Morgunblaðið - 28.03.1995, Page 1

Morgunblaðið - 28.03.1995, Page 1
 AÐSENDAR GRBNAR blaðC PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDA G UR 28. MARZ 1995 Almannatryggingar, líf- eyrissjóðir og skattkerfið Almannatrygginga- kerfið í ÁRSBYRJUN 1994 gengu í gildi ný lög um almannatrygg- ingar og lög um félags- lega aðstoð. Þau ná yfir það svið sem al- mannatryggingalögin gömlu spönnuðu áður. Helsta breytingin er sú að lífeyrisbótum er skipt upp í almanna- tryggingabætur og fé- lagslegar bætur. Al- mannatryggingabætur má nú greiða úr landi en félagslegar bætur ekki, auk þess sem félagslegu bæt- urnar flokkast undir heimildabætur. Bætur félaglegrar aðstoðar eru mæðra- og feðralaun, barnalífeyrir vegna skólanáms eða starfsþjálfun- ar ungmennis á aldrinum 18-20 ára, umönnunarbætur, endurhæf- ingarlífeyrir, makabætur, ekkju- og ekklabætur, ekkjulífeyrir, heimilis- uppbót, sérstök heimilisuppbót, upp- bætur vegna sérstakra aðstæðna, uppbót vegna reksturs bifreiðar og bifreiðakaupastyrkir. Með þessum nýju lögum og í kjölfar gildistöku EES-samningsins og nýs Norður- landasamnings í ársbyijun 1994 urðu allnokkrar breytingar á al- mannatryggingunum og þeim regl- um sem um þær gilda. Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða Lífeyristryggingar almanna- trygginga eru greiddar öllum elli- Sigbjörn Gunnarsson og örorkulífeyrisþeg- um samkvæmt lögum, en lífeyrissjóðir greiða lífeyri einungis til fé- lagsmanna og fara greiðslur eftir tekjum þeirra og hve lengi þeir hafa greitt í sjóðinn. Ellilifeyrir einstakl- ings sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð, hef- ur engar aðrar tekjur og á litlar eignir nemur rúmlega 55 þús. kr. á mánuði, ef niðurfelling á afnotagjöldum útvarps og síma er meðtalin. Hafi sami maður greitt í 25 ár í lífeyris- sjóð af 80 þús. kr. mánaðarlaunum fær hann samtals í greiðslur frá almannatryggingum og lífeyrissjóði, eftir að staðgreiðsla hefur verið dregin frá 69 þús. kr. á mánuði, en hafði rúmlega 66 þús. kr. á meðan hann var í fullu starfi. Hann hækk- ar í launum við það að hætta að vinna. Hann nýtur þess að mjög litlu leyti að hafa greitt í lífeyrissjóð í 25 ár vegna þess að hann þarf að greiða skatta og lífeyrir almanna- trygginga skerðist. Refsað fyrir aðild að lífeyrissjóðum Ef þessi sami maður hefði greitt í 50 ár i lífeyrissjóð af 80 þús. kr. mánaðariaunum fær hann samtals í greiðslur frá almannatryggingum og lífeyrissjóði, eftir að staðgreiðsla hefur verið dregin frá 71 þús. kr. á mánuði. Fyrir 25 viðbótarárin hækk- uðu greiðslur til hans úr lífeyrissjóðn- Fyrir ofan 55 þús. kr. tekjumörk virka staðgreiðsla og lækkun tekjutryggingar saman þannig, segir Sigbjörn Gunnarsson, að ein- staklingurinn heldur að- eins eftir 10-20% af við- bótartekjum sínum. um um 21.600 kr. á mánuði, en bætur almannatrygginga voru skert- ar um 18 þús. kr. á mánuði á móti. Þessi þijú dæmi sýna í hvers konar ógöngur kerfið er komið. Fyrir ofan 55 þús. kr. tekjumörk virka staðgreiðsla og lækkun tekju- tryggingar saman þannig að ein- staklingurinn heldur aðeins eftir 10-20% af viðbótartekjum sínum. Alþýðuflokkurinn hefur undirbúið tillögur að umfangsmiklum breyt- ingum á þessu sviði í því skyni að gera lífeyriskerfið skilvirkara og koma samspili almannatrygginga og lífeyrissjóða í betra horf. Það þarf að gera í samstarfí við aðila vinnumarkaðarins og um þær þarf að nást víðtæk pólitísk samstaða. