Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ EIGNASALAN REYKJAVIK INGÓLFSSTRÆTI 12 - 101 REYKJAVÍK. Símar 19540 - 19191 - 619191 Höfum kaupanda að góðri 3ja-4ra herb. íb. í Vesturborg- inni, gjarnan sem næst Háskólabíói. Góð útborgun. Óskast í Selásnum eöa Ártúnsholti 210-300 fm vandað einbhús m. bílsk. Fjársterkur kaupandi. Sérhæð óskast Höfum kaupanda að góðri sérhæð í Háaleitishv. Góð útb. fyrir rétta eign. Hæð og ris óskast Fyrir góðan kaupanda vantar okkur góða íb., gjarnan hæð og ris sem gefur mögul. á 2 íb. Má kosta allt að 17-18 m. Seljendur ath.l Okkur vantar allar gerðir fasteigna á söluskrá. Þaö er mikið um fyrirspurnir þessa dagana. Raðhús f Selási í smíðum Raðhús á einni hæð. íb. er um 110 fm auk 28 fm bílsk. Suðurlóð. Til afh. fokh. og frág. aö utan á 8,2 millj. eða tilb. u. trév. á kr. 10,0 millj. Áhv. um 5,0 millj. húsbr. Teikn. á skrifst. EIGNASALAN REYKJAVIK Magnús Einarsson, lögg. fastsali. Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! Virt verði ákvæði um börn og auglýsingar SAMKEPPNISSTOFNUN hefur beint þeim tilmælum til Ríkisút- varpsins og kvikmyndahúsanna að virt verði ákvæði samkeppni- slaga um börn og auglýsingar og þess gætt að í auglýsingum komi ekki fram atriði sem bijóta í bága við þau. Ráðgjafarnefnd samkeppnis- ráðs, svokölluð auglýsinganefnd, ræddi um auglýsingar frá kvik- myndahúsum sem birst hafa í Sjónvarpinu skömmu fyrir kvöld- fréttir og kvikmyndaauglýsingar sem birtar eru á barna- og fjöl- skyldusýningum kvikmyndahús- anna. Fram kom að í þessum auglýsingum eru sýnd atriði úr myndum sem bannaðar eru börn- um. Af þessu tilefni hefur athygli Ríkisútvarpsins og kvikmynda- húsanna verið vakin á 22. grein samkeppnislaga, en þar segir m.a.: „Auglýsingar skulu miðast við að börn sjái þær og heyri og mega þær á engan hátt misbjóða þeim. í auglýsingum verður að sýna sérstaka varkámi vegna trú- girni barna og unglinga og áhrifa á þau. Komi börn fram í auglýs- ingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er.“ 0i 1 Crt 0i Q70 LARUS Þ' VALDIMARSSON, framkvæmdastjori L I I wU’fc I W / V KRISTJAN KRISTJANSSON, loggiltur fasteignasali Á vinsælum stað í vesturborinni m.a. eigna: Stór og góð við Hjarðarhaga Sólrík 3ja herb. íbúð 85,4 fm auk geymslu og sameignar. Nýtt gler. Sérþvottaaðstaða. Tvennar svalir. Ágætur staður. Langtfmalán kr. 4,5 millj. Vextir óvenju lágir. Traustir kaupendur óska m.a. eftir: Einbýlishúsi í Hafnarfirði með 5 svefnherb. Má vera hæð og kj. Sérhæð 100-120 fm, helst við Digranesveg, Kóp. Hæð við Nökkvavog 4ra-6 herb. Húseign helst í nágrenni Háskólans með tveimur íbúðum 3ja-4ra herb. íbúð með 4-5 svefnherb. í nágrenni Kennaraháskólans. íbúðum og hæðum í gamla bænum og nágr. Mega þarfnast endurb. • • • Viðskipunum fylgir ráðgjöf ogtraustarupplýsingar. CACTnRUACAI Ali Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12.júlí1944. LAUGAVEG118 SÍIMAR 21150-21370 AIMENNA 4 frábær fyrirtæki Gistiheimili Til sölu lítið gistiheimili í Suðurnesjabæ. 