Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.03.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 1995 C 5 KOSNIIMGAR 8. APRÍL hafa atvinnuleysi að vissu marki. í öllum löndum sem alfarið byggja á markaðshyggju er atvinnuleysi hag- stjórnartæki, til þess notað að halda niðri almennum launum og veldur um leið miklum launamun því há- launastéttir lenBa aldrei inni í þessu. Þær njóta hins vegar nær alltaf hagnaðar af hagræðingunni marg- frægu en þessi sama hagræðing veld- ur í flestum tilfellum uppsögnum láglaunafólks eða verri kjörum. Á íslandi kemur þessi stefna Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks fram í gifurlegum völdum Vinnuveitenda- sambandsins. Um leið er dregið sem mest úr mætti verkalýðshreyfingar- innar. Það er stefna áhrifamanna núverandi ríkisstjórnar að helst eigi að banna launafólki að skipuleggja sig í samtökum. Afl til áhrifa Fyrir nokkrum árum var rekinn mikill áróður fyrir því að menn sem væru í forsvari fyrir verkalýðshreyf- inguna ættu ekki að vera inni á Al- þingi. Þessi barátta gegn verkalýðs- hreyfingunni bar árangur. Og afleið- ingarnar hafa ekki látið á sér standa. Forystumennirnir voru ekki lengur að „flækjast fyrir“ og völd launþega- hreyfinganna rýrnuðu að sama skapi. Það er nefnilega á Alþingi sem kjörin ráðast. Óháðir leggja mikla áherslu á að fulltrúum launafólks fjölgi á þingi þjóðarinnar. Það er sú leið sem verð- ur að fara til að vega á móti ofur- valdi fjármagnsins, sú leið sem verð- ur að fara til þess að leiðrétta það gifuriega misrétti sem er að festa rætur í íslensku samfélagi. í menntamálum þjóðarinnar hefur ástandið sífellt verið að versna á þessu kjörtímabili. Þar er búið að skera niður flármagn um 2.000 milljónir — tvo milljarða frá 1991. Stefnan þar er sú sama og í öðrum málum er varða hag almennings, það á að einkavæða menntunina og þá sjá menn hveijir munu eiga kost á góðri menntun þegar frammí sæk- ir. Það er þjóðfélag af þessum toga sem hér hefur verið lýst og núver- andi stjómarflokkar beita sér fyrir að verði ráðandi, sem við viljum koma í veg fyrir. Óháðir hafa þess vegna tekið höndum saman við Alþýðu- bandalagið í baráttunni fyrir meira réttlæti. Við vitum að margir hafa beðið eftir tækifæri til þess að leggja slíkum málum lið og opna nýja mögu- leika til áhrifa. Um allt land hafa nýir kraftar komið til liðs. Síðan þessi hópur óháðra varð ljós í hugum fólksins, sem verulegt afl til áhrifa, þá fjölgar liðsmönnunum stöðugt. Þeir eru ekki að binda sig í flokki. Þeir eru að binda sig málefnum og mynda um þau öfluga samstöðu. Þeir eru að byggja upp. Höfundur erfyrrv. skólastjóri. Efling sjávarbyggða MIKLIR erfiðleikar steðja nú að mörgum sjávarútvegsbyggðum þar sem fiskvinnslufyrirtæki hafa orðið gjaldþrota og önnur eiga í vaxandi rekstrarerfíðleikum. Þetta ástand samhliða sífellt þrengri aflaheimildum skapar víða mikla óvissu og stöðnun í nauðsynlegri framþróun höfuðatvinnugreinar þessara byggða við nýjar aðstæður í markaðsmálum þar sem okkur er lífsnauðsyn að skapa meiri verð- mæti með aukinni fullvinnslu af- lans í landi. Nauðsynlegar breyt- ingar í framleiðsluháttum fyrir- tækjanna kalla á aukið ijármagn til tímabærrar aðlögunar ef þau eiga ekki að missa af lestinni. Framtíð margra sjávarbyggða er því ótryggð ef ekkert verður gert til breytinga á stjómun fiskveiða sem orsakað hafa m.a. ranga eign- artilfærslu aflaheimilda frá þess- um sveitarfélögum, fólksins þar í fiskvinnslunni í landi og sjómann- anna sem þar búa. Dánarvottorð kvótakerfisins Fullreynt er að