Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28: MAKZ 1995 MORGUNBLAÐK) Ketíissoní Fiimskir töframenn og LaS£ata norskur höeerstaður I v' I n n c L' n n n n p a n LA TRAVIATA Kolbeinn Ketilsson í La traviata. íslenska óperan. Föstudagnr 17. mars. HVER óperusýning er nýr við- burður, að því er varðar hversu til tekst hverju sinni, en tilefni skrifa um nefnda sýningu er frumraun Kolbeins Ketilssonar á sviði íslensku óperunnar í hlut- verki Alfredos í La traviatá eftir Verdi. Kolbeinn var frekar daufur í fyrsta kaflan- um, vildi líklega fara varlega af stað, svo það vantaði nokkuð á skerpuna í aðal- aríu þáttarins, _,,Libiamo, libiamo, ne’ lieti calici". I öðrum þætti sótti hann í sig veðrið og aría hans, „De miei bollenti spiriti", var mjög vel sungin. Tvísöngur föður Alfredos og Violettu var mjög áhrifamikill og var Bergþór enn betri en á frumsýning- unni. Sigrún Hjálmtýsdóttir var frábær í hlutverki Violettu, sérstakiega í lokaþættinum, sem er býsna erfítt að syngja á sannfærandi máta. Báð- ar veislumar, í fyrsta þætti og síð- ara atriði annars þáttar, eru leik- rænt veikustu atriðin og nú truflaði ráp þjónanna með óþægilega tóm drykkjarstaupin og það vantaði spennuna, þ.e. meiri hraða, bæði í sígaunasöng kórsins og nautabana- atriðið. Það var sterk stemmning í loka- þættinum og aría Violettu, „Addio del passato", var frábærlega vel sungin af Sigrúnu. Dúettinn „Parigi o cara“ var sannfærandi og vel sung- inn af Sigrúnu og Kolbeini. Kolbeinn er góður söngvari, nokk- uð gætinn en umfram allt fágaður og syngur fallega. Rödd hans er falleg, jöfn í tónblæ og hann ofgerir henni aldrei. Það sem _ á vantar í raddstyrk eða raddlega vogun og leik, er nokkuð sem kemur með meiri reynslu og þroska, er ávaxtast aðeins í átökum við erfið viðfangs- efni. Jón Ásgeirsson LISIPANS Borgarlcikhúsiö K. KVARNSTRÖM & CO SCIROCCO DANSKOMPANI Danshöfundar: Kenneth Kvam- ström, Ina Christel Johannessen. Tónlist: R. Schedrin, Kjell Samkopf o.fl. Leikmynd og búningar: Carousc- hka, Kristin Torp. Lýsing: Jens Set- hzman, Erik Wiedersheim-Paui. Dansarar: Frá Finnlandi: Háken Mayer, Mika Backlund, Kai Lahde- smaki. Frá Noregi: Marianne Albers, Jonas Digerud, Martin Hylton, Jan- Ivar Lund, Teija Tjome Mossige, Cecilie Linderman Steen, Lene Sy- vertson. Borgarleikhúsið 21. og 22. mars 1995. Aðgangseyrir kr. 1.500. FRUMSÝNING á seinni list- danssýningunni á Sólstöfum, nor- rænu menningarhátíðinni, fór fram í Borgarleikhúsinu 21. mars. Þessar sýningar hafa verið kær- komnar fyrir áhugafólk um list- dans og dansleikhús og mikilvægt að gefa íslendingum tækifæri til þess að sjá hvað er að gerast á Norðurlöndum í þessu máli. K. Kvarnström & Co. frá Finn- landi sýndi tvö verk: „...and the angels began to scream...“ og CarmenV. Bæði þessi verk voru stórfengleg og líklega það eftir- minnilegsta, sem sést hefur í list- dansi hér í vetur „... and the ang- els began to scream...“ er kynnt sem „ljóðræn sýning með ótengd- um þáttum úr ýmsum áttum, þar sem þrír menn eru á ferðalagi í undarlegu landslagi“. Þó þættirnir séu sagðir „ótengd- ir“, mynda þeir samt eina sterka heild. Það semur enginn verk eins og „...and the angels began to scream...