Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SEÐLABANKI í SAMKEPPNIVIÐ VIÐSKIPTABANKA SEÐLABANKI íslands stundar margvísleg viðskipti í sam- keppni við viðskiptabankana. Á þetta benti Tryggvi Páls- son, framkvæmdastjóri íslandsbanka, á þingi Sambands ís- lenzkra bankamanna í seinustu viku. Á meðal þeirra verkefna, sem Seðlabankinn vinnur í sam- keppni við viðskiptabanka, er að taka við innlánum frá ýmsum sjóðum og stofnunum og stunda jafnvel almenn bankaviðskipti við þá. Þá stundar bankinn almenn gjaldeyrisviðskipti við stofn- anir og sjóði. Bankinn stundar seðlaviðskipti við erlenda banka, en slík viðskipti eru víðast annars staðar hlutverk viðskipta- banka og sparisjóða. Starfsmenn Seðlabankans hafa almenna tékkareikninga og tékkhefti við bankann. Bankinn útvegar sjóðum, stofnunum og hitaveitum erlend lán með ríkisábyrgð og stundar ráðgjöf í því sambandi. Hins vegar er það jafnframt hlutverk bankans að vera umsagnar- og eftirlitsaðili við erlendar lántökur með ríkisábyrgð. Seðlabanki íslands hefur gert gjaldmiðlaskipta- samninga við Norræna fjárfestingarbankann, en neitar að gera slíka samninga við innlendu bankana. Þessi verkefni, og fleiri sem Seðlabankinn hefur á sinni könnu, eru að mati bankamanna betur komin hjá viðskiptabönk- unum. Tryggvi Pálsson lét svo um mælt að betra væri fyrir Seðlabankann að hætta samkeppnisrekstri sínum strax en að þurfa fyrir áeggjan Samkeppnisstofnunar að greina hann frá öðrum rekstri bankans. Þetta er hárrétt ábending hjá Tryggva Pálssyni. Seðlabank- inn er ekki og á ekki að vera viðskiptabanki. Hlutverk hans er, eins og Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir réttilega í samtali við Morgunblaðið á laugardag, „að stuðla að stöðug- leika í verðlagi og stöðugleika í fjármálalífinu“, að sjá um eftir- lit og varðveita gjaldeyrisvarasjóð. Eins og margoft hefur komið fram á undanförnum misserum er það orðið almennt viðhorf að ekki eigi að heimila opinberum fyrirtækjum eða stofnunum að nýta sér stöðu sína til að keppa við fyrirtæki í einkaeign. Samkeppnisstofnun og samkeppnisráð hafa beitt sér fyrir því að slíkur rekstur sé lagður niður eða aðgreindur frá almennri starfsemi viðkomandi ríkisfyrirtækja. Hvar sem slíkt fyrirkomulag viðgengst, er það úrelt og spillir fyrir eðlilegri starfsemi efnahagslífsins. Það sama á við um áðurnefnda starfsemi Seðlabankans. Seðlabankinn er reyndar ekki eingöngu í samkeppni við einka- fyrirtæki, þ.e. íslandsbanka og sparisjóðina, heldur einnig við aðra ríkisbanka. En það er alltént sérkennilegt að á sama tíma skuli Seðlabankinn gefa út skýrslu, þar sem fram kemur að eina leiðin til að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna viðskipta- banka og ríkisviðskiptabankanna, sé að einkavæða þá síðar- nefndu. Seðlabankanum ber að stuðla að því að bankakerfið búi við sem bezt starfsskilyrði. Því hlutverki sinnir hann meðal annars með því að leggja af rekstur, sem er í samkeppni við viðskipta- bankana. EINSETNING SKÓLA OG KJÖR KENNARA EINSETNING grunnskólans er markmið, sem samkvæmt nýsamþykktum grunnskólalögum á að ná á næstu sex árum. Sýnt hefur verið fram á að einsetinn skóli muni stuðla að betri nýtingu tíma barna og foreldra, meiri festu í skóla- starfi og fækkun umferðarslysa, svo fáein dæmi séu nefnd. Aftur á móti hefur einsetning skólans vandamál í för með sér. Annars vegar mun fjölgun skólastofa kosta sveitarfélög mikla fjármuni, og er óleyst milli ríkis og sveitarfélaga hvern- ig þeim vanda verði mætt. Hins vegar hefur að undanförnu verið sýnt fram á að einsetningin mun hafa mikil áhrif á kjör kennara. Kennari, sem samkvæmt hugmyndum um einsetinn skóla á að hafa umsjón með einum bekk, mun ekki hafa nógu mikla kennslu til að geta uppfyllt ákvæði kjarasamninga um fullt starf. í nýjum, einsetnum skóla í Kópavogi er enginn kennari í fullu starfi af þessum sökum. Jafnframt er bent á að yfirvinna kennara muni minnka. Þorvaldur Óskarsson, skólastjóri Breiðholtsskóla, segir í sam- tali við Morgunblaðið á laugardag: „Spurning er hvað gerist ef ein stétt manna er svipt möguleikanum á yfirvinnu í þessu yfirvinnuþjóðfélagi. Ég er smeykur um að áhrifin verði þau að duglegasta fólkið leitar sér að öðru starfi en kennslu þegar það er að taka ákvörðun um lífsstarf.