10 herb., eldhús og 60 manna salur. Verð aðeins kr. 2 millj. Allur búnaður til staðar. Laust strax. Ferðamannastraumur að byrja. Barnafataverslun Höfum til sölu fallega barnafataverslun á frábær- um stað. Eigin innflutningur á fallegum, góðum og ódýrum barnafötum. Til afh. strax. Það er gaman að selja falleg barnaföt. Samlokugerð Af sérstökum ástæðum er til sölu lítil en þekkt samloku- og pastagerð. Frábært fjölskyldufyrir- tæki. Rúmlega 30 fastir viðskiptavinir. Gott og ódýrt húsnæði. Öll tæki sem þarf. Söluturn með útilúgu Velta uppá kr. 1,8-2,5 millj. Þekktur skólasölu- turn. Örugg tekjulind fyrir rétta aðila. Laus strax. Skipti möguleg. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUOURVERI SÍMAR 8t 2040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. FRÉTTIR Þriðja þing Landssambands slökkviliðsmanna Skilgreina þarf hlut- verk björgunarsveita FORYSTUMENN björgunarmála á íslandi komu saman á 3. þingi Landssambands slökkviliðs- manna um helgina og rökræddu um hlutverk ólíkra björgunar- sveita í náttúruhamförum. Full- trúar slökkviliðsmanna og björg- unarsveitarmanna voru sammála um að skilgreina þyrfti betur hlutverk opinberra viðbragðs- sveita og sjálfboðasveita sem sinna björgunarstörfum um allt land. Þátttakendur í pallborðsum- ræðum deildu raunar ekki um markmið björgunaraðgerða í al- mannavá sem væri fyrst og fremst að sinna fómarlömbum slysa eða náttúmhamfara. Menn greindi aftur á móti á um leiðir að markmiðinu, hvert hlutverk ólíkra björgunarsveita væri og hvemig samstarfi þeirra skyldi háttað í neyðartilvikum. Eftir höfðinu dansa limirnir Guðmundur Vignir Óskars- son, formaður Landssambands- ins, fullyrti að endurskoða þyrfti lög um almannavarnir. Hann sagði að eftir höfðinu dönsuðu limirnir og þess vegna þyrftu ákvæði um hlutverk viðbragðs- og björgunarsveita að vera skýr og nákvæm. Nauðsynlegt væri t.a.m. að skilgreina nákvæmlega í lögunum mörk á milli áhuga- og atvinnumennsku. Togstreita linuð Kristbjörn Óli Guðmundsson frá Slysavarnafélaginu tók undir orð Guðmundar og hvatti jafn- framt til þess að eflt yrði sam- starf ólíkra björgunarsveita. Það yrði þó umfram allt að staðfesta með sameiginlegum æfingum. Hann viðurkenndi að eftir stofn- un sérstakrar neyðarsveitar slökkviliðsins hefði það farið í taugamar á sumum björgunar- sveitarmönnum að slökkviliðið ætlaði að sinna öllu björgunar- starfi á landinu á meðan björg- unarsveitir biðu vel þjálfaðar með búnað og tæki og reiðubún- ar að taka þátt í björgun- arstarfi. Kristbjörn kvað það stefnu björgunarsveitanna í landinu að tryggja eðlilegt sam- starf þeirra og sérþjálfaðrar neyðarsveitar slökkviliðsins og lina óþarfa togstreitu á milli þessara hópa. Það mætti t.a.m. gera með því að gera samkomu- lag um starfshætti og verka- skiptingu. Endurskoðun laga óþörf Hafþór Jónsson frá Almanna- vörnum ríkisins lýsti sig ósam- mála Guðmundi hvað varðaði endurskoðun laga um almanna- varnir. Hann fullyrti að grunn- skipulag Almannavarna væri nógu nákvæmt en sagði aftur á móti að allir þeir sem tengdust björgunarstarfi, lögregla, sjúkrahús, slökkvilið og björgun- arsveitir, þyrftu að semja eða endurskoða reglulega