Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ • Á leynifundi við Álftavatn sagði forstjóri Sambandsins að greiðslustaða þess væri k engin og að það væri upp á Landsbankann komið. Forsvarsmenn bankans sögðust r verða að sýna hörku og vinna hratt. Samningum yrði að ljúka á sem skemmstum tíma. LANDSBANKINN LEIDDI SAMNINGA Hún var með ólíkindum leyndin sem hvíldi yfír samningafund- um Landsbanka íslands og Sambands íslenskra samvinnufélaga í októbermánuði 1992. Agnes Bragadóttir lýsir hér í þriðju grein sinni um endalok Sambandsins hvernig samningarnir gengu fyrir sig áður en Hömlur hf., eignarhaldsfélag Lands- bankans um eigur Sambandsins, tók yfír eignirnar með formlegum hætti, þann 11. nóvember, 1992. ENDALOK SAMBANDSINS ÞRIÐJA GREIIM ISELVÍK VIÐ Álftavatn stendur glæsilegt ráðstefnu- og fundahús Landsbanka íslands, sem gjarnan er kall- að „Ráðstefnuhöll" Lands- bankans. Þangað stefndu forsvars- menn Landsbankans stjómendum Sambandsins til fundar við sig, ár- degis, þann 13. október 1992, þar sem hafnir skyldu eiginlegir samn- ingar um yfírtöku Landsbankans á eignum Sambandsins. Landsbank- inn taldi að sér væri ekkert að van- búnaði að hefja slíkar viðræður við forsvarsmenn Sambandsins eftir að ytri endurskoðendur bankans, Lög- giltir endurskoðendur hf., höfðu lýst þeirri skoðun sinni að þeir teldu þá leið, sem bankastjórn hafði lagt til í skýrslu sinni til bankaráðs um eignayfirtöku í gegnum eignar- haldsfélag Landsbankans, einna vænlegasta, þótt endurskoðendum- ir hafi jafnframt bent á að leiðin væri vandrötuð og tryggði á engan hátt að bankinn kæmist hjá útlána- töpum. Forkólfar Sambandsins litu stöðu mála svipuðum augum og Landsbankamenn, þannig að í raun voru markmið samningsaðila sam- eiginleg, þótt verðmat og áherslur hafí verið mismunandi. Af hálfu Landsbankans vom þessir mættir til fundarins: Sverrir Hermannsson bankastjóri, Halldór Guðbjarnason bankastjóri, Jakob Bjamason, Hermann Eyjólfsson, Birgir Magnússon, Reinhold Krist- jánsson, Ami Tómasson löggiltur endurskoðandi og Tryggvi Gunn- arsson lögfræðingur. Af hálfu Sambandsins voru þess- ir mættir til fundarins: Sigurður Markússon stjómarformaður, Þor- steinn Sveinsson varaformaður Sambandsstjómar, Guðjón B. 01- afsson forstjóri, Sigurður Gils Björgvinsson fjármálastjóri, Geir Geirsson löggiltur endurskoðandi og Jón Finnsson, hrl. Drög að kaupsamningi Þegar í upphafí fundarins varð um lítilsháttar ágreining aðila að ræða, þar sem Sverrir Hermanns- son gerði grein fýrir hugmyndum um vinnufyrirkomulag, sem gerði ráð fyrir að fulltrúar beggja aðila hittust á stuttum fundum, en á sameiginlegum fundum yrðu ein- ungis fáir. Lagði hann til að fyrir hönd Landsbankans sætu hann og Halldór Guðbjarnason bankastjóri sameiginlega fundinn, ásamt Jakobi Bjamasyni, en Sambandið féllst ekki á slíka tilhögun og vildi að allir fulltrúar þess sætu hinn sam- eiginlega fund, sem varð svo niður- staðan. Sverrir Hermannsson gerði í upp- hafi grein fyrir því að Landsbankinn hefði tekið að sér það hlutverk að greiða skuldir SÍS og drög að kaup- samningi á eignum Sambandsins hefðu verið kynnt. Hins vegar væm menn ekki sammála um verð og ágreining þar að lútandi þyrfti að útkljá. Fyrsta mál sem rætt var, var stærsta eign Sambandsins, hlutur þess í Olíufélaginu hf. Greindi . ban.kastjórinn frá því að bankinn ætti engra annarra kosta völ, en miða við það verð er ríkti á mark- aðnum, sem þá var 4,5. Gengi hlutabréfa í ESSO hafði verið