“ í samstarfi kennara, ríkis og sveitarfélaga hlýtur að verða leitað að lausn á þessu vandamáli á þeim tíma, sem ætlaður er til að ná markmiðinu um einsetinn skóla. VESTURLANDSKJÖRDÆMI: Úrslit í Alþingiskosningum 1983, 1987 og 1991 1983 Atkvæði % Fjöldi 19 8 7 þingm. Atkvæði % ( Fjöldi jingm. 1991 Atkvæði % Gild atkvæði/Samtals 7.843 100,0 5 8.955 100,0 6 8.728 100,0 Alþýðuflokkur 1.059 13,5 0 1.356 15,1 1 1.233 14,1 Framsóknarflokkur 2.369 30,2 2 2.299 25,7 1 2.485 28,5 Sjálfstæðisflokkur 2.725 34,8 2 2.164 24,2 1 2.525 28,9 Alþýðubandalag 1.193 15,2 1 971 10,9 1 1.513 17,3 Samtök um kvennalista - - - 926 10,3 1 591 6,8 Bandalag jafnaðarmanna 497 6,3 0 - - . Borgaraflokkur ye 936 10,5 1 Flokkur mannsins 147 1,6 On Þjóðarflokkur 156 1,7 0 — * 79 0,9 Frjálslyndir Heimastjórnarsamtök 1*0 124 178 1,4 2,0 Fj' þir Atvinnumálin eru höfuðmál kosningabaráttunnar á Sjö framboð ta' á um fimm þine EFTIRTALDIR flokkar bjóða fram á Vesturlandi í alþing- iskosningunum 8. apríl; Alþýðuflokkur, Framsókn- arflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Al- þýðubandalag, Kvennalisti, Þjóðvaki og Náttúrulagaflokkur íslands. Fimm þingmenn eru kjörnir í kjördæminu. Fjórir eru kjördæmakjörnir en fimmta þingsætið er jöfnunarþingsæti sem úthlutað er eftir úrslitum á landinu öllu. í kosningunum 1991 kom það í hlut Guðjóns Guðmundssonar, annars manns á lista sjálfstæðismanna. Kjósendur á kjörskrá á Vesturlandi eru 9.852 eða 5,1% kjósenda á landinu öllu og hefur fækkað um 30 frá 1991. Kjósendum á Vesturlandi hefur fækk- að nokkuð undanfarin ár. Kosninga- þátttaka á Vesturlandi var nokkuð yfir landsmeðaltali í seinustu kosning- um eða 89,9% samanborið við 87,6% yfir landið ailt. Umtalsverðar sveiflur hafa orðið á fylgi flokkanna á Vesturlandi í Al- þingiskosningum á undanförnum árum. Alþýðuflokkurinn fékk 14,1% atkvæða í kosningunum 1991 og einn mann kjörinn, 15,1% árið 1987 og einn mann en árið 1983 fékk Alþýðu- flokkurinn 13,5% atkvæða og náði ekki kjördæmakjörnum þingmanni en Eiður Guðnason efsti maður á lista flokksins hlaut þingsæti sem lands- kjörinn þingmaður. Framsóknarflokkurinn fékk 28,5% atkvæða á Vesturlandi í kosningunum 1991 og einn þingmann kjörinn, 25,7% í kosningunum 1987 og einn þingmann en 30,2% í kosningunum 1983 og tvo þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn ----------- fékk 28,9% atkvæða árið Kjósendum 1991 og_ tvo þmgmenn hefur fælrlraA kjorna. Arið 1987 fékk "®TH, BBKKaO flokkurinn 24,2% og einn Htlllega fra þingmann og árið 1983 árinu 1991 fékk Sjálfstæðisflokkurinn Fyrír seinustu alþinfflskosningar buðu átta stjómmálasamtök fram á Vesturlandi. Að þessu sinni hafa sjö framboðslistar komið fram í kjördæminu en kosið er um fímm þingsæti. 5,1% kjósenda em á kjörskrá á Vesturlandi og í samantekt Omars Friðrikssonar kemur fram að þar em atvinnumálin mál málanna. 34,8% atkvæða á Vesturlandi og tvo þingmenn. Alþýðubandalagið fékk 17,3% at- kvæða í kosningunum 1991 og einn þingmann. Árið 1987 fékk flokkurinn 10,9% atkvæða í kjördæminu og einn þingmann kjörinn. 