Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 25 LEIKXIST Lcikfciag Sclfoss ÍSLANDSKLUKKAN eftir Halldór Laxness. Leikstjóri: Vigdís Jakobsdóttír. Aðalhlutverk: Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, Júli Þorvaldsdóttir, Ólafur Jens Sigurðs- son, Elin Amoldsdóttir, Kristínn Pálmason, Hjörtur Már Benedikts- son, Þórólfur Sæmundsson, Selfossi, 18. mars. ÍSLANDSKLUKKAN er 47. verk- efni Leikfélags Selfoss. Fjörutíu og sjö leikrit sýna svo ekki verður um villst að þeir sem að leikfélaginu standa búa yfir áralangri reynslu og þroska - L.S. er orðið leikfélag sem byggir á hefð. Fyrr í vetur hafa komið þar á fjalirnar Bangsímon og Beðið eftir Godot (en sú eftirminni- lega sýning var unnin með félögum í Leikfélagi Hveragerðis). Eigi að síður er í mikið ráðist að taka ís- landsklukkuna til sýninga og kemur þar einkum tvennt til. Sviðið á litla leikhúsinu á Selfossi er að sönnu lít- ið og erfitt að athafna sig á því í viðamiklum sýningum. Það þolir ekki mikinn sviðsbúnað. En neyðin kennir naktri konu að spinna á Sel- fossi sem annars staðar. Sviðsetjarar og sviðsmyndasmiðir hafa gert leik- mynd þar sem heita má að hver sentimetri sviðsins sé nýttur til hins ýtrasta bæði í dýpt og breidd en leikurunum um leið gefið nægilegt rými til að fylla upp í. Atriðaskipt- ingar eru hraðar og áhorfandinn er fluttur í einu vetfangi frá Rein að Skálholti, frá Bræðratungu til kóngsins Kaupinhávn við ljúfan ís- lenskan undirleik. Hér verður bert það sem áhorfendur gera sér oft ekki grein fyrir en hver einasti með- hjálpari í leikhúsinu veit: Án þeirra sem ekki sjást á sviðinu verður blekkingin hugumljúfa ekki full- komnuð, kláruð. Svo er því þannig háttað með íslandsklukkuna að hún hefur skipað sér á bekk með Ó Guð vors lands í þjóðarvitundinni. Áhorf- endur búast við því að tiltekin kennd hríslist um kroppinn þegar Assessor Arnas Arneus segir að enginn geti selt landið: Það er sú sæla að til- heyra þjóð (meinlausust í þeim lönd- um sem ekki hafa herskyldu). Og ástin og skáldskapurinn renna sam- an í eitt í brjóstum okkar þegar við heyrum minnst á hið ljósa man. Gunnar Kvaran á háskóla- tónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUNUM mið- vikudaginn 29. mars kl. 12.30 leikur Gunnar Kvaran sellóleikari svítu nr. 1 og 3 eftir Johann Sebastian Bach. Gunnar hóf bamungur tónlist- amám. Helstu kennarar hans hér heima vom dr. Heinz Edelstein og Einar Vigfússon. Að námi loknu hér heima stundaði hann nám við Tón- listarskólann í Kaupmannahöfn hjá prófessor Erling Blöndal Bengtsson. Framhaldsnám stundaði hann í Basel hjá prófessor Reine Flachot. Gunnar hefur komið fram sem einleikari og í kammertónlist á öllum Norðurlöndum, mörgum Evr- ópulöndum, Bandaríkjunum og Kanada. Gunnar er deildarstjóri strengjadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík og kennir þar sellóleik og kammertónlist. . Svíturnar sex fyrir einleiksselló samdi Bach um 1720 þegar hann var í þjónustu kjörfurstans í Köthen. Svíturnar