meginmarkmi' kvótakerfisins hafa ekki náðst, að vernda og byggja upp nytjastofn- ana. Þess í stað hefur það fært til fjármuni frá almenningi til örf- árra sægreifa sem maka krókinn meðan sjávarbyggðunum blæðir hægt út ef ekkert verður að gert til að stöðva hráskinnsleikinn sem birtist okkur sem hagsmunagæsla hinna örfáu á kostnað sjómanna, fískvinnslufólks og sveitarfélaga sem eiga allt sitt undir fiskveiðum og vinnslu. Sífellt fleiri hljóta það ömurlega hlutskipti að verða leig- uliðar með orkukostnaði meðan kvótinn færist á sífellt færri hend- ur svokallaðra sægreifa í skjóli sterkra stjórnmálaflokka sem nán- ast virðast vera málpípur sægreif- anna. Sömu flokkar höfnuðu því fyrir nokkrum vikum að festa það ákvæði í stjórnarskrána að þjóðin ætti auðlindina, fískimiðin og fískistofnana kringum landið. Þessi öfl gera nánast grín að þjóð- inni með því að reyna að tryggja þennan ósóma í sessi með veðsetn- ingarlögum pg jafnvel erfðarétti hinna fáu. Ósvífnin á sér engin takmörk, ætlar sér jafnvel út yfír gröf og dauða. Tillögur Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn hefur sýnt í orði og verki að hann gætir al- mannahagsmuna í þessum málum sem og öðrum. Hann hefur ekki þurft að fram- kvæma neina „lík- þornapólitík", við erum ekki bundnir sérhagsmunum hinna fáu. Okkur er ljós há- skinn sem steðjar að sjávarbyggðunum og viljum þar snúa vörn í sókn með eftirfar- andi leiðum: Með löggjöf skal komið í veg fyrir að kvóti safnist á fárra hendur. Við viljum tryggja sameign þjóðarinnar allrar á auð- lindum sjávar með því að binda ákvæði um slíkt í stjórnarskrá. Tryggja þarf stöðu krókaveiða og vertíðarbáta, takmarka veiðar tog- ara á grunnslóð og stöðva fjölgun frystitogara uns fiskistofnar rétta úr kútnum. Tryggja verður að enginn hvati sé til þess að fiski sé hent á hafí úti, þvert á móti sé hann færður í þjóðarbúið, t.a.m. að 70-80% af verðmæti haps renni til eflingar veiðieftirlits og rann- sókna Hafró en afgangur skiptist Gjörbreyta verður kvótakerfinu, segir Sveinn Þór Elinbergs- son, enda hefur það brugðist sem stjórntæki. á milli útgerðar og sjómanna. Við höfnum því að fangelsa menn fyrir vikið eins og sjávarútvegs- ráðherra lagði til. Við viljum koma á veiðileyfagjaldi, sem nýtist um leið sem stjórntæki, sem grund- vallaðist ýmist á sókn eða afla. Þeir sem veiða fisk til vinnslu í landi greiði lægra en aðrir, frysti- togarar greiði hærra gjald en ís- fisktogarar. Þannig ýti kerfið undir vinnslu aflans í landi. Með stækkun fiskistofna verði viðbót- araflaheimildum úthlutað gegn slíku gjaldi. Við viljum að gerðir verði alþjóðlegir samningar um veiðar utan fiskveiðilögsögunnar og veiðar á flökku- stofnum. Við viljum stuðla að þátttöku ís- lendinga í erlendum sjávarútvegi og nýta þar þekkingu okkar og reynslu til að auka hlutdeild okkar í fis- kverslun heimsins. Við viljum leyfa er- lenda fjárfestingu í íslenskum sjávarút- vegi, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Við viljum stórefla rannsóknir á fiski- fræði, einkum vist- kerfi hafsins og sam- spil þess við aðra þætti náttúrunn- ar. Sérstaklega rannsóknum á áhrifum einstakra veiðarfæra á lífríki hafsins. Verði það m.a. fjár- magnað að hluta af veiðileyfa- gjaldi. Við viljum stefna að því að allur afli á íslandsmiðum fari um íslenskan markað, þar sem því verður við komið. Vörn í sókn Alþýðuflokkurinn vill gjör- breyta núverandi kvótakerfi sem stjórntæki fiskveiða. Áríðandi er að slíkar breytingar taki sem skemmstan tíma, ekki lengur en 4-5 ár. Niðurstaðan af aflamarki í blönduðum