Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 12
i 12 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ekkí meira hlutafé í vatnsútflutning Skýrist í ár hvort tilraimin tekst Hlutdeild KEA í tapi dótturfyrirtækja um vatnsútflutning 92 milijónir króna. Morgunblaðið/Rúnar Þór Vor ánæsta leiti? SÓLIN er farin að skína, dagur- geta þó ekki kvartað yfir snjó- inn lengist og greinilegt að létt- leysi, íbúðagötur er enn yfirfull- ara er yfir fólki en var í óveð- ar af snjó sem hverfur ekki al- urstíð vetrarins. Akureyringar veg á næstunni. Mun færri fylgja KA suður en viija ÁRIÐ 1995 er úrslitaár varðandi það hvort tilraun Kaupfélags Ey- fírðinga með vatnsútflutning tekst eða ekki. Þetta kom fram á aðal- fundi KEA sem haldinn var á laug- ardag. Á síðasta ári var hlutdeild KEA í tapi dótturfyrirtækja þess, Akva USÁ og Akva hf. um 92 milljónir króna. Tapreksturinn er að mestu leyti fjármagnaður af hlutafé sem bandarískir aðilar lögðu til, en KEA jók fjárbindingu sína í þess- um fyrirtækjum um 30 milljónir króna á liðnu ári. Hlutafé Ákva USA var aukið um rúmar 4 milljón- ir dollara á síðasta ári og mun KEA ekki leggja félaginu til meira hlut- afé. 2,5 milljónir lítra fluttar út Rekstaráætlanir Akva USA gera ráð fyrir að það geti fjármagnað sig sjálft á þessu ári og í framtíðinni. Takist það ekki er um tvennt að velja, að því er fram kemur í skýrslu stjórnar KEA og kaupfélagsstjóra: að hætta starfsemi eða einhveijir aðrir en KEA sjái fyrirtækinu fyrir fjármagni, sem talið er frekar ólík- legt. Á síðasta ári voru fluttir út á vegum Akva hf. 126 fjörutíu feta MIKLAR umræður urðu um starfs- mannamál á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga sem haldinn var á laugardag. Sigfríður Þorsteinsdóttir flutti á fundinum tillögu um mótun nýrrar og framsýnnar starfsmannastefnu sem tæki mið af lögum nr. 28/91 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Sigfríður sagði m.a. að bæta þyrfti ímynd kaupfé- lagsins bæði út á við og inn á við. Nokkuð væri um að starfsfólk tal- aði á neikvæðum nótum um félagið en brýnt væri að breyta því og gámar af pökkuðu vatni, en það eru um það bil 2,5 milljónir lítra. Þetta er um milljón lítrum meira en flutt var út árið áður. Vatnið var ein- göngu flutt til Boston. Salan hefur gengið nokkuð hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir, þó um verulega aukningu séað ræða milli ára. Mark- aðssetning þykir þó að mörgu leyti hafa tekist sæmilega, en samkvæmt skoðanakönnunum sem gerðar voru síðasta haust þekktu 26% íbúa á Nýja-Englandssvæðinu vörumerki Akva. Dreifing hófst í september Dreifing vatns á Baltimore- og Washington-svæðinu hófst í sept- ember síðastliðnum og var settur kraftur í markaðsstarf. Sú breyt- ing var gerð að ráðnir voru þrír bandarískir sölumenn til að sinna sölu- og markaðsmálum, en fyrri samningi við ráðgjafarfyrirtæki sem sinnt hafði þessum málum var sagt upp. Síðari hluta liðins árs og það sem af er þessu ári virðast söluáætlan- ir hafa staðist. Fyrirtækið hefur fengið allmargar viðurkenningar og verðlaun fyrir markaðs- og aug- lýsingaherferð á svæðinu. hvatti hún stjórn KEA til að taka af festu á málinu. Einnig kom fram í máli Sigfríðar að svo virtist sem nokkuð almennt væri að Akureyringar væru and- snúnir kaupfélaginu. Margir tóku undir orð Sigfríðar og vildu umfram allt að gerð yrði bragarbót á þessu hið snarasta. Magnús Gauti Gautason kaupfé- lagsstjóri tók ekki illa í þá hugmynd að átak yrði gert til að bæta ímynd Kaupfélags Eyfirðinga. Hann teldi þó að flestum Akureyringum