Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 13
4- i MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 13 FRETTIR Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands á Vestfjörðum 91% sammála sjálfstæðis- mönnum í sj ávarútvegsmálum 91,2% vestfirskra kjósenda telur að það hafi verið rétt af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins á Vestijörðum að kreijast þess að sjávarútvegsstefn- an verði tekin til umræðu á nýjum grundvelli ef marka má skoðana- könnun sem Félagsvísindastofnun gerði meðal 500 manna úrtaks. Könnunin leiddi í ljós yfirgnæf- andi stuðning við frumkvæði sjálf- stæðismannanna meðal kjósenda allra flokka, að sögn Einars K. Guðfinnssonar, efsta manns á lista sjálfstæðismanna á Vestfjörðum. Þannig svöruðu 100% kjósenda Alþýðubandalags og Kvennalista spurningunni játandi, 91% þeirra sem lýstu stuðningi við Alþýðuflokk svör- uðu játandi, 98% kjósenda sjálfstæð- isflokksins og 92% stuðningsmanna Þjóðvaka en 70% kjósenda B-lista Framsóknarflokksins og 81% kjós- enda Vestfjarðalista framsóknar- manna svöruðu spumingunni játandi. „Eg lít svo á að þetta sé mjög sterkur og afgerandi stuðningur frá Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÞÁTTTAKENDUR á fyrirlestri um kvennaguðfræði ásamt fyrir- lesaranum, séra Yrsu Þórðardóttur. Kvennalisti kynnir kvennaguðfræði Egilsstöðum. Morgunblaðið. KVENNALISTINN - Austurlands- angi stóð fyrir fyrirlestri um kvenna- guðfræði á Egilsstöðum. Séra Yrsa Þórðardóttir fræðslu- fulltrúi þjóðkirkjunnar á Austurlandi rakti í stórum dráttum sögu kvenna- guðfræði, hver staða hennar er hér á landi og annars staðar í heiminum. Hún hefur kynnt sér kvennaguðfræði á sínum prestsferli og tekið þátt í stofnun Kvennakirkju á íslandi. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FRAMBJÓÐENDUR Þjóðvaka á Austurlandi, Melkorka Frey- steinsdóttir skipar annað sæti listans, Sigríður Rósa Kristinsdótt- ir þriðja sæti og Snorri Styrkársson fyrsta sæti. Þjóðvaki á Austurlandi opnar kosningaskrifstofu Egilsstöðum. Morgunblaðið. ÞJÓÐVAKI á Austurlandi opnaði kosningaskrifstofu í Fellabæ á Fljótsdalshéraði um helgina. Þar var málefnasamningur kynntur og frambjóðendur í þremur efstu sæt- um Austurlandslistans buðu gestum og gangandi kaffi og kökur. Kosn- ingaskrifstofan er til húsa á Lagar- braut 4, Fellabæ. Fundur um stöðu smábátaeigenda LANDSSAMBAND smábátaeigenda og svæðisfélög þess í Þorlákshöfn, á Reykjanesi, í Hafnarfirði, Reykjavík og á Akranesi standa fimmtudaginn 30. mars að fundi um málefni og stöðu smábátaeigenda innan fiskveiði- stjómunarkerfisins. Fundurinn verð- ur haldinn í Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði, og hefst kl. 20.30. Fulltrúum stjómmálaflokkanna hefur verið boðið að halda framsögur á fundinum og svara fyrirspumum. Fær hver stjómmálaflokkur u.þ.b. 10 mínútur í framsögu. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. ■ FRAMSÓKNARMENN í Reykjaneskjördæmi boða til opins morgunverðarfundar um atvinnumál á veitingastofunni Kænunni, Óseyr- arbraut 2, Hafnarfirði, fimmtudag- inn 30. mars kl. 9.30. Frummælend- ur verða: Halldór Ásgrímsson og Siv Friðleifsdóttir. Kynntar verða áherslur og hugmyndir flokksins í atvinnumálum og hvatt til umræðu og skoðanaskipta um þessi mikil- vægu mál. vestfirskum kjósendum enda kemur það heim og saman við þau viðbrögð sem við höfum fengið á ferðum okk- ar um kjördæmið á ijölmörgum fund- um þar sem þessi mál hefur borið á góma,“ sagði Einar K. Guðfinnsson í samtali við Morgunblaðið í gær. ' Könnunin var gerð 11.-12. mars og annaðist Félagsvísindastofnun Há- skóla íslands framkvæmdina. Stuðst var við slembiúrtak úr þjóðskrá sem í voru 500 Vestfirðingar á aldrinum 18-75 ára. Nettósvörun var 71,1%. Morgunblaðið/RAX Framsóknarrútan FRAMSÓKN ARMENN í Reykjavík tóku í gær í notkun rútu og verður hún á ferð um borgina fram að kosningum. Frambjóðendur munu keyra um hverfi borgarinnar, taka fólk tali og dreifa bæklingiun. fram Allí ungt fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum og málefnalegum skoóanaskiptum er hvatt til að fjölmenna á fund með Friöriki Sophussyni. Hvcrnig gerum við ísland samkeppnisfært á 21. öld? Verður fiamtíö ungs fólks veðsett? Hvernig verða næg atvinnutækifæri sköpuð fyrir ungt fólk? Hvernig á að framfylgja stefnunni um húsnæði fyrir alla? Mun ísland ganga í Evrópusambandið? Getur ný menntastefna bætt menntun? Miðvikudaginn 29. mars kl. 20 I J§§|,i 1 -i-- . . . .: t - JJ 4 \ „ Ak .vV'.'Aæí;j» Deiglan laugardaginn 1. apríl kl. 12 Víkurbær jjriðjudaginn 4. apríl kl. 20.30 mm - s Langisandur miðvikudaginn 5. aprílkl. 20.30 ^ \ 0 m n / BETRA ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.