ítaráætl- anir sínar um viðbrögð við al- mannavá. Hafþór fullyrti jafnframt að þær vangaveltur um hvort at- vinnulið og sjálfboðalið tækju verkefni hvort frá öðru ættu ekki rétt á sér. Allir ynnu saman að því að bjarga lífi og limum fórnarlamba og bjarga verð- mætum þar sem það ætti við. Aftur á móti verði að gera skýr skil á milli atvinnu- og hjálparl- iðs en það væri þegar skýrt í lögum. Hafþór benti raunar á að verkaskipting þurfi alltaf að taka mið af hæfni björgunar- fólks, þekkingu þess og reynslu. Gagnkvæm virðing Jón Baldursson, yfirlæknir á Borgarspítalanum, sagði að eðli- leg verkaskipting kristallaðist vel í meðferð slasaðra og sjúkra á slysstað. í því tilviki væri aldr- ei vafi um verkaskiptingu, fag- fólk tæki ábyrgð og sinnti stjórn á staðnum. Þjálfun og réttindi manna segðu til um verkefni þeirra nema í sérstökum neyðar- tilfellum. Jón sagði að samstarf björgunar- og viðbragðssveita ætti að byggjast á tvennu. Ann- ars vegar á sameiginlegu mark- miði að bjarga lífi fólk en hins vegar á gagnkvæmri virðingu björgunarhópa. Björgunarsveitir geta að mati hans miðlað af mismunandi þekkingu og reynslu og það þurfi að nýta til hins ýtr- asta á neyðarstundu. Morgunblaðið/Júlíus ÞÁTTTAKENDUR í pallborðsumræðum á þingi Landssambands slökkviliðsmanna deildu ekki um markmið björgunaraðgerða í almannavá. Menn greindi aftur á móti á um leiðir að mark- miðinu, hvert hlutverk ólíkra björgunarsveita væri og hvernig samstarfi þeirra skyldi háttað. Ekki rétt að bjóða sjúkra- flutninga í Reykjavík út VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga lýsti yfir því í umræðum á 3. þingi Landssambands slökkvi- liðsmanna sem haldið var um helgina að ekki væri rétt að bjóða út sjúkraflutninga í Reykjavík líkt og heilbrigðisráðuneytið ráð- gerði. Guðmundur Vignir Ósk- arsson formaður Landssam- bandsins sagði að framtíð sjúkraflutninga væri stórmál fyr- ir slökkviliðsmenn í Reykjavík en fram kom í máli Vilhjálms að hugsanlega þyrfti að segja upp um 20 slökkviliðsmönnum, kæmi til breytinga. Vaktakerfið í rúst Vilhjálmur kvaðst alla jafna vera hlynntur útboðum í rekstri hins opinbera. Það ætti þó ekki við í þessu tilviki. Hann telur að samstarf ríkis og borgar hafi verið farsælt og skipulag flutn- inganna verið í föstum skorðum. Hann sagði að auk uppsagna slökkviliðsmanna myndu breyt- ingarnar leggja vaktakerfi slökkviliðsins í rúst. Hættulegur leikur Kristján Þ. Jónsson frá Land- helgisgæslunni setti umræðuna í víðara samhengi og. gagnrýndi útboðsstefnu fjárveitingar- valdsins. Hann sagði að slík stefna væri hættulegur leikur, einkum þegar um væri að ræða útboð á starfsemi stofnana sem sinntu löggæslu eða sjúkra- flutningum. Guðmundur Vignir tók undir orð Kristjáns og taldi svo komið að opinberar við- bragðssveitir ættu orðið erfitt með að sinna skyldum sínum. Loks taldi hann það misvísun að á sama tíma og stjórnvöld drægju úr fjárveitingum til op- inberra stofnana birtust hug- myndir um útboð á starfsemi þeirra, s.s. á sjúkraflutningum og neyðarsímsvörun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.