Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 39 AÐSENDAR GREINAR Athugasemd frá end- urskoðendum Sam- taka um kvennaathvarf MEÐ nokkuð reglu- legu millibili undanfar- in ár hefur riðið yfir hrina í fjölmiðlurn með umfjöllun um barna- verndarmál. Umfjöll- unin er gjarnan saga einhvers ákveðins þo- landa barnaverndarað- gerða, sögð frá hans sjónarhóli. Sumir álíta að barnaverndaryfir- völd „komist upp með að þegja“. Málum er ekki þannig háttað því hve mikið svo sem barnavemdaryfirvöld brenna í skinninu að tjá sig um málið, þá er það óheimilt vegna lög- bundinnar þagnarskyldu. Umfjöllun- in verður þannig einlit og lítt til þess fallin að gefa heildstæða mynd af málefninu, eins og alltaf þegar aðeins annar aðilinn er til frásagnar um ágreining. Annað er það að barnaverndaryf- irvöld og barnaverndarstarfsmenn geta einungis sjálfum sér um kennt að hafa ekki verið duglegri að standa að málefnalegri umíjöllun um barna- vernd í fjölmiðlum. Nú undanfarið hefur riðið yfir ein slík hrina með umfjöllun um starfsemi barnavemd- aryfirvalda m.a með umræðuþætti í ríkisútvarpinu fyrir nokkru. I þeim þætti voru kallaðir til m.a. almennir borgarar til að ræða málin. Annar lét sér um munn fara að starfsmenn barnaverndaryfirvalda væru allir „klikkaðir" og virtist þar helst byggja á reynslu sinni af bama- verndarafskiptum fyrir 50 árum. Hinn fullyrti að umboðsmaður Al- þingis hefði ekki fengið gögn í ákveðnu barnfverndarmáli, þrátt fyrir, að manni skildist, ítrekaðar tilraunir. Undirrituð treystir sér til að fullyrða að umboðsmaður Alþing- is hefur aldrei farið fram á að fá eitt einasta plagg um þetta ákveðna mál og einnig að strax og hann fer fram á það fær hann það afhent. Barnaverndaryfirvöld eru hand- hafar valds og allir sem með vald fara þurfa aðhald m.a með opinberri umræðu. Því er dapurlegt ef umfjöll- unin byggist annars vegar á allt að því fornsögulegum atburðum og hins vegar kolröngum fullyrðingum. Eigi umræðan að skila betra barnavernd- arstarfi verður hún að taka mið af því sem er raunverulega að gerast í dag. Tíminn hefur ekki staðið í stað. Alstaðar í kringum okkur eru breytingar, líka í með- ferð barnaverndarmála. Þar úreldast starfs- hættir eins og alstaðar annars staðar. Vitn- eskja um manneskjuna, þarfir hennar og þroskaferil hefur stór- aukist. Úrbætur hvað varðar úrræði fyrir börn og fullorðna í vanda þokast áfram þótt hægt fari og langt sé enn í land. Síðast en ekki síst hafa á síðustu árum orðið miklar breytingar á allri stjórnsýslunni hvað varðar méðferð mála, aðgang að upplýsing- um, rétti til að tjá sig o.s.frv. Eitt af því sem einkennir þessa umræðu, umfram umræðu um stjórnsýsluna almennt, er hve barna- verndarstarfsmenn eru í ríkum mæli dregnir inn í umræðuna og jafnvel logið upp á þá lýtum og skömmum. Starfsmönnum eru gefn- ar einkunnir eins og t.d. hér að ofan, „klikkaðir". Þá hafa heyrst og sést lýsingarorð eins og „svipljótir", sem ég minnist ekki að hafa nokkru sinni heyrt um ákveðna starfsstétt fyrr. Þannig er algengt að persónugera afskiptin, þ.e. kenna starfsmannin- um eða starfsmönnunum um en ekki raunverulegum ástæðum, sem eru alvarlegir misbrestir á umönnun barnsins. Þetta er í rauninni vel skilj- anlegt. Þau mál sem koma tii úr- skurðar þannig að foreldrar eru um lengri eða skemmri tíma sviptir for- sjá barna sinna eru þau mál þar sem foreldrar sjá ekki og skilja ekki að eitthvað sé athugavert. Allir foreldr- ar elska börnin sín og vilja þeim allt hið besta en úrbætur í umönnun eru auðvitað háðar skilningi foreldr- anna á þörfum barnanna og þörfinni fýrir úrbætur. I