botnfiskveiðum hefur alls staðar reynst hin sama: sóun á verðmætum, löndun fram hjá vigt, versnandi afkoma útgerðar bátaflotans og síminnkandi fiski- stofnar. Vaxandi efasemdir vís- indamanna og annarra eru nú um að hægt sé að stjórna raunveruleg- um afla, án þess að takmarka sókn og úthald. Leiddar hafa verið að því líkur að um 100 þúsund tonnum sé hent í sjóinn árlega á íslandsmiðum, þar af séu um 30 þúsund tonn af þorski. Þetta er ekki einungis óveijandi sóun á verðmætum heldur kemur það einnig í veg fyrir að hægt sé að sinna rannsóknum á nothæfum gögnum fískifræðinga. Þarf frek- ari vitnanna við um andarslitur kvótakerfisins? Ólafsvíkurfundurinn 12. mars sl. Alþýðuflokksmenn á Vestur- landi stóðu fyrir fundi um þessi mál hér í Ólafsvík sunnudaginn 12. mars sl. Þar fluttu stofnvist- fræðingur, sjávarlíffræðingur og tölfræðingur frá Hafró og LÍÚ gagnmerk erindi um fiskverndun- arstefnuna. Fundinn sátu yfír 60 manns, aðallega sjómenn, skip- stjórar og fiskverkendur. Margt merkilegt kom fram um ástand þessa undirstöðuatvinnuvegs okk- ar hér í sjávarbyggðunum og hvers megi vænta að óbreyttu ástandi. Fundarmenn samþykktu einróma ályktun þar sem m.a. kofn fram að fundarmenn krefðust þess að^ Hafró gerði úttekt á áhrifum frið- unar Breiðafjarðar fyrir öllum veiðarfærum utan önglaveiða. Þessi friðun var sett á 1972 að frumkvæði sjómanna og útgerðar- manna á Snæfellsnesi. Þá skorar fundurinn á stjómvöld að meira fjármagni verði varið til rannsókna Hafró á ástandi nytjastofna og að fjármagna megi slíkar rannsóknar m.a. með aflagjaldi þess fiskjar sem teldist undirmál eða meðfísk- ur í stað þess að hvetja menn til að henda honum eins og kvóta- kerfið býður upp á. Þá ítrekuðu fundarmenn nauðsyn þess að Hafró og stjórvöld hefðu meira samráð og samvinna eyddi vax- andi tortryggni þessara aðila. Ennfremur skoruðu fundarmenn á stjórnvöld að efla starfsemi Hafró í Ólafsvík. Vísindamenn jafnt sem sjómenn fóru betur upplýstir um sjónarmið hvors annars af þessum tímamótafundi í Ólafsvík. Sækjum fram Ef sjávarbyggðir þessa lands eiga að tryggja tilveru sína, af- komu og öryggi þeirra sem þar búa, verðum við að taka höndum saman og hrinda oki kvótaófreskj- unnar af herðum okkar. Þetta er meginkosningamál okkar Alþýðu- flokksmanna og hér eftir sem hingað til sú auðsuppspretta sem íslensk tilvera byggist á. Við höf- um fískimiðin, bátana, fiskverkan- ir, vélar og þjálfað þekkingarfólk og hafnarmannvirki; alla aðstöðu og fjárfestingu okkar til áfram- haldandi búsetu í sjávarbyggðum. Látum ekki kippa undan okkur fótunum. Beijumst fyrir sjálfsögð- um rétti okkar gegn þessu órétt- læti. Höfundur er aðstoðarskólastjóri í Ólafsvík og skipar 2. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi vegna ' Alþingiskosninganna 8. apríl nk. Sveinn Þór Elinbergsson Öryggi fyrir aldraða Sérhæfíngin hefur haft það í för með sér að fólki hefur verið skipt í hópa t.d. eftir aldri. Ýmsir þættir svo sem markaðshyggjan hafa síðan ákveðið hvað þessum eða hinum ald- urshópnum hentaði jafnvel án þess að leitað hafi verið álits viðkom- andi aðila hvað þá þeir hafðir með í ráðum við ákvarðanatökuna. Það er t.d. skilgreint í lögum hvenær viðkom- andi einstaklingur verð- _ ...... ur „aldraður" og þar Sigurbjörg alfarið fyrir okkar hags- með breytist staða hans Björgvindóttir munamálum. Framsóknarflokkurinn býður að tryggja að allir haldi reisn þótt aldur færist yfir og að öldruðum verði tryggð viðeigandi þjónusta eins nálægt þeirra eigin óskum og framast er unnt. Fólk í fyrirrúmi I því