1983 fékk Alþýðu- bandalagið 15,2% atkvæða og einn mann. Samtök um Kvennalista fengu 6,8% atkvæða í kosningunum árið 1991 og misstu þingmann sem listinn fékk árið 1987 en þá hlaut listinn 10,3% atkvæða og kom einum manni á þing, sem fékk „flökkusætið“ svokallaða, en það er þingsæti óbundið kjördæm- um. Voru þingmenn Vesturlands því 6 eftir kosningarnar 1987. Kvenna- listinn bauð ekki fram á Vesturlandi í alþingiskosningunum árið 1983. Frjálslyndir (framboð á vegum Borgaraflokks og óháðra) buðu fram á Vesturlandi 1991 og fengu 1,4% atkvæða en ekkert þingsæti. í kosn- ingunum 1987 bauð Borgaraflokkur- inn fram á Vesturlandi og fékk 10,5% atkvæða og einn mann kjörinn, Inga Björn Albertsson. Heimastjórnarsam- tökin buðu einnig fram á Vesturlandi í kosningunum 1991 og fengu 2% atkvæða sem dugði ekki til að fá mann kjörinn. Þjóðarflokkurinn- Flokkur mannsins buðu fram sameig- inlega og fengu 0,9% atkvæða á Vest- urlandi en í kosningunum 1987 fékk Flokkur mannsins 1,6% atkvæða á Vesturlandi og Þjóðarflokkurinn 1,7%. Bandalag jafnaðarmanna bauð fram á Vesturlandi í kosningunum árið 1983 og fékk 6,3% atkvæða, sem dugði þó ekki til að fá þingmann kjörinn. Nokkrar breytingar hafa orðið á skipan efstu sæta þeirra framboðslista -------- sem einnig buðu fram á Vesturlandi í seinustu kosningum. Einn þingmað- ur kjördæmisins, Eiður Guðnason Alþýðuflokki, afsalaði sér þingmennsku á seinasta kjörtímabili, og tók Gísli S. Einarsson, frá Akranesi, sæti hans á þingi. Gísli skipar nú efsta sæti á framboðslista Alþýðuflokksins og í öðru sæti er Sveinn Þór Elinbergs- son, en hann skipaði þriðja sætið fyr- ir kosningarnar 1991 og í þriðja sæti er Hólmfríður Sveinsdóttir. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismað- ur skipar efsta sæti á lista framsókn- armanna á Vesturlandi. Ingibjörg skipaði einnig það sæti í kosningunum 1991. í öðru sæti er Magnús Stefáns- son sveitarstjóri og Þorvaldur T. Jóns- son bóndi er í þriðja sætinu. Alþingismennirnir Sturla Böðvars- son og Guðjón Guðmundsson verða áfram í tveimur efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandi í alþingiskosningunum í vor. í þriðja sæti er Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, sem er nýr á lista sjálfstæð- ismanna. Jóhann Ársælsson alþingismaður skipar efsta sæti á lista Alþýðubanda- lags líkt og f seinustu kosningum. Ragnar Elbergsson Grundarfirði er í öðru sæti eins og í kosningunum 1991 en Anna Guðrún Þórahallsdóttir bú- fræðikennari í þriðja sæti en hún er ný á lista flokksins. Verulegar breytingar hafa orðið á framboðslista Kvennalistans frá sein- ustu kosningum. Nú skipar Hansína B. Einarsdóttir framkvæmdastjóri efsta sæti listans í stað Danfríðar Skarphéðinsdóttur, sem skipaði efsta sætið fyrir kosningarnar 1991 og 1987. Sigrún Jóhannesdóttir lektor er í öðru sæti en hún var í 4. sæti listans fyrir seinustu kosningar og Helga Gunnarsdóttir námsráðgjafi er í þriðja sæti. Rúnólfur Ágústsson lög- --------- fræðingur er í fyrsta sæti á framboðslista Þjóðvaka á Vesturlandi, Margrét Ingi- mundardóttir er í öðru sæti og Sveinn G. Hálfdán- arson innheimtustjóri í því 111 þriðja en Sveinn skipaði 7. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins fyrir seinustu kosningar. Barátt; á kosi fundu vinnus Þorvarður Björgúlfsson er í efsta sæti á lista Náttúrulagaflokksins, Sig- fríð Þórisdóttir er í öðru sæti og Bene- dikt Kristjánsson í þriðja. Ekkert þeirra hefur verið í framboði til Al- þingis áður. Kosningabaráttan hefur að mestu leyti verið í hefðbundnum farvegi, skv. upplýsingum kosningastjóra flokkanna. Flokkarnir standa sameig- inlega að nokkrum framboðsfundum í kjördæminu. Áhersla er lögð á kosn- ingafundi, vinnustaðaheimsóknir, blaðaútgáfu og greinaskrif í hérðaðs- fréttablöð. Eru flestir sammála uni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.