Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 44
' 44 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 IVIINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN SIGRÍÐUR ÓLAFSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 25. mars. Ólafur Ragnarsson, Jóhanna María Lárusdóttir, Oddný M. Ragnarsdóttir, Hrafnkell Ásgeirsson, Kristín R. Ragnarsdóttir, Geir A. Gunnlaugsson, Ragnar Ragnarsson, Dóra S. Ástvaldsdóttir og barnabörn. t Hálfbróðir okkar, PÁLL KRISTINN HALLDÓR PÁLSSON, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, áður Vesturvegi 11B. andaðist föstudaginn 24. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Rafn Andreasson, Karl Valur Andreasson, Hjörleifur Már Erlendsson. t Hjartkœr sonur minn, RÓSINKAR GUÐMUNDSSON frá Höfða, Gnoðarvogi 68, andaðist aðfaranótt 26. mars. Málfríður María Jósefsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, ELÍNRÓS HELGA HARÐARDÓTTIR, Móasíðu 4a, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gunnlaugur Höskuldsson, Hörður ÞórJóhannesson, Steingrímur Jóhannesson, Hörður Þór Snorrason, Þórdís Valdimarsdóttir, Guðrún Harðardóttir, Pálmi Viðar Harðarson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN S. EINARSDÓTTIR frá Hróðnýjarstöðum, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavik 27. mars sl. Steinunn Árnadóttir, Gunnar A. Aðalsteinsson, Inga Árnadóttir, Sigurður Markússon, Guðrún L. Árnadóttir, Guðmundur Benediktsson, Árni J. Árnason, Edda Þorsteinsdóttir, Brynhildur Erna Árnadóttir, barnabörn og aðrir afkomendur. SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR + Sigríður Stef- ánsdóttir fædd- ist á Munkaþverá í Eyjafirði 5. desem- ber 1912. Hún lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 12. mars siðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Jónsson bóndi á Munka- þverá og Þóra Vil- hjálmsdóttir frá Rauðará. Systkini Sigríðar eru Þórey Sigríður, f. 20. júlí 1911, d. 29. sept. 1986, Laufey tvíburasystir Sig- ríðar, f. 5. des. 1912, búsett á Akureyri, Vilhjálmur Jón, f. 22. maí 1917, d. 7. sept. 1924, Jón Krístinn, f. 29. okt. 1919, bóndi á Munkaþverá. Sigríður stund- aði nám í húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal veturinn 1935-1936. SIGGA á Borgarhóli, eins og hún var oftast kölluð, er látin. Hún hafði verið flutt á sjúkrahús aðeins fáum klukkutímum fyrir andlát sitt, fár- sjúk en þó með meðvitund, róleg, æðrulaus og þakklát eins og hún var alla tíð. Siggu frænku mína man ég fyrst þegar hún var nýgift, ung kona með tvö lítil böm. Þá bjuggu þau Sigga og Jón maður hennar í litilli íbúð á Munkaþverá, en fluttust skömmu síðar á næsta bæ, Borgarhól. Þótt þau hefðu flutt sig um set, var sam- gangur milli íjölskyldnanna jafn- mikill og áður, enda örstutt að fara á milli bæjanna. Sigga er því ná- tengd öllum bemskuminningum mínum. Eg sé hana fyrir mér þar sem hún birtist, hýrleg á svip á hlað- inu á Munkaþverá, komin hlaupandi utan að með yngsta bamið í fanginu eða á bakinu og hin eldri sér við hlið. Mér finnst að hún hafi oftast hlaupið þessa leið, sjálfsagt til að spara tímann, því annríki var mikið heima fyrir, en Sigga gaf sér alltaf tíma til að heimsækja foreldra sína sem þá vora aldraðir, systkini og annað frændfólk. Oft kom hún fær- andi hendi, hafði kannski tekið með sér nokkur egg, því hænumar hjá henni verptu svo vel, sagði hún, eða hún kom með brodd í flösku, þó fleiri væm kýmar