vandamál sem skapaðist vegna langvarandi stöðnunar og sam- dráttar í atvinnu- og efnahagsmálum, þar sem tekjur drógust saman og eignir rýmuðu að verðmæti. En sem Kaflaskil í fyrra í rekstri bankans betur fer bendir allt til þess að við séum að vinna okkur út úr þessum vanda. Játa ber að óraunsæ bjartsýni var ríkjandi á uppgangstíma síðasta áratugar um áframhaldandi hagvöxt. Hún leiddi til útlána sem of oft töpuð- ust vegna rýmunar á verðgildi trygg- inga.“ „Umboðsmaður skuldara" í Islandsbanka Fram kom hjá Kristjáni að banka- ráð Islandsbanka hefur áréttað í nýj- um lánareglum að lán verði ekki veitt nema í undantekningartilfellum með ábyrgð eða veði frá þriðja aðila. Sé það gert verði þess ávallt gætt að ábyrgðarmanni verði gerð grein fyrir umfangi og hugsanlegum afleiðingum ábyrgðarinnar. Þá hefur bankaráðið einnig samþykkt að stofna til starfs- sviðs sem hljóti nafnið „umboðsmaður skuldara". Viðskiptavinur sem ekki telur sig fá eðlilega úrlausn sinna mála getur skotið máli sínu til um- boðsmanns skuldara sem veitir aðstoð eftir því sem efni þykja til. „Það er von bankaráðsins að með þessum aðgerðum megi koma í veg fyrir upplausn í fjölskyldum og vina- hópum vegna fjárhagserfiðleika ein- hvers í hópnum og skuldarar megi ávallt treysta því að mál þeirra hljóti sanngjarna umfjöllun." Þá vék Kristján að makaskipta- samningi íslandsbanka við Samvinnu- lífeyrissjóðinn um Holiday Inn og Sambandshúsið. Hahn sagði að gert væri ráð fyrir að bankinn tæki þessa nýju fjármálamiðstöð í full not um miðjan október. Aðalfundurinn samþykkti að gera verulegar breytingar á samþykktum Samþykktum bankans breytt til að vernda minnihluta gegn hugsanlegu ofríki stórs hluthafa íslandsbanka og vék Kristján sér- staklega að nýju ákvæði varðandi innlausnarskyldu stórra hluthafa. „Um leið og löggjafínn léttir hömlum af því að útlendingar eigi hlut i bank- anum taldi bankaráð eðlilegt að setja inn í samþykktimar ákvæði sem eru nýmæli hér á landi en tíðkast víða erlendis. Um er að ræða skyldu sem ráðandi hluthafí í bankanum myndi undirgangast að leysa til sín hluti annarra hiuthafa ef þeir krefðust þess. Tillaga bankaráðs gerir ráð fyrir, ef hluthafi á meira en '/3 hluta- fjár og ræður yfír samsvarandi at- kvæðamagni geti aðrir hluthafar hver um sig krafist innlausnar hjá hluthafanum. Þá kröfu verða þeir að gera innan átta vikna frá því að þeir vita af þessum rétti sínum. Nái aðilar ekki samkomulagi um verð, er vísað I ákvæði laga um hlutafélög um þetta efni. Með þessu ákvæði er reynt að vemda minnihluta gegn hugsanlegu ofríki stórs hluthafa. Tillagan um hlutfallið ■/, er til samræmis við að samþykki 2/, hluta hluthafa þarf til að breyta samþykktum bankans. Verði þessi tillaga samþykkt hefur íslandsbanki enn einu sinni gengið á undan og rutt braut fyrir nýmæli í starfsemi hlutafélaga." Óeðlileg mismunun ríkisbanka og hlutafélagsbanka Kristján fjallaði einnig í ^ alllögu máli um samkeppnisstöðu íslands- banka og benti á að af 64 milljarða eigin fé ríkisbanka og fjárfestingar- lánasjóða ætti ríkið um 53 milljarða eða 83%. Eigið fé íslandsbanka væri því um 7% heildar eigin fjár lánastofn- ana. „Ríkisábyrgð hefur áhrif á sam- keppnisstöðuna, ríkisbönkunum í vil. Þetta má meðal annars sjá af þvi að ríkisbankar geta aflað sér lánsfjár á innlendum eða erlendum lánamörkuð- um á hagkvæmari kjöram en hlutafé- lagsbanki, einfaldlega vegna þess að lántökunni fylgir sjálfkrafa ríkis- ábyrgð. Ríkisbanki, sem þannig í skjóli skattborgaranna getur aflað ódýrara lánsfjár en hlutafélagabanki, getur að öðru jöfnu boðið viðskipta- vinum sínum hagstæðari kjör. Þetta geta ríkisbankamir vegna þess að ríkisábyrgðin er í flestum tilvikum ókeypis. Ríkisbankamir greiða rík- isábyrgðargjald fyrir aðeins lítið brot af starfsemi sinni. Þetta hlýtur væg- ast sagt að teljast óeðlileg mismunun, að hlutafélagabanki þurfi að eiga í samkeppni við keppinauta, sem njóta ókeypis ábyrgðar okkar skattborgar- anna.