æskudýrkunar- samfélagi sem við lifum í verðum við, sem komin erum yfír miðjan aldur, að standa vörð um okk- ar eigin velferð. Við getum ekki og eipm ÞANN 8. apríl gengur þú, lesandi góður, í kjörklefann og velur þér fulltrúa til að fara með fjöregg þjóð- ar okkar næsta kjörtímabil. Vegna þess á ég erindi við þig og einnig vegna þess að ég hef áhyggjur af því hversu stjómmálamenn láta sig litlu varða málefni eldri borgara í þessari kosningabaráttu. Að eldast á íslandi Vissulega er vel búið að eldri borg- urum hér á landi, ef við miðum við mörg önnur samfélög. Margt mætti þó betur fara í þessum málaflokki, svo ég, sem er komin yfir miðjan aldur, geti verið örugg um að mér verði tryggð sú heilsugæsla og fér lagslega þjónusta sem ég tel að allir verði að eiga vísa þegar þess gerist þörf. Við erum ung, fámenn þjóð og hér á landi hefur fæðingartíðni verið há allt fram á síðasta áratug. Það er því augljóst að fjöldi aldraðra á eftir að verða hlutfallslega mun hærri hér á landi eftir 20 ár en hann er í dag. ísland er nútímasamfélag sem ein- kennnist af hraða og sérhæfingu. í þjóðfélaginu. I stað þess að vera ábyrgur þjóð- félagsþegn verður hann næstum ósjálfráða — ákvarðanir eru teknar fyrir hann — það er ráðskast með einstaklinginn og einhveijir sérfræð- ingar úti í bæ telja sig vita miklu betur en hann sjálfur hvað sé honum fyrir bestu. Þessu viljum við fram- sóknarmenn breyta. Við viljum þessu sinni fram undir kjörorðinu „Fólk í fyrirrúmi". Með því viljum við framsóknar- menn undirstrika að stjórnmál snú- ast um fólk og stjórnmálamenn eru fulltrúar fólksins í landinu. Ég hræðist þá staðreynd að tengsl hinna kjörnu fulltrúa sem nú leita eftir endurkjöri til að fara með fjör- egg þjóðarinnar eru svo lítil við fólk- ið í landinu, hð þeir fullyrða hvað eftir annað að hér sé almenn velmeg- un á meðan þúsundir vinnufærra manna ganga atvinnulausar. Og þessir fulltrúar fólksins í landinu virðast heldur ekki vita að það er staðreynd að margir sem hafa at- vinnu verða að leita aðstoðar til að hafa fyrir nauðþurftum. Það er kaldhæðni að félagslega húsnæðiskerfið sem talsmenn jafn- aðarstefnunnar byggðu upp hefur I því æskudýrkunar- samfélagi sem við lifum í, segir Sigurbjörg- Björg’vinsdóttir, verð- um við, sem komin erum yfir miðjan aldur að standa vörð um okkar eigin velferð. átt verulegan þátt í því að skapa hér raunverulega fátækt. Framsóknarmenn leggja áherslu á að skapa hér ný atvinnutækifæri og í stefnu flokksins er gerð ítarleg grein fyrir hvernig slíkt má verða. Framsóknarmenn vilja jöfnuð og frið um menntastefnuna. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að afkoma fy'ölskyldna þessa lands verði tryggð svo þær geti sinnt því mikilvæga hlutverki sem þeim er ætlað. Við viljum að æskan tileinki sér visku, þekkingu og reynslu eldri borgara. Á sama hátt trúum við að í æskunni búi sá þróttur og það þor sem rutt getur brautina inn í framtíð- ina. Þú átt næsta leik Listi framsóknarmanna á Reykja- nesi hefur vakið nokkra athygli. Við sem skipum efstu sætin á þessum lista komum óþreytt til starfa, enda þótt við höfum öll langa reynslu í stjórnunar- og félagsmálastörfum. Ég hvet þig lesandi góður til að hugsa þig vel um áður en þú tekur jafn mikilvæga ákvörðun og að nýta þinn rétt til að velja þér full- trúa sem stjórna eiga landinu næstu fjögur ár. Þú átt leikinn í kjörklef- anum þann 8. apríl. Það veit enginn nema þú sjálfur hvar þú setur x-ið þitt. Höfundur skipar 6. sæti á lista framsóknarmanna á Reykjanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.