fyrir selló eru allar eins að ytra formi, en þrátt fyrir þessi ytri Iíkindi bera svíturnar hver sinn svip og gera þær ýtrustu kröfur til flytjandans bæði um tónlistarskiln- ing og tæknilega fullkomnun, segir í kynningu. Aðgangseyrir er 300 krónur en frítt fyrir handhafa stúdentaskír- teinis. Mín klukka, klukkan þín Þessar tilfinningar eru vandmeð- farnar í leikhúsi. Bros breytist þar auðveldlega í grettu. Mér leið vel að vera íslendingur á þessari sýningu og ekki bara vegna þess að þetta verk vekur með mér þjóðarstoltið heldur vegna þess að hér er opinberað margt í mannlegu eðli og íeikararnir á Selfossi opin- bera það vel. Sigurgeir Hilmar Frið- þjófsson er reyndur leikari og bregst ekki frekar en endranær. Hann túlk- ar vel niðurlægingu kotbóndans á Rein, slóttugheit og stolt. Kristinn Pálmason er eftirminnilegur í hlut- verki Sigurðar dómkirkjuprests. Helgislepja og holdleg girnd stíga dans í þessu hlutverki og Kristinn hefur hvorttveggja til reiðu. Þá sýn- ir Elín Arnoldsdóttir ágæt tilþrif í sínum þremur hlutverkum. Olafur Jens Sigurðsson er vaxandi leikari með góða framsögn og örugga nær- veru á sviði. Hann nær allgóðum tökum á hlutverki Arneusar, en það hlutverk er erfitt. Arnas Arneus þarf að miðla áhorfendum innri tog- streitu sinni, sorg og ljúfsárri þjón- ustu við háleit markmið án þess að hafa um það mörg orð. Hann ber það í búknum. Hjörtur Már Bene- diktsson og Þórólfur Sæmundsson sýna báðir góða takta í sínum fjöl- breytilegu hlutverkum. Júlía Þorvaldsdóttir, sunnlensk hefðarmær, er Snæfríður Björns- dóttir Eydalín. Karlpeningurinn á mínum bekk átti ekki í neinum vand- ræðum með að skilja það og skilja afhverju þessi stúlka tekur þátt í fegurðarsamkeppnum. En eins og tuggan segir: fegurðin kemur að innan, og Júlía eys henni upp þaðan líka sem hið ljósa man. Hún sýnir af sér þokka og reisn og leikur al- deilis prýðilega vel, ekki síst ef tek- ið er tillit til þess að hún „kemur beint upp úr skólaleikritunum" eins og góður maður orðaði það. Vigdís Jakobsdóttir leikstýrir hér sínu viðamesta verki til þessa, enda ekki langt síðan hún kom heim frá námi í leikhúsfræðum. Hún öðlast öryggi og vex við hveija raun og svo er aldeilis ágætt fyrir unga leik- stjóra sem vilja hugsa um heildina áður en þeir vaða í smáatriðin að vinna í leikhúsi sem hefur hefð, því þar vita menn að í smáatriðunum opinberast heildin. Guðbrandur Gíslason f BtKERTLATA HEKUIGOSI! ENN GÝS Á BÍLAÞINGSSVÆÐINU. SÉRFRÆÐINGAR TELJA AÐ GOSIÐ MUNI STANDA YFIR í EINHVERJA DAGA ENN. NOTAÐIR BÍLAR Á ÚTSÖLUVERÐI FLÆÐA UM ALLT SVÆÐIÐ. • ALLT AÐ 250.000 - kr. AFSLATTUR • GÓÐ GREIÐSLUKJÖR LÁN TIL ALLT AÐ 48 MÁNAÐA ÞAÐ ER OÞARFI AÐ TAKA MEÐ SER NESTI ÞVI VIÐ BJÓÐUM UPP Á KAFFI, GOS 0G KLEINUR ÞAÐ SKELFUR ALLT OG NÖTRAR. DRÍFÐU ÞIG EF ÞÚÆTLAR AÐ GERA GÓÐ KAUP. BÍLAÞINGÉEKLU N O T A Ð I R B í L A R Bílaþing Heklu • Laugavegi 174 • Símasambandslaust er við svæðið vegna mikils álags • Betra er að koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.