“, nema að vita hvað hann vill fá fram, kunna til verka og hafa yfir að ráða dönsurum, (Hákan Mayer, Mika Backlund, Kai Lahdesmaki) sem eru afburða- menn í listgreininni. Hér er allt þetta til staðar og á sviðinu birtist kraftmikið verk og magnþrunginn agaður dans og frábær samstilling líkama, ljósa og hljóðmyndar. Sannkallað fínnskt töfraleikhús. Hreint frábært. Hvort sem litið er á uppbyggingu, sviðsmynd, bún- inga eða ljós, gengur allt upp og er til sóma. Verkið hefst nánast í myrkri, nekt og þögn, en ræðst svo á augu og eyru áhorfandans og horfir hjálparvana upp á firringu, kraft og ofbeldiskenndan dans á sviðinu. Tónlistin var blanda af háværu Tónlistarskóla Árnesinga 40 ára afmælistónleikar Selfossi - Fjölmenni var á afmæl- istónleikum Tónlistarskóla Árnes- inga sem haldnir voru í íþrótta- húsinu á Selfossi í tilefni 40 ára afmælis skólans. Um 200 nemend- ur og kennarar sáu um ríflega klukkustundar tónlistardagskrá sem sýndi vel styrkleika skóla- starfsins um alla sýsluna. Á tón- leikunum voru þeir stofnendur skólans sem á lífi eru heiðraðir fyrir ómetanlegt brautryðjenda- starf. Tónlistarskólinn var stofnaður rosasumarið mikla, þann 29. sept- ember 1955. Markmiðið hefur verið frá upphafi að halda uppi fullkominni og fjölbreyttri tónlist- arfræðslu í sýslunni. Guðmundur Gilsson var fyrsti skólastjóri tón- listarskólans. Fyrsta starfsárið voru nemendur 60 talsins úr 10 hreppum sýslunnar. í dag starfa við skólann 30 kennarar og nem- endur eru um 600 talsins og kennsla fer fram á ellefu stöðum í sýslunni. Höfuðstöðvar skólans eru að Skólavöllum 3 á Selfossi. Skólastjóri er Ásgeir Sigurðsson. Afmælistónleikarnir voru glæsilegur vitnisburður um starf- semi skólans í sýslunni. í byijun SPILAÐ af innlifun á afmælistónleikunum. þeirra léku nemendur og kennar- ar á trompet verkið Fanfare fyrir afmæli eftir Malcolm Holloway og síðan tók við hvert verkið af öðru, lúðrasveit eldri nemenda og kennara lék marsinn Fótatak eft- ir Loft S. Loftsson undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar. Nemendur í píanóleik léku Ámesingatil- brigði við lagið Litla Gunna og litli Jón. Strengjasveit lék Abba- labbalá eftir Friðrik Bjarnason og Lítið tríó fyrir fiðlu eftir Malc- olm Holloway. Gítarhópur lék lag- ið Ef sofnað ég get ekki eftir Sig- urð Ágústsson og yngri lúðrasveit skólans lék þrjú skemmtileg lög eftir Malcolm Holloway, Skála- fell, Beinagrindardans og Indí- ánalag. Blokkflautuhópur lék Rímnalög úr Árnessýslu í útsetn- ingu Malcolms Holloway. Kór kennara og nemenda söng við undirleik Þórlaugar Bjarnadóttur fjögur lög, Ljósar nætur og Húm- ljóð eftir Loft S. Loftsson, Lýs milda ljós við lag Sigurðar Ág- ústssonar og Þú Árnesþing einnig eftir Sigurð. Lúðrasveitin lék Þor- láksvöku eftir Róbert Darling und- ir hans stjóm og í lokin stjómaði Malcolm Holloway leik lúðrasveit- arinnar er hún lék Ur útsæ risa íslandsfjöll eftir Pál ísólfsson. Tónleikamir voru vel sóttir af fólki víða að úr sýslunni sem sýn- ir að Tónlistarskóli Árnesinga á góðan hljómgmnn meðal íbúanna sem umgjörð menningar og tón- listar. þungarokki, málmhljómum og mannsröddinni, sem ýmist var engilblíð eða sem afskræmd raf- mögnuð öskur. Ef ég leyfi mér að sletta, þá verkaði „.. and the ang- els began to scream...