Morgunblaðið - 28.03.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 28.03.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fHwjptttltfftMfe 1995 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARZ BLAD D Ásgeir Elíasson á ferð og flugi ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, er á ferð og flugi þessa dagana. Hann sá bræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni leika með Niirnberg gegn Sa- arbriicken á heimavelli á laugardaginn, þar sem þeir máttu þola tap, 0:2. Arnar var í byrjunarliðinu, en Bjarki kom inná sem vara- maður. Nurnberg er á fall- hættusvæði. Ásgeir er nú kominn til Ungverjalands, þar sem hann mun sjá leiki Ungveija gegn Svisslendingum í Evr- ópukeppni landsliða — 21 árs liðin leika í kvöld, en a-liðin á morgun í Búdapest. Frá Ungverja- landi fer Ásgeir aftur til Þýskalands og heim- sækir Helga Sigurðsson. Stuttgart leikur gegn Bayern Miinchen á laugardaginn. ^ •% Gudmundur þrefaldur meistari GUÐMUNDUR Steph- ensen, Víkingi, slær hér litlu, hvítu kúluna ein- beittur á svip á íslands- mótinu í borðtennis um helgina. Þrátt fyrir að Guðmundur sé aðeins 12 ára varð hann þre- faldur íslandsmeistari á mótinu; sigraði í einliða- leik, tvíliðaleik og tvenndarleik. Sömu sögu er að segja af Evu Jósteinsdóttur í kvenna- flokki, en hún keppir einnig fyrir Víking. , <ý Morgunblaðið/Bjarni Ellert og Eggert eft- irlitsmenn UEFA ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ og fyrrum formaður KSÍ, og Eggert Magnússon, formað- urKSÍ, eru eftirlitsmenn á vegum UEFA á landsleikjum í Evrópukeppni landsliða annað kvöld. Ellert er á Spáni, þar sem hann er eftir- litsmaður á 21 árs landsleik Spánveija og Belga í kvöld og á morgun í Sevilla þegar a-lið þjóð- anna mætast. Eggert er í Úkraínu, þar sem heimamenn leika gegn ítölum í Kiev. Þriggja ára fangels- isvist Tysons á enda MIKE Tyson fyrrum heimsmeistari í þungavigt hnefaleika, var látinn laus úr fangelsi í ná- grenni smábæjarins Plainfield í Indiana á laugardaginn, en hann hafði þá setið inni í þijú ár fyrir nauðgun. Tyson, sem nú er 28 ára gamall og varð yngsti heimsmeistari sög- unnar í þungavigt 1986, þá tvítugur. Hann tap- aði svo titlinum til James „Buster“ Douglas í Tókíó 1990 — og hafa fá úrslit komið jafn mikið á óvart í hnefaleikasögunni. Tyson sagði ekki margt þegar hann var látinn laus, en menn spyija sig nú hvort hann inuni fara aftur í hringinn og sögusagnir eru þegar komnir á kreik að íif því geti orðið fyrr en síðar. Tyson tók múhameðstrú í fangelsinu og kom þaðan út á Iaugardag með hvíta kollhúfu að hætti múhameðstrúarmanna. Eftir að honum var sleppt fór Tyson í mosku í grendinni, þar sem hann baðst fyrir ásamt öðrum fyrrum heims- meistara í hnefaleikum, Muliammed Ali. Bayern í miðherjaleit BAYERN Miinchen hefur hug á að fá til sín sterkan mið- heija fyrir næsta keppnis- tímabil og hafa forráðamenn félagsins rætt við leikmenn eins og Jiirgen Klinsmann, Ulf Kirsten og Króatann Da- vor Suker. Klinsmann, sem hefur leikið með Inter Mílanó, Mónakó og nú Tottenham, síðan hann fór frá Stuttgart, segir að önnur félög hafi einnig haft samband við sig. Suker er samningsbundinn Sevilla til ársins 1998. „Ég hef einnig fengið gott tilboð frá Inter Mílanó,“ sagði Su- ker. Franz Beckenbauer, for- seti Bayern Miinchen, hefur einnig áhuga á að fá Búlgar- ann Hristo Stoichkov frá Barcelona. HANDKNATTLEIKUR Guðmundur Guðmundsson stjómar 21 árs landsliðinu Undirbúningur 21 árs landsliðs- ins fyrir forkeppni HM, sem verður í Argentínu 22. ágúst til 3. september' er að hefjast. Liðið verð- ur að taka þátt í forkeppni á Ma- deira 3.-11. júní, þar sem móthetjar verða Portúgalar og Magedóníu- menn. Sigurvegarinn í riðlinum kemst til Argentínu. Guðmundur Guðmundsson, sem hefur þjálfað Aftureldingu, sér um undirbúning liðsins og stjórnar því á Madeira, en aðstoðarmaður hans er Heimir Ríkharðsson. Liðið mun leika æfingaleiki gegn a-landsliðum Austurríkis og Kuwait fyrir HM á íslandi, heldur síðan til Madeira í bytjun júní, tekur þátt í Norður- landamótinu, sem fer fram í Fær- eyjum 8.-12. ágúst. Þijátíu og einn leikmaður er í undirbúningshópnum, sem er þann- ig skipaður: Víkingur: Hlynur Mortens, Þröstur Helgason, Hjörtur Artnarson. ÍR: Daði Hafþórsson. Afturelding: Ásmundur Einarsson. Selfoss: Hjörtur Pétursson. FH: Jónas Stefánsson. ÍBV: Davíð Hallgrímsson, Arnar Pétursson, Gunnar Viktorsson. Fram: Sigurður Guðjónsson, Eym- ar Sigurðsson. KR: Einar B. Ámason, Magnús Magnússon, Hilmar Þórlindsson, Páll Beck. HK: Hlynur Jóhannesson, Gunnleif- ur Gunnleifsson, Björn Hólmþórs- son. Valur: Ari Allanson, Davíð Ólafs- son, Sigfús Sigurðsson. Haukar: Þorkell Magnússon. Sljarnan: Sigurður Viðarsson, Rögnvaldur Johnsen, Jón Þórðar- son, Ragnar Ágústsson. KA: Leó Örn Þorleifsson, Sverrir Bjömsson, Atli Þór Samúelsson, Helgi Arason. Guömundur GuAmundsson. ÍSHOKKÍ: AKUREYRINGAR URÐU ÍSLANDSMEISTARAR / D7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.