Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D/E/F 74. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lax í felu- búningí Ósló. Morgunblaóid. Æ FLEIRI framleiðendur á niður- soðnum laxi í Noregi hafa ákveðið að f|'arlægja allt sem minnir á upp- runalandið af umbúðum sem sendar verða á markað á Ítalíu. Ástæðan er ótti framleiðendanna við sölu- hrun vegna mótmæla við hval- og selveiðar Norðmanna. Stjórnarmenn í Norconserv, sam- tökum framleiðanda á niðursuðu- vörum, segja að sú ákvörðun norskra stjórnvalda að leyfa selveið- ar kunni að verða til þess að neyt- endur á Ítalíu, í Ástralíu og Suður- Afríku hunsi norskar vörur. Nafn Noregs kemur hvergi fram á vörum sem seldar eru til Ítalíu fyrir jafnvirði milljarðs ísl. kr. á ári. Reuter Smakkað á Semtex UNG stúlka smakkar á Semtex, gulleitum svaladrykk sem fyrir- tækið Pinelli hyggst se^ja og mun hann vera hlaðinn koffeini. Myndin var tekin við skrifstofu KLM-flugfélagsins hollenska á Vaclav-torginu í Prag. Alræmt sprengiefni, er mjög hefur verið notað af hryðjuverkamönnum í tilræðum gegn flugvélum, ber sama heiti og drykkurinn. Ráða- menn Pinelli ætla þó einkum að reyna að fá flugfélög til að selja drykkinn i vélum sínum. Þeir segja að tékkneska fyrirtækið Synthesia hafi ekki einkarétt á heitinu nema um sé að ræða sprengiefnaframleiðslu. Bosníumúslimar sækja fram við Tuzla Hart barist um fjarskiptamastur Sarajevo, Tuzla, Stokkhólmi. Reuter. BOSNÍSKI stjórnarherinn og sveitir Serba áttu í hörðum átökum í gær við borgina Tuzla þar sem barist var um yfirráð yfir mikilvægu fjar- skiptamastri. Áskorunum Samein- uðu þjóðanna um að bardögum verði hætt hefur ekki verið sinnt. Stjórnarherinn hefur unnið nokk- urt land í átta daga sókn sinni gegn Serbum við Tuzla og er megin- markmiðið að ná afar mikilvægu fjarskiptamastri í Majevica-hæðun- um. Stjórnar það mestöllu símasam- bandi og sjónvarpssendingum til norðurhluta Bosníu og er auk þess einn stærsti hlekkurinn í hernaðar- legum fjarskiptum Serba. 90% af fjarskiptum Serba í síðustu viku sprengdu Serbar upp fjarskiptamastur á Vlasic-fjalli í Mið-Bosníu áður en það félli í hend- ur stjómarhermönnum en um þessi tvö möstur hafa farið 90% af fjar- skiptum Serba. Samningaviðræður í grálúðudeilunni við Kanada Spænsku skípin byijuð að veiða Bretar munu beita neitunarvaldi gegn refsiaðgerðum ESB Reuter BRIAN Tobin, sjávarútvegsráðherra Kanada, tekur nú þátt í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York um úthafsveiðar. Hann stendur hér ásamt kanadískum eftirlitsmanni við hluta úr smáriðnu trolli spænska togarans Estai og heldur á loft undirmáls-grálúðu úr afla togarans til að sýna fréttamönnum fram á að ásakanir um rányrkju Spánverja séu á rökum reistar. Brussel, Madrid. Reuter. SPÆNSKU togararnir á grálúðu- miðunum við Kanada hófu aftur veiðar í gær undir verndarvæng varðskips en skipherra þess hefur fyrirmæli um að hindra „með öllum ráðum“, að togari verði tekinn. Full- trúar Kanadastjórnar og Evrópu- sambandsins, ESB, tóku aftur upp viðræður í gær um lausn á deilunni. Spænsku skipin á grálúðuveiðun- um eru 19 og sagði skipstjóri eins þeirra, að öll væru byrjuð að veiða. Halda þau sig nærri spænska varð- skipinu Vigia og ESB-skipi, sem fylgist