mun hærra nokkru áður, þegar mikið kapphlaup var á markaðnum um bréf í fyrirtækinu. Sigurður Markússon svaraði fyrir hönd Sambandsins á þann veg, að félagið hefði ekki ráð á, að fá minna fyrir Olíufélagsbréfin, en það gæti fengið við sölu þeirra til annarra. Sverrir greindi frá því að Lands- bankinn og eignarhaldsfélag hans myndu selja þær eignir sem þarna var um fjallað eins fljótt og auðið væri. Taldi hann rétt af hálfu beggja aðila, að láta í veðri vaka, að áhugi annarra væri fyrir hendi um kaup á bréfum. Þannig væri hægt að viðhalda áhuga markaðar- ins. • Ágreiningur um ESSO • Ágreiningur um Samskip • Ágreiningur um Regin Guðjón heitinn B. Ólafsson til- greindi þær eignir sem stærstar voru: Olíufélagið, Reginn og Sam- skip. Kvað hann mismun á innra- virði og markaðsvirði Olíufélags- bréfanna vera 230-250 milljónir króna og sagði Sambandið óska eftir því að kannað yrði hvar hægt væri að fá hæst verð fyrir bréfin. Guðjón lýsti einnig árangurslaus- um tilraunum í tæpt ár við að selja erlendum aðilum bréfín í ESSO; fyrst í viðræðum við Q8 í Dan- mörku og síðan við Nomura Bank í London, sem hefði að hans sögn sótt fast að fá að selja hlut SÍS í Olíufélaginu. Greindi Guðjón frá því að Nomura hefði talað um að hægt væri að fá 1,5 til 1,8 milljarða króna fyrir bréfin, sem að innravirði væru um 1,2 milljarðar króna. Að svo búnu ræddi Guðjón um stöðu Samskipa hf. og i dag vekur athygli að á þessum fundi stað- hæfði Guðjón að ef skoðað væri hlutfall við eigið fé, væri staðan hjá Samskipum svipuð og hjá Eim- skip hf. Segja má að vanþekking forsvarsmanna Sambandsins á stöðu eigin fyrirtækja kristallist í þessum umsögnum forstjórans um stöðu Samskipa og framtíðarhorf- um, eins og þeir lásu þær, í októ- ber, 1992. Ólíkt mat á verðmætum Samskipa Raunar hafði þremenningaklíka Landsbankans, sem undirbjó og vann allt málið í hendurnar á banka- stjórn Landsbankans, skömmu áður komist að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar, sem fyrrum stjórnend- ur Samskipa og framkvæmdastjóri höfðu útbúið í hendur Landsbanka- mönnum um afkomu og eignastöðu félagsins, fengju í engu staðist og að á þeim væri ekki á nokkurn hátt byggjandi. Sömu sögu er að segja af þeim upplýsingum sem þeir Jakob Bjamason, Hermann Eyjólfsson og Birgir Magnússon fengu frá for- svarsmönnum Miklagarðs hf. og Jötuns hf. Ávallt voru gefnar tölu- legar upplýsingar sem sýndu fram á að viðkomandi fyrirtæki áttu ekki að vera gjaldþrota, en við sjálfstæða rannsókn þremenninganna og upp- lýsingaöflun kom á daginn að slíkar staðhæfíngar fengu í engu staðist. Kynnti forstjórinn jafnframt áætlanir um breytingar á skipastóli og rekstrarfyrirkomulagi Sam- skipa, sem hann kvað mundu skila félaginu rekstrarbata upp á um 420 milljónir króna á 12 mánaða tíma- bili. Guðjón sagði að útlitið til skamms tíma væri neikvætt en framtíð Samskipa með því betra sem sæist í þjóðfélaginu. Benti hann á að hlutafé fyrir 130 milljónir króna hefði verið selt á genginu 1,12. Þrýstingur frá erlendum bönkum Sverrir greindi viðsemjendum frá því að ekki væri markmið Lands- bankans með eignayfirtöku að græða, heldur að sjá til þess að uppgjörið tækist. Þrýst væri á Landsbankann af erlendum bönk- um og tíminn sem til stefnu væri, væri naumur, enda væri mjög af Sambandinu dregið. Landsbankamenn spurðu um árs- tekjur Sambandsins og gjöld á árs- grundvelli og Sigurður Gils Björg- vinsson, fjármálastjóri Sambands- ins, greindi frá því að rekstrargjöld