suður frá en á hennar bæ, en svona var Sigga einstaklega gjafmild og sífellt með hugann við Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar Hinn 6. júní 1936 giftist Sigríður Jóni Sigurðssyni frá Bæjum á Snæ- fjallaströnd (f. 17. sept. 1915, d. 10. júlí 1984). Börn þeirra eru Stefán Þór, f. 1936, var kvæntur Auði Hauksdóttur, þau slitu samvistir, Arnheiður, f. 1937, gift Frey Ófeigs- syni, Sigmar Krist- inn, f. 1940, Jón Eyþór, f. 1944, sambýliskona Guð- björg Harðardóttir, Þorgerður, f. 1948, sambýlismaður Atli Freyr Guðmundsson, Þóra Hildur, f. 1950, gift Þorsteini Vilhelmssyni. Barnabörnin eru nítján, barnabarnabörnin átta. Útför Sigríðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. hvað hún gæti gert fyrir aðra. Búið hjá Siggu og Jóni var ekki stórt í fyrstu, en stækkaði ört. Jón var búfræðingur frá Hvanneyri, harðduglegur maður, hraustmenni og hagur vel á tré og jám. Sigga lét ekki sitt eftir liggja við búskap- inn og oft var vinnudagurinn lang- ur. Bömin, sem alls urðu sex, fædd- ust eitt af öðm, en þótt húsið á Borgarhóli væri ekki of stórt fyrir fjölskylduna, gátu þau hjónin veitt fólki sem var á hrakhólum húsa- skjól um lengri eða skemmri tíma. Þannig man ég eftir tveimur göml- um mönnum sem áttu athvarf sitt á Ioftinu hjá Siggu og Jóni um skeið, einnig dvaldist þar um tíma einstæð móðir með dóttur sína. Sumardval- arbörn vom mörg á Borgarhjóli í tímans rás, sum ár eftir ár. Þessum börnum og öllum sem dvöldust á heimilinu var Sigga einstaklega hlý og góð og batt tryggð við þetta fólk, sumt til æviloka. Gestkvæmt var mjög á Borgarhóli, bæði hjónin gestrisin og vinmörg. Sigga taldi aldrei eftir sér að sinna gestum sem best hún mátti, þó oft hafi það taf- ið hana frá heimilisstörfunum. Mér er minnisstæð frásögn ömmu minnar sem búsett var á Akureyri um þær mundir og kom í heimsókn í Borgarshól einn sumardag. Sigga, sem var ein heima með bömin, tók henni fagnandi, en sagði að sér þætti leiðinlegt að hún ætti ekkert gott með kaffinu, hvort nokkuð gerði til þótt kaffínu seinkaði dálít- ið, hún ætlaði að stinga köku í ofn- inn. Því tók amma mín vel. Þegar kakan svo kom á borðið volg úr ofninum, kom í ljós, ömmu minni til undrunar, að Sigga hafði ekki einungis bakað tertu í snatri, heldur _ Krossar I I ráieiði " I viSarlit og máloSir. Mismunandi mynsiur, vönduð vinna. Slmi 91-3592» oq 35735 t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, BERGÞÓRA JÓELSDÓTTIR, Grettisgötu 2, Reykjavík, lést í Landspítalanum laugardaginn 25. mars. Jaröarförin auglýst síðar. Arngrimur Ingimundarson, Ingileif Arngrímsdóttir, Sigmar Ægir Björgvinsson, Jóhanna Arngrimsdóttir, Snorri B. Ingason, Sigríður Arngrimsdóttir, Grettir Jóhannesson, Gíslunn Arngrímsdóttir, Gunnlaugur S. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Crfisdrukkjur — iiaiGflpt-inn Sími 555-4477 t Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, DAGMAR BECK, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 26. mars sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 30. mars nk. kl. 15.00. Jóna B. Svavars, Sten Frandsen, Eva Frandsen. RTVfWIV hafði hún sótt rabarbara út í garð og soðið sultu í tertuna. Sigga var mjög fljótvirk og kom ótrúlega miklu í verk. Öll störf vann hún með gleði. Gleðin var mjög ein- kennandi í fari hennar, þó ekki háv- aðasöm eða ærslafull, heldur einlæg innri gleði sem ljómaði af henni. Þessari gleði hélt hún alla tíð, og