með veiðunum, en skammt undan eru fimm kanadísk varðskip. Julian Garcia Vargas, varnar- málaráðherra Spánar, sagði á mánudag, að skipherra Vigia og annars varðskips, sem er á leið á miðin, hefðu fyrirmæli um að gæta togaranna „með öllum tiltækum ráðum". Kvað hann ekki hægt að útiloka, að til alvarlegra atburða gæti dregið. Andstaða við refsiaðgerðir Búist er við, að sendiherrum ESB-ríkjanna verði kynntar hugs- anlegar refsiaðgerðir gegn Kanada á morgun en háttsettur, breskur embættismaður sagði í gær, að breska stjórnin myndi beita neitun- arvaldi gegn þeim ef til kæmi. Sagði hann, að þýska stjórnin væri einnig andvíg refsiaðgerðum enda væru þær brot á reglum Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar, WTO. Skýrt var frá því í Haag í gær, að Spánveijar hefðu formlega höfð- að mál á hendur Kanadastjórn vegna töku togarans Estai. Dóms- málaráðherra Kanada sagði alþjóða- dómstólinn ekki hafa lögsögu í mál- inu. -------» ♦--------- Tsjetsjníjustríðið Breiðast Sijórnvöld kommúnista í Kína ákveðin í að beita markaðslausnum Gjald fyrír náttúruauðlindir Peking. Reuter. KÍNVERSK stjómvöld, sem keppast nú við að koma á markaðsbúskap í landi sínu þótt sósíal- ismi eigi að heita við lýði, hafa að sögn blaðsins China Daily ákveðið að taka gjald af þeim er nýta helstu náttúruauðlindir landsins. Verða markaðslögmálin framvegis látin ráða því hver fær afnotarétt af þeim. „Uppstokkun á gamla kerfínu er besta leiðin til að Kína komist út úr sídýpkandi auðlinda- kreppu, sem er að verða ein helsta hindrunin í vegi þróunar Kína inn í næstu öld,“ er haft eft- ir Pan Yue, aðstoðarforstjóra ríkiseignastofnunar Kína. Hingað til hefur sú regla verið viðhöfð að sá er fyrst rakst á auðlind fékk að nýta hana. Hinu nýja kerfí er ætlað að vemda náttúruleg- ar auðlindir Kína og koma í veg fyrir tilviljana- kennda nýtingu og rányrkju. Pan sagði núver- andi fyrirkomulag stuðla jafnt að lágri fram- leiðni sem of mikilli orkunotkun. Ofnýting hefur einnig haft alvarleg áhrif á gróðurlendi en um 660 þúsund hektarar af graslendi verða upp- blæstri að bráð árlega í Kína. Þá starfa um 100 þúsund gullgrafarar ólög- lega víða um landið og er talið að það kosti rík- ið þijú tonn af gulli árlega. Af 9.000 stórum og meðalstórum námufyrirtækjum landsins eiga rúmlega 70% í deilum um námuréttindi og eignar- rétt á landi. Nú er ætlunin að tilgreina og skrá eignarrétt á auðlindum. Búin verður til verðskrá sem nær til nýtingar auðlinda á borð við jarðnæði, auðlind- ir hafsins, skóga, kol, gull og aðra málma, að sögn kínverskra embættismanna. átökin út? Búdapest. Reutcr. ISTVAN Gyarmati, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, OSE, er nýkominn úr ferð til Kákasushér- aða Rússlands. Hann sagði á frétta- mannafundi í gær að vaxandi hætta væri á því að átökin í Tsjetsjníju breiddust út. Gyarmati taldi einkum hættu á að rússneskir hermenn, sem sækja fram í átt til landamæra Tsjetsjníju, lentu í átökum í Ingúsetíu og Dag- estan, sem eru sunnan og austan við uppreisnarhéraðið. Ingúsetar eru múslimar eins og Tsjetsjenar og náskyldir þeim; í Dagestan býr fjöldi Tsjetsjena. Gyarmati sagði Rússa hafa ráðist á skotmörk í báðum grannhéruðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.