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn í Norðurlandskjödæmi eystra og formaður fjárlaganefndar. Ný kynslóð kvenna haslar sér völl í Sjálfstæðisflokknum FRAMBÆRILEG- AR konur úr atvinnulíf- inu, sem skipa mörg af efstu sætum framboðs- listanna um allt land, er eitt af fjölmörgum styrkleikamerkjum Sjálfstæðisflokksins í komandi alþingiskosn- ingum. Þessi staðreynd er engin tilviljun. Sífellt fleiri konur eru að átta sig á því, að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna verður ekki háð undir gunnfánum sérstakra kvennaframboða. Reynslan af Kvenna- listanum undanfarin tólf ár hefur kennt að Þórdís Sigurðardóttir sérframboð kvenna er timaskekkja. Það er áberandi hvað konur eru að sækja fram innan raða Sjálfstæð- isflokksins. Þessi stóra og öfluga fjöldahreyfing, Sj álfstæðisflokkur- inn, er í stöðugri endumýjun og ýmis teikn eru á lofti um að í fram- tíðinni muni konur hasla sér enn frekar völl í fremstu víglínu undir merkjum Sjálfstæðisflokksins. En hvernig og hvers vegna munu konur ná árgangri innan Sjálfstæðisflokks- ins í framtíðinni? Jafnréttisbaráttan mun fara fram í stjórnmálaflokki, þar sem konur og karlar vinna saman á jafnrétt- isgrundvelli. Konur munu verða í betri aðstöðu til að vinna að framgangi jafnrétt- ismála í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að hann er stærsti og áhrifamesti stjómmálaflokkurinn. í nýrri kynslóð forystumanna Atvinnustefna til framtíðar SKÝR merki um efnahagsbata eru nú óðum að koma fram. Eftir þrengingartíma undanfarinna ára eru íslensk fyrirtæki að rétta úr kútnum og skila nú umtalsverðum hagnaði. Þegar upp er staðið þá em áhrif samdráttarins minni en flestir bjuggust við. Það má hveijum manni vera ljóst að ef ekki hefðu komið til stórtæk- ar og víðfeðmar aðgerðir síðustu ríkisstjórnar, undir forystu Sjálf- stæðisflokksins, væri öðmvísi um að litast. Gera má ráð fyrir að fyr- ir okkur hefði það sama legið og frænda okkar í Færeyjum: Stórauk- ið atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga. Atvinnulífið eflt Með niðurfellingu aðstöðugjalds og lækkun tekjuskatts fyrirtækja hefur tekist að forða fjölmörgum fyrirtækjum frá falli. Fjármunirnir hafa haldist innan fyrirtækjanna og þessa fjármuni hafa fyrirtækin getað notað til að bæta skuldastöðu sína. Þessar skattalækkanir hafa einnig gert fyrirtækjum kleift að veita fjármunum til uppbyggingar og auk- innar verðmætasköp- unar. Skýrustu merkin um áhrif skattalækk- unarinnar koma fram í þeim kjarasamning- um sem nýlega voru gerðir á almennum vinnumarkaði. Ef skattalækkunin hefði ekki komið til er tæp- ast við því að búast að af almennum launa- hækkunum hefði get- að orðið. Þannig er ljóst að lækkun skatta á fýrirtæki skilar sér Guðmundur Kristinn Oddsson ávallt með einum eða öðrum hætti í vasa launþega, fyrr eða síðar. Minna atvinnuleysi Þegar fjármunir eru ekki teknir út úr rekstri fyrirtækja í formi skatta geta fyrirtækin einbeitt sér að frekari þróun með þeim fjármun- um sem sparast. Aukin þróun er grunnforsenda ný- sköpunar og Ijölgunar atvinnutækifæra. Ég tel það öruggt að sú skattalækkun á fyrirtæki sem gerð var á síðasta kjörtímabili eigi eftir að fjölga störfum á vinnumark- aði. Það