þó hún hefði vissulega margt til að gleðjast yfír í lífínu, varð þó ýmis- legt henni mótdrægt, einkum eftir að hún veiktist alvarlega af heilab- læðingu um fimmtugt og bjó við skerta heilsu eftir það. Eftir lát Jóns 1984 fluttist Sigga til Akureyrar og bjó þar í skjóli dætra sinna, þar til hún vistaðist á dvalarheimilinu í Skjaldarvík fyrir nokkmm ámm. Heilsu hennar fór hnignandi, en rólyndið og æðruleys- ið var hið sama og áður. Aðspurð um líðan sína eftir að hún kom í Skjaldarvík svaraði hún: „Mér líður svo vel að ég skammast mín fyrir það, þegar ég sé hve margir hér em svo miklu verr komnir en ég.“ Í eitt síðasta skiptið sem ég heim- sótti Siggu í Skjaldarvík barst talið að hinum stóra og mannvænlega hópi afkomenda hennar og að þeirri miklu breytingu á aðstöðu ungs fólks til menntunar frá því hún var ung. Ég held ég viti hvað ég mundi vilja læra, ef ég væri ung núna, sagði Sigga. Viltu geta hvað það er? Ég gat upp á hjúkmn, fóstm- starfí, kennslu. Allt þetta hefði leg- ið vel fyrir Siggu. Nei, svaraði Sigga brosandi. Ég hefði viljað læra skor- dýrafræði. Ég hafði alltaf svo gam- an af að skoða flugur, kóngulær og fleiri smávemr í náttúmnni. Sigga gat oft komið manni á óvart í ein- lægni sinni og hógværð, og víst er að hvert sem lífsstarf hennar hefði orðið, hefði hún rækt það vel og farið um það mildum höndum. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir löng og náin kynni. Hún kenndi mér margt án þess að vita af því sjálf. Hún var einhver sú besta og ljúfasta manneskja sem ég hef kynnst. Kristín Jónsdóttir. Það em ófáar góðar minningar sem við eigum um hana ömmu okk- ar á Borgarhóli. Alveg frá því við vomm litlar stelpur og vomm í sveit- inni hjá ömmu og afa. Og nú í seinni tíð þegar amma bjó á Skjaldarvík. Það var alltaf gaman í sveitinni hjá ömmu og afa. Þar var svo margt hægt að hafa fyrir stafni, vaða í læknum, leika sér í hlöðinni, renna sér á snjóþotum á vetuma og margt fleira. En það var fastur liður að við fómm með ömmu upp í hænsna- hús að ná í eggin og gefa hænsnun- um. Við fórum líka oft með ömmu upp í litla trjáreitinn sem henni þótti svo vænt um og hjálpuðum henni við að gróðursetja hríslur og vökva þær. Amma var mikið náttúmbarn og sérstök áhugamanneskja um gróðursetningu og hana stundaði hún svo lengi sem hún gat. Hún talaði öft um að ef hún hefði farið f nám þá hefði skordýrafræði orðið fyrir valinu vegna þess að skordýr vöktu hjá henni mikinn áhuga. Amma okkar var mjög víðlesin og fróð kona. Það var alltaf svo gaman að hlusta á hana segja sög- ur, hvort sem það vom sögur úr sveitinni þegar hún var að alast upp, eða skáldsögur og ævintýri. Oft samdi hún meira að segja sög- umar jafnóðum. Við áttum okkar uppáhaldssögu sem hún var óþreyt- andi að segja okkur. Amma hafði einstaklega skemmtilegan frásagn- arhæfíleika, þó sagan væri sú sama þá hafði amma lag á að krydda hana með einhveiju nýju í hvert sinn. Amma kunni líka ógrynni af vísum og gátum sem hún kenndi okkur. Hún kenndi okkur systmnum líka að pijóna og að fítja upp á fjóra vegu, gullfít, silfurfít, húsgangsfít og hundafit. Amma bjó hjá okkur frá því að afí dó árið 1984, þangað til hún flutti til Skjaldarvíkur í lok árs 1989. Við heimsóttum hana þangað eins oft og við gátum og einnig kom hún í bæinn til okkar. Við sögðum stund- um við hana að hún þyrfti engar myndir upp á vegg af okkur því við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.