Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 15
m MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1995 15 LANDIÐ Landgræðsluráðstefna í Aratungu Landið er í framför Fegurðarsamkeppni Vestfjarða Morgunblaðið/Siguijón J. Sigurðsson Laugarvatni - „Bændur ættu að vera hinir eiginlegu gæslumenn landsins," sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í erindi sínu á ráðstefnu um landgræðslu og land- not sem fram fór í Aratungu á föstudaginn var. „Afrétturinn er auðlind á ábyrgð bænda,“ sagði Sveinn enn fremur og skoraði á bændur að hætta upprekstri úr grössugum sveitum á auðnir há- lendisins. Landgræðsla ríkisins og Land- græðslufélag Biskupstungna stóðu í sameiningu fyrir fjölsóttri ráð- stefnu í Aratungu um landgræðslu og landnot. Ráðstefnan hófst með söng bamakórs Biskupstungna, síð- an setti Þorfínnur Þórarinsson for- maður landgræðslufélagsins ráð- stefnuna og erindi voru flutt. Arnór Karlsson frá Amarholti fræddi menn um Biskupstungnaaf- rétt, dr. Sturla Friðriksson um gróð- urframvindu í Hvítámesi og dr. Sig- urður Greipsson um Haukadalsheiði. Kortlagning jarðvegseyðingar Dr. Ólafur Arnalds frá Rala flutti fróðlegt erindi um kortlagningu jarðvegseyðingar og mat á gróður- eyðingu. A kortunum frá Rala, sem unnin em eftir gervitunglamyndum, má glöggt sjá stærðarhlutföll gróð- urs á stómm svæðum. T.d. mátti sjá að Biskupstungnaafréttur væri illa gróið landsvæði. Stækkun Hagavatns Helgi Bjarnason tæknifræðingur hjá Landsvirkjun lýsti hugmyndum manna um stækkun Hagavatns út frá nauðsyn þess að stöðva sandfok og hækka gmnnvatnsstöðu svæðis- en gróðurhulan er þunn og veik ins. Hugmyndirnar ganga út á að hækka yfírborð vatnsins um 22 metra frá því sem það er í dag. Með því verður staða vatnsins svip- uð og 1929. Til að þetta megi verða þarf að gera 65 til 70 þúsund rúm- metra stífluvirki sem unnið yrði á tveimur árum. Kostnaður vuð það er áætlaður um 28-30 milljónir kr. Bændur græða landið Guðrún L. Pálsdóttir frá Land- græðslu ríkisins lýsti samstarfí við bændur um uppgræðslu landsins. Hún sagði einnig frá því að Land- græðslan legði síaukna áherslu á að vinna með áhugahópum til að ná í sem mest vinnuafl, þannig fengist einnig aukin nýting á fjár- magni. Landgræðslan er nú í sam- starfí við 370 bændur. Ávinningur af þessu starfi hefur orðið margþættur; Landgræðslan fær mótframlag frá bændunum í formi áburðar en leggur til fræ og girðingarefni. Áhugi hefur aukist á uppgræðslu með lífrænum áburði. Heimahagar hafa batnað og þar með dregið úr þörfinni á afréttar- löndum. Einnig er það hagur Land- græðslunnar að þekking safnast fyrir í sveitunum. Hagur landbún- aðarins hefur komið fram í vist- vænni framleiðslu í sátt við um- hverfið og sjálfbærri landnýtingu. Siðfræðilegan ávinning sagði Guð- rún vera þann, að nú væri tækni- lega hægt að skila landinu til kom- andi kynslóða í betra ástandi. Hún óskaði þess að lokum að sjálfbær landnýting yrði meginregla í land- búnaði fyrir árið 2000. Ragnheiður B. Guðmundsdóttir frá Olís og Ingibjörg Hrund Þráins- dóttir frá íslandsbanka lýstu sam- starfí sinna fyrirtækja við land- græðsluna og hvernig unnið væri innan þeirra að þessum málum á markvissan hátt. Horft til framtíðar Erindi Sveins Runólfssonar fjall- aði um framtíðarhorfur í land- græðslunni. Hann sagði ásýnd landsins ekki í nokkru samræmi við legu þess eða veðurfar og því miður væri enn víða sauðfjárbeit á illa fömum afréttum. „En landið er í framför ... gróðurhulan er að taka við sér en hún er bara svo lítil og þunn og má ekki við neinum áföllum og er því óviðunandi," sagði Sveinn. Ennfremur kom fram hjá Sveini að hrossabeit er nú víða mikil og á mörgum stöðum má sjá hnignun lands af völdum ofbeitar hrossa. Landgræðslustjóri sagði umræðu um jarðvegseyðingu vera mikla í hinum vestræna heimi og við ís- lendingar hefðum yfir að ráða þekk- ingu og reynslu til að snúa dæminu við; við