Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 46
- 46 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HALLUR GUÐMUNDSSON + Hallur Guð- mundsson fædd- ist á Eyjólfsstöðum í Beruneshreppi 8. maí 1926. Hann lést 21. mars sl. Hallur var þriðji í röð níu systkina sem öll fæddust og ólust upp á Eyjólfsstöð- um í Berunes- hreppi, Suður- Múlasýslu. Hin systkinin eru Gunn- ar, f. 1922, bóndi Lindarbrekku við Berufjörð, Valborg, f. 1923, ljósmóðir Tungufelli í Breiðdal, Guðrún, f. 1928, verkakona Egilsstöðum, Rósa, f. 1929, kennari í Kópavogi, Guðmundur, f. 1931, d. 1935, Hermann, f. 1932, fv. skóla- sljóri, Laugalandi Holtum, Guðný, f. 1935, húsmóðir, Höfn í Homafirði, og Eyþór, f. 1937, bóndi Fossárdal. Býlið Eyjólfsstaðir er í Foss- árdal og var fyrr á öldum sam- nefnt dalnum. Á 19. öld urðu bæir þar fleiri og þurfti þá Erfidrykkjur ESIA HÓTEL ESJA Sími 689509 nafn til aðgreiningar en nú er aðeins einn bær í dalnum og hefur Fossár- dalsnafnið verið tekið upp að nýju. Foreldrar Halls vom hjónin Mar- grét Guðmunds- dóttir, f. á Ánastöð- um í Breiðdal 28. maí 1899, d. 4. des- ember 1989, og Guðmundur Magn- ússon f. á Eyjólfs- stöðum 5. júní 1892, d. 17. febrúar 1970. Þau bjuggu á Eyjólfsstöð- um allan sinn búskap en eyddu ævikvöldinu á Höfn í Horna- firði. Foreldrar Margrétar vom Gyðríður Gísladóttir, f. 25. ág- úst 1865, d. 21. febrúar 1943, og Guðmundur Guðmundsson, f. 13. aprfl 1861, d. 9. apríl 1940. Þau fluttu sunnan úr Nesjum um 1890 fyrst austur í Breiðdal og síðan í Bemfjörð 1906 og bjuggu þar stórbúi. Þau eignuðust átta börn sem öll ílentust við Bemfjörð. Foreldrar Guðmundar vom Snjólaug Magnúsdóttir, f. 1. mai 1863, d. 7. mars 1938, og Magnús Jónsson, f. 14. janúar 1853, d. 12. ágúst 1941, sem bjuggu á Eyjólfsstöðum. Þau áttu tólf böra, misstu þijú þeirra ung, en hin niu áttu öll heima á sunnanverðum Aust- fjörðum og urðu öll mjög kyn- sæl. Afi og amma Snjólaugar fluttu í Fossárdal á 3. tug 19. aldar og þar búa niðjar þeirra enn. 6. október 1951 kvæntist Hallur Guðrúnu Karlottu f. 4. febrúar 1931, dóttur Sigur- björns Methúsasalemssonar út- vegs- og garðyrkjubónda á Stafnesi og konu hans Júlíu Jónsdóttur. Þau hafa alltaf átt heima í Keflavík, keyptu fyrst húsið Vallargötu 20 og byggðu síðar á Háholti 11. Hallur og Karlotta eignuðust fimm börn. Elst er Margrét, f. 18. mars 1952, arkitekt, búsett i Danmörku, gift Carsten Nils- en Bluhme og eiga þau tvö böra, Kjartan og Maríu. Áður átti Margrét dreng, Hall Stein- ar Sævarsson. Annar er Sigur- bjöm Júlíus, f. 3. mars 1953, lögregluþjónn í Keflavík. Kona hans er Stefanía Hákonardóttir úr Innri-Njarðvík. Þau eiga dæturnar Karlottu og Lindu. Næstur er Hallur Methúsalem, f. 8. mars 1960, lögregluþjónn í Keflavík. Kona hans er Svan- björg Kristjana Magnúsdóttir frá Skarði í Bjarnarfirði. Þau eiga drengina Guðmund Hall og Magnús Má. Fjórða barn Halls og Karlottu er Guðmund- ur f. 20. október 1962, öryrki í Keflavík. Yngstur er Ragnar Kristbjörn f. 11. september 1964, verkamaður í Keflavík, ókvæntur. Hallur verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, 28. mars, og hefst athöfnin kl. 14.00. Jarðsett verður í Hvals- neskirkjugarði. HALLUR faðir okkar starfaði lengst af sjálfstætt við bifreiða- stjórn, fyrst sem vörubifreiðastjóri og síðar Ieigubifreiðastjóri. Síðustu tæpa tvo áratugina í starfi ók fað- ir okkar svo til eingöngu andlega fötluðum börnum á Suðurnesjum til skóla á Reykjavíkursvæðinu. Því starfi gengdi hann af farsæld og mikilli kostgæfni, en slíkt starf er ábyrgðarmikið og krefjandi. Hann hafði einstakt lag á bömunum og sýndi þeim sérstakan skilning enda má segja að hann hafí þekkt hugar- heim þeirra, en þau hjónin þekktu vel af eigin raun það mikla erfiði sem getur fylgt því að eiga andlega fatlaðan einstakling. í október árið 1977 stofnuðu þau, ásamt nokkrum aðilum, Þroskahjálp á Suðurnesjum. Þar hefur verið unnið mikið og þarft starf í þágu þroskaheftra á Suður- nesjum. Þau hjónin hafa hlotið sér- staka viðurkenningu fyrir störf sín á þeim vettvangi og voru m.a. gerð að heiðursfélögum Þroskahjálpar á Suðurnesjum á 15 ára afmæli fé- lagsins árið 1992. Breytingar á rekstrarfyrirkomu- lagi skólaakstursins gerðu