er beinlínis hugsanavilla að ætla sér að auka skatta á fyrirtæki eins og vinstriflokkarnir hafa viljað. Þannig drögum við allan mátt úr at- vinnulífmu og stöðvum þróun. Það kæmi einn- ig til með að fæla er- lenda fjárfesta frá. Sjálfstæðisflokkinn áfram Það er ljóst að það er öllum til góðs ef hér er öflugt atvinnulíf. Til þess að svo megi verða þarf að hlúa að því og einnig þarf fjárhagslegt umhverfi þess að vera því vinsam- legt. Undir forystu Sjálfstæðis- flokksins hefur ríkisstjórninni tekist Með stefnu sinni í at- vinnumálum, segir Guð- mundur Kr. Oddsson, hefur Sjálfstæðisflokk- urinn lagt grunninn að öflugu atvinnulífí. að forða atvinnulífinu frá falli. Ef áframhaldandi þróun á að verða er fullvíst að það takist ekki nema Sjálfstæðisflokkurinn hljóti umboð kjósenda. Kosningaloforð stjórnarand- stöðuflokkanna um stórbætt at- vinnulíf byggjast á óskhyggju. En óskhyggjan skilar okkur engu þeg- ar upp er staðið. Til þess að byggja upp öflugt atvinnulíf þarf raunhæf- ar og markvissar leiðir. Og því er valkosturinn skýr: Sjálfstæðisflokk- inn áfram í stjórn. Höfundur býr í Reykjavík. Sj álfstæðisflokksins, undir forystu Davíðs Oddssonar, sækja kon- ur af enn meiri krafti fram til áhrifa í þjóð- málaumræðunni. Innan raða Sjálfstæðis- flokksins er mikið af konum sem standa körlum fyllilega á sporði í hvaða málum sem er. Sj álfstæðisflokkurinn er nútima stjómmála- hreyfing sem veðjar á framtíðina með konum ekki síður en körlum. Það er stefna Sjálf- stæðisflokksins að tak- ast á við hið hrópandi launamisrétti kynjanna sem nýleg kjarakönnun leiddi áþreifanlega í ljós. Sjálfstæðiskonur verða að sjá til þess að tekið verði á þessu máli Reknm skynsamlegt velferðarþjóðfélag, seg- ir Þórdís Sigurðar- dóttir, fjármagnað af sterku atvinnulífí. af einurð og festu og vinna ötullega að því að Sjálfstæðisflokkurinn verði leiðandi flokkur í þessu mikilvæga hagsmunamáli. Sjálfstæðismenn eru bjartsýnir á framtíðina og ræður þar myndarleg- ur árangur ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar miklu um. Ríkisstjóminni hefur tekist að ná viðvarandi stöðug- leika í efnahagsmálum og sömuleiðis halda vöxtum lágum. A sl. fjórum árum hafa matarútgjöld iækkað um 11% og vaxtagjöld um 12%. Og stöð- ugleikinn er besta kjarabótin. Islend- ingar mega ekki vera of fljótir að gleyma langvarandi skeiði óðaverð- bólgu sem tók ekki enda fyrr en núverandi ríkisstjórn tók á efnahags- málunum af röggsemi. Tökum ekki mark á gylliboðum vinstri flokka sem myndu óhjá- kvæmilega hafa í för með sér skatta- hækkanir og erlendar lántökur. Velj- um frekar trausta ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins heldur en stjórn fjögurra, jafnvel fímm, vinstri flokka þar sem hver höndin er uppi á móti annarri. Um afleiðing- ar af slíkum vinstri stjómum þarf ekki að fjölyrða frekar því þjóðin hefur margsinnis sopið seyðið af óstjórn þeirra. íslendingar eiga ekki enn einu sinni að þurfa að vera til- raunastofa fyrir vinstri stjórnir. Rek- um heldur skynsamlegt velferðar- þjóðfélag, fjármagnað af sterku at- vinnulífi undir stjórn fiokks sem hef- ur sýnt hvers hann er megnugur. Tryggjum bömum okkar betri framtíð með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er flugumferðarstjóri og skipar 18. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.