gætum á komandi árum farið að flytja út þessa þekkingu okkar til annarra landa. Hann lagði þunga áherslu á að breyta þyrfti búskaparháttum, bændur ættu að geta fengið greitt út framlag frá ríkinu til að breyta úr sauðfjárbú- skap. „Bændur ættu að vera hinir sönnu gæslumenn landsins og af- rétturinn auðlind á ábyrgð þeirra,“ sagði Svejnn og nefndi ferðaþjón- ustu sem mjög jákvæða stefnu í landnýtingu eins og nú er í auknum mæli í Biskupstungnaafrétti. Fimm stúlkur keppa um titilinn ísafirði - Keppnin um fegurstu stúlku Vestfjarða 1995 fer fram í veitingahúsinu Krúsinni á Isafirði laugardaginn 1. apríl nk. Fimm stúlkur taka þátt í keppninni að þessu sinni og koma þijár þeirra frá Bolung- arvík, ein frá Isafirði og ein frá Flateyri. Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni að þessu sinni eru Helena Halldórsdóttir, 18 ára, ísfirðingur, Ása Brynja Reynis- dóttir, 21 árs, Flateyringur, og Bolvíkingarnir Helga Svandís Helgadóttir, 22 ára, Helga Salome Ingimarsdóttir, 19 ára, og Una Guðrún Einarsdóttir, 18 ára. Dagskrá krýningarkvöldsins verður vegleg að vanda. Boðið verður upp á þrírétta máltíð ásamt fordrykk en matreiðslu- meistari kvöldsins verður Sig- urður Einarsson sem starfar á vegum Frímúrarafélaganna í Reykjavík. Kirkjukór Grafarvogs- sóknar í heimsókn Stykkishólmi - Kirkjukór Grafarvogssóknar í Reykja- vík kom nýlega í heimsókn til kirkjukórsins á Stykkis- hólmi. Sr. Vigfús Þór Ámason, sóknarprestur þeirra, mess- aði í Stykkishólmskirkju, og með honum þjónuðu sr. Gunnar Eiríkur Hauksson, sóknarprestur í Stykkishólmi. Organleik annaðist Bjarni Þór Jónatansson og einsöng söng Soffía Halldórsdóttir. í upphafi messunnar ávarpaði sr. Gunnar Eiríkur komumenn og bauð þá vel- komna. Kirkjukóramir sungu saman í messunni og á eftir buðu heimamenn til kaffis- amsætis í kirkjunni. Tilnefningar . vegna um- hverfisviður- kenningar HEILBRIGÐISEFTIRLIT Suðurlands hefur tilnefnt fimm fyrirtæki og stofnanir vegna umhverfisviðurkenn- ingar til fyrirtækja sem um- hverfisráðuneytið stendur fyrir. Fyrirtækin eru: Sláturfélag Suðurlands, kjötvinnslustöð á Hvolsvelli. Sérleyfisbifreiðar Selfoss. Fagradalsbúið (Fagradals- bleikja) í Mýrdal. Sólheimar í Grímsnesi. Hvolhreppur. Bílasala Suðurlands opnuð á Selfossi Selfossi - Bílasala Suðurlands, tók nýlega til starfa að Hrísmýri 5, Selfossi. Jafnframt því að selja notaða bíla mun Bílasala Suður- lands vera með umboð fyrir bíla frá Jöfri hf., Cherokee, Chrysler, Dodge, Peugot og Skoda. Eigandi Bílasölu Suðurlands er Baldur Róbertsson bílasali. Fyrsta bílasýning Bílasölu Suðurlands var haldin helgina 18. og 19. mars og var að sögn Bald- urs mikill áhugi á þeim nýju bílum sem sýndir voru. Með tilkomu Bíla- sölu Suðurlands má segja að nær öll bílaumboð séu með umboðsað- ila á Selfossi. Hjá þessum aðilum er unnt að fá allar þær upplýs- ingar sem fáanlegar eru hjá aðal- umboðunum á höfuðborgarsvæð- inu og unnt að gera alla þá samn- inga sem þar standa til boða. Auk Bílasölu Suðurlands eru nú starfandi tvær aðrar bílasölur við sömu götuna, Hrísmýri á Sel- fossi. Morgunblaðið/Sig. Jóns. FYRSTI nýi bíllinn afhentur hjá Bílasölu Suðurlands. Það er Baldur Róbertsson bílasali, til hægri á myndinni, sem afhend- ir Grími Jónssyni lykla að Peugeot 405. Með þeim á mynd- inni er Eiríkur Óli Árnason frá Jöfri hf. I kvold kl. 20:30 verður haldinn opinn framboðsfundur um málefni kjördæmisins. Framsögumenn verða Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra ásamt frambjóðendunum Kristjáni Pálssyni og Viktori B. Kjartanssyni. Ávarp: Árni M. Mathiesen alþingismaður. Frambjóðendur heimsækja fyrirtæki í Garði og Sandgerði í dag og ræða málefnin við kjósendur. Fundurinn verður haldinn í Samkomuhúsinu, Sandgerði. Komdu og kynntu þér stefnu Sjálfstæðisflokksins og hvernig möguleikar íbúa svæðisins verða best nýttir. BETRA ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.