einstaka undantekn- ingartilvikum eru barnaverndar- nefndir að taka á málefnum fólks sem einhverra hluta vegna er all- sendis ófært um að sjá þarfir barna sinna eða tilejnka sér lágmarksfæmi í umönnun. Þetta fólk er allsendis ófært um að skilja ástæður afskipta eða nýta sér og barninu þau á já- kvæðan hátt. Þegar kemur að því að tryggja verður barninu öryggi og umönnun með öðrum hætti er full- komlega eðlilegt að foreldrarnir skilji það ekki og upplifi sig misrétti ^beitta. Hvað er þá eðlilegra en að kenna boðbera hinna illu tíðinda um — starfsmanninum? í þessu sam- hengi er vert að undirstrika að u.þ:b. 96% mála leysast í samvinnu for- eldra og barnaverndaryfirvalda þannig að viðunandi úrbætur verða á uppeldisaðstæðum barna og aldrei kemur til nauðungaraðgerða. Um þessi mál er því miður alltof lítið fjallað. En víkjum aftur að nálguninni í umræðunni. Þegar fjallað er um vanrækslu eða misþyrmingar á dýr- um er samúðin alltaf hjá þolandan- um, þ.e. dýrunum, en ekki þeim sem á að annast þau. Ég minnist þess aldrei að hafa séð opnuviðtal við mann sem hefur svelt hrossin sín eða kindurnar, samúðin öll hans megin, en forðagæslumanni og sýslumanni sent það óþvegið. Af hvetju er þessi stóri munur á umfjöll- un á vanrækslu/ofbeldi gagnvart dýrum og börnum? Eru þarfir barn- anna minna virði en dýranna? Gefa blóðböndin okkur leyfí til misþyrm- inga og vanrækslu? Nei — málið snýst um það að móðir/barn sam- bandið vekur hjá okkur allt aðrar kenndir en sambandið maður/hest- ur. Móður og barn má ekki aðskilja en hestar geta skipt um eigendur. En það ætlar undirrituð að fullyrða að á íslandi eru menn fyrr sviptir umráðum húsdýra en forsjá barna sinna. Menn fara illa með húsdýr, en menn fara líka illa með börn — Heldur fólk að ekkert ljótt gerist á íslandi varðandi börn? Þannig spyr Hjördís Hjartar- dóttir sem gagnrýnir umfj öllun ijölmiðla um bamaverndarmál. vanrækja þau, misbjóða þeim á ýmsa lund og beita þau líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Því miður. Fjölmiðlar hafa tekið allt aðra afstöðu þegar þeir fjalla um barna- verndarmál sem gerast í útlöndum. Ég minnist umfjöllunar um enskar konur sem fóru í jólafrí og skildu ungu börnin sín ein eftir heima. Samúðin öll með börnunum. Ég minnist umfjöllunar um dreng sem sótti um „skilnað" frá foreldrum sín- um í Ameríku, Samúðin öll hans megin. Heldur fólk að ekkert ljótt gerist á íslandi varðandi börn? ís- lendingar eru engir eftirbátar ann- arra þjóða. Á íslandi eru börn sví- virt, vanrækt og beitt öllum tegund- um af ofbeldi. Því miður. Höfundur er félagsráðgjafi og starfar hjá Bamavemdarnefnd Reykjavíkur. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd Endur- skoðunarmiðstöðvarinnar Coopers og Lybrand hf. Skv. beiðni bráðabirgðastjórnar Samtaka um kvennaathvarf og í til- efni af grein í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Vantraust á stjórn Samtaka um kvennaathvarf, kosning stjórnarinnar ólögmæt“ vilj- um við upplýsa eftirfarandi: „í endurskoðunarbréfi okkar dags. 31. október 1994 til fram- kvæmdanefndar vegna ársreiknings 1993 voru niðurstöður okkar eftir- farandi: „f framhaldi af endurskoðun okkar nú og undangengin ár teljum við að endurskipulagning þurfi að fara fram á stjómkerfíslegu skipulagi samtak- anna, þar sem ljóst er að núverandi stjómkerfi er ekki nægilega skilvirkt. Tilgangur þeirrar endurskipulagning- ar væri að koma á markvissari stjóm- un samtakanna, fjárhagslegri og rekstrarlegri ábyrgð. Gerðir yrðu starfssamningar við allt starfsfólk þar sem kveðið verði á um starfs- svið, réttindi og skyldur.