“ á mig sem „sækó-þriller“, sem bæði gerist alls staðar og hvergi í tíma og rúmi. Stórkostleg upplifun, sem fékk einstakar viðtökur áhorfenda. Carmen?! var annað verkið á efnisskránni. Carmen?! er gaman- ballett eftir Kenneth Kvarnström. Það er mjög erfitt að gera ballett- farsa, þar sem einungis er leikið á hreyfíngar líkamans og svip- brigði. Þetta er oft reynt, en heppnast sjaldnast eins vel og í Carmen?! Tónverk Sehedrin var kveikjan að verkinu, en það er byggt á velþekktri tónlist óperunn- ar. Aftur voru það dansararnir frá Finnlandi, þeir Hákan Mayer, Mika Backlund, Kai Lahdesmaki, sem fluttu verkið og með mark- vissu skopskyni, en ekki aula- fýndni. Hvemig bregðast þrír nautabanar við, ef Carmen vantar? Verkið var gott og vel flutt og aftur fá Finnarnir margar stjörnur fyrir frammistöðuna. Lokaverkefni kvöldsins var Abscence de fer eftir Ina Christel Johannessen frá Noregi, flutt af Scirocco Danskompani. Heiti verksins er úr skylmingamáli og þýðir að gefa höggstað á sér. Eg verð að viðurkenna að verkið vakti litla hrifningu hjá mér. Það var langdregið, ruglingslegt og á mörkum þess að vera dansverk. Minnti oft fremur á látbragðsleik eða spuna. Reyndar er spuni oft snar þáttur í verkum höfundar, en þarna gekk hann ekki upp, því skilaboðin voru einfaldleg of mörg og ómarkviss. Að vísu má segja að hugmyndin sé góð og það sama má segja um búninga og leik- mynd. Urvinnsla á kóreógrafíu og flutningur voru rétt í meðallagi. í leikskrá eru gefin upp nöfn á sjö dönsurum en á sviðinu voru níu. Það kom mér á óvart að þeir virtust yfírleitt vera í lélegri þjálf- un og nokkuð sundurleitur hópur. Þó að Absence de fer hafi valdið mér vonbrigðum var samt gaman að fá tækifæri til að sjá verk höf- undar á sviði hér á landi. Heildaráhrif kvöldsins eru því frá því að vera dálítil vonbrigði í það að vera ógleymanleg upplifun. Það er vel hægt að vera sáttur við það hlutskipti. Ólafur Ólafsson Uthlutun úr Menningarsj óði ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Menn- ingarsjóði fyrir árið 1995. Auglýst var eftir umsóknum og bárust sjóðnum samtals 95 umsóknir að fjárhæð rúm- ar 90 milljónir króna. Stjóm Menn- ingarsjóðs samþykkti samhljóða að veita 33 styrki, samtals að upphæð kr. 9.850.000 til eftirtalinna verkefna: Helgi Haraldsson, Rússnesk-íslensk orðabók, viðbótarstyrkur 1.000.000. Glímusamband íslands, Glimusaga ís- lands eftir Þorstein Einarsson, 800.000. Safnastofnun Austurlands, Húsasaga Seyðisfjarðar 1870-1940 eftir Þóru Guðmundsdóttur, 500.000. Bóka- og blaðaútgáfan sf., Islenskar þjóðsögur 1:1. bindi, Átfar og tröll. Ritstjóri Ólína Þorvarðardóttir, 500.000. Hið íslenska bókmenntafé- lag, Siðfræði Níkomakkosar eftir Ar- istóteles í þýðingu Svavars Hrafns Svavarssonar, 500.000. Mál og menn- ing, Vídalínspostilla. Formáli eftir Gunnar Kristjánsson, greinargerð eftir Mörð Ámason, 500.000. Einar Páls- son, Kristintakan og kirkja Péturs í Skálholti eftir Einar Pálsson, 500.000. Hart í bak, útgáfa, Leikrit Jökuls Jak- obssonar I—II í ritstjóm Jóns Viðars Jónssonar, 500.000. Þórdís Þórarins- dóttir og Margrét