væri innst inni hlýtt til kaupfélagsins. MUN færri KA-menn komust en vildu til Reykjavíkur til að fylgj- ast með úrslitaleik félagsins og Vals sem fram fer í kvöld. Magnús Már Þorvaldsson einn KA-manna sagði að búast mætti við örtröð á Akureyrarflugvelli síðdegis en að líkindum fara þá sex flugvélar í loftið, ein með handknattleiksmennina og fimm með stuðningsmenn. KA-menn fá 25% af seldum miðum á leikinn, en Magnús Már sagði að mun fleiri hefðu viljað fylgja liðinu suður en kæmust fyrir að Hlíðarenda. Hann gagn- rýndi fyrirkomulag miðasölu fyrir leikinn. Hún hefst kl. 14.00 í dag, þriðjudag. „Við sendum KA-mann í Hlíðarenda í gær en hann fékk ekki að kaupa miða og var bent á að sala væri ekki hafin. Það var hins vegar annað hljóð þegar ég gerði mér að leik að hringja og kynnti mig sem Einar í Stakkahlíðinni, gijótharð- an Valsara, þá fékk ég þær upp- lýsingar að ég mætti koma strax og kaupa mér miða. Það er greini- legt að það á í lengstu lög að neita okkur um miða á Ieikinn," sagði Magnús Már. Keypt hluta- bréf í Skinnaiðnaði BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt að kaupa hlutabréf í Skinna- iðnaði fyrir þá upphæð sem bærinn átti að fá greitt í arð, en á aðalfundi fyrirtækisins fyrir nokkru var sam- þykkt 10% arðgreiðsla til hluthafa. Skinnaiðnaður hefur boðið þeim hlut- höfum sem þess óska að veija arð- greiðslunni til kaupa á hlutabréfum í félaginu á genginu 1,80. 10 tilboð í sorppoka Kynnt voru á fundi bæjarráðs 10 tilboð sem bárust í 350 þúsund sorp- poka úr plasti. Fallið var frá lægsta tilboði þar sem það uppfyllti ekki kröfur. Bæjarráð samþykkti að ganga til samninga við Þórshamar, sem átti næstlægsta tilboðið en það var að upphæð rúmar 4,1 milljón króna. Hestamannafélagið Léttir hefur skorað á bæjaryfirvöld að kaupa nú þegar öflugan snjóblásara til bæjar- ins sem myndi auðvelda mjög starf við að halda opnum umferðarleiðum í og við bæinn, m.a. reiðvegum hestamanna. Bæjarráð samþykkti að senda erindið til framkvæmda- nefndar bæjarins. Hlutaf é og styrkur til Úrvinnslunnar Úrvinnslan hefur leitað eftir auknu hlutafé og stuðningi frá Akur- eyrarbæ við söfnun á pappír og plasti til endurvinnslu. Bæjarráð hefur lagt til að Framkvæmdasjóður bæjarins leggi fram aukið hlutafé í fyrirtæk- ið, allt að 1,6 milljón króna með skuldajöfnun við bæjargjöld að því tilskildu að hlutdeild bæjarins í fyrir- tækinu hækki ekki frá þvf sem nú er. Bærinn á um 24% í Úrvinnslunni. Þá leggur bæjarráð til að tækni- deild bæjarins verði heimilað að fjölga móttökustöðvum á pappír og plasti í allt að sjö og gera um það samning við Gámaþjónustuna. Loks var á fundi bæjarráðs lagt til að Úrvinnslunni verði veittur styrkur á þessu ári að upphæð 1,2 milljónir króna, m.a. til kynningar- og mark- aðsátaks. Fræðslu-og starfsmanna- stefna endurskoðuð Bæjarráð hefur veitt fræðslu- nefnd Akureyrarbæjar heimild til að semja við Anette Wolthers, náms- stjóra í Kaupmannahöfn, um að taka að sér ráðgjöf við endurskoðun á fræðslu- og starfsmannastefnu Ak- ureyrarbæjar. Áætlaður kostnaður við komu Anette Wolthers er um hálf milljón króna sem fræðslufull- trúi bæjarins telur að rúmist innan íjárhagsáætlunar til fræðslumála. a±kax FATAHREINSUNIN HOFSBOT 4 - SIMI 24427 Valgarður Stefánsson hf UMHODS- <M; IIEILDVEltSIAJN Iljiilli yrargöiu 12 - Sínii 218óó SR' Z Jp, -il C* zs Bæta þarf ímynd kaupfélagsins EyjaQarðarsveit. Morgunblaðið. FEMJflSVfEÐlÐ BMtaARAFAnH BdRN»5”lTT Gjerárgötu 28 - Akure' Áskriftarsími 96 mí n u i af mardbóku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.