“ Ástæður niðurstöðu okkar voru þær að á undanförnum árum höfðum við i árlegum endursköðunarbréfum okkar sett fram ýmsar athugasemd- ir til framkvæmdanefndar um með- ferð fjármála, kostnaðarhækkanir, vinnureglur o.fl. Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemd- ir okkar var ekkert aðhafst, fyrr en er félagskjörinn gjaldkeri samtak- anna Margrét Pála Ólafsdóttir kom að þessum málum í fyrsta skipti, haustið 1993 vegna endurskoðunar okkar fyrir árið 1992. Á undanfömum árum höfðu kjörnir fulltrúar í framkvæmda- nefnd, sem er æðsta stjórn samtak- anna, flestir komið úr hópi starfs- fólks samtakanna og voru þeir því sífellt að fjalla um eigin mál. Eftirfarandi atriði teljum við styðja þá skoðun okkar að ekki var lengur unað við óbreytt stjórnskipu- lag samtakanna. • Pyrirframgreiðsla launa meðal starfsfólks hafði verið mjög algeng, og höfðu greiðslur þessar aukist með hveiju árinu en þær hófust á árinu 1989. Þrátt fyrir ábendingar okkar þar um var ekkert aðhafst, til að stöðva þessar greiðslur fyrr en er Margrét Pála Ólafsdóttir gekk í málið haustið 1993, en þá vom fyrir- framgreidd laun komin í 2,2 milljón- ir króna. Þá fengust strax endur- greiddar 1,2 millj. króna og gert var samkomulag um endurgreiðslur á kr. 1 milljón. • ítrekað höfðu verið gerðar at- hugasemdir við meðferð sjóðs í at- hvarfi, fylgiskjöl voru ófullnægjandi, eða ekki til staðar. Brögð voru að því að starfsfólk gengi í sjóðinn til að fá lán og dvalarkonum var lánað úr sjóðnum án þess að fyrir lægju skýrar reglur þar um. • Innheimta daggjalda, sem fram fór í athvarfinu, var oft á tíðum lé- leg og mjög mismunandi milli tí/IÉ- bila, auk þess, sem aldrei tókst að ná því fram að notaðar væm númer- aðar kvittanir. • Bókhaid samtakanna var fært allt of seint og undanfarandi fjögur ár hefur það ekki verið tilbúið til endurskoðunar fyrr en haustið eftir, sem hafði það í för með sér að erf- itt var að fá yfirsýn yfir reksturinn. • Samþykktir framkvæmdanefndar frá 9. des. 1993 um nýjar starfsregl- ur um „Meðhöndlun og eftirlit fjár- muna“ sem gjaldkeri lagði til vora þverbrotnar m.a. af fjórum starfs- konum er samþykktu starfsreglurn- ar. • Við höfum mörg undanfarandi ár gert athugasemdir við síMlt hækkandi launakostnað, sem stafaði af launahækkunum umfram almenn- ar launahækkanir í landinu og sí- fellt vaxandi yfirvinnu. • Sl. sumar samþykkti framkvæmd- arnefndarfundur, sem setinn var sjö fulltrúum, þar af sex starfsmönnun), launahækkun upp á 11-20%. Hækk- un þessi hefur veruleg áhrif á rekst- ur samtakanna, þar sem heildar- launakostnaður áranna 1992-1993 var um 70% rekstrargjalda, en áætla má að hér sé um kostnaðarauka upp á 5 millj. króna á ári að ræða. Að lokum og af gefnu tilefni vilj- um við taka fram eftirfarandi: • Bókhaldsgögnum samtakanna hefur aldrei verið leynt. • Vegna veikleika í stjórnkerfi sam- takanna er augljóst að hinn félags- lega kjörni gjaldkeri samtakanna hefur ekki haft vald til að fram- fylgja eðlilegu eftirliti, sem og sam- þykktum framkvæmdamefndar t.d. frá 9. des. 1993 eins og áður getur. • Afleiðing þessa veikleika, eins og á er bent í endurskoðunarbréfi okkar til framkvæmdanefndar, kom m.a. fram í þvi að fyrirframgreidd laun fóm úr böndum og að bókhald sam- takanna kom allt of seint til endur- skoðunar og nýttist aldrei sém stjórntæki. Endurskoðunarmiðstöðin Coopers & Lybrand hf. Valdimar Ólafsson, löggiltur endurskoðandi. Bamavemd og fjölmiðlar Hjördís Hjartardóttir Glasafijóvgun á tímum niðurskurðar NIÐURSKURÐUR ríkisútgjalda kemur víða við og nær meðal ann- ars til ýmissa þátta í heilbrigðis- kerfinu. Á liðnum