“ Kristján gagnrýndi einnig að ríkið hefði ekki gert kröfur um arð sem eigandi ríkisbankanna. „Hlutafélaga- banki þarf hins vegar að reikna með arðgreiðslum sem eðlilegum þætti í sínum rekstri. Og hér er um umtals- verðar fjárhæðir að ræða. Árið 1993, svo dæmi sé tekið, greiddi íslands- banki hluthöfum sínum rúmlega 150 milljónir í arð og verði tillaga banka- ráðs hér á fundinum samþykkt mun bankinn greiða hluthöfum svipaða upphæð á þessu ári. Þar með hafa rúmlega 300 milljónir króna verið dregnar út úr starfsemi bankans og þær greiddar út til hluthafa á þessum tveimur áram. Þetta teljum við fylli- lega eðlilegt og geram kröfu til að bankinn greiði hærri arð á komandi áram. En á sama tíma gerir eigandi ríkisbankanna engar slíkar kröfur." íslandsbanki sendi ekki kæru til Brussel Islandsbanki hefur einnig gert at- hugasemdir við sérstök fyrirmæli fíármálaráðherra frá árinu 1968 til ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana þar sem þeim var bannað að eiga við- skipti við aðrar stofnanir en ríkis- banka. Kristján greindi frá því að bankinn hefði í desember sl. ritað bréf til fjármálaráðherra og óskað eftir því að þessi fyrirmæli væru afturkölluð. Nýlega hefði svar borist þar sem m.a. segir að fjármálaráðu- neytið muni svo fljótt sem aðstæður leyfa afturkalla þessi fyrirmæli. Þá fagnaði Kristján ummælum viðskiptaráðherra um að ástæða væri til að jafna starfsskilyrði bank- anna. „Undir það skal tekið og jafn- framt þá skoðun ráðherrans, að ekki 'eigi að láta staðar numið við að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög, heldur sé tími kominn til að stefna að einkavæðingu þeirra. Það verður að teljast furðulegt, hvað sá stjóm- málaflokkur sem hefur á stefnu sinni að atvinnurekstur eigi að vera á hendi einstaklinga, og félaga þeirra, hefur látið þessa ríkisreknu banka- starfsemi afskiptalausa." Hins vegar sagði Kristján það ekki rétt sem fram hefði komið í fjöl- miðlum að íslandsbanki hefði kært íslensk stjómvöld fyrir EFTA vegna starfsskilyrða bankanna. Lögfræð- ingur bankans hefði átt fund með embættismönnum í Brussel og í kjöl- farið hefðu farið fram bréfaskipti milli bankans og Eftirlitsstofnunar EFTA þar sem vakin hefði verið at- hygli á nokkrum atriðum er þessi mál snerta. Morgunblaðið/Kristinn FRÁ AÐALFUNDI íslandsbanka. Á myndinni eru f.v. Magnús Geirsson, Guðmundur H. Garðarsson, Valur Valsson, banka- stjóri, Magnús L. Sveinsson, fundarstjóri, og Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs. Gagnrýni á lága arðgreiðslu BENT Scheving Thorsteinsson, hluthafi í Is- landsbanka, gagnrýndi á aðalfundi bankans bankaráðið fyrir þá ákvörðun að greiða 4% arð til hluthafa. Hann sagði hluthafa ekki hafa feng- ið neinn arð undanfarin ár og vísaði þá til þess að eignaskattur af bréfunum og verðbólga hefði verið samtals 4%. „Við höfum fengið minna en ekki neitt á þremur árum,“ sagði Bent. Þá spurði Guðjón Andrésson um hvernig rekstur á Holiday Inn hefði gengið á síðasta ári og hvaða stjórnarlaun væru greidd í dóttur- félögunum. Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs, sagði að samkvæmt lögum væri bankanum einungis heimilt að greiða 187 milljóna arð en gert væri ráð fyrir að nýta um 83% af þessari heimild. „Það sem m.a. takmarkar frekari arð- greiðslur er sú staðreynd að þrátt fyrir tap- rekstur tvö undanfarin ár var hluthöfum greiddur út arður. Hefði það ekki verið gert hefði að sjálfsögðu verið unnt að greiða hærri arð nú. Okkur er tamt að líta gjarnan á arðpró- sentuna og bera hana saman við það sem ger- ist hjá öðram hlutafélögunum eða vaxtakjör almennt. Arðprósentan segir hins vegar ekki nema hálfa söguna. Það sem skiptir máli er m.a. hversu stór hluti eigin fjár er í formi hluta- fjár. Ekki er óalgengt hjá stórum hlutafélögum á íslandi að hlutafé sé á bilinu 25-45% af eig- in fé. Hjá íslandsbanka er þetta hlutfall miklu hærra eða 83,5%.“ Hann sagði að hluthafar þyrftu að hafa í huga hver arðgreiðslan væri í hlutfalli við markaðsverð hlutabréfa. „Samkvæmt yfirliti yfír níu stór hlutafélög er arðgreiðsluprósentan á bilinu 4-10%. Raunarður, þ.e.a.s. arður í hlut- falli við markaðsverðmæti hlutabréfa, er hins vegar á bilinu 2,12-5,59%. Að meðaltali er raunarður þessara fyrirtækja 3,22% og ef til- laga bankaráðsins verður samþykkt verður raunarður þannig mældur 3,34% í Islandsbanka eða yfir meðaltali." Valur Valsson bankastjóri sagði að tap hefði orðið á Holiday Inn í fyrra eins og áður en hann hefði ekki nákvæmar upplýsingar þar um. Þá sagði hann að stjórnarlaun í dótturfé- lögunum næmu hálfum launum bankaráðs- manna. Valur Valsson, bankastjóri Mestu útlána- erfiðleikarnir að baki VALUR Valsson, bankastjóri íslandsbanka hf., segir allt benda til þess að mestu útlánaerf- iðleikar bankans séu að banki og að framlag í afskriftarreikning fari enn minnkandi á kom- andi árum. Á síðasta ári var afskriftarframlag- ið alls 1.341 milljón í stað 2.205 milljóna á árinu 1993. I ræðu sinni á aðalfundi bankans skýrði Valur afkomu bankans og sagði m.a. að vaxta- munur bankans fyrir framlag í afskriftarreikn- ing hafi numið 2.637 milljónum á árinu 1994 samanborið við 2.696 milljónir árið áður. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heild- arfjármagns hefði reynst vera 4,7% á síðasta ári, en var 4,5% á árinu 1993. Skýringar á hærra hlutfalli fyrir árið 1994 þrátt fyrir minni vaxtamun í krónum talið væri samdráttur í heildarfjármagni bankans vegna minni sölu bankabréfa og aðhalds í útlánum á árinu. Rekstrarkostnaður bankans í heild hækkaði um 3% milli ára eða um 89 milljónir. Þar veg- ur þungt hækkun á framlagi í lífeyrissjóð og eftirlaunasjóð sem nam 110 milljónum en árið áður var um 15 milljóna tekjufærslu að ræða. Starfsfólki hélt hins vegar áfram að fækka og voru að meðaltali 686 stöðugildi við bank- ann á árinu eða 40 færri en árið áður. Lækk- uðu laun og launatengd gjöld um 1% milli ára. „Miðað við afkomuskilyrði bankans í upp- hafi þessa árs stefnum við að því að bæta afkomu bankans talsvert á þessu ári. Það ætlum við að gera með því að lækka kostnað enn meira og með minni framlögum á afskrift- arreikning og auknum tekjum vegna aukinna umsvifa. Samkeppnin er hins vegar hörð og fer nú mjög vaxandi. Bæði milli innlendra lána- stofnana og við erlendar. Allt bendir til þess að vaxtamunur fari því enn lækkandi og það mun óneitanlega setja þrýsting á afkomuna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.