væru um 100 milljónir á ári, en tekjur litlar sem engar. Guðjón ít- rekaði að greiðslustaða Sambands- ins væri engin og það væri algjör- lega upp á Landsbankann komið. Óskaði Guðjón eftir ákveðinni til- hliðrunarsemi og þolinmæði af hálfu Landsbankans, en fékk þau svör frá Landsbanka að bankinn yrði að sýna hörku og vinna málið hratt, þar sem olnbogarými væri þröngt. Þegar aðilar ræddu málefni Reg- ins hf. sérstaklega og eignastöðu, kom á daginn að það væri mikilli óvissu háð hvemig meta bæri eign- ir félagsins. Vikunni fyrir þennan fyrsta fund aðila, sem haldinn var í Selvík, hafði Landsbankinn kynnt erlend- um lánardrottnum Sambandsins hvernig hann hygðist standa að skuldauppgjöri við þá. Guðjón B. Ólafsson spurðist á fundinum fyrir um hvernig sú kynning hefði verið og bað um að fá að sjá skjöl. Svör- in sem hann fékk, voru í þá veru að Sigurði Markússyni hefði verið kynnt uppkast að skuldauppgjörinu. Þessi frásögn sýnir, svo ekki verður um villst, að sjálfum for- stjóra Sambandsins, Guðjóni B. 01- afssyni var meira og minna haldið utan við endanlegan undirbúning að eignayfirtöku Landsbankans á eignum Sambandsins og að viðræð- ur á milli bankans og Sambandsins voru fyrst og fremst milli þremenn- ingaklíkunnar og Sigurðar Markús- sonar stjórnarformanns og Sigurðar Gils Björgvinssonar fjármálastjóra Sambandsins. Að afloknu hádegisverðarhléi komu aðilar saman til fundar á nýjan leik og ræddu verð á bréfum Sambandsins í Olíufélaginu. Jakob Bjarnason greindi frá því að Lands- bankinn væri reiðubúinn að miða við gengið 4,5. Hærra verð hefði ekki komið til, nema menn væru að kaupa sig til áhrifa. Sverrir Hermannsson lýsti þeirri afstöðu Landsbankans að Sambandið gæti fengið einn mánuð að hámarki til þess að kanna hvort erlendir kaup- endur vildu greiða hærra verð fyrir bréfin. Þetta taldi forstjóri Sam- bandsins ónógan tíma og óskaði eftir einum og hálfum mánuði, eða til nóvemberloka 1992. Þessu næst greindi Jakob Bjarnason frá því að niðurstaða Landsbankans, við skoðun á innra- virði Samskipa hf., væri sú að gengi hlutabréfa á markaði um miðjan október 1992 væri sú að það væri að hámarki 0,83. Sem ástæður fyr- ir þessu mati nefndi Jakob að fyrir- tækið hefði framan af árinu 1992 tapað 150 milljónum króna, auk þess sem skipastóll félagsins væri ofmetinn og því óraunhæft að tala um gengi 1,12 eins og komið hafði fram í máli Guðjóns B. Ólafssonar, sem ítrekaði fyrri útreikninga Sam- bandsins og áætlanir um 420 millj- óna króna í bata á komandi 12 mánuðum. Hafsjór á milli í mati á Regin Þegar aðilar ræddu stöðu Regins hf. kom á daginn að hafsjór skildi á milli þeirra um eignalega stöðu Regins og munaði þar mestu um mat á Holtagörðum, sem á bók- færðu verði var metið 1.440 milljón- ir króna, en Jakob Bjarnason lýsti því að ef miðað væri við ávöxtun á viðskiptapappírum lækkaði verðið fyrir Holtagarða í 700 milljónir króna. Árni Törrjasson lýsti því að ef Landsbankinn keypti hlutabréfin í Regin væru þau 440 milljóna króna virði, en þá væri eftir að gera upp viðskiptaskuld Regins við Sambandið að upphæð 620 milljón- ir króna. • íslenskar sjávarafurðir • Kaffibrennsla Akureyrar • Efnaverksmiðjan Sjöfn Landsbankinn lýsti því næst mati sínu á hlutabréfum í Islenskum sjávarafurðum hf., þar sem niður- staða bankans var sú að yfirtöku- verð bréfanna væri á genginu 0,9. Sigurður Markússon kvað þessi bréf hugsanlega falla í þann flokk, þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.