árum hefur verið hagrætt í rekstri og þannig tekist að halda uppi óbreyttri og jafnvel aukinni þjónustu á sumum sviðum. Nú virðist sem ekki verði lengra náð í hagræðingu og nauðsynlegur niðurskurður leiðir þá væntanlega til minni þjónustu við sjúka. Deild- um 'ér þá einfaldlega lokað og starfsliði sagt upp. Svo herma fregnir. Kvennadeild Landspítalans mun eiga að spara sem nemur 25 milljón- um króna á þessu ári. Það vekur því nokkra undrun og hneykslan sumra, þegar ráðherra heilbrigðis- mála boðar 25 milljóna króna- fjár- veitingu til glasafijóvgunar þegar á þessu ári og mun meira framlag á því næsta í þeim tilgangi að tvö- falda afköst stöðvar- innar. Áformað er í þessu skyni að byggja upp aðstöðu í öðru og stærra húsnæði og tvöfalda mannafla. Vissulega er þetta ánægjulegt eitt út af fyrir sig, en séð í víð- ara samhengi skertrar þjónustu við þjáða og lasburða orkar þessi ráðstöfun tvímælis, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Það er þó ekki hin siðferðilega hlið þessa máls, sem undirritaður finnur sig knúinn til að orðlengja um, heldur þrengra faglegt sjónarmið. Það hefur verið og er enn skoðun mín, að svo um- fangsmikil og kostnaðarsöm endur- uppbygging glasa- fijóvgunar, sem ráð- gerð er, sé óþörf eða alla vega ekki tímabær ennþá. Glasafijóvgun hefur verið stunduð hér í lið- lega 3 ár. Myndarlega var staðið að þeirri uppbyggingu á Landspítala, nema hvað húsnæði var helst til þröngt frá upphafi. Á árinu 1994 var fjöldi glasafrjóvgunarmeð- ferða nærri 250 og em það vissulega há- marksafköst miðað við núverandi aðstæður. Þessi meðferðarfjöldi er mikill miðað við aðrar þjóðir. Að baki hverrar meðferðar hér eru um 1.100 íbúar, en á hinum Norðurlöndunum Jón Hilmar Alfreðsson Tvöföldun glasafijóvg- unar er ekki einasta kostnaðarsöm, segir Jón Hilmar Alfreðs- son, heldur óþörf til að stytta biðlista. fjórum eru að meðaltali 2.400 íbúar að baki hverrar slíkrar meðferðar á ári. Fáar þjóðir munu þó örlátari í þessum efnum en einmitt Norður- lönd. Þrátt fyrir þessi umsvif er undan því kvartað að biðlistinn sé langur og biðtími eftir að komast í með- ferð á þriðja ár að óbreyttu. Þó virð- ist biðtíminn ekki hafa lengst veru- lega á síðustu misserum og gæti það bent til að jafnvægi muni skap- ast milli framboðs og eftirspurnar. Þess var reyndar vænst að eftir- spurn yrði æði mikil fyrstu árin. Þá eru enn fleiri vísbendingar í þá átt að draga muni úr ásókn í þessa meðferð i náinni framtíð. Það sem skiptir þó meginmáli í þessu sambandi er að auka mætti afköstin vemlega og stytta þannig biðlistann með því að hefja fryst- ingu á fósturvísum nú þegar. Tæki munu kosta innan við 2 milljónir og aðeins þarf lítillega að auka við húsnæði og mannafla. Með hóflegri gjaldtöku yrði þessi starfsemi al- gjörlega sjálfbær og aðþrengdu heilbrigðiskerfi þannig alls engin byrði. Menn hafa hugleitt möguleika á útflutningi á þessari þjónustu eða réttara sagt innflutningi á skjól- stæðingum glasafijóvgunar. Þetta gera nokkrar þekktar stofnanir er- lendis, en flestum hefur reynst slík markaðsöflun erfið og vantar þó ekki viljann eða kunnáttuna. Bjart- sýni getur átt ágætlega við, en við ættum ef til vill að sjá fyrstu hóp- ana bóka sig til meðferðar, áður en við förum að byggja upp nýja glasafijóvgunarstöð þeirra vegmii Ályktunarorð mín era þau, að áform um tvöföldun á afkastagetu glasafijóvgunar séu ekki einasta kostnaðarsöm, heldur séu þau óþörf til að stytta biðlista og siðferðilega ekki réttlætanleg á tímum niður- skurðar á sjúkraþjónustu. Höfundur er yfirlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.