Loftsdóttir, Kerfís- bundin efnisorðaskrá fyrir bókasöfn, 300.000. Gagnasmiðja Kennarahá- skóla íslands, Könnum saman lóð og mó - fræðsluefni til margmiðlunar ætlað börnum, 300.000. Almenna bókafélagið, Ritsafn Sigurðar Nordals 4. hluti - Samhengi og samtíð, 300.000. Hjálpræðisþerinn á íslandi, Hjálpræðisherinn á íslandi í hundrað ár eftir dr. Pétur Pétursson, 300.000. Vaka-Helgafell hf., íslenskir fuglar eftir Ævar Örn Petersen og Jón Bald- ur Hlíðberg, 300.000. Þjóðminjasafn fslands, Leirker fundin í jörðu á ís- landi eftir Guðrúnu Sveinbjamardótt- ur, 300.000. Almenna bókafélagið, íslenskar tilvitnanir í ritstjórn Hannes- ar H. Gissurarsonar - viðbótarstyrk- ur, 250.000. Vaka-Helgafell hf., „Eld- stöðvar íslands" eftir Ara Trausta Guðmundsson, 250.000. Bókmennta- fræðistofnun HÍ, íslenskur heimilda- skáldskapur eftir Magnús Hauksson, 200.000. Mál og menningj Merkisdag- ar á mannsævinni eftir Árna Bjöms- son, 200.000. Margrét Margeirsdóttir, Fötlun og samfélag eftir Margréti Margeirsdóttur, 200.000. Sögufélag, Sýslu- og sóknalýsingar Skaftafells- sýslu 1839-1843, 200.000. Garðar Guðmundsson, ritaskrá um íslenska fomleifafræði í ritstjórn Garðars Guð- mundssonar, 200.000. Hvítabandið, „Saga Hvítabandsins 1895-1995“ eft- ir Margréti Guðmundsdóttur, 200.000. Iðnú, bókaútgáfa, Tækniorðasafn fyrir bíl- og málmiðngreinar eftir Sigfús Sigurðsson, 200.000. Vaka-Helgafell hf., Saga Islands og íslendinga eftir Einar Laxness, viðbótarstyrkur, 200.000. Vaka-Helgafell hf., Ljóða- safn Davíðs Stefánssonar, 200.000. Skerpla, Fátækt fólk, þriggja bóka safnrit eftir Tryggva Emilsson, 200.000. Ásgrímur Jónsson, Hátterni í kirkjusiðum eftir Arngrím Jónsson, 150.000. Jón Ögmundur Þormóðsson, Fegursta kirkjan á íslandi, 100.000. Marteinn H. Friðriksson, Söngvasafn Dómkirkjunnar, 100.000. Setberg, bókaútgáfa, Vegsemd þess og vandi að vera íslendingur eftir Gylfa Þ. Gíslason, 100.000. Hið ísl. þjóðvinafé- lag, Andvari 1995, 100.000. Bandalag fslenskra skáta, Handbók flokksfor- ingjans eftir Kristfnu Bjarnadóttur, 100.000. Háskólaútgáfan, AIso sprach Zarathustra eftir Nietzsche í þýðingu Jóns Árna Jónssonar, 100.000. Skv. 2. mgr. 1. gr. reglugerðar um Menningarsjóð nr. 707/1994 getur sjóðstjórn átt frumkvæði að einstaka úthlutunum. Bókaútgáfa Leifs Eiríks- sonar vinnur að heildarútgáfu Islend- ingasagna á ensku „Sagas of Iceland- ers“. Um er að ræða viðamikla útgáfu sem hlýtur meðmæli margra málsmet- andi einstaklinga og stofnana á sviði íslenskra bókmennta. Stjórn Menning- arsjóðs samþykkti að veita Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 um leið og hún fagnar þvf framtaki að kynna fslenskar fornbók- menntir erlendis. Menningarsjóður var stofnaður með lögum frá Alþingi nr. 79/1993 og féllu þá úr gildi lög nr. 50/1957 um menn- ingarsjóð og menntamálaráð. Illutverk Menningarsjóðs er að veita fjárhagslegan stuðning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu sem verða mega til eflingar íslenskri menningu. Stjórn Menningarsjóðs skipa þær Bessí Jóhannsdóttir, sagnfræðingur, formaður, Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri, og Hlín Daníelsdóttir, fulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.