það síð- ar að verkum að faðir okkar varð frá því starfi að hverfa árið 1993. Starf sem hann var brautryðjandi að og hann mat mikils. Það var skoðun þeirra sem best til þessara mála þekktu að mikill missir hafí verið að því að sjá hann hverfa úr því starfi. Upp frá þessu má segja að hafi tekið að halla undan fæti hjá honum. Þó svo að það hafi verið föður okkar síst af skapi að ræða um atvinnumissi verður ekki hjá því komist að geta þess hér hversu slæm áhrif andlega slíkur missir getur haft á fólk. Þau áhrif eru víðtækari og meiri en margan grunar. Sá þáttur vill oft gleymast í þeirri umræðu sem hefur átt sér stað hér á landi á undanförnum misserum um atvinnuleysi. Eftir að faðir okkar hætti störf- um sneri hann sér meira að áhuga- málum sínum, eftir því sem heilsan leyfði. Hann var mikill unnandi góðra bóka og ber stórt bókasafn hans þess glöggt merki. En líf hans og yndi var náttúran og landið. Æskustöðvamar austur á fjörðum áttu einnig sterkar rætur í honum, þar átti hann sinn landskika, Amarbólshjalla, og stundaði m.a. skógrækt. Faðir okkar og bróðir hans Hermann áttu svo sameigin- legt sumarhús skammt frá Eyjólfs- stöðum. Systkinin vom mjög sam- rýnd. Oft ræddi hann um Austfírð- ina og það sem þeir hafa að geyma. Árið 1967 keypti ijölskyldan fal- lega jörð niður við sjóinn suður á Stafnesi, Smiðshús. Skammt frá æskustöðvum móður okkar, Karl- ottu. Þar gerði faðir okkar upp íbúðarhúsið og gerði að sumarhúsi, dvöldum við þar oft yfír sumartím- ann. Margar góðar minningar em þaðan. Þar stundaði hann m.a. garðyrkju en meira en 100 ára hefð er fyrir gulrófurækt í fjöl- skyldu móður okkar. Það hversu mikið faðir okkar unni náttúmnni verður e.t.v. best lýst með því að þegar gengið er inn á heimili þeirra hjóna í Háholtinu, blasir við manni stór yfírlitsmynd af Flóm íslands. Náttúran og land- ið var honum allt. Fjölskyldan fór einnig til fjölda ára vetrarferðir til Kanaríeyja, þeg- ar svartasta skammdegið grúfir hér yfir. Þær ferðir voru ekki síst farn- ar til þess að gleðja Guðmund, andlega fatlaðan son þeirra hjóna og bróður okkar. Á Kanaríeyjum, eyjum hins eilífa vors, sat faðir okkar ekki auðum höndum frekar en annars staðar, þar ræktaði hann m.a. kartöflur í soðið! Faðir okkar var tilfinningaríkur maður og ósérhlífínn, mjög greið- vikinn og um margt fróður. Hann bjó vel að börnum sínum og eigin- konu, móður okkar Karlottu, hann var maður sem aldrei mátti vamm sitt vita. Feðgamir vom einnig mjög samrýndir og höfðu m.a. sama áhugamál, garðyrkjuna. Mikill missir er að sjá á eftir elskulegum föður okkar. Margs er að minnast og margt, er hér ósagt. Hann var maður sem unni fjöl- skyldu sinni, náttúmnni og landinu. Deginum áður en hann lést gerði langþráða sunnanátt; „Ég finn lyktina af vorinu,“ sagði hann og komst í vorskapið. Það er sárt til þess að hugsa að slíkur náttúmnn- andi skyldi ekki fá að njóta vors- ins. En öll göngum við áfram gönguna sem lífíð sjálft er. Við tekur eilífa lífíð í ríki Drottins, þar sem vorið er eilíft. Við færum þér, elskulegur faðir, okkar bestu þakkir fyrir allt sem þig prýddi. „Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifír og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jóh. 11. 25-26.) Kveðja frá bömum. Þau vom leiðinleg tíðindin sem pabbi færði okkur um hádegisbil á þriðjudag því hann sagði að afi Hallur hefði veikst skyndilega. Við vissum auðvitað ekki hversu alvar- legt þetta væri en ekki gmnaði okkur að nokkram stundum seinna yrði hann dáinn. Af hverju hann afí Hallur? Við hittum afa á sunnu- dagskvöldið niður á sjúkrahúsi þar sem við vomm að heimsækja Gumma frænda. Þar var afi svo hress og ánægður. Við spjölluðum saman og afí talaði um það, að í sumar ætluðu hann, amma og Gummi austur í Bemfjörð í Foss- árdalinn, en afi hafði svo sterkar tilfinningar þangað, til æskuslóð- anna. Hann hafði svo gaman af að gróðursetja þar í litla skikanum sínum og sjá gróðurinn vaxa og dafna. Það má segja að náttúran hafi verið líf hans og yndi því hvergi leið honum eins vel og úti í náttúr- unni. Hérna fyrir sunnan var afi með mikla garðrækt þar sem hann ræktaði aðallega rófur en einnig Afl fjöldans undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.